Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 4
„Efstur
á blaði
er nú
Jón
Múli”
— Rætt við Jónas Arnason,
rithöfund, en nú er verið
að æfa og sýna verk hans
úti um allt land
■ Jonas Árna-
son: „Þá var það
eins og þegar
mögnuðustu
byljirnir koma
ofan af Okinu.“
(Tímamynd
Róbert)
■ Við f réttum það hjá leikhúsmönnum hér á
flögunum að nú sé verið að sýna og æfa upp
verk eftir einn og sama höfundinn á fimm ,
stöðum hérlendis, auk þess sem annars stað-
ar er gengist fyrir kynningum á verkum hans.
Þetta finnst okkur að hljóti að vera einsdæmi
og er þess þá ógetið að í undirbúningi eru
sýningar á tveimur verkum sem hann hefur
þýtt. Þessi höfundur er Jónas Árnason.
Nú er verið að æfa verk hans „Skjald-
hamra“ hjá Leikfélagi Rangæinga undir
stjórn Arnórs Egilssonar og er frumsýn-
ing ráðgerð síðari hluta þessa mánaðar.
„Þið munið hann Jörund“ kom á fjalirn-
ar í Hafnarfirði undir stjórn Þórunnar
Sigurðardóttur, þann 16. október sl. og
hafa nú verið tíu sýningar á leiknum fyrir
fullu húsi. Þann 28. október byrjuðu svo
sýningar á sama verki á Selfossi undir
stjórn Viðars Eggertssonar og þriðji
aðilinn sem er leikfélagið í Dalvík, mun
taka það til sýningar í næsta mánuði. Þá
hefur „Deleríum Búbónis", eftir þá
bræður Jónas og Jón Múla verið sýnt á
Sauðárkróki frá því hinn 23ja október
og í Stykkishólmi frá því hinn 1. október.
Það er Guðjón Ingi Leifsson, sem stjórn-
ar leiknum á Sauðárkróki, en í Stykkis-
hólmi er Jón Júlíusson leikstjóri. Þá eru
kynningar á verkum Jónasar í uppsigl-
ingu á Fáskrúðsfirði og á Skagaströnd og
þýðing hans á „Gísl“ verður tekin upp
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þýðingin
á „Lukkuriddaranum" í Gnúpverja -
hre:pp-i.
Við rákumst á Jónas Árnason í fyrri
viku, þegar hann var að koma frá
tannlækninum sínum, sem er með stofu
hér í grennd við okkur og báðum hann
að ræða við okkur í tilefni af þessu.
Jónas þóttist að vonum illa í stakk búinn
til þess að fara að láta toga eitthvað út
úr sér, eftir setuna í tannlæknastólnum,
en það hafðist nú samt og úr varð dálítið
spjall sem hér fer á .eftir. Jónas var
nýkominn ofan úr Reykholti til þess að
vera viðstaddur frumsýninguna á Sel-
fossi og við spurðum hann fyrst um
hvernig það væri að búa í sveitinni.
„Nei, ekki bý ég nú í Reykholti,"
sagði Jónas, „heldur er það á Kópareykj-
um sem ég bý. Þeir eru að vísu í
Reykholtsdal, en þeir eru í sunnanverð-
um dalnum og yfir ána að vaða frá
Reykholti fari maður beina leið, en eftir
veginum er þetta æðispölur. En að
vetrarlagi, þegar maður lokast inni
vegna snjóa, þá er ekki lengi gengið yfir
að Reykholti. Þetta er svo sem tuttugu
mínútna ganga með sleðann yfir harð-
fennið yfir í útibúið frá kaupfélaginu.
Það rekur Gunnar Jónsson á Breiða-
bólstað af mikilli prýði og þar má kaupa
allar helstu nauðsynjar, mjólkina, kaffið
og brauðið, auk kjötfarsins. Menn verða
að hafa kjötfarsið í sveitinni. Án þess
verður ekki lifað. Ýsuflökin kaupa menn
svo niðri í Borgarnesi í stórum skömmt-
um af Þórði Pálssyni, sem er gamall
sjómaður og kann lagið á slíkri verslun.
Hann hefur alltaf fyrirtaks flök á boð-
stólum, sem ég geymi svo í kistunni. Þau
þarf ég því ekki að sækja til KGB, þ.e.
kaupfélagsins, sem útleggst „Kaupfélag
Gunnars á Breiða.“ Líklega finnst ekki
margt fólk í heiminum sem líkar jafnvel
við KGB og okkur þama í Reykholtsdal.
Er gott að skrifa á slíkum stað sem
Kópareykjum?.
„Já, ég hef yfirleitt unað mér mjög vel
í guðs grænni náttúrunni og ef ég næ mér
í góða hríslu, til þess að sitja undir og
hafa skjól af, þá sest ég þar gjarna á
sumrin og skrifa. Það þarf ekki að vera
sólskin, því ef ekki rignir að ráði þá fer
ágætlega um mig. Þannig var það til
dæmis þegar ég var að vinna að „Jör-
undi“ árið 1969. Þá þegar var orðinn svo
mikill gestagangur í Reykholti, að það
var enginn vinnufriður heima og nú er
þetta sjálfsagt orðið enn verra. Því
kemur sér það vel að búa ekki í
Reykholti lengur, heldur hinum megin,
sem ekki er í alfaraleið. Þangað kemur
ekki annaö fólk en það sem telur sig eiga
erindi við mann og það er venjulega
sama fólkið og maður lætur sig einu gilda
þótt eigi erindi við mann. Að vera í
Reykholti á sumrin er líkara því að vera
staddur á Lækjartorgi."
Nú er verið að endursýna verk eftir þig
úti um alit land. Er von á einhverju nýju
frá þinni hendi bráðlega?
„Ég hef gert ítrekaðar en ekki að
sama skapi árangursríkar tilraunir til
þess að koma frá mér verki um „ástand-
ið“ eða „bransann" svonefnda á stíðsár-
unum. En af þessu hefur lítið klárast hjá
mér nema textar við lögin sem ég gerði
þegar ég var strákur um tvítugt í
menntaskóla. Þetta voru lög sem mér
þóttu skemmtileg þá og þetta var víst eitt
af því fyrsta sem ég gerði í þessa átt.
Síðan var ég hálft annað ár í Ameríku
og þar vestraogeftir að heimkom , þá
hélt ég þessu áfram. Þessa texta rakst ég
svo á fyrir nokkrum árum í gömlu dóti
og hef nokkuð unnið að því að hressa
upp á þá, ef svo mætti segja. Ég hafði
satt að segja verið að vona að mér mundi
duga við þetta sömu vinnubrögð og ég
viðhafði við Jörund, þar sem ég valdi
mér lög og gerði söngtexta í byrjun,
löngu áður en ég fór að skrifa eitthvað
eða leggja niður fyrir mér efni leiksins
að öðru leyti. Þá komst ég strax vei af
stað, komst í vinnustuð og þetta tók
engan tíma. Þetta var gott sumar og ég
var úti við, eins og ég minntist á og þetta
fluggekk.
En um þetta efni um „ástandið" er sem
se' það að segja að það hefur ekki
„hefast" eins og Jörundur gerði, því
hann „hefaðist" eins og vel heppnað
brauð, brauð sem nóg af geri hefur verið
látið í. Það má því segja að mig vanti
núna almennilegt ger, því án þess klessist
brauðið og það vill enginn éta klesst
brauð.
Mig vantar mann sem virkilega kann
til verka, - er innblásinn, - og efstur á
blaði er nú Jón Múli, því þegar við
vorum að vinna saman hér áður, þá var
það alveg undravert hvað vel gekk. Það
var vegna þess að hann þraut aldrei
hugmyndir. Eftir lýsingum á vinnu-
brögðum Brendans Behans að dæma,
þá eru hæfileikar Jóns Múla í leikrita-
gerð svipaðir hans. Þetta kom alveg
viðstöðulaust og er ég þá einkum að tala
um Járnhausinn og Delerium Búbónis.
Mitt framlag í því sambandi var oft á
tíðum ekkert annað en það að stytta og
sníða af þeim pródúktum sem Jón skaff-
aði af sínum innblástrum. Sömu sögu
sagði mér fólk í Dublin um Behan, eftir
að hann var dauður, söm var hugkvæmn-
in og innblásturinn. Ekki var það nú
síðara þegar Stefán Jónsson kom til liðs
við okkur Jón við samningu tveggja
verka, sem oftast hafa verið sýnd undir
dulnefni (Rjúkandi ráð og Allra meina
bót - innsk.). Þegar hin skáldlegu tilþrif
Stefáns bættust við, þá var það eins og
þegar mögnuðustu byljirnir koma af
Okinu yfir Kópareyki.
Það er því eftir öðru að sá maðurinn
sem minnsta hefur hæfileikana og
kannske enga, hann heldur áfram að
skrifa leikritin."
Þú mótast sem unglingur á stríðsárun-
um, Jónas. Sá tími er þér oft hugleikinn
„Já, þetta var líka mjög svo merki-
legur tími, merkilegur og á ýmsan hátt
átakanlegur þroskatími. Þegar ég fór
vestur til Bandaríkjanna tvítugur, varð
skipalestin fyrir stöðugum kafbátaárás-
um í hálfan mánuð og þá og reyndar
oftar á þessum árum varð maður fyrir
ýmsu hnjaski. Það sat í manni ansi lengi
að keyra vestur í gegn um þessa and-
styggð stríðsins og lengi á eftir var ég til
dæmis þjakaður af ægilegri innilokunar-
kennd. Það stafaði af því að ég hafði lagt
mig niðri í káetu og dottað og lagt aftur
hurðina. Það var okkur uppálagt að gera
ekki, enda gefið mál að hefði skipið
orðið fyrir tundurskeyti mundi allt hafa
skekkst og fest. Svo hrekk ég upp við
það að þeir eru farnir að kasta djúp-
sprengjunum ogégætlafram. Þástendur
hurðin á sér, ég veit ekki hve lengi, en
ég sannfærist um það um leið að skipið
hafi orðið fyrir tundurskeyti og væri á
leið á botninn. Lengi hefur eimt eftir af
þessu og innilokunarkenndin hefur kom-
ið yfir mig á ýmsum stundum, til dæmis
í ræðustól eða frammi fyrir sjónvarpsvél-
úm, þar sem maður á enga undankomu-
leið. Það hefur sömu áhrif á mann að
vera fyrir framan slíkar maskínur og að
vera lokaður inni.
Auk þess var ég líka ákaflega illa
haldinn af heimþránni allan tímann sem
ég var vestra.“
Við hvað varstu að fást þarna í Ameríku?
„Ég átti að vera þarna í háskóla, en
hætti. Ég komst yfir að hætta í þremur
háskólum á örstuttum tíma. Ég byrjaði
í Washington haustið 1943 og var svo í
Minneapolis í Minnesota í tveimur
skólum, en sagði svo skilið við skólanám-
ið. Það sem eftir var af dvöl minni í
Ameríku notaði ég svo til þess að ferðast
um og þá hófst það sem ég mundi kalla
menntun. Meðan ég sat á skólabekk fór
tíminn til einskis, því maður var að
hlusta á hversdagslega kennara ræða um
hversdagslega hluti við afskaplega hvers-
dagslega nemendur.
Ég byrjaði í Washington með jafnald-
ra mínum sem Halldór hét Sigurðsson,
sonur Sigurðar í Geysi. Halldór var
mikill vinur minn frá fornu fari og við
höfðum sameiginleg áhugamál, svo sem
bækur, jassmúsík og fleira. Við vorum
þarna saman, meðan ég enn var viðloð-
andi háskólanámið, en Halldór vinur
minn fórst svo með Goðafossi, þegar
hann var skotinn niður hér í Flóanum á
heimleið. Það var ferðin á undan þeirri
sem ég fór með heim, en það var með
Dettifossi. Dettifoss var svo skotinn
niður í ferðinni þar á eftir. Já, það gekk
á ýmsu á þessum árum.“
En svo við hverfum aftur til nútíðarinn-
ar. Það er í kvöld sem þeir ætla að
frumsýna „Þið munið hann Jörund“ á
Selfossi“?
„Já, og svo ætla ég austur í Biskup-
stungur, þar sem dóttir mín Ragnheiður
býr. Þar er annað Reykholt og þar er
Unnar Þór Böðvarsson maður hennar
skólastjóri. En fyrst ætla ég að vera
viðstaddur þessa sýningu og þú mátt
geta þess að sá mæti og stórgáfaði maður
Rögnvaldur Finnbogason hefur gert mér
þann heiður að skrifa inngang í leikskrá
um okkur kumpána, mig og Jörund. Það
er sá mesti heiður sem mér hefur verið
sýndur sem leikritahöfundi." -AM