Tíminn - 07.09.1983, Síða 20

Tíminn - 07.09.1983, Síða 20
Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 ,£i3 .Uaí; w abriel HÖGGDEYFAR --_ _ i i ndiiidrbiiuic (JJvarahlutir simiáesio. Hamarshöfða 1 Ctmitm Ritstjórn 86300- Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306_# MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 AUKA ÞARF FRAMLOG TIL HUS- NÆÐISLÁNA UM 800 MILUÓNIR — til að hægt verði að hækka húsnæðislán um 50%til þeirra er byggja eða kaupa í fyrsta sinn ■ Aukning á fjármagni til húsnæöislána þarf að vera um sjö til átta hundruö milljónir króna, til þess að hægt verði að hækka húsnæðislán til þeirra sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn í 50%. Þetta hefur Tíminn eftir áreiðanlegum heim- ildum, og samkvæmt sömu heim- ildum, þá kynnti Alexander Stefánssun félagsmálaráðherra þessa stöðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra er nú með þetta mál í nánari athugun, og mun hann, ásamt fulltrúum viðskipta- bankanna og Seðlabankans leita leiða á hvaða hátt útvega megi þetta fjármagn. Eins og Tíminn greindi frá í gær koma þar til greina aukijar greiðslur lífeyris- sjóðanna beint til húsnæðismála- lána, og hefur Tíminn jafnframt fregnað að til greina komi að stofna sérstaka sparnaðarreikn- inga í bönkum og sparisjóðum, sem síðar gefi ákveðinn rétt til ■ Svifdrekanugmennirnir, sem gerðu tilraun til að fljúga yfir Vatnajökul á svifdrekum, voru staddir í Reykjavík í gær. Þessi mynd var tekin áf svif- drekamönnunum þar sem þeir voru við æfingar á Reykjavík- urflugvelli. Tímamynd Árni Sæberg Coldwater á átta mánaða birgðir af þorski í fimm punda pakkningum: Sölumiðstöðin ákveð- ur óbeina verðlækkun ■ Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur dregið vcrulcga úr framleiðslu á þorski í fimm punda pakkningum vegna birgðasöfnunar. Samkvæmt heimildum Tímans á Coldwater, sölufyrirtæki SH i Bandaríkjun- um, nú átta mánaða birgðir af þorski í fimm punda pakkning- um miöaö við sölu undanfarna mánuði. Ákvörðun SH miðar að því að hér eftir mega frystihús innan samtakanna ekki láta nema 16% framleiðslunnar fara í fimm punda pakkningar. Þetta þýðir aftur að framleiðslan fer í meiri mæli í verðminni pakkn- ingar, t.d. blokk, en það sam- svarar 64 senta verðlækkun mið- að við magn, því fimm punda pakkningin er verðlögð á 180 sent en blokkin ekki nema á 116 sent. Hér er því um óbeina og dulda verðlækkun að ræða, en ekki bcina verðlækkun eins og Iceland Seafood framkvæmdi nýlega, þegar það lækkaði verð á þorski í fimm punda pakkning- um úr 180 sentum í 170. „Þetta er alls ekki óbein verð- lækkun á fimm punda þorski,“ sagði Gísli Konráðsson forstjóri Útgerðarfélags Akureyrar er Tíminn ræddi við hann í gær. „Það sem liggur að baki,“ sagði Gísli, „er að breyta um pakkn- ingu og selja á ekki lægra verði en áður. Við eigum nokkurra mánaða birgðir af fimm pundum, og ætlum að selja þær á því verði sem enn stendur hjá okkur. Það er bara fyrir það að svo mikið liggur hjá okkur af þessari fimm punda pakkningu, að við takmörkum fimm punda pakkninguna við 16% af fram- lciðslunni.“ Aðspurður um hvort ekki- færi eitthvert magn af fimm punda þorski í blokkir, eftir að þessi takmörkun tæki gildi, sagði Gísli: „Nei, því reiknum við ekki með. Við höldum áfram að framleiða flök, þó að þau séu ekki í fimm punda pakkning- um.“, það er alltof góð vara, fimm pundin, til þess að fara í húsnæðislánatöku síðar, jafn- framt því sem til greina kemur að slíkur sparnaður gæfi rétt til skattafrádráttar. -AB íbúar í Skuggahverfinu: Vilja vera með í ráðum — 150 skrifuðu undir áskorun til borgar- stjórnar, um Skúlagötusvæðið ■ „Menn gcra sér auðvitað grein fyrir því að sambýli við átta hæða hús hér í hverfinu verður erfitt að sætta sig við. Hins vegar held ég að öllum sé Ijóst að hér hlýtur að fara fram einhver uppbygging og það sem við biðjum um er að fá að hafa áhrif á hvcrnig hún verður,“ sagði Geirharður Þorsteinsson, arkitekt, en hann er einn forvíg- ismanna undirskriftasöfnunar, sem fram fór í Skuggahverfinu svokaliaða um helgina. „Það eina sem farið er fram á er að borgarstjórn taki ekki ákvörð- un um framtíð þessa hverfis öðru vísi en að kynna íbúunum hug- myndir sínar betur en gert hefur verið. Undirtektir voru mjög góð- ar og við fengum um 150 nöfn á listann þrátt fyrir litla skipulagn- ingu og stuttan tíma, en við vorum aðeins fjögur í þessu með öðru nú um helgina." Þorsteinn sagði að söfnurum hefði alls staðar verið vel tekið og yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem leitað var til hafi skrifað undir. Þeir sem ekki hefðu gert það væru flestir leigjendur, sem ekki ætluðu sér að búa lengi í hverfinu og teldu sig þess vegna ekki hafa sérstakan rétt til að hafa áhrif á framtíðar- skipulag hverfisins. Hann sagði ennfremur að undirskriftirnar hefðu fengist frá níilli 80 og 90 heimilum í hverfinu, og mikill meirihluti þeirra sem skrifuðu undir hefðu verið íbúðaeigendur. Textinn yfir undirskriftunum var svohljóðandi: „Undirritaðir (búar í Skuggahverfinu í Reykja- vík eru uggandi yfir stórfelldum byggingaáformum við Skúlagötu eins og þcim hefur verið lýst í fjölmiðlum nýlega. Af því tilefni óskum við eftir að skipulagshug- myndir verði kynntar öllum al- menningi og íbúum í nágrenni við byggingasvæðið gefinn kostur á að setja frant álit sitt áður en ákveðin verður leyfileg hámarks- nýting svæðisins." —Sjó dropar Kokknum var kastað út... ■ I dag er sagt frá reglum þeim í Tímanum sem vinnueft- irlitið hefur sett Vegagerðinni um aðbúnað starfsmanna sinna. Nú crt.d. tekið fyrirþað að fleiri en tveir sofi í einum og sama skálanum, og þegar mat- ast er þá mega einungis tólf sitja að snæðingi í einu, og N.B. alls ekki á bekk, heldur skal stóll vera til handa hverj- um og einum fyrir sig. Starfsmenn vegagerðarinnar eru sumir hverjir spaugsamir að því er heimildir Dropa segja, og fyrst cftir að nýju reglurnar voru kynntar tók einn vinnuflokkurinn þær bók- staflega til að sýna fram á fáránleik þeirra og kastaði kokknum út, þá sjaldan er hann þorði að líta upp frá eldavélinni, ef tólf voru inni í matarskálanum að næra sig í einu. Seinheppinn Þjóðvilji?? ■ Hann er oft merkilegur uppslátturinn á forsíðum Þjóð- viljans, sérstaklega nú eftir að hann tilncfndi sig sem eina málsvara stjórnarandstööunn- ar á alþingi. I gær er t.d. aðalfrétt á forsíðu sem ekki færri en þrjá blaðamenn þurfti til að skrifa, um að fjármála- ráðherra hafi gefist upp við fjárlagagerðina þar sem við þriggja milljarða gat væri að stríða. Hvað sem líður heimildum blaðsins utn uppgjöf fjármála- ráðherra, sem stórlega má þó draga í cfa, þá er hitt gömul lumma að þrjá ntilljarða vanti til að brúa fjárlög, enda komin fram í Tímanum fyrir vikum síðan. Nýju tíðindin í þessu efni eru hins vegar þau að tekist hefur að minnka þetta gat um tvo þriðju, þar sem sérstök niöurskuröarnefnd sem í eiga sæti fulltrúar stjórn- arflokkanna, hefur skorið niöur rekstrargjöld og framkvæmda- fé ríkissjóðs um tvo milljarða króna. Frétt þessa cfnis birtist DJODVIUINN ALBERT GEFST UPP . l mru>I*m.x*n 11J t/nrlntmrIWU Nordal ætlarað scmja um 10 mills! I.ata rigna upp i sig 17 m Ceir verði áfram formaður! í Tímanum í gær, og þurfti ekki nema einn blaðamann til að skrifa liana. Þótt aðalsmerki Þjóðviljans liggi ekki á lausu, þá er hitt vist að á þeim bæ er lítið lagt upp úr því að vera fyrstur með fréttirnar. Krummi ... ...ef að þarf þrjá blaðamenn til að skrifa ranga frétt í Þjóðvilj- ann, hvað þarf þá marga rit- stjóra til að skrifa leiðarann?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.