Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 8
8'
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel ðrn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofurogauglýsingar: Siðumúla f 5, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Sparnaður í
rfldsrekstrinum
■ Alþingi fjallar nú um fyrsta fjárlagafrumvarp núverandi
ríkisstjórnar. Það ber mjög svip af því ástandi, s$m ríkir í
þjóðfélaginu. Sá almenni samdráttur í framkvæmdum og rekstri,
sem óhjákvæmilegur er, verður að sjálfsögðu einnig að koma fram
í niðurskurði hjá hinu opinbera. Fjárlögin fyrir næsta ár verða að
vera fyrsta skrefið í þá átt.
í ræðu sem Guðmundur Bjarnason, sem á sæti í fjárveitinga-
nefnd Alþingis, flutti við fyrstu umræðuna um fjárlagafrumvarpið
í sameinuðu þingi, vakti hann athygli á því, að síðasta sumar hefðu
fulltrúar stjórnarflokkanna unnið með fjármáiaráðherra og full-
trúum hans í fjármálaráðuneytinu og Fjárlaga- og hagsýslustofnun
að því að leita leiða til þess að spara í ríkisrekstrinum. Fjölmargt
hafi verið athugað og margt af því tekið til greina við uppsetningu
fjárlagafrumvarpsins. Reynt hefði verið af fremsta megni að gæta
þess að sá samdráttur bitnaði ekki á nauðsynlegri félagslegri
þjónustu. Hins vegar væri á það að líta, að þau ráðuneyti, sem
helst þjónuðu þessu hlutverki - þ.e. ráðuneyti heilbrigðismála,
tryggingamála og menntamála - færu með 55%, eða meira en
helminginn, af heildarútgjöldum fjárlagafrumvarpsins. Það væri
því útilokað að koma við verulegum sparnaði án þess að það kæmi
að einhverju leyti við þessi ráðuneyti. Meginatriðið væri líka að
spara og auka hagkvæmni í rekstri án þess að það kæmi niður á
félagslegri þjónustu.
Það er auðvitað öllum ljóst, að þetta er vandasamt verk og þarf
í hverju tilviki nákvæmrar skoðunar við. En það er nauðsynlegt
verk, sem verður að skila árangri. Heimilin hafa orðið að skera
niður sín útgjöld vegna minnkandi þjóðartekna og baráttu við
verðbólgu og skuldasöfnun, sem leitt hefur til minnkandi kaup-
máttar launa. Það hefur auðvitað verið mjög erfitt fyrir mörg
heimili að láta enda ná saman. Það ætti ekki að vera erfiðara hjá
opinberum aðilum.
Hitt er Ííka ljóst, að með þessu fjárlagafrumvarpi er einungis,
stigið fyrsta skrefið. Skoða þarf rekstur ríkisins og ríkisstofnana
ofan í kjölinn og hagræða og breyta. Þetta á auðvitað ekki síst við
um stærstu og dýrustu stofnanirnar, þar sem Ieikmönnum virðist
augljóst að margt mætti betur fara. Það liggja fyrir samþykktir í
ríkisstjórninni um úttekt á rekstri opinberra stofnana, og væntan-
lega verður skjótlega af framkvæmdum í þeim efnum - fram-
kvæmdum sem bera árangur, sem sýnilegur verður landsmönnum.
Niðiirgreiðslur
minnka
í áðurnefndri ræðu um fjárlagafrumvarpið vék Guðmundur
Bjarnason að sparnaði við útgjöld vegna landbúnaðarins. Hann
minnti á, að úr sumum hornum væri því haldið fram, að ekkert
væri gert til að spara á þessu sviði, þótt staðreyndirnar væru allt
aðrar. Á undanförnum árum hefði verulega dregið úr ýmsum
framlögum, sem veitt hefðu verið á fjárlögum til þess að efla og
styrkja landbúnaðinn og gera hann sjálfstæðari og betur fallinn til
að taka við ýmsum áföllum. Bændur hefðu sjálfir með samtökum
sínum unnið að breytingum á framleiðsluháttum, sem hefði leitt
til þess að framleiðsla mjólkurafurða mætti nú ekki vera minni til
þess að fullnægja innanlandsmarkaði, og ekki væri gert ráð fyrir
því að í ár þurfi að fullnýta verðábyrgð ríkissjóðs vegna útflutnings
sauðfjárafurða og heldur ekki útlit fyrir að svo verði á næsta ári.
Þetta er auðvitað fyrst og fremst árangur af aðgerðum bænda
sjálfra.
Hann benti einnig á að niðurgreiðslur, sem væru fyrst og fremst
hagstjórnartæki stjórnvalda en ekki stuðningur við landbúnaðinn,
færu mjög minnkandi. Ráðgert væri að niðurgreiðslur lækkuðu á
næsta ári í krónutölu um 23 milljónir frá því sem áætlað var að
þær yrðu á þessu ári. Um þetta væri hvorki rætt né ritað, enda
kysu sumir að halda sig við þann málflutning, sem líklegastur væri
til að valda æsingi og óánægju. Það er rétt hjá Guðmundi, og
auðvitað verður umræðan um málefni landbúnaðarins ekki síður
en um aðra þætti þjóðmálanna að vera sanngjörn og málefnaleg.
Á það hefur oft mikið skort af þeim, sem hafa haft horn í síðu
landbúnaðarins. - ESJ.
SUNNUDAGDR 6. NOVEMBER 1983
skuggsjá
SuÐUR-AFRÍSKI RITHÖFUNDURINN JOHN M.
COETZEE HLAUT BRESKU BÓKMENNTAVERÐ-
LAUNIN, SEM KENND ERU VIÐ BOOKER, AÐ ÞESSU
SINNI. Verðlaun þessi eru, eins og reyndar var skýrt frá á
þessum stað fyrir hálfum mánuði, þekktustu bókmenntaverð-
laun Breta. Þau eru veitt árlega og verðlaunaupphæðin er 10
þúsund sterlingspund, sem á núverandi gengi íslensku krón-
unnar eru um 420 þúsund krónur. Það er breskt stórfyrirtæki,
sem leggur til peningana í þessi verðlaun, en veiting þeirra er
á vegum samtaka breska bókaiðnaðarins, National Book
League. Ný dómnefnd er skipuð á hverju ári, fimm manna.
Að þessu sinni komu 103 skáldsögur til álita, dómnefndin
valdi þar úr sex sem komu tii úrslita, og af þeim varð saga
Coetzee sem sagt hlutskörpust. Formaður dómnefndarinnar
var skáldkonan Fay Weldon. Afhendingu verðlaunanna var
sjónvarpað beint í breska sjónvarpinu, sem gefur til kynna
hversu mikilvæg þau eru talin þar í landi.
John M. Coetzee er 43 ára að aldri. Hann er komin af hinum
hollensku innflytjendum í Suður-Afríku, svonefndum Afrí-
könum, í báðar ættir, en er jafn vígur á tungumál þeirra og
ensku, sem hann skrifar skáldsögur sínar á. Afi hans var
bóndi, en faðir hans lögfræðingur, sem ferðaðist mikið um
sveitir Suður-Afríku vegna starfa síns - en á þann hátt kynntist
Coetzee mjög náið landinu, sem hann lýsir með svo áhrifa-
miklum hætti í skáldsögum sínum.
Áhugamál Coetzee þegar á unga aldri voru bókmenntir.
„Ég hlýt að hafa lesið Ulysses James Joyces tíu sinnum, og
auðvitað Beckett. Og Pound og Rilke skiptu mig einnig miklu
máli,“ segir hann.
Að loknu háskólanámi í stærðfræði og bókmenntum gerðist
Coetzee háskólakennari, og hefur gengt því starfi alla tíð síðan.
Hann kennir nú við háskólann í Höfðaborg. Miklu máli skipti
í lífi hans sex ára dvöl sem kennari við háskólann í Texas í
Bandaríkjunum, en það var einmitt þar sem hann gaf sjálfum
sér nýársheit 1. janúar 1970 - sem var að skrifa skáldsögu.
Hann efndi heit sitt; settist niður og fór að semja skáldsögu,
sem síðan var gefin út í heimalandi hans. „Dusklands" hét
hún.
Þær skáldsögur, sem hann hefur síðan skrifað, hafa ekki
aðeins komið út í heimalandinu heldur einnig bæði í Bretlandi
og Bandaríkjunum. Næst á eftir „Duskland“ kom „In the
Heart of the Country", þá „Waiting for the Barbarians", sem
sennilega hefur vakið mesta athygli skáldsagna hans, og svo
verðlaunaskáldsagan, sem heitir „Life & Times of Michael K.“
■ John M. Coetzee.
J.M. Coetzee fékk
Booker-verðlaunin
fyrir skáldsögu sína um grimm örlög í Suður-Afríku
Þess má geta að Coetzee kom ekki til Bretlands til þess að
taka á móti verðlaununum. Hann bar því við að hann gæti
ekki losnað frá háskólanum vegna prófanna þar. Það mun þó
ekki vera raunverulega ástæðan, heldur hitt, að honum er
óskaplega lítið gefið um að vera í sviðsljósinu. Hann er
yfirleitt talinn létt félagslyndur maður. Hann er fráskilinn og
á tvö uppkominn börn.
'VERÐLAUNASKÁLDSAGAN FJALLAR EINS OG
FYRRI BÆKUR COETZEE UM DAUÐATEYGJUR
RÍKIS HVÍTA MINNIHLUTANS í SUÐUR-AFRÍKU.
Sagan gerist í lok þessa áratugar, sem við nú lifum, og lýsir
þjóðfélagi sem er þrúgað af styrjöld. Söguhetjan, Michael K
(margir hafa auðvitað bent á nafnskyldleikann við söguper-
sónu Kafkas í Réttarhöldunum) er svertingi. Hann hefur
starfað sem garðyrkjumaður í Höfðaborg, en vill nú fara með
dauðvona móður sína í hinstu för hennar til ættlandsins í
sveitinni, fjarri stórborginni. En það er enginn leikur;
vegatálmanir, útgöngubann, vegabréfsskoðanir, eltingaleikur
lögreglu við skæruliða, allt þetta verður honum til hindrunar.
Og þegar móðir hans deyr loks án þess að komast á leiðarenda
flýr hann út í eyðilandið og lifir þar sem dýr merkurinnar. Að
lokum er hann þó gripinn og fluttur í fangabúðir.
Sem fyrr þykja lýsingar Coetzee á landinu magnaðar, og
bestu hlutar skáldsögunnar einmitt þegar hann ségir frá því
hvernig Michael K. reynir að lifa af hinu hrjóstuga landi, og
hvernig hann m.a. ræktar sér leynilegan garð í fjöllunum.
Michael K. er það sem nú til dags kallast þroskaheftur á
öllunt sviðum, en eðlisávísun hans er í lagi, eins og
höfundurinn orðaði það í blaðaviðtali. K. kemst að þeirri
niðurstöðu að í ófrjálsu þjóðfélagi sé aðeins ein leið til þess
að öðlast frelsi, og það sé að neyta einskis; ef þú vilt ekkert,
þá er ekki hægt að neita þér um það. í samræmi við þennán
sannleik sinn hefur hann föstu, sem að lokum hlýtur að leiða
til dauða.
Eins og áður sagði varð það þriðja skáldsaga Coetzee -
„Waiting for the Barbarians" eða „Beðið eftir villimönn-
unum“ - sem fyrst vakti verulega athygli á honum sem
skálsagnahöfundi beggja vegna Atlantshafsins. Þetta er
mögnuð dæmisaga um líf og viðhorf í Suður-Afríku, þar sem
hvítur minnihluti stjórnar öllu en óttast jafnframt þá framtíð,
þegar meirihlutinn heimtar loks sinn rétt með illu ef annað
ekki dugar.
Skáldsagan gerist í ímynduðu „heimsveldi" sem öllum
verður þó ljóst við lesturinn, að er Suður-Afríka. í jaðar-
byggðum heimveldisins búa villimennirnir, flökkufólk sem
stundum heimsækir bæi á landamærahéruðunum til þess að
versla. Sögumaður bókarinnar er dómari í einum þessara
landamærabæja. Hann er tiltölulega lítt spilltur og sæmilega
siðaður af embættismanni heimsveldisins að vera, og hefur
það hlutverk í bókinni að lýsa atburðum og segja álit sitt - og
höfundarins þar með-á þeim. Andstæða dómarans í sögunni
er Joll ofursti, sendimaður frá „Þriðju deild“, leynilögreglu
heimsveldisins, sem er kominn til landamærabæjarins til þess
að leita uppi villimennina - sem „Þriðja deildin fullyrðir að
séu að undirbúa uppreisn - og eyða þeim. Ofurstinn heldur í
slíkan leiðangur, og kemur til baka með hóp af flökkufólki í
járnum.
Þetta er saklaust fólk og skelfingu lostið, og dómarinn reynir
að fullvissa Joll um, að það sé hættulaust. En hann verður að
láta í minni pokann fyrir þeirri kenningu, sem einkennir
hugsunarhátt leynilögreglu hvar sem er og sem Joll lýsir best
sjálfur í bókinni: „Fyrst fæ ég tómar lygar, skal ég segja þér -
þannig er það - fyrst Iygar, þá beitum við þrýstingi, þá brotna
þeir niður, þá meiri þrýstingi og þá fáum við sannleikann".
Þessa kenningu umorðar dómarinn með þessum orðum:
„Sársauki er sannleikur; allt annað er vafa undirorpið".
Villimennirnir eru samkvæmt þessu pyntaðir, en þegar þeir
hafa verið brotnir niður andlega og líkamlega er þeim sleppt.
Þeir halda á brott nema ung stúlka, sem dómarinn tekur til
sín og reynir að hjúkra. Hann ákveður síðan að koma henni
til ættingja sinna og heldur af stað með hana í fylgd með
tveimur hermönnum og leiðsögumanni. Þau halda á hestum í
hættuför um fjarlæg landsvæði og hafa menn líkt frábærum
lýsingum Coetzee á þessari ferð og landinu sjálfu við
eftirminnilega kafla í bók T.E. Lawrence: „Seven Pillars of
Wisdom“.
Þegar dómarinn kemur heim aftur er hann ákærður af
„Þriðju deild" fyrir landráð, þar sem hann hafi haft samneyti
við óvininn. Hann er handtekinn og pyntaður. Síðan ákveður
„Þriðja deild" að ganga frá villimönnunum og senda hersveit
út fyrir landamæri heimsveldisins í leit að þeim. Fyrst berast
fréttir af miklum sigrum, en síðan heyrist ekki neitt í langan
tíma. Loks koma hermennirnir til baka útkeyrðir og ruglaðir.
„Við vorum ekki sigraðir", sögðu þeir, „villimennirnir leiddu
okkur út í eyðimörkina og síðan hurfu þeir!... þeir göbbuðu
okkur lengra og lengra en við gátum aldrei náð þeim.“ Joll
ofursti og menn hans hverfa frá landamærabænum; dómarinn
ræður þar aftur ríkjum. Og brátt hverfur heimsveldið en
villimennimir eru á sínum stað. Eða er það aðeins vofa
villimanna? Bæjarbúar bíða og vænta árásar. En kemur hún?
Þess má geta að þessi bók og „In the Heart of the Country"
hafa verið gefin út í vasabókarbroti af Penguin og fást í
bókaverslunum hérlendis. - ESJ
Elías Snæland
Jónsson,
ritstjóri skrifar