Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983
12
VB Fyrir nokkru kom út bókin
„Skákað í skjóli Hitlers", - eftir
Johannes Björn, sem vakti á sér
athygli fyrir nokkrum árum er
hann ritaði bókina „Falið vald“,
sem syndi ýrtisar stofnanir og
samtök í nútímanum í nýju og
óvæntu Ijósi. Er sú bók löngu
ófáanleg. í þessari nýju bók sinni
fjallar Jóhannes Björn um aðdrag-
anda, framkvæmd og ekki síst
eftirleik útrýmingarherferða gegn
minnihlutahópum á þessari öld.
Inn í söguna fléttast ýmislegt um
geðlækningar og geðlæknastétt-
ina og er vikið að miður hugnan-
legum hlutum sem eiga sér stað
enn á vorum dögum. Við höfum
fengið leyfi höfundar til að birta
hér hluta úr bókarinnar.
HEIMSVELDI
JÓHANNES BJÖRN:
GEÐLÆKNA”
(^ÖTUNDUR BOKARINNflH FALID VflLD 1
SKÁKAÐ
ISKJÓLI
HITLERS
Helgar-Tíminn birtir hluta úr áttunda
kafla bókarinnar „Skákað í skjóli
Hitlers” eftir Jóhannes Björn
DAUDAMARSINN DUNAR ENN!
„Samvisku má nú fjarlægja með
skurðaðgerð, án þess að daglegt
starfsþrek sér rýrt.“
William Sargant, geðlæknir
The Times, 22. ágúst 1974.
Frá stofnun Alþjóða geðheilsusam-
bandsins (World Federation for Mental
Health), hafa sömu nöfnin verið ábcr-
andi í aðskildum nefndum og ráðum
þess, Til að öðlast skilning á hlutverki og
markmiðum sambandsins, verðum viö
að kynna okkur skoðanir og hugsjónir
þeirra, sem lögðu svo hart að sér við
stofnun þess.
Dr. Brock Chisholm er almennt talinn
hafa verið sá maður, sem mest lagði að
sér við undirbúning og stofnun Alþjóða
geðheilsusambandsins. Hugmyndir hans
um hlutverk geðlækna í samfélaginu,
munu hafa verið mjög í anda þess, sem
tíðkaðist hjá öðrum félögum. I Psychia-
try (febrúar 1946) segir Chisholm að
hlutverk geðfræðinnar sé:
Endurmat og loks útþurrkun hug-
mynda um rétt og rangt, sem hafa verið
grundvöllur barnauppeldis, að láta gáfu-
legan og rökfastan þankagang koma í
stað trúar gamla fólksins...
Auk þess að vilja þurrka út siðferði-
legar hugmyndir um rétt og rangt, og
ganga á milli bols og höfuðs á trúararfi
kynslóðanna, þá þykir Chisholm sjálf-
sagt að allur heimurinn beygi sig undir
vald geðlækna. Hann segir í bók sinni,
The Responsibility of Psychiatry:
Ásamt öðrum mannvísindum verður
geðlæknisfræðin nú að ákveða næstu
framíð mannkyns. Aðrir megna það
ekki. Og þetta er meginverkefni geð-
læknisfræðinnar.
Þessi sami boðskapur - að allir jarðar-
búar séu tilraunadýr geðlækna - var
síðan endurtckinn af Howard P. Rome,
fyrrum forseta bandaríska geðlækna-
sambandsins:
Raunverulega nægir nútíma geðlækn-
isfræði enginn minni nægtarbrunnur en
öll veröldin, og geðlæknisfræðin þarf
ekki að láta hugfallast yfir víðfemi
verkefnisins.
Hér er djarflega mælt og af miklu
öryggi, sérstaklega ef haft er í huga hve
erfiðlega geðlæknum hefur gengið að ná
árangri í starfi. Ríkisstjórnir ausa bill-
jónum í þessa starfsemi og aðrar, sem
ætlað er að stuðla að andlegu jafnvægi
fólks, en samt versnar ástandið stöðugt.
í Svíþjóð, sem dæmi, landi þar sem
sjálfsmorðum fcr æ fjölgandi, hafa 83%
þeirra er fremja þau verið í meðferð hjá
geðlæknum; í Bandaríkjunum jukust
glæpir um 786% á árabilinu 1957-1978.
Hvar er árangurinn?
Eins og atburðarásin í Þýskalandi og
ummæli leiðandi geðlækna hafa sýnt
okkur, virðist áhugi þeirra beinast miklu
frekar að mótun fjöldans en velferð
einstaklingins. Eins og.Thomas Szasz
hefur bent á, þá er þetta auðvitað á
mörkum þess að vera pólitísk starfsemi
og með það að leiðarljósi, er sjúkdóms-
greiningin látin ná til flestra þátta mann-
legra samskipta. Meira að segja skoðanir
eru flokkaðar undir geðveiki og frægt
dæmi um það gerðist í Kaliforníu, þegar
maður var dæmdur á geðveikrahæli fyrir
að mótmæla þátttöku Bandaríkjanna í
Sameinuðu þjóðunum. Hann myndaði
sér ekki skoðanir í takt við aðra þjóðfé-
iagsþegna! í Rússlandi - og í vaxandi
mæli í Sambandsríki Suður-Afríku - eru
þeir sent ekki bukka sig og beygja að ósk
stjórnvalda, taldir sjúkir og framseldir
geðlæknum.
Á tímum galdraofsóknanna í Evrópu
á sautjándu öld, spratt upp ný starfsstétt
manna, sem hafði af því góðartekjur, að
ferðast á milli byggðarlaga og finna
tilfinningalausa bletti á fólki. Ef einn
eða fleiri slíkir blettir fundust, var það
nægileg sönnun fyrir að viðkomandi
einstaklingur væri göldróttur og honum
var varpað á bál. Fjöldi galdrakarla og
galdrakerlinga óx síðan í beinu hlutfalli
við fjölda „sérfræðinganna" Thomas S.
Szasz, prófessor í geðfræðum og jafn-
framt frægasti gagnrýnandi nútíma geð-
lækninga, hefur líkt þessum galdrafræð-
ingum við geðlækna nútímans. Hann
segir að gagnstætt því að lækna sjúkl-
inga, framleiði þeir stöðugt fleiri með
sjúkdómsgreiningum, sem flokka flest
undir geðveiki. Szasz segir: „Það er ekki
til sú hegðun eða mannvera, sem nútíma
geðlæknir getur ekki auðveldlega sjúk-
dómsgreint sem óeðlilega eða sjúka.“
í bókinni Ideology and Insanity segir
Szasz:
... litið er á alla erfiðleika og vandamál
lífsins sem geðrænan sjúkdóm, og allir
(nema sá er sjúkdómsgreinir) eru taldir
geðsjúkir. Það eru engar ýkjur að segja,
að nú sé litið á lífið sjálft sem sjúkdóm,
sem byrjar við getnað og endar við
dauða, þar sem faglegrar hjálpar læknis
- og þá sérstaklega geðlæknis - er þörf
við hvert fótmál.
Allir hlutir hafa tvær hliðar. Ef það er
eitthvað, sem kalla má geðveiki, hvað er
þá andlega heilbrigður maður. Dr.
Kenneth Goff sagði hóp geðlækna hafa
skorað á sig í kappræðu um efni bókar,
sem hann var að dreifa. Goff sagðist
tilbúinn að ræða málin, en með því
skilyrði þó, að þeir fyrst gæfi honum
skilgreiningu á:
„...hvað, í þeirra huga, væri andlega
heilbrigðurmaður. Eftir tveggja klukku-
stunda innbyrðis deilur, gátu þeir ekki
gefið svar.“
Annað frægt dæmi um skrýtin vinnu-
brögð geðlækna, kom fram við tilraun
dr. David Rosenhan 1973. Hann sendi 8
heilbrigðar manneskjur (barnalækni,
geðlækni, húsmóður, 2 sálfræðinema og
þrjá sálfræðinga) með leynd til 12 mis-
munandi geðsjúkrahúsa, þar sem þau
gáfu sig fram og sögðust heyra raddir.
Öll voru lögð inn, sjö greind með
geðklofa og einn með oflætis-depurð.
Það einkennilegasta var, að margir sjúkl-
ingar sáu í gegnum platið, en ekki einn
einasti starfsmaður.
Með hliðsjón af völdum og áhrifum
geðlækna, t.d. í dómskerfinu, og með
það í huga hve erfitt getur reynst að
sleppa af þessum hælum aftur, þá er
þessi atburður töluvert ískyggilegur.
Þegar tilraun Rosenhan var gerð opin-
ber, skoraði starfsfólk kennslugeð-
sjúkrahælis á hann að endurtaka tilraun-
ina á þeirra stofnun. Hann sagði þeim að
reikna með platsjúklingum á næstu þrem
mánuðum. Á því tímabili, komu 193
sjúklingar til hælisins og af þeim var 41
vísað frá á þeirri forsendu, að þeir væru
að gabba. Rosenhan hafði ekki sent einn
einasta!
Thomas Szasz heldur því fram í fjölda
bóka og rita - og á mjög sannfærandi
hátt - að raunverulega séu geðsjúkdóm-
ar ekki til. Ef svo væri myndi fólk smitast
af slíkum sjúkdómum, rétt eins og kvefi,
og síðan læknast með réttri meðferð.
Með öðrum orðum, að sjúkdómur sé
greindur á vísindalegri hátt en að segja
að einhver hegðun eða skoðun sé óeðli-
leg-
Líkamlegir sjúkdómar, eins og t.d.
heilaæxli eða skemmd vegna ofdrykkju,
geta orsakað andlegt ójafnvægi, en hafa
ekkert að gera með geðlækna og flokkast
ekki undir geðsjúkdóma. Geðlæknar
fást við andlegt ójafnvægi, sem ekki
hefur sjáanlegar líkamlegar orsakir, og
dæmi um „geðsjúkdóma", sem tauga- og
lyflæknar erfðu frá geðlæknum, eru
vatnshöfði og ýmsir öldrunarsjúkdómar.
Því er það broslegt, þegar geðlæknar
halda því fram að öll andleg frávik hljóti
að stafa af líkamlegum ástæðum. Ef þeir
hafa rétt fyrir sér taka aðrir við þessum
sjúklingum og þeir verða atvinnulausir.
Raunverulega snýst deilan hér um
eina grundvallarskilgreiningu: Er mað-
urinn bæði andleg og líkamleg vera - eða
aðeins dýr, sem gefur ákveðna svörun
við ákveðnu áreiti? Ef einhver bilast
undir miklu álagi, t.d. skuldum ojg
skattheimtu yfir langt timabil, er það
vegna þess að það leynist skemmd í
taugavef eða eru andlegar stærðir með í
spilinu? Eða myndast þessi skemmd við
álagið?
Flest geðræn vandamál orsakast ekki
af sjáanlegum, líkamlegum göllum,
heldur eru „lærð viðbrögð" við álagi eða
„hegðunarvandkvæði“. Eins og gagn-
rýnendur hefðbundinna geðlækninga
hafa bent á, þá eru þetta lífsvandamál,
sem leysa ber í lífinu sjálfu, ekki með
því að halda fólki í lyfjavímu á lokuðum
stofnunum.
Margt er líkt með geðlæknum og
Malthus gamla. Þeir leggja dóm á
félagslega og siðferðilega hegðun manna
og reyna síðan að leysa „vandann" með
líffræðilegum aðferðum. Sjúkdóms-
greiningin, og geðsjúkdómurinn þar
með, hlýtur því að breytast stöðugt með
nýjum félagsviðhorfum og eftir því í
hvaða menningarsamfélagi við erum á
hverjum tíma. Kynvilla var t.d. talin
geðsjúkdómur í Bandaríkjunum fram til
1973. Þá voru greidd atkvæði í geðlækna-
félaginu og meiri hlutinn kom sér saman
um, að þessi hegðun teldist ekki lengur
til geðsjúkdóma. Kynvilla hafði ekkert
breyst - aðeins viðhorf „sérfræðing-
anna“. Hvað yrði sagt ef t.d. eðlisfræð-
ingar kæmu saman og greiddu atkvæði
um hvort tregðulögmálið væri enn í gildi!
Þótt kynvillingar hafi verið undan-
þegnir geðveiki, hafa geðlæknar - í anda
Howard P. Rome, sem sagði að geð-
læknisfræðinni nægði enginn minni nægt-
arbrunnur en öll veröldin - verið .iðnir
við að lýsa flesta aðra geðveika. Dt.
Rosenthal, bandarískur geðlæknir, lét
t.d. hafa eftir sér 1972, að þar í landi
væru rösklega 60 milljónir geðklofa.
Þegar öðrum geðsjúkdómum væri bætt
við þessa tölu, sagði Rosenthal, „er nær
óhugsandi að giska á heildartöluna. Það
ætti að vera Ijóst, að nær engin fjölskylda
í landinu er algjörlega laus við geðveilu".
Fjöldi annarra geðlækna prédika þetta
fagnaðarerindi í tíma og ótíma. Okkur
er sagt að 20-25% eldri borgara séu
haldnir geðveilu, fjórða til fimmta hvert
barn sé „ofvirkt" (hyperactive) og öll
fjölskylda geðsjúklings þurfi meðferð
(þau gerðu hann geðveikan). Ekki nægir
þetta geðlæknum og nú er okkur sagt -
og það er fullyrt sem læknisfræðileg
staðreynd - að allir upplifi tímabil,
fjórar til sex vikur, sem ber öll einkenni
geðveiki. Samkvæmt fréttabréfi Alþjóða
geðheilsusambandsins, er hópur lækna
og annarra sérfræðinga á varðbergi dag
og nótt, tilbúnir að leysa „vandann"
þegar ógæfuna ber að garði. Þessi nýja
þjónusta er kölluð „crisis intervention".
Eins og við er að búast af fræðigrein,
sem byggir á verkum Wundt, Pavlov og
Skinner, þá er geðlæknisfærðin alfarið á
móti trúarbrögðum. Maðurinn er dýr,
sem líkt og hundar Pavlovs og rottur
Skinners, gefur ákveðna svörun við
ákveðni áreiti („stimulus-response") Dr.
Albert Ellis lýsir þessu þannig í Mensa
Journal.(september 1970), en hann talar
mjög í anda stéttarinnar:
Að mínu mati er trúhneigð annað orð
fyrir þröngsýni, tilfmningalegt ójafnvægi
eða neurosis. í mjög slæmum tilfellum,
psychosis!
Þessi andúð stéttarinnar á trúmálum
hefur gefið mörgum þekktum geðlækn-
um tilefni til árása á Krist, sem þeir telja
að hafi verið geðveikur. í bókinni The
Psychiatric Study of Jesus, segir Albert
Schweitzer frá dæmigerðri „sjúkdóms-
greiningu", sem bandarískur geðlæknir
tók sér fyrir hendur á þessum manni,
sem andaðist fyrir nær 2000 árum:
Allt, sem við vitum um hann (Krist),
samræmist svo fullkomlega læknisfræði-
legum skilgreiningum á paranoia, að
það er varla hægt að ímynda sér, að fólk
geti einu sinni efað þessa sjúkdómsgrein-
ingu.
Hroka geðlækna virðast engin tak-
mörk sett. Þegar Barry Goldwater var í
framboði til forsetakjörs 1964, lýstu ekki
færri en 1189 félagar í Bandaríska geð-
læknasambandinu því yfir, að hann væri
„sálfræðilega óhæfur til að gegna starfi
forseta". Margir þeirra sögðu hann þjást
af paranoid schizophrenia og væri „hugs-
anlega hættulegur maður“. Enginn
þeirra hafði rannsakað hann eða haft í
meðferð.
Varaforsetaefni Goldwaterst William
E. Millar, var sjúkdómsgreindur sem
„maður fjandsamlegur og semi-paranoid
eins og (Goldwater) sjálfur."
Ekki er að sjá að sjúkdómsgreiningar
geðlækna tuttugustu aldarinnar séu mik-
ið frábrugðnar aðferðum galdrafræðinga
sautjándu aldarinnar. Og heldur syrtir í
álinn, þegar byrjað er að „lækna“ fólk á
grundvelli þessara sjúkdómsgreininga.
Tveim skurðgeðlæknum, Vernon
Mark og Frank Ervin, var stefnt í
Boston 1979 fyrir ósæmileg vinnubrögð.
Þeir höfðu 12 árum áður krukkað í heila
Leonard Kille, sem þá var 34 ára verk-
fræðingur, til að binda endi á æst skap
hans og ímyndanir. Hvaða ímyndanir?
Jú, hann sagði að einginkona hans héldi
fram hjá honum með nágranna þeirra.
Nú, 12 árum síðar og eftir margar
aðgerðir, var hann óvinnufær og rúm-
liggjandi á spítala. f millitíðinni hafði
eiginkonan skilið við hann - og gifst
nágrannanum!
Sömu geðlæknum, Mark og Ervin,
tókst, að eigin sögn, betur til með annan
sjúkling (þótt lækningin væri enda-
slepp). Eins og þeir sögðu sjálfir:
Það var mjög ánægjulegt, að slæmt
minnistap þessa sjúklings var ekki varan-
legt... Raunverulega var minni hennar
það vel skiplagt, að hún framdi
sjálfsmorð, sem hún hafði ráðgert nær 5
mánuðum áður.
Örlög Ezra Pound eru enn eitt sorgar-
dæmið um „vísindaleg" sjúkdómsgrein-
ing geðlækna. í örlögum hans speglast
einnig vald þeirra á hrollvckjandi hátt.
Ezra Pound var eitt fremsta Ijóðskáld, (
sem bandaríska þjóðin hefur alið. Hann
dvaldi langdvölum á Ítalíu, þar sem
hann talaði stundum í útvarp. Eftir
seinni heimsstyrjöldina var hann ásakað-
ur um að hafa sagt eitthvað í þessu rabbi,
sem talist gæti föðurlandssvik. Hann
mótmælti þessu harðlega og kvaðst j
reiðubúinn að sanna sakleysi sitt fyrir1
rétti. Áður en til þess kom, þurfti hann
að sæta geðrannsókn og var framseldur
fjórum geðlæknum. Einn þeirra, dr.
Winifred Overholster, skýrði réttinum
frá niðurstöðu þeirra:
„Hann heldur því fast fram, að út-
varpsrabb hans hafi ekki verið sviksam-
legt. Hann ér óeðlilega stórorður, opin-
skár og fjörlegur (exuberant) í hegðun,
hefur þvingaðan talanda, er reikandi og
ringlaður... Hann er, með öðrum
orðum, geðveikur og sálfræðilega óhæf-
ur til að sæta málsrannsókn, og þarfnast
umhyggju á geðsjúkrahúsi."
Pound var haldið á geðveikrahæli í 13
ár. Þegar honum var sleppt, og þá vegna
vaxandi mótmæla úr mörgum áttum, var
dr. Overholster algjörlega mótfailinn
því og sagði geðveiki hans „varanlega og
ólæknandi-'.
Pound lifði rólegu og heilbrigðu lífi á
Italíu síðustu æviárin. Það eitt, að hann
skyldi halda fullu viti í 13 ára fangelsis-
vist á geðveikrahæli, sýnir að hann hefur
verið óvenju heilsteyptur maður.
Harmasaga hans er skráð í bók Julien
Cornell, The Trial of Ezra Pound.
Sjúkdómsgreining er ein hlið penings-
ins, meðferð eða lækning önnur. Við
höfum séð hvernig geðlæknar Þýska-
lands „eyddu“vandanum og hvernig
margir aðrir fara eins að. En þótt
geðlæknar annarra landa hafi ekki kom-
ið sér upp gasofnum, voru þeir að bralla
í ýmsu.
(í síðasta hluta kaflans er m.a. fjallað
um raflost, geðskurðlækningar, svonefnt
ESB og raktar ýmsar furðusögur af
vettvangi geðlækninga.)
Sími 44566
RAFLAGNIR
Nýlagnir - Breytingar - Viöhald JHHBF Æ
samvirki JS\t
Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur.
landbúnaðar
sýningí
Hópferð á Smithfield
2. - 9. desember
Við bjóðum bændum og öðrum þeim sem
tengjast landbúnaði í hópferð á landbúnaðar-
sýningu í London, „The Royal Smithfield ShowM.
Allar nýjungar tengdar skepnuhaldi, ræktun,
vélum og tækjum. Hafsjór af fróðleik fyrir alla þá
sem fylgjast með því nýjasta og besta í
landbúnaðarmálum.
Og auðvitað skartar London sínu fegursta fyrir
jólin, með alla sína skemmtistaði, veitingahús,
listasöfn, leikhús og verslanir. M.a. verður efnt
til knattspyrnuferðar og næturklúbbsferðar.
Fararstjóri er Agnar Guðnason.
Verð kr. 13.860
(miðað við gistingu í 2ja manna herbergi, gengi 24/10 ’83)
Innífalið: Flug, flutningur til og frá flugvelli
erlendis, gisting m/morgunverði á Hotel London
Metropol, aðgangseyrir á Smithfield alla
sýningardagana, skemmtiferð á ölstofu eina
kvöldstund, akstur til sýningarsvæðis
mánudaginn 5/12, heimsókn ásamteinni máltíð
á bóndabæ (blandaður búskapur)
í nágrenni Brighton.
Samvinnuferóir-Landsýn
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899
Nýjung
Leiga á traktorum, sturtuvögnum og dráttar-
vögnum í lengri eða skemmri tíma
Reynið viðskiptin.
Við erum samningsiiprir.
Vélaborg hf. sími 86680