Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983 r,23 bækur Þórarinn Eldjám löunn Kyrr kjör, ný saga eftir Þórarin Eldjárn ■ Út er komin hjá Iðunni bókin Kyrr kjör, saga eftir Þórarin Eldjárn. Þetta er fyrsta langa saga Þórarins, en áður eru komnar frá hans hendi þrjár bækur með kveðskap, Kvæði, Disneyrímur og Erindi, svo og smá- sagnasafnið Ofsögum sagt. Af bókum Þórar- ins hafa þrjár komið út oftar en einu sinni, Kvæði fjórum sinnum, Disneyrímur og Of- sögum sagt tvisvar. Kveikja sögunnar er ævi skáldsins Guð- mundar Bergþórssonar, sem uppi var á ofanverðri 17. öld og er eitt stórvirkasta rímnaskáld Islendinga. Einnig kemur hann nokkuð við þjóðsagnir. Sá Guðmundur, sem Þórarinn Eldjárn hefur vakið til lífs í sögu sinni, er hvergi frjáls maður nema í draumum sínum og skáldskap. ( veruleikanum liggur hann máttvana og bjargarlaus. En hann eignast vin - brennimerktan þjóf - er verður honum sem fætur hans nýir. Báða dreymir skáldið og þjófinn um að finna frelsið með hjálp þeirra vina sem í steinum búa og forn fræði vísa þeim loks veginn til sjálfs Pálma Pukólíns. Eða er það ekki vegurinn? Það er ein þeirra áleitnu spurninga sem saga þessi vekur. í kynningu forlagsins segir m.a.: „Frásögn- in leiftrar af fjöri og gáska sem lesendur Þórarins þekkja af fyrri verkum hans. En undir býr djúp alvara og birtist skýrast í myndum niðurlægingarinnar sem höfundur bregður upp frá horfinni tíð. ( eymdinni lifir draumurinn um frelsið og tekur á sig margvís- legar myndir í hugum þeirra sem ekki una kyrrum kjörum." Kyrr kjör er 153 bls. Oddi prentaði, Auglýsingastofa Kristínar/ Erlingur Ingvars- son hannaði kápu. Lambakjöt Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins hefur sent frá sér nýj a og nýstárlega matreiðslubók, þar sem lýst er í máli og myndum fjölmörgum aðferðum við að matbúa lambakjöt. Bókin er unnin af ritstjórum TIME-LIFE bóka á vegum Time-Life útgáfunnar, undir umsjá bandarísk matreiðslumannsins Richard Oln- ey, en þýðandi hennar er Sigrún Davíðsdótt- ir. Þýðandinn segir í grein um bókina í Fréttabréfi AB:" ...Áður fyrr kunnum við þó vissulega áð nota lambakjötið vel, hver hluti skepnunnar var nýttur á skynsamlegan hátt miðað við efni og aðstæður. En nú hentar gömul, hefðhundin matreiðsla á lambakjöti aðeins að litlu leyti. Það er því ærið forvitnilegt og lærdómsríkt að huga að því, hvcrnig farið er með lambakjöt annars staðar í heiminum, og er sannarlega víða leitað fanga í bókinni. Það er með matreiðslu eins og flest annað, að það sakar ekki að kunna réttu handtökin. Og þau er auðvelt að læra af bókinni, því í fyrri hluta hennar eru sýndar myndir af ýmsum handtökum við matreiðslu á lamba- kjöti, bæði hvernig er hægt að meðhöndla ýmsa hluta kjötsins og eins hvernig farið er að við matreiðslu á ýmsum réttum. í síðarf hluta bókarinnar eu svo uppskriftir, sem eru flokkaðar eins og leiðbeiningarnar í fyrri hlutanum. Það er fjallað um glóðarsteikingu og steikingu á pönnu, ofnsteikingu, soðið kjöt, hvað hægt er að gera við afganga, og svo ýmsar aðrar aðferðir. Auk þess er sérstakur kafli með ýmsum grundvallarupp- skriftum t.d. að sósum, fyllingum, grænmeti og fleiru. Auk þess sem það eru aðvelt að finna girnilegar uppskriftir í bókinni, ætti að vera auðvelt að fá ýmsar góðar hugmyndir með því að skoða myndirnar, og lesa uppskriftirn- ar...“ Bókin LAMBAKJÖT er með fjölmörgum myndum, bæði litmyndum og svarthvítum. Hún er í stóru broti (27x23 cm), 176 bls. að lengd. Bókin er filmusett í Prentsmiðjunni Odda, en prentuð í Belgíu. í 'l'liLili Líneik Laugavegi 66 Nína Wahlgren Design Sweden Laki-nans 100 7o bónuLL IrtMroufuí' c\ujLus< c\rá.bló.f bltilcrau^ Finofin loo bofUiLL Margar geröir af bolum, pilsum, buxum , , .. , og golftreyjum úr 100% bómull og velúr Sendum i postkrofu simi 23577 so% bómuii 20% nyion. Opið ALLAN >' HREVFILL STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGAS'' Allskonar smáprentun Umslög - Bréfsefni - Reikninga - Frumbækur - Vinnulista - Kort. Hverskonar eyðublöð önnur í einum eða fleiri litum - allar tegundir af pappír og umslögum. Sjálfkalkerandi pappír - Rúðustrikaðar blokkir A-4 og A-5 á lager, einnig með sérprentuðu firmamerki ef óskað er. Sjáum einnig um hönnun á nýjum eyðublöðum o.þ.h. Hringið og við veitum allar upplýsingar eða komum til yðar. Finnsk leðursófasett 3 litir SOTKA Verð adeins kr. 46.800.- settið Húsgögn og . ' *.• Suöurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.