Tíminn - 07.09.1983, Side 9

Tíminn - 07.09.1983, Side 9
 t (r M i i ■i I > 1, Vj . ilV.'ii 'i'i'i MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 bækur Urvalsrit um 14. öld Barbara Tuchman: Der ferne Spiegel. Das draniatische 14. Jahrhunderl. Deutscher Taschcnbuch Verlag 1982. 581 bls. ■ Fjórtánda öldin var eitt viöburðarík- asta tímaskeið evrópskrar sögu. Þegar hún gekk í garð voru Evrópumenn fleiri en nokkru sinni og velsæld ríkti í álfunni miðað við það sem áður hafði gerst. En síðan dundu ólana atburðirnir yfir hver af öðrum. Styrjöld braust út á milli Eng- lendinga og Frakka og stóð með hléum mestan hluta aldarinnar og raunar fram á þá 15. Þetta var Hundrað ára stríðið svonefnda. Þar veitti ýmsum betur, en Englendingar höfðu lengst af undirtökin og tóku Frakkakonung m.a. einu sinni höndum og höfðu með sér til Lúndúna. I kjölfarið fylgdi stjórnleysi á Frakk- landi, þar sem glæpaflokkar og stiga- mannasveitir fóru um landið, rændu og rupluðu og náðu oft heilum héruðum á sitt vald. Konungarnir byggðu veldi sitt öðru fremur á stuðningi málaliða og voru í endalausum fjárhagsörðug- leikum. Til þess að geta goldið her- mönnunum mála áttu þeir engin., önnur ráð en að leggja sífellt fleiri og þyngri skatta á almenning og oft kom til blóðugra uppreisna, þar sem uppreisnar- menn náðu stundum stórum borgum, þar á meðal París, á sitt vald um stundarsakir. En uppreisnarherirnir voru ávallt vanbúnir að vopnuni og illa skipulagðir og alltaf lutu þeir að lokum í lægra haldi fyrir herjum konunga og aðals og þá var uppreisnarmönnum refs- að harðlega. Fjórtándu aldar menn voru grimmir og miskunnarlausir. Refsingar þeirra, sem báru hærri hlut í félagslegum átökum voru vægðarlausar, íbúar heilu borganna voru drepnir öðrum til við- vörunar og þcgar uppreisnir brutust út fór alþýða manna sem logi yfir akur og brenndi hallir og aðrar eigur aðalsmanna til grunna, en þeir sem sluppu með líftóruna áttu fótum fjör að launa. Og menn fengu útrás í grimmdarlegum skemmtunum. Þannig segir frá því í þessari bók, er íbúar borgar einnar á Frakklandi keyptu glæpamann úr fang- elsi í nágrannaborg til þess eins að pína úr honum líftóruna sjálfum sér til skemmtunar. En fleira bar við á 14. öldinni. Um miðbik hennar fór Plágan mikla (svarti dauði) sem elding yfir Evrópu og strá- felldi íbúana. Er álitið að fólksfjöldi í álfunni hafi minnkað um u.þ.b. helming á nokkrum árum. Þá bar það einnig til að rómversk kaþólska kirkjan klofnaði og sátu á tímabili tveir páfar, annar í Röm en hinn í Avignon í Frakklandi. Og undir lok aldarinnar fóru riddarar af Frakklandi. Þýskalandi og Ungverja- landi í síðustu umtalsverðu krossferð kristinna manna gegn Múhameðstrúar- mönnum. Þeirri ferð var ekki heitið til landsins helga heldur gegn Tyrkjum, sem þá voru að leggja undir sig Balkan- Barbara Tuchman: Der ferne Spiegel Oas dromoUscho 14. Jahrhundert skaga og ógnuðu Miklagarði. Herirnir mættust við Nikopol við Dóná og beið her kristinna manna þar hroðalegan ósigur, mest vegna heimskulegs stærilæt- is frönsku riddaranna. í þessari bók segir Barbara Tuchman sögu 14. aldarinnar á undraverðan hátt. Hún byggir söguþráðinn utan um ævi- hlaup fransks hefðarmanns, Enguerrand de Coucy. Hann fæddist 1340 og lést 1397 og upplifði þannig flesta merkisvið- burði aldarinnar. Hann var einn þeirra frönsku aðalsmanna, sem fóru til Eng- lands í gíslingu fyrir konung sinn. Þar kvæntist hann elstu dóttur Englandskon- ungs, en hélt síðar aftur til Frakklands, þar sem liann komst í hóp æðstu og tignustu manna ríkisins. Hann tók þátt" hundrað ára striðinu, stýrði krossferð til Túnis, miðlaði margoft málum í deilum franskra höfðingja innbyrðis og á milli Frakka og ftala og var að lokum einn af foringjum Frakka í krossferðinni til Nikopol, en sú för varð hans síðasta. Um leið og höfundurinn segir sögu Cocys lýsir hún atburðarrásinni og blandar stórkostlegum aldarfarslýsing- um. Andblær 14. aldarinnar leikur um lesandann og hann kynnist með einstök- um hætti hugarheimi þess fólks sem þá lifói, jafnt höfðingjum sem alþýðu manna. Þetta er einstakt sagnarit, afbragðsvel samið og stórskemmtilega skrifað. Höf- undur hefur kannað ótölulegan fjölda heimilda um 14. öld, en drýgstar verða henni tvær samtímafrásagnir: rit sagna- ritarans Friossart og rit ónefnds munks í St. Denis klaustri í París. Höfundur þessarar bókar, Barbara Tuchman, er bandarísk og í hópi fremstu sagnfræðinga þarlendra. Hún hefur tví- vegis hlotið Pulitzer verðlaunin fyrir bækur sínar og er nú forseti sambands bandarískrá sagnfræðinga. í ritum sínum hefur hún einkum fjallað um sögu 20. aldar og auk sagnfræðirita hefur hún ritað margt og mikið í blöð og tímarit. Jón Þ. Þór Endurútgáfur André L. Simon: A concise Encyclop- edia of Gastronomy. Penguin Books 1983. 816 bls. ■ Þetta er mikill doðrantur um mat og matargerðarlist. André Simon var fransk- ur að ætt og uppruna, en bjó mestan hluta ævinnar í Englandi, þar sem hann starfaði við víninnflutning. Hann skrif- aði bækur um sögu vínhöndlunar á Englandi og gaf út tímarit um mat og vín. Árið 1938 hóf hann útgáfu bókar- innar, sem hér liggur fyrir og var ætlast til að hún kæmi út í níu hlutum og áttu þrír að koma út á ári. Heimsstvrjöldin síðari truflaði þó þá ráðagerð, en engu- að síður tókst að koma öllum níu hlutunum út. I þessari útgáfu er bókinni skipt í níu þætti og hver þeirra samsvarandi gömlu þáttunum, sem gefnir voru út sér. Sá fyrsti þeirra fjallar um sósur, annar um grænmeti, þriðji um brauð, ábæti og korn, fjórði um ávexti, fimmti um fisk, sjötti um kjöt, sjöundi um fugla og egg, áttundi um osta og sá níundi og síðasti um vín. Ollum þáttunum er skipt í undirkafla og í þeim öllum er fjallað um hverja fæðutegund út af fyrir sig, eðli hennar, kosti og galla og síðan eru upplýsingar um hverning nota skuli og uppskriftir. I þessari bók er samankominn hreint ótrúlegur froðleikur um mat og vín. Sælkerar og aðrir þeir, sem gaman hafa af því að búa til góðan mat og njóta góðra rétta með góðu víni geta haft stórmikið gagn af bókinni, en hinum, sem ætla að halda áfram íslenska plebei- ismanum og tróða sigút af landbúnaðar- afurðum, sem þeir skola niður með hráum vfnanda, sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda og ama, er ráðlagt að láta hana eiga sig. I Jón Þ. Þór skrifar um bækur gróður og garðar ■ í mörgum jurtum og trjám eru aukaefni, sem ekki virðast koma að notum við eðlilegar efnabreytingar í sambandi við öndun, koltvísýrings- vinnslu og vöxt. Sum þessi efni eru vörn gegn skordýrum eða sveppum, eða öðrum plöntum í baráttunni um vaxtar- rými. Skógarmaðkar gera oft usla bæði í görðum og á birki, víði o.fl. tegundum úti um hagann. En vissar tegundir sleppa, að mestu. Skógarmaðkar naga t.d. lítið gljávíði og gullregn, sjálfsagt vegna einhverra efnasambanda í þeim tegund- um, sem skordýrum líkar ekki. (Alkal- óíðar, glýkósíðar). Oxalsýra er súruviss vörn gegn sniglum o.fl. meindýrum. Eiturefni gegn dýrum virðast vera í mörgum jurtum. Sum þeirra eru notuð sem læknislyf. Margra bragða er leitað Þétt hæring, getur hindrað smitefni að komast að sjálfri húðinni. Efnafræðileg- ar varnir eru m.a. ýms eiturefni, sem annað hvort eru alltaf í plöntunni eða myndast sem móteitur við smitun og hémur sjúkdóminn. Ýmsir sveppar o.fl. smitberar lifa í dauðum plöntuvefjum en geta komist í lifandi plöntuhluta með því að gefa frá sér efni sem drepur fyrst frumurnar. Ónæmar tegundir eða af- brigði geyma í sér efni sem sundra eiturefninu og hemja þannig vöxt smit- berans. Hraður vöxtur kemur einnig til greina Margir þekkja húsapunt, sem getur orðið slæmt illgresi í görðum, smýgur víða með jarðrenglum sínum. Húsapuntur vex oft í þéttum, sam- felldum breiðum, án íblöndunarannarra jurta að kalla. Hann vex hratt og skyggir brátt á aðrar seinvaxnari jurtir og kæfir þær. En fleira kemur til. Rætur og renglur húsapunts gefa frá sér efni, sem B Kransnálaþörungur (Chara hispida) Kemiskum brögðum beitt í jurtaríkinu! eru mörgum öðrum jurtum óholl og lama þær eða tefja vöxtinn. Sumir svepp- ar gefa frá sér blásýru (cyanbrinti), sem eyðir sumum lífverum. Valhnottré gefur frá sér efnasambönd, sem takmarka þrif annarra tegunda í nánd. Vatnajurtir berjast um birtu, hún takmarkar þrif þeirra niðri í vatninu. Þetta er á vissan hátt sambærilcgt við lífið í regnskógum heitra landa. Trén þar eru oft alsett ýmsum vafnings- og klifurjurtum. Einnig vex upp um stofna og greinar fjöldi brönugrasa (Orkideur) svo tréð verður þakið blómskrúði. Brönugrösin festa rætur í holum og, sprungum, sem moldarryk hefur sest í. Brönugrösin sníkja ekki en lifa þarna sem ásetar (epifyter) og njóta birtu miklu betur uppi í trjánum heldur en niðri í rökkri skógarbotnsins. Ásetar eru m.a. til á þörungum í sjónum, einn þeirra, þangskeggið, situr á klóþangi. Á vatnajurtum eru og ýmsir ásetar t.d. bakteríur og kísilþörungar, sumir svo smáir að þeir verða aðeins greindir í smásjá. Mynda sumir kísil- þörungar þétt lag á vatnajurtum og draga úr kolefnisvinnslunni með því að skyggja á. Vatnajurtirnar verða að taka eitthvað til bragðs til að veslast ekki upp. Sumar vaxa mjög hratt og bjarga sér þannig. Sem dæmi um baráttuna má taka marhálm, en hann vex við strendur allt niður á 10 m dýpi, í leirbotni. Hér er hann allvíða, mest af honum við Breiða- fjörð. Blöð marhálms, sem eru 3-6 mm breið, verða oft þéttsetin bakteríum þegar á fyrstu 2-3 sólarhringum eftir að þau koma út úr blaðslíðrinu. Og viku síðar eru þau oft alvaxin smáum kísil- þörungum, sem fljótlega mynda hvert frumulagið yfir öðru - og stöðvar þetta vöxt blaðanna. Til varnar vaxa mar- hálmsblöð mjög ört, geta jafnvel vaxið allt að 6 cm á sólarhring um hásumarið. Það tekur ásetalagið allmarga daga að verða svo þétt að kolsýrunám blaðanna hætti. Jurtin hefur kannski 25-40 cm blöð, sem geta starfað að fullu eða því sem næst. Hjartanykra fer eins að. En góða birtu þarf til slíks vaxtarhraða. Þess vegna verða jurtir sem vaxa djúpt eða bælast niður af öðrum að fara öðru vísi að, t.d. nota efnafræðilegar aðferðir. Efnafræðilegar varnir I sumum vötnum í Danmörku og víðar vex mikið af kransnálaþörungum (Nítellategundum) á 3-4 m dýpi. Þessar jurtir eru um 1 m á hæð og er aðalstöng- ullinn samsettur af allt að 10-15 cm löngum, glærum frumum. Venjulega er þessi jurt laus við áseta, nema helst á vorin, ef vöxtur er lítill. En aðrar jurtir umhverfis eru oft þaktar ásetum. Hvern- ig víkur þessu við? Af kransnálaþörung- um er sterk, sérkennileg lykt. Þetta gaf líffræðingum bendingu, og ásamt efna- fræðingum reyndu þeir að ráða gátuna. Uffe Anthony og Carston Christopher- son unnnu saman. (Heimild Naturens Verden 6-7 1983). Eftir ærna erfiðleika tókst að einangra tvö virk efnasambönd í Nitella transluc- ens. Þau innihalda brennistein og hafa mjög neikvæð áhrif á koltvísýrings- vinnslu ásetuþörunga; stöðva hana jafn- vel að mestu hjá kísilþörungum og vatnasviíi fast við. Kransnálaþörungurinn (Nitella) hefur greinilega ávinning af þessu. Lifir á dýpi þar sem birtan, eða birtuleysið, tak- markar vöxtinn mjög og mætti ekki við því að ásetar skyggðu á. Ásetuþörung- arnir virðast draga úr vexti annarra tegunda í vötnunum og vex Nitella oft nær einvörðungu í breiðum. Grunur leikur einnig á því að Nitella hafi áhrif á skordýr. Virðist t.d. minna en ella um mýflugur í vötnum þar sem hún vex, en það þarf meiri rannsóknar. I vatni einu, Agersö, þekur nykurrös o.fl. jurtir nær alveg yfirborðið. Blettur var þó auður og athugun leiddi í ljós að þar óx breiða af Nitella translucens undir. Mynd af öðrum kransnálaþörungi (Chara hispida) sýnir vel hið sérkenni- lega vaxtarlag þessara jurta, sem margar cru allstórvaxnar. Ingolfur Daviðsson, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.