Tíminn - 23.10.1983, Page 12

Tíminn - 23.10.1983, Page 12
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 ■ Ekki hefur verið mikið um það að ungir höfundar snúi sér að ritun heimildaskáldsagna og því lukust upp augun á mörgum, þegar fréttist af þvi nýlega að Þórarinn Eldjárn væri á leiðinni með sögu um lista- mann frá fyrri öldum, Guðmund Bergþórsson, í nýrri skáldsögu sinni „Kyrr kjör“. En nú er orðið uppvíst að fieiri hafa fundið skáld- skapar lind í ævi og kjörum fyrri tíðar listamanna, því út er komin skáldsagan „Eitt rótslitið blóm“, eft- ir ungan Akureyring, Valgarð Stef- ánsson. Þar segir frá Skúla Skúla- syni sem nefndur var hinn „oddhagi" og mun fyrstur íslendinga hafa notið opinbers listamannastyrks. Þegar Valgarður var á ferðinni í Reykjavík hér á dögunum ræddum við dálítið við hann um bókina, en hann er kunnur myndlistarmaður, hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og er í fylkingarbrjósti í menningarlífi í heimabæ sínum. Því má segja eðlilegt að honum hafi runnið blóðið til skyldunnar við Skúla, - en fleira kemurtil. Valgarð er sonur Vetur- liða Gunnarssonar, listamanns, og móðir hans er bróðurdóttur Davíðs Stefánsson- ar frá Fagraskógi. Það standa því traustir listamannsstofnar að höfundi sögunnar. „Já, ég skrifa hér um Skúla Skúlason, sem var einn okkar fyrstu menntuðu listamanna," segir Valgarður. „Hann var fæddur á Akureyri árið 1867 og dó þar líka, en það varárið 1903. Húsið þar sem hann fæddist stendur raunar ennþá. Skúli Skúlason var heilsuveill frá barnæsku og það virðist hafa verið ástæða þess að hann hyggst sjá sér farborða með listamennsku. Hann sækir því um styrk til Alþingis og fær hann og siglir utan til náms á Kgl. Kunstakademi í Kaupmannahöfn árið 1893. Þess má geta að heimildir um hann eru afar takmarkaðar og ég hef víða orðið að leita að þeim brotum sem ég hef náð í. Meðal margs sem mér hefur tekist að upplýsa með vissu er það hvort Skúli lauk einhverntíma náminu ytra, þótt ég hafi látið rannsaka það vandlega. Hann er þó úti ísex ár. En vafalítið hefurhann haft mótbyr þar ytra, eins og raunar hérna heima, því er hann kemur er lítill skilningur á list hans og hann verður að sjá sér farborða með erfiðisyinnu. Hann er daglaunamaður á Akureyri, þegar hann lést úr tæringu. Þá býr hann einn Valgarð Stefánsson: „Hef víða orðið að geta eyðumar“. (Tímamynd Róbert) „Fyrsti íslenski maðnrinn sem hlant listamannalaun hér” — segir Valgarður Stefánsson um Skúla Skúlason hinn „oddhaga,”sem hann fjallar um í nýrri skáldsögu sinni ásamt aldraðri móður sinni, en hann var einhleypur alla ævi. Nú, um þessi listamannalaun er það að segja að þau eru hin fyrstu sem íslenskum manni eru veitt. Þau námu sjöhundruð krónum og voru ætluð til tveggja ára. Árið eftir að Skúli siglir utan fara þeir svo Einar Jónsson, mynd- höggvari og Þórarinn B. Þorláksson. Þess má geta að þá var ætlunin að svipta Skúla styrknum fyrir Einar og hefði það eflaust orðið, hefði hann ekki notið Jóns Jónssonar frá Múla, sem sagðist þá sjá svo til að hvorugur fengi þá styrk. Takmark Skúla hefur verið það að gerast teiknikennari á Möðruvöllum því leyfi var fyrir slíkri kennslu þá, þótt þessar vonir hans brygðust. Eftir Skúla er ekki kunnugt um marga smíðisgripi, - aðeins tvær eftirmyndir og er önnur gerð eftir verki eftir Thorvald- sen, en hin er af danska stjórnmála- manninum og málfræðingnum Mádvig. Loks er að nefna grasadós, sem Ólafur Davíðsson átti. Sú dós varð Ólafi þó dýr, því líklega átti hún sinn þátt í að hann drukknaði í Hörgá. Hann hafði hana nefnilega í rein um hálsinn er hann féll af baki í ána. ■ Höfundurinn hannaði sjálfur kápu sögunnar. Já, ég hef orðið að geta í margar eyður við samningu sögunnar og hef notað mér bænaskrár til Alþingis, líkræðu Jónasar frá Hrafnagili yfir Skúla og fleira. En ég reyni að vera veruleikanum trúr að mestu fyrir það.“ -AM LÝKUR 31. OKTÓBER ||U^ERÐAR „Sagan um Önnu’ — ný skáldsaga frá Iðunni eftir Stefání Þorgrímsdóttur ■ Innan tíðar er von á nýrri skáldsögu eftir unga norðlenska konu, Stefaníu Þorgrímsdóttir frá Garði í Mývatns- svéit. Að Stefaníu standa skáldastofnar, eins og Valgarði Stefánssyni, sem við ræðum einnig við hér á síðunni, en hún er dóttir Jakobínu Sigurðardóttur, skáldkonu og rithöfundar. Við slógum á þráðinn norður til Stefaníu og inntum hana tíðinda af bókinni. „Já, þetta er mín fyrsta skáldsaga," svarar Stefanía fyrstu spurningu okkar, „eða sú fyrsta sem kemur út, því ég hef nokkuð átt við þetta á undanförnum áruni, -já, og óneitanlega er þetta í fjölskyldunni. Söguna kalla ég „Sagan um Önnu,“ - þetta er þessi eilífa „Anna“ en bókin er raunar um fleiri en Önnu. Þarna er skrifað um stúlku sem fædd er um 1950, um fjölskyldu hennar og umhverfi, en hún elst upp í sveit. Henni er fylgt eftir fram að þrítugu og lýst breytingum sem verða á henni og hennar umhverfi á þeim tíma. Sjálfsagt er ég að einhverju leyti að skrifa um sjálfa mig ú bókinni, það verður varla hjá því komist. Ég er t.d. sjálf jafn gömul söguhetjunni. En samt er sagan alls ekki um mig, líklega má frekar segja að ég hafi notað mér þætti úr umhverfi og reynslu sem ég þekki. Nei, nei. ég kvíði ekki fyrir viðtökun- um vegna þess líklega að ég er svo langt ■ Stefanía Þorgrímsdóttir. frá þessu og er með stórt heimili að auki og hef nóg að hugsa um. Maðurinn minn vinur hér í Kísiliðjunni og ég á fjögur börn og er útivinnandi hluta af árinu. Tíma til ritstarfanna hef ég fengið með því að nota þessar margumræddu 24. og 25. stundir á sólarhringnum. Mér verður meira hugsað um það hvort einhverjir niuni lesa bókina og hvort menn muni hafa eitthvað út úr því að lesa hana. Ef það tekst ekki er til lítils unnið finnst mér“. - AM Ferða stereotæki á kostaverði með kostakjörum RT-150 S Stereo kasettuferðaútvarp Með: FM-, mið-, stutt- og langbylgju. Hringspólun á kasettu (Auto reverse) Verð kr. 8.775.- EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viöhald MUtU U samvirkÍMV Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. 12

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.