Tíminn - 07.09.1983, Side 6

Tíminn - 07.09.1983, Side 6
6______________ í spegli tímans MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBF.R 1983 FOLKSINS — því til mikillar skelfingar ■ Hún ver vel gefín, hefur aðlað- andi framkomu, er ákaflega Ijóshærð og ber með sér sjálfs- traust, sem gerir við- mælendur hennar dálítið órólega. Fræga fólkið og vinir þess segja svo frá , að þeir, sem fínna hana á útidyra- tröppunum hjá sér, megi búast við að dagurinn sá eigi eftir að verða erfíður, þó að ekkert bendi til þess á þeim tíma. Hún býr í Georgetown, mjög fínu hverfí í Washington, þar sein allt úir og grúir af stjórnmálamönnum dipló- inötum og alls kyns merkilegu fólki. En allt cins líklegt er aö rekast á hana í New York, Los Angeles, London eöa París og jafnvel á hinum ólíklegustu stöðum öörum, sein ekki eru daglega á milli tannanna í fólki. Hún stundar bókasöfn af kappi og hcfur komiö sér upp cins konar óformlegu sam- bandi bókavaröa, rithöfunda, rannsóknamanna, auk hár- greiöslumcistara, handsnyrti- fólks og þjóna, sem komnir eru á eftirlaun, sem grafa upp upplýsingar fyrir liana, yfírleitt án þess aö hljóta grciðslu fyrir. Þeir gera þetta sem vinar- greiða. Ef vinir hennar eru spuröir um þessa óvcnjulegu konu, eru þcir lljótir til aö svara því, að Kitty Kclley sé snuörari - og liún er manna fyrst til aö viöurkcnna þaö. Kitty Kelley er orðin fertug. Enn sem komið er, hcfur hún helst áunniö sér fncgð fyrir ævisögur tveggja frægra kvenna, þcirra Jacqueline Kcnnedy Onassis og Eli/aheth Yaylor. Og nú cr hún sögö vera önnum kafin við að rita ævi- sögu Frank Sinatra, honum til mikillar hrellingar. Starfsaöferöir Kitty Kellv viö ævisöguritun cru ncfnilcga talsvert óvenjulegar. Mcð hjálp félaga sinna, sem áður er getið, hefur hún grafíö upp ýmislegt um viðfangsefni sín, sem lýöum hefur ekki verið Ijóst fyrr, og hún er alveg órög við aö láta ýmislcgt flakka á prent, sem ekki fellur alveg í kramið hjá fórnarlömbunum. Auk þcssara upplýsinga- brunna, hefur Kitty alveg ein- stakt lag á að veiöa upplýsingar upp úr nákunningjum þeirra, sem hún fjallar um hverju sinni. Þannig er Peter Lawford sagður einn helsti heimiida- maöur hennar um Frank Sin- atra og þau ár, scm klíka hans, „Rat Pack“, grasseraöi í Hollywood. I þeirri klíku létu mest til sín taka, auk þeirra Franks og Peters Lawford, Sammy Davis jr., Shirley Mac- laine og Dean Martin. Upp á vinskap þeirra Peters og Franks slóst svo fyrir 20 árum og þeir hafa ekki ræðst við síöan. Bækur Kitty Kelley um Elizabeth Taylor og Jacquelinc Onassis hafa runnið út cins og heitar lummur, enda hafa les- endur mikla ánægju af að lesa slíka fróðleiksmola.hvaða nöfn Jackie og systir hennar Lee Radziwill gáfu Kennedy-systr- unum, eöa hvaða uppnefni Jackie gaf Lyndon Johnson og konu hans Lady Bird. Eða hvernig henni tókst aö lækka risnureikninga Hvíta hússins. Hún kom cinláldlcga þcim fyrirmælum á framfæri, að hver sá, sem áhuga hefði á að færa forsetanum gjaflr, skyldi hafa þær í formi áfengis. Þá er ekki amalegt að kom- ast að raun um það, að Eliza- beth Taylor er mesti sóði og hirðir ekki um að temja hús- dýrum sínum almennt hrein- læti. Þannig hafí orðið að skipta um öll gólfteppi í hótel- íbúð cinni í Pan's eftir skamma dvöl leikkonunnar þar. Eða þá, að orðbragð hennar eigi til að verða slíkt, að nægja myndi til að fá páfagauk sjómanns til að roðna. Eða þá, að á þeim árum, sem hún vargift Michael Wilding, hafi hún átt vingott við Frank Sinatra. Eða þá, að Elizabeth elskar smábörn, hvolpa og kettlinga en hefur lítið gaman að full- orðnu fólki, hundum eða köttum. Þessar upplýsingar, auk annarra, gaf Roddy McDowall Kitty, en hann er einn elsti og nánasti vinur Elizabeth Taylor. Sem geta má nærri var Elizabeth lítið hrifín af uppljóstrunum vinar síns, sem hótaði nú að fara i mál við Kitty, en varð frá að hverfa, þar sem hún þótti hafa öll gögn í lagi til sönnunar máli sínu. Já, Kitty er slæg, og það er cngin furða, þó að Frank Sin- atra sé órótt þessa dagana. viðtal dagsins ,ÁIUGI Á SKÁTAHREVF- MGUNN HEFUR AUNST" — segir Ágúst Þorsteinsson for- maður Bandalags íslenskra skáta ■ Fyrir skönimu opnuðu skáta- félögin í Reykjavík nýtt húsnæði við Snorrahraut 60 hér í borg. Var þetta annar hluti nýrrar byggingar sem liafíst var handa við að byggja lyrir um þrem árum, og er þá aðeins eftir að taka í notl.un þriðja og síðasta hluta hússins. Tímamenn höfðu sambandvið skátahöfðingja Ágúst Þors'ons- son, og spjölluðu við hann um hreyfinguna og starfsemina yfir- leitt. Hvað eru margir í skátahreyf- ingunni núna? „Ætli það séu ekki á milli 6 og 7 þúsund hér á öllu landinu. Að vísu hafa eldri skátarnir ekki verið taldir meðlimir fyrr en nú í ár. Þeir hafa verið með sér hreyfingu fram að þessu cn þetta cr sem sagt að brcytast núna." „Ganga menn sjálfkrafa inn í Landssamband skáta þegar þeir gerast skátar? Já, það eru öll skátafélögin sem eru í Landssambandinu nema skátar Hvítasunnusafnað- arins sem stofnuðu félag fyrir nokkrum árum og hafa ekki óskað eftir því að ganga inn í bandalagið. Það er samt ágætt samband þar á milli. Mér virðist sem áhugi fyrir skátahreyfing- unni hafi aukist að undanförnu því það hefur orðið gífurleg aukning á félagatölu. Það eru t.d. 4-5 ný félög í bígerð núna. Þá bættust við á síðasta ári þrjú ný skátafélög, en það voru Svan- ir á Álftanesi, Ægir í Ólafsvík og á Þórshöfn". Hvað felst í því að vera skáti? ■ Ágúst Þorsteinsson, skátahöfðingi Tímamynd Arni Sæberg

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.