Tíminn - 07.09.1983, Side 5

Tíminn - 07.09.1983, Side 5
( 1 » MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 fréttír 60% ISLENDINGA FLUTST Bll- FERLUM A SÍMISIU 12 ARUM — milli landshluta, eða tæplega 125 þúsund manns ■ Um 60 af hverjum 100 íslendingum, eða alls um 124.500 íslendingar hafa flutst búferlum milli landshluta innan- lands á s.l. 12 árum. Mest er um að Vestflrðingar hafl ákveðið að leggja land undir fót, en heimakærast hefur fólk verið á Norðurlandi-eystra og í Reykjavík. Þetta kom m.a. fram í erindi Guðmundur Guðmundssonar á Fjórð- ungsþingi Vestfirðinga. Guðmundur athugaði fjölda brott- fluttra út hverju kjördæmi á árunum 1971 til 1982, sem hlutfall af íbúafjölda hvers svæðis árið 1971. Hæst reyndist þetta hlutfall á Vest- ' fjörðum 77%, þ.e. 7.687 sem fluttu þaðan brott á þessum árum af alls 9.917 íbúum landshlutans 1971. Suðurnes fylgdi fast á eftir með 76%. Guðmundur benti á að í þessum landshlutum er hæst hlutfall íbúa sem vinnur við sjávarútveg og ýmislegt bendi til að fólk er vinnur við þær greinar sé nokkru hreyfanlegra en starfsmenn í öðrum greinum. Samsvarandi landsmeðaltal var 60%, sem jafngildir því að 60% landsmanna hafi flutt milli landshluta á þessu tíma- bili, en Guðmundur bendir á að í ýmsum tilvikum geti verið um sama fólkið að ræða sem flutti oftar en einu sinni á tímabilinu. Lægst var þetta flutninga- hlutfall á Norðurlandi-eystra 49%, og næst lægst í höfuðborginni 56%. í öðrum landshlutum erhlutfallið: Suður- land 70%, Norðurl.-vestra65%, Vestur- land 63% og Austurland 62%. En hvert flutti þá allt þetta fólk? Miðað við sama hlutfall af fólksfjölda, þ.e. 1971, fluttu langflestir til Suður- nesja, eða 85% (9.633 manns) og Vest- firðir koma í annað sætið með 66%, en þó 1.166 færri en þaðan fluttu. Lægst er þetta hlutfall einnig á Norðurlandi eystra 50%, alls 11.287 ntanns og þó örlítið fleiri en þaðan fluttu brott. Næst fæsta fýsti að setjast að á Norðurlandi- vestra, 58% hlutfall og alls 5.782 manns sem er 630 færra en þaðan fóru. Á Vesturlandið var hlutfallið 59%, og gróðinn nær 500 manns. Sama hlutfall var í Rcykjavík, en þangað fluttu á þessu tímabili 64.896 manns og 2.289 fleiri en þaðan fluttu út á landsbyggðina. Á Suðurlandi er hlutfallið 64%, en sá landshluti tapaði 1.112 manns á skiptun- um, þ.e. brottfluttir umfram aðkomna. - HEl Grundtvigsminni í Norræna húsinu: „Var upphafsmaður norræns samstarfs” — segir séra Heimir Steinsson, sem sæti átti í undirbúnings- nefnd að dagskrá um Grundtvig ■ „Það er ekki að efa að áhrif Grund- tvigs á andlegt líf Norðurlanda er mjög mikiö. Hann er okkur Islendingum mjög nákominn vegna þess hve mikinn hlýhug hann bar til lands og þjóðar og þeirra áhrifa sem hann leiddi hér inn í kirkju- legum málefnum. Að auki var hann sannfærður um mikilvægi íslands í menningarsögunni því hann hélt því fram að Island væri hin heilaga eyja og hefði varðveitt menningararfleifð allra Norðurlandanna,“ sagði séra Heimir Steinsson á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær í tilefni þess að dagana 8.-10. september n.k. verður í Norræna húsinu dagskrá helguð F.S. Grundtvig, en 8. sept. eru einmitt liðin 200 ár frá fæðingu Grundtvigs. „Það er óhætt að fullyrða að Grund- tvig er sá fyrsti af framámönnum í Danmörku sem hreyfir hugmyndinni um Norrænt samstarf fyrir utan það að hann hefur öllum öðrum fremur mótað danska menningu síðustu hálfa aðra öld. Senni- lega er einn áþreifanlegasti árangurinn af æviverki Grundtvigs í lýðháskóla- hreyfingunni, en hann var hugmynda- fræðilegur faðir hennar og upphafsmað- ur. Á íslandi gætir áhrifa Grundtvigs sennilega mest í ungmennafélagshreyf- ingunni, en einnig í hinu kristilega lífi og má í því sambandi geta þess að í sálmabók íslensku kirkjunnar á enginn erlendur höfundur fleiri sálma en Grundtvig, ef undan. er skilinn Mart- einn Lúter.“ „Við Kolbeinn Þorleifsson sem sæti áttum í undirbúningi þess að gera ■ Nicolai Fredrik Severin Grundtvig. dagskrá í tilefni þessa 200 ára afmælis viljum við þetta tækifæri þakka Norræna húsinu og stjórn þess ánægjulega sam- vinnu, en án hins mikla framlags Norr- æna hússins hefði þetta ekki tekist," sagði séra Heimir Steinsson að lokum. Afmælis Grundtvigs er um þessar mundir minnst með margvíslegum hætti um öll Norðurlönd, en hlutur Dana er þar eðlilega stærstur. Norræna félagið ákvað fyrir nokkru að gangast fyrir þriggja daga Grundtvigs minni í samráði við Norræna húsið og Dansk íslenska félagið. Fyrirlestrar verða fluttir í fundarsal Norræna hússins að kvöldi afmælisdags- ins og næsta kvöld. Síðdegis hinn þriðja dag verður efnt til hátíðardagskrár á sama stað. - ÞB ■ Sýnishorn þeirra húsgagna sem Húsgagnaiðja Kaupfélags Rangæinga sýndi á Hótel Loftleiðum um helgina. Tímamynd - Róbert Húsgagnaiðja K.R.: ný húsgögn Kynnir ■ „Húsgagnaiðja Kaupfélags Rang- æinga hefur framleitt húsgögn sam- kvæmt einkaleyfissamningi við norska fyrirtækið Ekornes Fabrikker í Noregi í 10 ár og er þar aðallega um heimilishús- gögn að ræða,“ sagði Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri K.R. í samtali við Tímann, í tilefni húsgagnasýningar sem K.R. gekkst fyrir á Hótel Loftleiðum um helgina, þar sem það nýjasta í framleiðsl- unni var kynnt. Ólafur sagði að mjög vel hefði verið látið af þessum norsku húsgögnum, þau væru mjög vel og smekklega hönnuð, auk þess sem þau stæðu vel í verðsam- keppni við önnur húsgögn. Er Ólafur var spurður hvort Hús- gagnaiðja K.R. framleiddi mikið magn af þessum húsgögnum á ári hverju, sagði hann: „Við höfum náttúrulega þurft aó draga saman eins og aðrir, vegna þess að innflutningurinn hefur verið svo fjöl- breyttur, auk þess sem þar hafa verið niðurboð. Slíkt hefur gert okkur erfitt fyrir, en við teljum að núna sé sam- keppnisaðstaðan við innflutninginn að batna, því gengið er réttara en verið hefur, og við trúum því að verðbólga og vextir fari lækkandi, en það er það sem hefur gert okkur hvað erfiðast fyrir.“ Ólafur sagði að tekk væri að ryðja sér mikið til rúms erlendis og talsvert af þessum húsgögnum væru nú framleidd úr tekki. Hann sagði að á þcssari sýningu hefði það glöggt komið fram að fólk væri jákvæðara í garð tekksins, en framleið- endurnir hefðu þorað að vona. Fjöidi verslana í Reykjavík og um land allt hafa þessi húsgögn til sölu. Penninn: Skiptimarkaður — á notuðum skólabókum ■ „Við rennum blint í sjóinn með þetta en það virðist hafa vantað vettvang fyrir námsfólk til að geta selt og keypt námsbækur," sagði Hannes Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Pennans en 1. september, opnaði Penninn skiptimark- að á notuðum námsbókum. Með opnun skiptimarkaðar er nemendum geflnn kostur á að koma notuðum námsbókum í verð og um leið keypt aðrar námsbækur á sama stað, annað hvort notaðar eða nýjar. „Við veltum fyrir okkur hvers vegna námsbækur hafa svo mikið verið ein- nota, þ.e. þegar bók er hent eða lögð til hliðar að loknu námi. Við komumst að því að annars vegar er um að kenna þeirri áráttu skólayfirvalda að breyta sífellt um námsefni og hins vegar að það hefur vantað stað þar sem námsfólk getur selt og keypt notaðar kennslubæk- ur,“ sagði Hannes. Að sögn Hannesar verður Penninn með skiptimarkaðinn í Hallarmúlanum og í Hafnarstræti, frá og með morgun- deginum íhálfan mánuð. „Efþað gengur. vel þá hyggjumst við vera með slíkan skiptimarkað við hver annaskipti. Þaðer þörf á þessu, því nú eru erfiðir tímar og kaupgeta almennings og kannski sér- staklega skólafólks í lágmarki," sagði Hannes. Auglýst verður í blöðum hvaða bókum fólk getur skipt. „Það eru fyrst og fremst bækur sem eru kenndar í fleiri en einum skóla og mest á framhaldsskólastiginu." Komi nemandi með notaða kennslu- bók sem er í góðu lagi borgar Penninn nemandanum 40% af söluverði bókar- innar nýrrar. Penninn selur svo aftur þessa notuðu bók á 55% af söluverði bókarinnar nýrrar. - Jól. Tímamynd Róbert ■ Einar Kristinn Jónsson sölustjóri Pennans stendur hér við skiptimarkaðinn í Hallarmúla,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.