Tíminn - 07.09.1983, Síða 4
Mimm
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
fréttir
„MEGUM EKKI MISSA KJARK-
WhT A Mon blAsi
??
— segir Þórólfur Sveinsson Ferjubakka 11
■ „Þótt við séum fastir í þessum
óþurrkum megum við ekki missa kjark-
inn þótt á móti blási. Menn verða að
taka sólarhæðina og gera sér grein fyrir
því hvað hver og einn getur gert til að
tryggja sig betur gegn þessum óhöppum.
Það er hægt að gera ýmislegt þótt aldrei
sé hægt að tryggja sig 100%,“ sagði
Þórólfur Sveinsson bóndi á Ferjubakka
II í Borgarfírði í samtali við Tímann en
hann var einn af fulltrúum á aðalfundi
Stéttarsambands bænda í Hrútafirði.
Þórólfur er Fljótamaður að uppruna
cn hefur búið á Ferjubakka frá árinu
1978. Þar er hann aðallega með mjólk-
urframleiðslu, svona liðlega vísitölubú,
26-28 kýr með geldneytum. Til hliðar
Framleiðsla
búvara:
Aukning
mjólkur-
fram-
leiðslu
nemur
2,3%
■ Aukning mjólkurframleiðslu fyrstu
sex mánuði þessa árs er 2,3% miðað við
sömu mánuði í fyrra, en þetta kom fram
í skýrslu formanns Stéttarsambands
bænda á aðalfundi sambandsins sem
haldinn er að Reykjum í Hrútafírði
þessa dagana.
Alls nam innvegin mjólk rúmum 104,5
milljónum lítra árið 1982 sem er aukn-
ing, miðað við árið á undan, upp á 1,6%.
Innvegin mjólk fyrstu 10 mánuði þessa
verðlagsárs er 1,6 millj. lítra meiri en
sömu mánuði á fyrra verðlagsári.
Alls var slátrað rúmum 941. þús. fjár
í sláturhúsum og var því 57 þús. dilkum
færra slátraö í fyrra en árið á undan en
10 þús. fullorðnum kindum lleira. Heild-
arkindakjötsframleiðslan vr 13.767 tonn
í fyrra á móti 14224 tonnum árið á
undan.
Sala mjólkur og mjólkurvara var
mikil á síðasta ári, sala á mjólk jókst um
1,6% 'en sala undanrennu og kókómjólk-
ur dróst saman. Rjómasalan jókst um
2,6%, skyrsala um 10,6% en jógúrt
salan dróst nokkuð saman.
Aukning á sölu smjörs og smjörva
nam samanlagt 22,8% og sagði formað-
urinn Ingi Tryggvason að þá miklu
aukningu mætti rekja til smjörútsölunn-
ar í lok ársins 1980 sem dró mjög úr
sölu fyrstu mánuði ársins 1981.
Aukning ostasölu nam 9,7% og hefur
sú sala stöðugt aukist undanfarin ár.
Þetta er vafalaust að þakka fjölbreyttri
framleiðslu og happadrjúgu sölufyrir-
komulagi.
Sala dilkakjöts reyndist 38,37 kg á
mann árið 1982, nam 8901 tonnum af
dilkakjöti og 2014 tonnum af ærkjöti á
móti 9731 tonni af kindakjöti allt árið
1981.
Slátrun nautakjöts er það sem af er
þessu verðlágsári minni en á sama tíma
árið áður. Sala nautgripakjöts var 1982
2375 tonn á móti 2422 tonnum árið áður.
Sala hrossakjöts hefur verið sæmileg
á undanförnum misserum en markaður-
inn er takmarkaður. Birgðir nú 1. júlí
voru rúm 300 þús. kg. á móti rúmum 224
þús. kg. í júlí í fyrra.
- FR"
hefur hann nokkrar rollur en það er að
hans sögn nánast tómstundagaman.
„Það sem blasir hvað mest áberandi
við er hinn misjafni árangur milli sveita
og einstakra bænda eftir sumarið. Hvað
mig varðar persónulega hefur þetta verið
sæmilegt enn sem komið er, heyskapur-
inn hefur gengið vandræðalítið en ákaf-
lega seinlega vegna vætunnar, svona 2-3
vikum lengur en í meðalári. Þetta þýðir
það að ýmis þau verk sem maður ætlaði
sér að vinna í sumar verða einfaldlega
ekki unnin," sagði Þórólfur.
En hvað með horfurnar almennt fyrir
þitt byggðalag?
„Það þarf ákaflega góða daga í haust
til að þetta verði viðunandi. Sumir
bændanna hafa þegar tryggt sig, náð því
inn sem þeir þurfa, aðra vantar þó
nokkuð á að það hafist."
Nú hefur mjólkurframleiðsla dregist
saman, hvernig horfir það við hjá þér?
„Ég er nánast með einhliða snemm-
bærubúskap. Nánast allar kýrnar hjá
mér bera á tímabilinu september-nóv-
ember. Þannig að ekkert er farið að
reyna á þetta ennþá hvað mig varðar,
nytin minnkaði seinnipart sumarsins
hvort eð var.
Það sem liggur að baki þessu hjá mér
er fyrst og fremst skipulagning á vinnu-
tíma mínum. Mér þykir það þægilegra
að hafa helst hálft árið þar sem engin
belja ber til að skipuleggja tímann
betur, einnig er þægilegt að hafa ekki
alltof mikið umleiks í fjósi yfir sumarið.
Yfir vetrarmánuðina er maður heima
hvort eð er.
Auk þess er ennþá meiri þörf fyrir
vetrarmjólk, hins vegar er verulegra
dýrara að framleiða mjólk yfir vetrarman-
uðina og ég er hreint ekki viss um að
það borgi sig þó svo að ég geri það,“
sagði Þórólfur.
Aðspurður sagði hann að hvað næsta
ár varðaði væri hann ekki svartsýnn á
ástandið persónulega. Hann hefði byggt
nýja hlöðu í fyrra og hefði því haft næga
aðstöðu til votheysþurrkunar... „það
hefur hjálpað mikið í sumar og annað
hitt er að ég gat byrjað snemma að slá
og það dreifir áhættunni...“
- FRI
Frá Stéttarsambandsþingi.
Stofnlánadeild
landbúnaðarins:
Útborgan-
ir voru
samtals
247 millj-
ónir kr.
■ Á árinu 1982 lánaði Stofnlánadeild
Landbúnaðarins 887 lán, samtals að
upphæð 113 ntillj. kr., þar af 20,9
millj. kr. úr Lífeyrissjóði bænda. Af-
borganir og vextir af skuldum dcildar-
innar námu samtals 119,6 millj. kr. og
aðrar helsTu útborganir voru framlög
til Lífeyrissjóðs bænda 4,6 millj. kr.,
kostnaður við Byggingarstofnun land-
búnaðarins og byggingarfulltrúa 3,0
millj. kr., lántökugjald og innheimtu-
laun 1,1 millj. kr. og kostnaður við
rekstur Stofnlánadeildar 5,3 millj. kr.
þannig að samtals voru útborganir 247
millj. kr.
Helstu innborganir voru innheimt
árgjöld 71,1 millj. kr., framleiðenda-
gjald 11,5 millj. kr., neytenda og
jöfunargjald 34,6 millj. kr., framlag
ríkissjóðs 15,4 millj. kr., lántökugjald
og aðrar tekjur 1,3 millj. kr., sérstakt
framlag til loðdýraræktarlána 1 millj.
kr. og loks lántökur samtals 230,4
millj. kr.
„Eins og undanfarin ár vantaði mjög
á að ríkissjóður stæði við ákvæði laga
um Stofnlánadeild um framlög jafnhá
og samanlagt framleiðenda og neyt-
endagjald. Ef farið hefði verið að
lögum Stofnlánadeildar hefði framlag
ríkissjóðs orðið 28,7 millj. kr. en varð
13,3 millj. kr.“ sagði Ingi Tryggvason
formaður Stéttarsambands bænda
skýrslu sinni til aðalfundar, oggat þess
að frá árinu 1979 hefði vantað á þessi
framlög alls um 28 millj. kr.
Á þessu ári er áætlað að Stofnlána-
deild hafi 133 millj. kr. til útlána og í
júnílok hafði þegar vcrið lánað af
þessu fé 55 mitlj. kr. Af þessu fé er
áætlað að 27,4 millj. kr. fari til loðdýra-
ræktar. - FRI
Mjög erfitt ár hjá kartöflubændum:
Algjör uppskerubrestur
9 9
99
— segir Magnús Sigurðsson formaður Landssamtaka
Horfur á að erlendar kartöflur verði á markaðinum
■ „Þetta er algjör uppskerubrestur.
Staðan er raunar sú að það er svo lélegt
sumsstaðar að ekki verður tekiö upp úr
görðum“ sagði Magnús Sigurðsson
formaður Landssambands kartöflurækt-
arbænda í samtali við Tímann.
„Uni allt Suðurland er þetta nánas.t
ördeyða, aðeins er byrjað að senda í
sumarsölu á stöku stað, í og með úr
görðum sem voru að skemmast vegna
frosts og ljóst að þar yrði ekki um frekari
sprettu að ræða“ sagði Magnús.
í umræðum manna á aðalfundi Stétt-
arsambandsins, þar á meðal í skýrslu
formanns, var komið inn á erfiða stöðu
kartöflubænda nú en þeir hafa farið
mjög illa út úr tíðarfarinu í sumar.
Ástandið er ekki aðeins slæmt hér sunn-
anlands vegna vætutíðarinnar heldur
eru einnig margir garðar áNorðurlandi
ónýtir vegna þess hve seint var sett niður
þar vegna kuldanna í vor.
En er engin von til að þetta ástand
skáni næstu daga?
„Það er orðin veik von. Nú er komið
að uppskerutíma, ég veit ekki hvernig
þetta hefur verið í nótt en mjög víða er
farið að sjá á grösum. Vöxturinn er sem
sagt stopp nú en þeir sem hafa úðunar-
kerfi geta haldið honum eitthvað gang-
andi áfram" sagði Magnús.
Hann sagði að ekkert kæmi í veg fyrir
uppskerubrestinn, uppskeru á að vera
lokið fyrir 20.september því alltof mikil
áhætta er fylgjandi því að hafa kartöflurn-
ar lengur úti vegna frosta.
í ár entust kartöflubirgðir fram í júní
en nú eru horfur á að erlendar kartöflur
verði á markaðinum frá byrjun. Það má
segja að ef uppskeran hefði orðið sæmi-
lega góð átti íslenski markaðurinn að
mettast. Þannig var að heldur meira var
sett niður í vor en endranær því menn
horfðu vonaraugum á verksmiðjur þær
sem framleiða franskar kartöflur. Á bví
sviði hefur verið mikill innflutningur
undanfarin ár en með því að við kom-
umst inn á þann markað er hægt að auka
ræktunina verulega"
Hvað er til ráða hjá kartöflubændum?
„Það er helst til ráða einhverskonar
fjárstuðningur og verður leitað eftir
honum hjá Bjargráðasjóði. Vandinn
hefur ekki verið stærri síðan þessi ræktun
hófst hér og nú eru margir sem lifa nær
eingöngu á þessu, hafa ekkert annað til
hliðar, þannig eru þeir um 50 talsins í
Þykkvabæ.
kartöflubænda.
frá byrjun
Kartöflubúskapur er áhættubúskapur,
rekstrarkostnaður er í formi lána, eins
og til dæmis áburðarþátturinn og ljóst að
þessir bændur eiga nú erfitt með að
standa í skilum. Þeir hafa treyst á
væntanleg afurðarlán í haust til að fleyta
sér áfram en þau verða ekki til þar sem
uppskeran er engin“ sagði Magnús en
samkvæmt þeim grundvelli sem gilt hef-
ur um kartöflurækt er beinn útla^ður
kostnaður við hverja 10 ha. um 500
þúsund kr.
Magnús sagði að undanfarin ár hefði
frekar verið um að ræða fjölgun í þessari
stétt bænda en fækkun en hann átti erfitt
með að segja til um hvort þeim mundi
fækka í ár... „menn vilja kannski ekki
leggja upp laupana eftir eitt slæmt ár....
-FRI
„Mikil kjarnfóðurgjöf á komandi vetri“
— segir Sigurður Jónsson bóndiá Kastalabrekku í Rángárvallasýslu
■ „Horfurnar eftir sumarið eru ekki
góðar. Heimafengið fóður er mikið und-
ir meðallagi að gæðum og það er ekki
um annað að ræða en bæta það upp með
kjarnfóðri. Það hlýtur því að verða
vcrulega mikil kjarnfóðurgjöf á komandi
vetri ef menn ætla að halda bústofni í
góðu standi“ sagði Sigurður Jónsson
bóndi á Kastalabrekku í Ásahreppi
Rang. ■ samtali við Tímann en hann var
einn af fulltrúum á aðalfundi Stéttar-
sambands bænda.
Sigurður er með blandað bú, rúmlega
20 kýr og um 300 fjár á fóðrum þ.e.
svona um 240 ær. Hann hefur búið alla
sína tíð á Kastalabrekku utan eitt ár er
hann var ráðsmaður á Geldingalæk hjá
Skúla Thorarensen.
„Hvað sumarið varðar kem ég ekki
mjög illa út úr því. Mig vantar að vísu
fjórðapart á meðalheyskap sé miðað við
gott ár en ég býst við að í sveit minni sé
þetta talsvert lakara innan um og saman
við“ segir hann.
„Þetta er dáldið alvarlegt mál hjá
þeim sem áttu ekkert hey eftir í vor en
þeir voru margir vegna þess hve seint
gréri og búfé því lengi á gjöf“.
Sigurður sagði ennfremur að staða
bænda væri almennt erfið eftir sumar-
ið...það er sérstaklega hjá yngri bænd-
um sem hafa staðið í fjárfestingum og
voru því illa staddir fyrir. Hvað eldri
bændur snertir sem hafa að mestu lokið
sínum framkvæmdum held ég að þeir
bjargi sér eftir þetta áfall hvað tíðarfarið
snertir, hafi þcir verið komnir almenni-
lega á kjölinn ef svo mætti segja“...
Sigurður sagði að það sem hann hefði
mestar áhyggjur af almennt væri endur-
nýjunin í landbúnaðinum...„að ungir
menn geti stofnað til búskapar og að
þeim sé gert það kleyft á þann hátt að
þeir sjái fyrir endann á stritinu áður en
þeir eru allir“...
„Ég vil láta þá skoðun mína í Ijós að
landbúnaður er gífurlega þýðingar-
mikill, ef einhver byggðastefna á rétt á
sér er það sú byggðastefna sem landbún-
aðurinn hefur lagt þjóðinni til og ég vona
að það sé rnetið" sagði Sigurður.
-FRI