Tíminn - 23.10.1983, Page 2

Tíminn - 23.10.1983, Page 2
SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1983 ■ Það er fyllilega þess virOi, pegar a annað borð er áð í Móscldalnum að eyða einum degi í siglingu á Mósel -ég hugsa að enginn sjái eftir slíku. Við fórum frá Trier að morgni, áleiðis til Bernkastel, með skipi frá KD félaginu, og sigldum á nokkrum tímum sem leið lá til Bernka- stel, með viðkomu á cinum fimm stöðum. Þorpin sem liggja við Mósel á þessari leið, cru vel flest víðkunn vín- yrkjuþorp svo sem Schwcich, Mehring og Trittenheim, að ekki sé talað um áfangastaðinn sjálfan, Bernkastel. Auð- vitað skilar manni ekki hratt yfir á svona siglingu, en óneitanlega nýtur maður landslags, útsýnis og þess háttar mun betur, þegar ckki þarf að eyða svo og svo miklum tíma í að finna út úr korti, eða að einblína á vcginn sem ekiðcr unt. Við völdum að fara í dagsferð, cn KD býður einnig upp á lcngri fcrðir, tveggja daga ferðir, frá Trier til Koblcnz, sem cr 20(1 ■ Mikið er um smábáta á Mósel, enda smábátasport, bæði siglingar og mótorbátasigiingar mjög vinsælt. A faralds- fæti Umajðn Agnns Bragtadðttlr : Dagssigling á Móselánni Róleg, en falleg og skemmtileg ferð þó óneitanlega hafi ferðin til Bernkastel verið meira spennandi, en til baka til Trier. Ef eitthvað var, þá sá maður enn betur frá skipinu hversu dalbúarnir nýta hvern jarðarskika fyrir vínrækt sína, heldur en sést af þjóðvegunum. Stund- um er það lyginni líkast að sjá snarbratt- ar hlíðarnar og vita að það eru menn á tveimur jafnfljótum sem annast vínvið- inn á allan hátt, gróðursetja, binda upp, hlúa að og tína vínberin. Það hlýtur að vera eitt allra erfiðasta starf sem hugsast getur, að stunda vínyrkju við erfiðustu skilyrðin í Móseldalnum. Á leiðinni fórum við um tvo skipastiga þar sem hæðarmismunur var 8 metrar í hvort skipti, og var það næsta sérkennileg reynsla, að lokast inni í vatnshólfi, sem síðan fylltist af vatni, þannig að vatns- borðið í hólfinu hækkaði um 8 metra, og þegar upp var komið, var siglt út, en á leiðinni niðureftir. til Bernkastel, þá var að sjálfsögðu siglt inn í sömu hólf full, ofan frá, og út úr þeim, 8 metrum neðar, þegar þau höfðu verið tæmd. Litlir bátar á Mósel safnast gjarnan saman við þessa skipastiga, og bíða þess að stærri skipin þurfi að nota skipastigana. því þetta er kostnaðarsamt fyrirtæki, og mér skildist að smábátarnir þyrftu að greiða eitthvað minna fvrir þjónustu skipastigans, ef þeir væru í samfloti með stærri skipunt. Ekki þori ég þó að fullyrða þetta, því það var þýskur ferðalangur um borð í skipinu sem sagði mér þetta, en ekki neinn af áhöfn skipsins. Veitingar voru hinar ágætustu um borð í skipinu. þannig að þegar líða tók á daginn og aðeins fór að kula, þá var ósköp notalegt að setjast undir þiljur í einn veitingasalanna og fá sér snarl og eðalvín, en hreint frábært Kabinet-Mó- selvín var svo ódýrt um borð í skipinu að hreinni undrun sætti. Eg held að mér sé óhætt að mæla með því við þá sem sækja Mósel heim, og hafa nægan tíma, að taka sér far með bát eða skipi á Mósel, því einhvern veginn er eins ög maður fái næmari skilning á lífinu við Mósel, við það að sigla á henni. Rétt er að upplýsa að fargjaldið í svona dagsferð er 37.40 ntörk, og i veitingar yfir daginn má áætla svona 20 til 30 rriörk á mann. kílómetra leiö, og hefur til þeirra fcrða stærri skip, með svcfnklefum. Við lögðum upp frá Trier kl. 9.15 að morgni, og vorum komin til Bernkastel- Kues, um kl. 13.30. Bernkastel heitir Bcrnkastcl-Kues eftir að Kues samcin- aðist Bernkastel og bæirnir tveir urðu að einu bæjarfélagi, en nábýli þcirra cr ef til vill sambærilegt við Reykjavík, Kópa- vog, og kannski ættum viða að taka Bernkastcl-Kucsbúa okkur til fyrir- myndar á þessu sviði! Að loknu tvcggja tíma stoppi í Bcrnkastel, þar sem færi gafst á að skoða það markvcrðasta í þessari fallegu smáborg, var siglt áleiðis til baka, tilTrier.ogþóaðsama leið væri farin, þá var eirtsogmaðurgæti alltafséð það scm fyrir augu bar frá nýju og nýju sjónarhorni, þannig að það var alls ckkcrt lciöigjarnt að fara sömu leiðina. ■ Beðið eftir því i fyrri skipastiganum, að vatnshólfið tæmist, en við það færðist skipið niður um 8 metra. ■ Hann er hálfdrungalegur kastalinn í Bernkastel, en tilkomumikill engu að síður. Eins og sjá má nær vínviðurinn alveg að kastalaveggjum. Tímamyndir Agnes ■ Brúarmannvirki eru víða tilkomumikil i Móseldalnum, og þá einkum þau, þar sem hraðbrautir „Autobahn" liggja. ■ Á siglingu niður Mósel sjást margir hliðstæðir staðir við þennan. Móselbúar leggja sig fram um að bjóða upp á falleg og róleg hótel við ána, og auglýsa þá gjarnan að þeir bjóði upp á útsýni yfir Mósel. Algengt nafn á hóteli við Mósel er Móselperlan, en ég satt að segja gleymdi að festa eitt slíkt nafn á filmu. IS*.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.