Tíminn - 07.09.1983, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 7. SÉPTEMBER 198.1
3
fréttir
Vegagerdin stendur frammi fyrir gífurlegum kostnaði
vegna breytinga á reglum um aðbúnað starfsmanna:
„FLESTUM STARFSMANNANNA
FINNST FULLIANGT GENGIД
— Leidir til þessa ad vinnuflokkum verdur fækkað
og fleiri verkefni bjóðist út
■ „Við tókum það saman fvrir nokkuð
löngu hvað breytingar, sem gera þyrfti
til að uppfylla kröfur þessarar reglugerð-
ar, myndu kosta. Ég treysti mér nú ekki
til að nefna upphæðina, sem hefur
hækkað með verðbólgunni, en það er
Ijóst að hún er gífurleg,“ sagði Jón
Birgir Jónsson, yfirverkfræðingur Vega-
gerðarinnar, þegar hann var spurður um
kostnað stofnunarinnar, vegna breytinga
sem gera þarf á vinnuskúrum, mötuneytis-
skálum og ýmissi aðstöðu fyrir vega-
vinnumenn úti um landið, í kjölfar
reglugerðar um aðbúnað á vinnustöðum,
sem innan þriggja ára verður að full-
nægja, en hún tók gildi fyrir tæpum
tveim árum.
„Það er margt í þessari reglugerð sem
kemur mér og reyndar flestum starfs-
mönnum Vegagerðarinnar spánskt fyrir
sjónir. Til dæmis þurfum við 1,2 fer-
metra á mann fyrir það sem heitir í
reglugerðinni „fyrirmötuneyti ogfélags-
legt samneyti" meðan veitingahús í
Reykjavík þurfa aðeins 1,15. Þá er
okkur bannað að láta fleiri en tvo menn
sofa í hverjum vinnuskúr, sem hingað til
hefur hýst þrjá eða fjóra. Einnig get ég
nefnt að samkvæmt reglugerðinni mega
menn ekki sitja á bekkjum meðan þeir
matast heldur verður að útvega stól fyrir
hvern og einn. Allt er þetta dýrt."
-Hvernig verður brugðist við þessu?
„Það hefur mikið verið rætt og ég held
að það sé alveg Ijóst að við munum ekki
setja í þetta milljónir króna. Við munum
að líkindum fækka flokkum og bjóða
meira af vegaframkvæmdum út - þeirrar
tilhneigingar er strax farið að gæta.
Einnig kemur til greina að reka vinnu-
flokkana frá áhaldahúsum. en með því
tapast að sjálfsögðu mikill tími í fcrðalög
milli svefnstaðar og vinnustaðar."
-Hafa komið fram kvartanir frá starfs-
mönnum Vegagerðarinnar vegna að-
stöðunnar?
„Það er auðvitað sagt svo að þctta sé
gcrt fyrir verkamennina, enda skilst mér
að þessi reglugerð hafi komið í einhverj-
um félagsmálapakka. En ég hcld að mér
sé óhætt að fullyrða að starfsmönnum
Vegagerðarinnar finnst flestum fulllangt
gengið," sagði Jón Birgir.
-Sjó.
MARSBIMRÁ
HRfNGBRAUT?
— Svart og sykurlaust með
óvæntar uppákomur um alla borg
■ Allundarlegur hópur vera var á
sveimi um Hringbrautina, til móts við
Umferðarmiðstöðina, cn höfuðbörgar-
búum til hugarhægðar má geta þess að
þarna voru ekki marsbúar á ferðinni
heldur leikhópurinn Svart og sykurlaust
sem mun standa fyrir óvæntum uppá-
komum um alla borgina þessa viku.
Þetta var sem sagt eitt af atriðum í
upphafi Friðarviku sem lýkur mcð stór-
■ Minniháttar umferðartruflun varð á
Hringbrautinni er meðlimir leikhópsins
Svart og sykurlaust stóðu að uppákomu
þar.
Tímamynd Árni Sæberg.
hátíð í Laugardalshöll á laugardag eins
og öllum ætti að vera orðiö kunnugt nú.
„Við viljum með þcssu vckja athygli á
málstaðnum og í þessari viku getur
okkur skotið upp hvar sem er, hvcnær
sem cr og hvernig sem er“ sagði einn af
aðstandcndum leikhússins í samtali við
Tímann á Hringbrautinni. Þctta eru orð
að sönnu því sumir borgarbúar hafa
eflaust lent í vandræðum með að komast
í gcgnum marglita kóngurlóarvefi sem
komið hafði verið upp í nokkrum borg-
arhlutum í fyrrinótt. Ef mcnn sjá sem
sagt eitthvað skrýtið á næstu sólarhring-
um getur meir en verið að þar sé
leikhópurinn að láta til skarar skríða á
ný.
-FRI.
Torfærukeppnin
f Grindavík:
TTMáttu
eiga von
á þessu”
■ „Þeir bílar sem dæmir voru úr leik
hafa vissulega keppt áður með álveltibúr
en þá voru þeir á undanþágu", sagði
Örvar Sigurðsson hjá Landssambandi ísl.,
akstursíþróttaklúbba í spjalli við Tím-
ann vegna fréttar í blaðinu í gær um
torfæruaksturskeppni í Grindavík. Voru
þar 4 bílar dæmdir úr leik vegna þess að
veltibúrin voru úr áli en ekki stáli eins
og alþjóðareglur segja til um.
„Þótt bílarnir hafi verið á undanþágu
þá máttu eigendur þeirra alltaf eiga von
á þessu. Þeir voru á undanþágu af því að
efnið í stálbúrin var ekki til en þrátt fyrir
það hefðu þeir fyrir löngu getað verið
búnir að panta sér efni að utan", sagði
Örvar.
Að sögn Örvars var búið að gera
keppendunum þetta ljóst á þriðjudegin-
um fyrir keppnina.
—JÓ!
Áhugi Hafrannsóknarstofnunar á raðsmíðaskipi Stálvfkur dofnar:
Ákvörðun um kaup
strandað í bili!
engar sjóhæfnisprófanir hafa farið fram
■ Ákvörðun um kaup Hafrannsókn-
arstofnunar á raösmíðaskipi frá Stálvík
hafa í bili a.m.k. strandað á því að
engar sjóhæfniprófanir hafi farið fram
á skipum þcssum né straumrennslis-
prófanir eftir botni, nema á sléltum
sjó. í bréfi stofnunarinnar til sjávarút-
vcgsráðherra er þess farið á leit að
geröar verði itarlcgar prófanir á sjó-
hæfni skípsins og jafnframt á því hvort
skipið sé hæft (il bergmálsmælinga á
fiskistofnum, en tæki til þess eru neöan
í botni rannsóknarskipa.
Líkan var smíðað af þessum skipum
i danskri rannsóknarstöð, þar scm
gangur skipanna var prófaöur svo'og
straumrcnnsli cftir botni þcirra, cn
einungis á sléttu vatni. Þegar Hafrann-
sóknarstofnun fór síðan fram á það við
rannsóknarstööina nú í sumar að gcrö-
ar væru ítarlcgri athuganir fckkst það
svar að slíkt væri ckki unnt, þar sem
héðan að heiman hefðu komið boð um
það að ekki þyrfti að geyma líkanið.
Ef gera ætti slíkar prófanir yrði því að
smíða nýtt líkan.
Jón Sveinsson í Stálvík var spurður
um ástæður þess að sjóhæfnisþróíanir
hafi ckki vcrið gcrðar á líkaninu ncma
á slcttum sjó. „Það er mjög sjaldgæft
að farið sé í ölduprófun meö liskiskip
- ég veit ekki um eitt einasta tilfclli að
það hafi veriö gert. Þetta eru gífurlega
dýrar prófanir, en auövitað hægt aö
gcra þær ef einhver vill borga. En það
er á hreinu að útgerðarmenn á íslandi
mundu almennt ekki vilja borga þann
reikning í dag. Hins vegar er búið að
prófa þctta skip miklu meira en aigcngt
er að gert sé við fiskjskip - m.a.s.
meira cn Skibsteknisk laboratorium
gerir með þau skip sem þeir hanna
sjálfir. Það cr auðvitaö ckkert í vegi
með aö fá ölduprófun gerða, hún
kostar bara pening - en það er enginn
sem hefur beðið um hana", ságði Jón.
Jón kvaðst ckki hafa aðstöðu til að
rengja það að líkaniÖLSé nú glatað þó
hann ætti erfitt með að trúa því að svo
væri.
,'Að mínu mati hcfði ekki átt að
koma til grcina að henda líkaninu, cf
eitthvað kæmi upp á sem gcröi það að
verkum að maður vildi nota það meira,
cinfaldlcga vegna þess að svona líkan
kostar ekkí litla peninga". Jón kvað
það kosta um 500 kr. danskar á
mánuði að gcyma líkan hjá rannsókna-
stofnurfinni, cn hefði hartn átt að ráða
hefði hann tckið þaö hingað heim, eins
og hann gerði við líkanið af togaranum
Ottó N. Þorlákssyni. Þ<tö líkan kvaö
hann vcra um 5 mctra langt.
-HEI