Tíminn - 07.09.1983, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guömundur j
Magnússon, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson.
Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Siguröur Jónsson.,
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýslngasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verö í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaöaprent hf.
Verðbólgan verri
en tíðarfarið
■ Það er ekki von að mikil bjartsýni hafi ríkt á aðalfundi
Stéttarsambands bænda sem nú er nýlokið. Árferði hefur
verið óvenju erfitt og bændum óhagkvæmt og efnahags-
ástandið bætir þar síst um. Það er eftirtektarvert að þrátt fyrir
öll áföll telja bændur að hag sínum verði best borgið með því
að verðbólgunni verði náð niður, og kom það greinilega fram
á aðalfundinum.
Auðvitað er það hagur allra stétta þjóðfélagsins að hægt
verði að koma böndum á þá óðaverðbóigu sem hér hefur
geisað og hjöðnun hennar er kjarabót öllum til handa. En
bændur hafa þá sérstöðu að fá ekki greiðslu fyrir afurðir sínar
fyrr en löngu eftir að þeir láta þær af hendi og þurfa jafnvel
að bíða í ár eftir endanlegum greiðslum en verða að taka á
sig kostnaðarhækkanir við búreksturinn jafnharðan og þær
verða til. Verðbólgan rýrir því tekjur þeirra meira en annarra
stétta.
Bændur hafa átt undir högg að sækja þar sem atvinna
þeirra og framleiðsla hafa legið undir sífelldri gagnrýni aðila
sem ekki virðast sjá neitt nema neikvætt við hvernig staðið
er að búvöruframleiðslu og störfum til sveita yfirleitt og því
jafnvel haldið fram að matvælaframleiðsla sé þungur baggi á
þjóðinni. En landbúnaðurinn hlýtur að aðlaga sig breyttum
þjóðfélagsháttum eins og aðrar atvinnugreinar. Að því er
unnið og hafa bændur sjálfir og samtök þeirra átt þar
frumkvæði eins og eðlilegt er.
Búskaparhættir taka miklum breytingum þessi árin. Nýjar
búgreinar eru teknar upp og hljóta að þurfa nokkurn
aðlögunartíma. Mjólkurframleiðslan er í jafnvægi en dilka
kjötsframleiðsla er of mikil. En sauðfé mun fækka og
jafnvægi komast einnig þar á. Þeir bændur sem nú eiga í
mestum erfiðleikum eru ungir menn sem stofnað hafa til
mikilla skulda til að koma sér upp búum. Formaður
Stéttarsambandsins, Ingi Tryggvason, hafði á orði að hætta
væri á að þessir bændur neyddust til að bregða búi þar sem
lánstíminn er ekki nógu langur og útborgun afurða skilar sér
seint.
Það er illa farið ef svo fer að vaxtarbroddur íslenskrar
bændastéttar nær ekki að skjóta rótum í sveitum landsins og
hrekist af jörðunum vegna stundarerfiðleika í efnahagslífinu.
Það væri mikil skammsýni og illbætanlegt tjón fyrir þjóðfélag-
ið ef svo fer að aðeins gamlir og grónir bændur hafi efni á að
stunda búskap. Þarna verða ábyrgir aðilar að grípa til þeirra
ráða sem að gagni koma.
Aðalfundurinn lagði áherslu á að fylgt verði eftir nokkrum
atriðum til að tryggja framleiðsluskipulagningu búvara, nýja
atvinnuuppbyggingu í sveitum og tekjujöfnun bænda miðað
við aðrar stéttir. Meðal þeirra er: Að útflutningsbótaréttur
samkvæmt lögum verði óbreyttur, enda þótt dragi úr
útflutningsbótaþörf.
Stjórnvöld hafi samráð við Stéttarsambandið um framtíð-
arstefnu í niðurgreiðslumálum og um einstakar breytingar á
niðurgreiðslu.
Rekstrar- og afurðalán til landbúnaðarins verði stóraukin
og útborgun afurða með því hraðað.
Nýjar búgreinar verði studdar sérstaklega, þannig að þær
geti komið í stað samdráttar í hefðbundnum búgreinum.
Lánstími fjárfestingalána verði lengdur verulega. Lán til
kaupa á jörðum verði hækkuð og Stofnlánadeild gert kleyft
að sinna fjármagnsþörfum nýbúgreina, vinnslustöðva og lána
til kaupa á fjölbreyttari tækjabúnaði í landbúnaði en nú er.
Jarðræktarframlög verði greidd jafnskjótt og úttekt fram-
kvæmda hefur farið fram.
Þeim bændum sem búa við lakasta fjárhagsstöðu verði gert
mögulegt að breyta skammtímalánum í langtímalán með
viðráðanlegum kjörum.
Staðið verði við skuldbindingar ríkisvaldsins um fjármagn
til sjóða landbúnaðarins. O.Ó.
skrifað og skrafað
Grípum
tækifærið
■ Jóhann J.E. Kúld hefur
um árabil skrifað greinar í
Pjóðvilann um sjávarútveg,
fiskvinnslu, fiskeldi og sitt-
hvað það sem viðkemur þess-
um atvinnugreinum. Hinn
aldni áhugamaður um þessar
mikilsverðu greinar fjallar
um þessi málefni af viti og
þekkingu og ekki síst af
sönnum framfaravilja, og er
blaðinu mikill sómi að því að
hann skuli kjósa að koma þar
hugðarefnum sínum og
reyhslu á framfæri.
f gær fjallaði hann um
laxa- og regnbogasilungseldi
Norðmanna, en þeir hafa náð
afbragðsgóðum árangri á
þessu sviði og er fiskeldi
orðinn mikil atvinnugrein
sem skilar drjúgum tekjum í
bú þeirra enda er útflutning-
ur mikill. Hann endar grein
sína þannig:
„Ennþá eru það bara tvær
þjóðir sem framleiða eldislax
fyrir erlendan markað, það
eru Norðmenn og Skotar.
Norðmenn selja núorðið
framleiðslu sína austan hafs
og vestan og Skotar hafa selt
á frönskum markaði, auk
heimamarkaðar. Færeyingar
eru sagðir vera að undirbúa
laxeldi hjá sér, en hafa ekkert
flutt út af eldislaxi ennþá.
Hér á íslandi hefur þróun
í fiskeldi verið alltof hæg
fram að þessu, að mínu mati.
Við erum því ekki farnir að
flytja út eldislax á erlendan
markað ennþá. Þó mun vera
stutt í það, að fiskeldisfyrir-
tækið ísno hf. að Lóni í
Kelduhverfi geti hafið út-
flutning á laxi. Eins og menn
vita þá var þessi laxeldisstöð
stofnsett fyrir þremur árum
af Tungulaxi hf. sem á meiri-
hluta og norska laxeldisfyrir-
tækinu Mowi hf., sem er eitt
stærsta fyrirtæki sinnar teg-
undar í Noregi og mikill út-
flytjandi á laxi. Að líkindum
verður það því Mowi sem
flytur fyrst íslenska eldislax-
inn á erlendan markað.
Það er hægara nú að hefja
hér framleiðslu á eldislaxi,
eftir að Norðmenn hafa rutt
brautina og unnið sína stóru
sigra á þessu sviði. Norð-
menn hófu sitt brautryðj-
endastarf í laxeldi fyrir rúm-
um hálfum örðum áratug,
þegar engin reynsla var til í
þessari nýju atvinnugrein. En
nú er hinsvegar fyrir hendi
margþætt reynsla þeirra um
fóðrun og eldi, sem byggð
hefur verið upp með vísinda-
legum rannsóknum. Braut-
ryðjendurnir í Noregi þurftu
að yfirvinna ýmsa erfiðleika
isem ekki eru fyrir hendi nú.
í upphafi gátu þeir t.d.
hvergi fengið sinn rekstur
tryggðan. En nú er þetta liðin
tíð. Nú bjóða norsku trygg-
ingarfélögin fiskieldis-
mönnum tryggingar. Þetta
segir sína sögu um stöðu
fiskeldis í norsku þjóðfélagi.
Nú er fiskeldið í Noregi orðið
gróðavænlegur atvinnuveg-
ur, sem menn sækjast eftir að
vera í þátttakendur. Þannig
er þessi nýja atvinnugrein
búin að vinna sig upp, án
allra styrkja og stendur traust
á eigin fótum. Og þetta hefur
skeð á meðan margar aðrar
atvinnugreinar hafa orðið að
lifa við skerta möguleika. við
íslcndingar lærðum síldveið-
ar af Norðmönnum bæði með
reknetum og snurpunót,
þetta olli atvinnubyltingu á
Norðurlandi á sínum tíma og
mikið fjármagn kom inn í
landið af völdum þessarar
atvinnubyltingar. Nú þurfum
við að hefja hér laxeldi í
stórum mæli og gera það að
traustum útflutningatvinnu-
vegi sem skaffar okkur auk-
inn gjaldeyri. Möguleikarnir
eru fyrir hendi, bara ef við
berum gæfu til þess að nota
þá.
Leigusali
sjálfs síns
■ Mikið hefur verið skrifað
og skrafað um húsnæðismál,
enda er það sá málaflokkur
sem brennur hvað heitast á
baki allflestra fyrr eða síðar
á æfiskeiðinu. Jón frá Pálm-
holti formaður Leigenda-
samtakanna hefur ásamt
öðrum félögum lagt fram
hugmyndir um húsnæðissam-
vinnufélög þar sem menn
kaupa ekki íbúðir, heldur
leigja að uppfylltum ákveðn-
um skuldbindingum og skil-
yrðum. Jón segir m.a. í grein
er hann ritar í DV í gær:
„Hvers vegna ekki að leysa
þessi mál á samvinnugrund-
velli? Hví ekki að taka hönd-
um saman og gera lausn
húsnæðisvandans eins auð-
velda og mögulegt er? Sam-
takamátturinn er sterkasta
afl sem til er, og ef fólk notar
þann mátt til lausnar hús-
næðismálunum, er unnt að
tryggja öllum húsnæði á vel
viðráðanlegu verði og með
fullu öryggi, og án þess fólk
þurfi að eyða bestu árum
sínum í hlaup milli lánastofn-
ana og aukavinnu í öllum
frístundum.
Undirritaður hefur áður
hér í blaðinu, ásamt öðrum,
rætt um svonefnd húsnæðis-
samvinnufélög sem víða tíðk-
ast erlendis og njóta þar
mikiila vinsælda. Þau eru í
stuttu máli þannig uppbyggð,
að hópur manna tekur sig
saman og stofnar með sér
félag, líkt og menn hafa gert
í byggingasamvinnufélögun-
um. Þetta félag byggir síðan
húsið, en í stað þess að selja
hverjum sína íbúð leigir fél-
agið félagsmönnum sínum
íbúðirnar á kostnaðarverði.
íbúar greiða í upphafi ákveð-
ið framlag svosem 5% af
byggingarkostnaði og kaupa
þar með byggingarréttinn og
fá lífstíðar ábúð. Félagið á
íbúðirnar og félagsmennirnir
eiga félagið og þar með allar
íbúðirnar sameiginlega.
Menn leigja því þarna hjá
sjálfum sér og greiða í reynd
sjálfum sér leiguna.
Þetta fyrirkomulag hefur
m.a. þann kost að húsnæðið
gengur ekki kaupum og
sölum og þarf því ekki að
fjármagna hverja íbúð upp á
nýtt í hvert sinn sem íbúa-
skipti verða. Nýr íbúi kaupir
búseturéttinn af þeim sem
fór og gengur inn í hans
leigursamning. Þegarbygging-
arkostnaðurinn hefur verið
greiddur, geta félagsmenn
sjálfir ákveðið leiguna og
hvernig hún skuli notuð. T.d.
hvort hún fari í endurbætur
eða meiri byggingafram-
kvæmdir. Húsnæðið verður
óháð markaðslögmálum og
öryggi íbúanna meira en í
séreignarkerfinu, þar sem
alltaf er hætta á að íbúðir
verði seldar ofan af fólki ef
eitthvað kemur upp á. Einnig
má segja að þessar íbúðir
getir veitt meira öryggi en
leiguíbúðir í eigu opinberra
aðila, því að alltaf er sá
möguleiki fyrir hendi að kjör-
in stjörnvöld ákveði að selja
þær.
Forsenda þess sem hér
hefur verið rætt er, að bygg-
ingalánin verði hækkuð og
lánstími lengdur verulega,
helst að lánin verði til 50 eða
60 ára og að sjálfsögðu
verðtryggð. Leigugjald fyrir
svona íbúð, ef allt er innifal-
ið, myndi á núverandi verð-
lagi vera fjögur til fimm þús-
und krónur á mánuði eða
minna eftir íbúðarstærð.
Hefði þessi leið verið farin
sem almenn lausn þegar
Framkvæmdanefnd
byggingaáætlunar var sett á
stofn, hefði ekki þurft að
halda neinn fund í Sigtúni nú
um daginn. En fortíðinni get-
um við ekki breytt aðeins
lært af henni. Framtíðina
höfum við aftur á móti í
okkar höndum.“