Tíminn - 07.09.1983, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
13
á vettvangi dagsins
Hvað koma friðarum-
ræður okkuríslend-
ingum eiginlega við?
eftir Áshildi Jónsdóttur frá Arnarvatni
Hey
til sölu
Upplýsingar
í Stekkjarholti
sími um Sauöárkrók.
BÍLAPERUR
ÓDÝR CÆÐAVARA FRÁ
MIKIÐ ÚRVAL
■ Þessa dagana er mikið skrifað um
vígbúnað og frið. Ýmis félagssamtök
standa fyrir uppákomum, ráðstefnum og
þess háttar. Sjálfri finnst mér slíkar
aðgerðir ágætar, en þó flýgur mér í hug
að mörgum landanum þyki kjarn-
orkuvopn og ófriður frekar fjarri okkar
ströndum og spurji sjálfan sig (og það
réttilega): Kemur mér þetta allt eitthvað
við?
Ég skil þetta viðhorf því eitt er að búa
við hliðina á kjarnorkuveri eða eldflaug-
arskotpöllum, en annað að sjá ekkert
nema fallegu fjöllin í kring. Við sjáum
ekki mikið af hermennsku hér, nema á
suðvesturhorninu, og það er mjög tak-
markað.
Hér er ekki borgarastyrjöld eða stríð
og fáir eiga ættingja eða vini sem hafa
verið drepnir í ófriði eða af einhverri
einræðisstjórn. Við horfum ekki upp á
hungur og volæði sem er afleiðing efna-
hagslegs ofbeldis, eða arðráns, eins og
flestir verða að gera úti í hinum stóra
heimi.
Mótmælagöngur, Yfirlýs-
ingar, Heitu pottarnir
Við getum, að vísu, hneykslast á
grimmd mannsins hér og þar, farið í
stutta mótmælagöngu eða skrifað undir
yfirlýsingu gegn einu og ööru.'Síðan
getum við rætt málin rólega í friðsemd
heimilis okkar eða í notalegheitum heitu
pottanna í laugunum.
Ég skil þá mjög vel sem þykja ófriðar-
blikur heimsins vera mjög fjarri dag-
legum raunveruleika þeirra.
En lítum nánar á málið:
Er ekki nóg um ofbeldi hér á landi?
Ég er ekki bara að tala um líkamlegt
ofbeldi, heldur annars konar ofbeldi
eins og: Efnahagslegt arðrán, fordóma,
trúarlegt og stjórnmálalegt ofbeldi og
síðast en ekki síst andlegt ofbeldi
þegar maður þvingar sjálfan sig og aðra.
Ofbeldi er undirrót ófriðar og þar með
tilveru gjöreyðingarvopna. Ef ég viður-
kenni ofbeldi í einhverri mynd er ég
Viðgerðarþjónusta á þungaskattsmælum Eigum mæla og hraðamælissnúruefni í flestar geróir bifreiða. Önnumst ísetningar og viðhald á mælum. Fijót og góó þjónusta. VÉLIN S.F. Súóavogi 18 sími 85128 \r Pósthólf 4290—124—Reykjavík
ábyrg fyrir tilveru vopna og þar með
kjarnorkuvopna. Því að á milli löðrungs
og kjarnorkusprengingar er ekki eðlis-
ntunur, heldur stigsmunur.
Ekki siðferðislega
réttlætanlegt
Að sýna einhverri manneskju ofbeldi,
á hvaða hátt sem er, er ekki réttlætanlegt
siðferðislega séð. Ég segi það þar sem ég
vil ekki láta berja mig, hagnast á mér,
drepa mig eða þvinga mig. Þess vegna
ætti ég ekki að gera slíkt við neinn
annan.
Það er heldur ekki siðferðislega rétt-
lætanlegt að stuðla að því sem gæti sýnt
öðrum ofbeldi. Því er það siðlaust að
styðja einhvern hereða hernaðarbanda-
lög, þar sem þeir geta meitt og drepið
fólk.
Það er siðlaust að styðja þá sem
arðræna aðra, þvinga aðra eða vanvirða
skoðanir annarra.
Hér á landi er einnig því miður,
ríkjandi sá hugsunarháttursem erábyrg-
ur fyrir tilveru ófriðar. Sá hugsunarhátt-
ur sem réttlætir ofbeldi.
Hér á landi er því miður litið á
manninn sem hlut (framleiðanda, neyt-
anda, borgarbúa, bónda) en ekki sent
mann. Hluti er hægt að nota, meiða og
drepa.
Vid erum líka ábyrg
Við ættum að reyna að uppræta
þennan hugsunarhátt sem réttlætir of-
beldi og lítur á manninn sem hlut.
Uppræta hann fyrst og fremst hjá okkur
sjálfum og hjálpa öðrum til hins sama,
því engum líður vel með þennan hugs-
unarhátt.
Við ættum að gera þetta svo við getum
horft framan í ungu kynslóðirnar án
smánar og sagt: „Við hættum að ýta
undir ófrið í heiminum".
Við ættum að gera þetta svo þjóðfélag-
ið okkar virki betur og fólkinu líði vel.
Öll vandamál þjóðfélagsins - efnahags-
leg, skortur á þátttöku og samvinnu - og
einstaklingsins - skortur á tilgangi, lífs-
gleði og frelsi - má rekja til ofbeldis.
Getum gert stóra hluti
Ef við breytum um stefnu og vinnum
saman gegn öllu ofbeldi og ræktum það
mennska hjá okkur sjálfum og hjá
öðrum, sláum við margar flugur í einu
höggi: Stuðlum að heimsfriði, bætum
þjóðfélagið og hlúum að einstaklingnum
þannig að hann geti virkilega verið frjáls
og hamingjusamur.
Ef við gerum þetta ekki mun einstakl-
ingunum líða ver, en í dag, þjóðfélagið
riðla og ófriður magnast.
Við íslendingar höfum sögulegu hlut-
verki að gegna í friðarmálum, bæði
vegna fámennis og vegna þess að hér er
lítið um mörg vandamál sem aðrar
þjóðir búa við (svo sem fátækt).
Við getum sýnt heiminum hvernig
þjóðfélag án ofbeldis virkar. Við getum
byggt upp fyrsta þjóðfélag mannsins.
Gerum það!
Áshildur Jónsdóttir
frá Arnarvatni, Mývatnssveit,
Leiðbeinandi í Samhygð
ALLAR STÆRÐIR
Sjalfstætt
folk les
Þjóðviljann
FLÓA-
MARKAÐUR
ÞJÓÐVILJANS
Alltaf á
fimmtudögum
Kaup - sala - skipti
vinna - leiga
tapað - fundið
Allt þetta
og fleira til
á heima á
Flóamarkaði
Þjóðviljans
Askrifendur
Þjóðviljans
fá smáauglýsingar
birtar sér
að kostnaðarlausu
VERKANNA
VEGNA
Simt 2212S Postholf 1444 Trvqqv.icjotu Rryki.ivik
DJÚÐVIUINN
BIADHDSEM
VITNADERÍ
Askriftarsimi 81333
Aðalfundur
Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar h/f verður haldinn
í Glóðinni (efri hæð), Hafnargötu 62, Keflavík,
þann 10. september 1983, kl. 14.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um aukningu hlutafjár.
3. Önnur mál.
Sjóefnavinnslan h/f
Snjóruðningstæki:
Framleiðum snjóruðnings-
tennur fyrir vörubíla og
dráttarvélar. Pantanir þurfa að
berast sem fyrst svo hægt
verði að afgreiða
þær fyrri part vetrar
Staliækni sf.
Síðumúla 27, sími 30662