Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983 Umsjón Agnei Bragadöttlr I heimsókn hjá alvöru fríherra von Landenberg í Eller við Mósel Qualitatswein mit Pradikat IK-R CÐ6LH VOU LAnD6nB6KG Riesling - Erzeugerabföllung Amtliche Priiíungsnummer 1 625 213 7 81 $■ rciljerv w. Í(»nbfttbcr{»’sícl)c §c!jlos»lteUcrei EDIGER-EllER A N PtR MOSCl 0,7 Lö Iflrfídignrtcn íluðlrfc ■ Ég má til með að láta einn fallegan miða sem er límdur á eðalvín þeirra Landenberg fljóta hér með, til þess að sýna hvernig miðarnir á Landenberg- víninu líta út. Þetta getur alls ekki talist auglýsing fyrir Landenberg vínið, því það er ekki fáanlegt hér á landi, illu heilli. ■ Er við kvöddum Alte Thorschenke, fylgdi eiginkona hótelstjórans okkur til dyra. Þessi mynd gefur vonandi einhverja visbendingu um rómantíkina sem umlykur þennan stað. Auk þess má sjá hægra megin við dyrnar, nokkur ártöl, og sýnir hvert þeirra um sig, hve hátt Mósel flæddi, í flóðum þessi ár. Tímamynd — Agnes ■ Þegar ég fór í bodi þýska ferðamála- ráðsins og Flugleiða til Þýskalands í apríl sl. þá gistum við eina nótt í Alle Thorschenke, elstu byggingu í þeirri fallegu borg Cochem. Þessu gerði ég grein fyrir á sínum tíma, og þeim dásemd- um sem hótel þetta hefur upp á að bjóða. En þegar ég var nú komin í þessa borg á nýjan leik, þá gat ég ekki staðist freistinguna, að gista þar aftur, ásamt fjölskyldu. Fór það að vonum, allar mótttökur voru höfðinglegar. Hótelið, sem var reist árið 1332 er hreint út sagt stór skemmtilegt, með öllum sínum himnasængum og forneskjulegu yfír- bragði. Það sem er þó enn betra, er maturinn sem boðið er uppá. Hann, að öllum stöðum ólöstuðum, er sá besti sem ég hef fengið í Þýskalandi. Sem dæmi um dásemdirnar sem kitluðu bragðlauk- ana má nefna tvo villibráðarrétti sem við brögðuðum á, en annars vegar var það hérasteik og hins vegar hjartarsteik. Hvor tveggja var hreint sælgæti. Land- enberghvítvínið rann einnig Ijúflega niður með þessum veisluréttum. Hótelið hefur upp á 51 herbergi að bjóða, og eru þau einstaklega fallega innréttuð. Hótelið tilheyrir hótelkeðju sem nefnist Gast im Schloss og fyrir þá sem hafa áhuga á, þá má geta þess að heimilisfangið er Bruckenstrasse, Cochem, og lesendum til upplýsingar þá má geta þess að verðlag á herbergjunum er frá 65 og upp í 130 mörk tveggja manna herbergi en öllum herbergjum fylgir baðherbergi. Eigandi hótelsins cr fríherrann 'af Landenberg, og býr hann í þorpinu Eller, sem er aðeins í fimm kílómetra fjarlægð frá Cochem. Fríherrann er elskulegur maður, sem sýndi okkur vín- kjallara sinn, sem er einn sá fullkomnasti í Móseldalnum, þótt hann sé jafnframt í röð eldri vínkjallara, en hann er um 500 ára gamall. Landenberg ergeysilega stór vínframleiðandi, því hann framleiðir á ári hverju, um 300 þúsund flöskur, oger vín hans að sjálfsögðu eðalvín, gullið og tært. Það var mjög skemmtilcg reynsla að ganga um vínkjallara fríherra Landen- berg og skoða það sem fyrir augu bar. Tækjakostur er mikill og flókinn. Skemmtilegast var, að vínsmökkuninnin sjálfri undanskilinni, þegar hann sýndi okkur rammlega girtan bás, þar sem verðlaunaárgangar hans voru saman- komnir á einum stað. Var rammgert hlið fyrir þessum bás, þar sem gersemar hans voru geymdar, og þjófavarnarkerfi, sem hann sagði okkur reyndar að hefði ekki farið í gang, enn sem komið er. Hann sagði okkur að þótt hann geymdi allar þær víntegundir sem hann hefði fengið verðlaun fyrir, en ávallt eru ýmis konar gæðakeppnir vína í gangi í Þýskalandi, þá væru velflestar flöskurnar einungis dýrmætar sem safngripir, því vínið þyldi ekki fleiri ára geymslu. Hann sýndi okkur verðlaunavín frá 1981, sem hann sagðist vera mjög hreykinn af. Hafði þessi gerð fengið gullverðlaun, og hann benti á að slíkt væri mjöggóðurárangur, þegar horft væri til þeirrar staðreyndar að árið 1981 hefði verið slæmt vínár í Móseldalnum. Dóttir Freiherr Landen- berg mun að öllum líkindum taka við búi föður sína í fyllingu tímans, því hún er nú að Ijúka námi í víngerðarlist, og lokastigið, sem er rauðvínsgerð, lærir hún í þekktustu vínyrkjuhéruðum Frakklands. Landenberg á tvær dætur en engan son, og fannst mér ég merkja á honum nokkurn áhyggjusvip þegar hann ræddi dætur sínar, því hann sagði jú að það væri ljóst að nafnið myndi deyja út, að honum látnum, en slíkt er honum greinilegt áhyggjuefni, þar sem ættin rekur sögu sína ég veit ekki hvað langt aftur. Það sýndi hann okkur í sérstakri ættbók, sem var geysilega mik- ill doðrant á heiðursstað á herrasetrinu. Vínyrkja Fríherra Landenberg er að- eins ein af mörgum tekjulindum hans, því hann upplýsti okkur um að hann ætti nokkur önnur hótel en Alte Thorsc- henke, til að mynda Landenberg Hótel, þannig að það er ekki líklegt að hann þurfi nokkurn tíma að lepja dauðann úr skel. Því kom það skemmtilega á óvart hversu alþýðlegur og kátur hann var. Það var auðséð á móttökum þeim sem við fengum, að hann hafði virkilega gaman af að taka á móti gestum og sýna þeim vínkjallara sinn, sem hann var greinilega mjögstoltur af. Hann benti til dæmis á eitt tækið á gönguferð okkar um dimman kjallarann og sagði hreykinn, „Þeim mun betri og dýrari tækjabúnað sem þú átt, þeim mun betra vín getur þú framleitt. Þetta eina tæki kostar yfir 40 þúsund mörk." 40 þúsund mörk eru liðlega 400 þúsund krónur! Þá var ekki síður gaman að spjalla við þá elskulegu konu fríherrafrú Landen- berg, en hún stjórnaði vínsmökkuninni að lokinni skoðunarferðinni um vínkjall- arann. Mælti hún mest með þurrum og hálfþurrum vínum, einkum frá 1978 og 1979, flest vínin frá því góða ári 1976 voru búin, nema geymsluárgangar. Er ekki að orðlengja að vínsmökkunin undir þessari frábæru handleiðslu varð sú ánægjulegasta í Móseldalnum, og ráðlegg ég öllum sem eiga þess kost að skreppa til Eller á leið sinni um Mósel- dalinn að sleppa ekki þessu tækifæri. Því tækifærið er margbrotið - þú færð að skoða ævafornan og vel útbúinn vínkjall- ara, þú færð að smakka eðalvín sem eru allt að því einstök, þú færð að hitta ekta fríherra og fríherrafrú, og þú færð að sjá hvernig ekta herragarður lítur út. Einna helst hafði ég á tilfinningunni, eftir þennan ánægjulcga eftirmiðdag, að ég hefði í þrjá klukkutíma eða svo, fengið að taka þátt í þýsku ævintýri, kannski einu nýju Grimmsævintýri. ■ Ég held að þessi fallega mynd af herragarðinum þar sem fríherrahjónin Landenberg búa, lýsi betur ævintýraljóma staðarins, en svarthvítu myndirnar sem ég tók. Staðurinn heitir Weingut Freiherr von Landenberg, Eller an der Mosel, og er þetta Ijósprentun af málverki af staðnum, sem fríherra von Landenberg gaf mér að skilnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.