Tíminn - 07.09.1983, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBF.R 1983
7
umsjón: B.St. og K.L.
Einar buxur
— eitt hlass
í þvottavélina
■ Eitt stórt og mikió vanda-
mál mxtir svissneska trúðinum
Chico hvenær sem hann er á
ferðalagi með sirkusnum
sínum. Það er hvernig hann
getur fengið buxurnar sínar
hreinsaðar.
Það er nefnilega enginn
hægðarleikar að þvo buxurnar
hans Chicos, sem eru tæpir 5
metrar á sídd eða rétt mátuleg-
ar fyrir hann á stultunum
sínum. Hann hefur nú komist
að þeirri niðurstöðu, að ein-
faldast sé að fá aðgang að
þvottavél og sjá sjálfur um
þrifin.
■ Trúðurinn Chico treystir engum öðrum fyrir buxunum sínum.
„Skátar eiga fyrst og fremst að
þekkja sjálfan sig og sitt nánasta
umhverfi og verða um leið sjálf-
stæðir og nýtir borgarar. Starf
skáta felst mikið í því að ferðast,
og þar af leiðandi kynnast þeir
mikið landinu sínu. Þá er stór
hluti skátastarfs fólginn í hjálpar-
starfsemi og má geta þess að þeir
aöilar sem nú eru hvað fremstir
í öllu hjálparstarfi hérá landi eru
einmitt gamlir skátar.
Það má einnig geta þess að
þessir krakkar sem verið hafa
hjá okkur hafa allstaðar verið
eftirsóttir í félagsstarf því þau fá
fljótt æfingu í öllu þess háttar og
verða fljótt mjög sjálfstæðir.
Þessir einstaklingar sem í skáta-
hreyfinguni eru og hafa verið eru
eftirsóttir í alls konar vandasöm
störf, enda er það ekki að á-
stæðulausu að margir okkar
þingmanna eru einmitt gamlir
skátar.
Hvernig er starfseminni
háttað?
„Einstaklingunum innan
hreyfingarinnar er skipt niður í
5-8 manna flokka en þessir flokk-
ar mynda síðan eina sveit sem í
eru 5-6 flokkar. Síðan eru svona
4-5 sveitir sem mynda heilt félag.
Krakkarnir í flokkunum hafa
alltaf einn forystumann og er
skiptst á um það hlutverk. Einnig
eru ritarar, gjaldkerar og birgða-
verðir og fleiri sem vinna sín
störf og allir hafa alltaf nóg að
gera, enda er það eitt af mark-
miðum félagsins“.
Svona í lokin má geta þess að
nú er vetrarstarfið að fara í gang
hjá okkur. Það er m.a. fólgið í því
að við hittumst alltaf einú sinni í
viku hver flokkur og þar eru
teknar ákvarðanir um helgar og
mánaðarferðir. Einnig eru lögð
drög að kennslu yngstu meðlima
hreyfingarinnar og er hún fólg-
in í því að kunna að fara með
áttavita og að kunna á landakort
o.fi. Áform eru nú uppi um að
koma á ferðum fyrir innlenda og
erlenda skáta, bæði vetur og
sumar. Þetta eru viku til hálfs-
mánaðar göngu og skíðaferðir
um ísland, og virðist mér sem
erlendir skátar séu mjög áhuga-
sanlir um að fá tækifæri til að
komast slíkar ferðir með íslensk-
um fylgdarmönnum", sagði
Ágúst Þorsteinsson að lokum.
- ÞB
Mið-Ameríka:
Gífurleg fólksfjölgun og
fátækt kemur í veg fyrir
framfarir og betri kjör
■ Órói og átök í Mið-Ameríku
er ekkert nýtt fyrirbæri þótt fyrst
hafi tekið steininn úr síðustu
árin þar sem mannskæðar borg-
arastyrjaldir hafa geisað og stór-
veldin blása að glóðum stríðandi
afla. Bandaríkjamenn reyna allt
hvað þeir geta til að sporna við
vexti og viðgangi kommúnis-
mans í þessum heimshluta og
þótt Sovétríkin þykist hvergi
koma nærri styðja þau og styrkja
skæruliðahreyfingar og ríkis-
stjómir sem þeim eru þóknan-
legar með ráðum og dáð. En eru
vopnuð átök og byltingar líkleg
til að bæta ástand íbúa þessara
ríkja og mun eitthvert hagkerfi
öðru líklegra til að koma á
sæmilegri ró og viðunandi lífs-
kjörum?
Maxwell D. Taylor, fyrrum
hershöfðingi, yfirmaður banda-
ríska herráðsins og sendiherra í
Saigon á viðsjárverðum tímum,
hefur láti þá skoðun í Ijósi í blaða-
grein nýlega, að hernaðarsigrar
■ Æfing i Mið-Ameríku. Bandarískirlandgönguliðarstíga á land í Hondúras.
bardaga við stjórnarhermenn.
muni ekki leysa nein vandamál
til frambúðar, heldur verði að
bæta efnahag ríkja Mið-Amer-
íku og reyndar allrar rómönsku
Ameríku, og telur hann að
Bandaríkjamenn ættu að ein-
beita sér að því að veita ná-
grönnum sínum í suðri nokkurs-
konar Marshall-aðstoð, til að
styrkja efnahagslíf þeirra og
koma á félagslegum umbótum.
Greinarhöfundur telur að það
sem einkum vaki fyrir vald-
höfum í Bandaríkjunum með
stefnu sinni í Mið-Ameríku sé,
að koma í veg fyrir aukin áhrif
kommúnista þar, vopnasending-
ar til þeirra, og að reyna að
koma í veg fyrir innflytjenda-
straum frá róstusvæðunum til
Mexikó og Bandaríkjanna.
Bandaríkin einbeita sér að
því að hafa áhrif á gang mála í
Hondúras, El Salvador og Nicar-
agua. I Hondúras eru herstöðvar
Bandaríkjamanna og þaðan
senda þeir vopn og hernaðarað-
stoð til stuðnings stjórnarhern-
um í E1 Salvador. í Nicaragua er
marxisk byltingarstjórn við völd
sem er Bandaríkjamönnum mik-
ill þyrnir í augum og þeir fara
ekki leynt méð að megi víkja.
Til þessa hefur Reagan nær
einvörðungu sýnt áhuga sinn á
málefnum El Salvador með
hernaðaraðstoð en nú er að
verða sú breyting á að forsetinn
virðist vera farinn að skilja að
forsenda stöðugleika í því landi,
er að bæta efnahaginn og koma
á félagslegum umbótum.
Ef slíkt á að takast verður að
koma stjórn landsins í skilning
um að eyða ekki allri orku sinni
í vopnaskak við skæruliða en
láta sig í þess stað einhverju
varða að bæta kjör hins bláfá-
tæka meirihluta landsmanna.
Eins og í flestum ríkjum róm-
önsku Ameríku eru skilin milli
fátækra og ríkra í Mið-Ameríku
skörp. Ýmist eru menn vell-
auðugir eða sárafátækir. Milli-
stéttir eru vart til í þessum
ríkjum. Meirihluti landsmanna
eru bændur, en fjölmargir þeirra
hafa flosnað upp og ffust til
borganna og búa þar við þröngan
kost í óhrjálegum fátækrahverf-
um, landlausir og atvinnulausir.
Síaukinn straumur úr sveitunum
veldur því að ástandið í fátækra-
bælum borganna versnar.
■ Skæruliðar í El Salvador í
Um þessi mál hefur mikið
verið rætt og skrifað en Taylor
segist ekki hafa neins staðar
rekist á umræðu þar sem eitt
höfuðvandamálið er rætt. En
það er fólksfjölgunin í þessum
ríkjum og afleiðingar hennar.
I E1 Salvador, Nicaragua,
Hondúras og Guatemala er
fólksfjölgunin 3% á ári, sem
þýðir að íbúatala tvöfaldast á 22
árum. Séu innflytjendur ekki
taldir með í Bandaríkjunum tvö-
faldast íbúafjöldinn á 95 árum. í
fyrrnefndum ríkjum vex íbúatala
borganna mun hraðar en í sveit-
um, en eins og horfir eykst
atvinna ekki og mun því atvinnu-
leysingjum fjölga gífurlega fram
til aldamóta, því fæstir þora að
reyna að horfa lengra fram í
tímann, og þarf enga stórspá-
menn til að sjá hvert stefnir með
óbreyttu ástandi og þeirri þróun
sem komin er langt á veg.
Fátæklingarnir eru í miklum
meirihluta í Mið-Ameríku og er
framtíð þeirra síðuren svo björt.
Fátækrahvcrfin stækka, atvinnu-
tækifærin verða jafnvel enn færri
en nú, heilsufari hrakar. Stjórn-
málaástandið verður jafnvel enn
stormasamara en nú er, byltingar
og valdarán verða daglegt brauð,
jafnvel enn tíðari, og fólk mun
sækja yfir landamæri til að freista
þess að lífið hafi upp á eitthvað
meira að bjóða annars staðar en
í eymdinni heima.
Einræðisherrar munu steypa
hver öðrum og fátækt og von-
laust basl munu auðvelda komm-
únistum að fiska í því grugguga
vatni sem dáðlitlir forystumenn,
sem byggja völd sín á hernaðar-
aðstoð erlendis frá, fljóta á um
lengri eða skemmri tíma.
Með núverandi stefnu Banda-
ríkjamanna í Mið-Ameríku er
hægt að koma á einhvers konar
stöðugleika í El Salvador og
Hondúras og jafnvel einhverjum
þjóðfélagsumbótúm, og koma í
veg fyrir útbreiðslu kommún-
isma frá Nicaragua. En þaðverð-
ur ekki af því að sá tími komi að
Bandaríkjamenn geti þvegið
hendur sínar og sagt að þeir hafi
lokið verki sínu þar sem þeir hafi
beitt áhrifamætti sínum til að
koma á lýðræðislegri skipan og
félagslcgum stöðugleika í ríkjum
Mið-Amcríku.
Staðreyndin er sú að þeir
erfiðleikar sem skapast af hinni
miklu fólksfjölgun einni saman,
eru svo miklir að af þeim sökum
verður ástandið nær óviðráðan-
legt. En þetta á við um miklu
flciri ríki í rómönsku Amcríku
og reyndar um allan þriðja heim-
inn.
Bandaríkin eiga miklu meiri
hagsmuná að gæta í mörgum
öðrum heimshlutum en í Mið-
Ameríku og sú áhersla sem lögð
hefur verið á hernaðaraðstoð við
einstök ríki þar og illdeiiur við
Sandinistastjórnina í Nicaragua
eru varla í neinu samræmi við
bandartska hagsmuni. Það væri
nær að gefa meiri gaum að
ríkjum eins og Brasilíu og Mexi-
kó og jafnvel ríkjum í Afríku og
Asíu, þarsem efnahagsástand er
afskaplega bágborið og stjórn-
arfar ekki alls staðar upp á marga
fiska.
Stórefld efnahagsaðstoð í svip-
uðum dúr og Marshallhjálpin á
sínum tíma er líklegri til að afla
traustra bandamanna og koma
lagi á.stjórnarstefnur og athafnir
stjórnvalda en blóðugar styrjald-
ir í bláfátækum smáríkjum sem
sökkva dýpra og dýpra í skulda-
fen og fátækt.
En eigi að koma við fram-
förum og glæða efnahag og fram-
kvæmdasemi verður að byrja á
byrjuninni og koma í veg fyrir
ótímabæra fólksfjölgun með því
að koma fólki í skilning um
fjölskylduáætlanir og fá það til
að framkvæma þær, því eftir því
sem fátækrabælin stækka verður
örðugra að koma málum í það
horf að h.'iin fátæki meirihluti
vanþróaðra landa eigi sér fram-
tíð þar sem grillir í einhvern
vonarneista.
0
Oddur Ólafsson ajLií Ik
skrifar