Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983 sem á 75 milljonir dollara og getur peningana vinna fyrir sig, hann getur hæglega eytt þremur og hálfri milljón á ári og átt samt meira fé í árslok en í ársbyrjun. Sá sem á 75 milljónir dollara getur líka eytt drjúgum skild- ing til þess að vernda sig fyrir hnýsni umhverf- isins, fyrir hnýsni þeirra sem ekki eiga einu sinni 750 dollara á bankareikningi sínum. Hann kaupir undir sig mikið húsrými: gríðar- stórar íbúðir, einbýlishús, garða með vegg í kring og varðmenn. Sá Ameríkani sem á 75 milljónir dollara mun einnig reyna að gera sitthvað til þess að réttlæta það að hann á slíkan auð. Hann kaupir sér verk eftir Picasso og segir þar með: Ég styð listirnar. Hann styrkir vísindarannsóknir og með því segir hann: Ég styð framfarirnar. Hann verður sér Jíka úti um stól, sem einhver Loðvík eða Georg hefur einhverntíma setið á og með því vill hann sanna að hann varðveiti menningu gamla heimsins. ■ Mikilvægustu sönnunargögnin, — svarta véskið og insúlínglasið Mtmmm hún verið ástkona Búlows í þrjú ár. Hún er með fallegt, dökkt hár og fögur dökk augu. Hún lítur út eins og hver önnur amerísk stúlka í hryllingsmynd, sem hlustar á óhugnanlegt marrið í gólffjölu- num í næsta herbergi. Einmitt þannig hlutverk fékk Alexandra líka, þegar henni gafst færi á að spreyta sig í sjónvarpsþáttunum „Dark Shadows". Nú segir hún frá því að tvívegis hafi hún sett Búlow úrslitakosti, - að hann skildi við Sunny, eða þá að sambandi þeirra tveggja væri lokið. Famiglietti spyr hana að lokum og svarið er áhrifaríkt: „Elskið þcr hann enn?" Eftir langt hik svarar hún: „Ég veit það ekki". Þetta getur enginn í réttarsalnum skilið öðruvísi en ef hún hefði sagt: „Ég er ekki viss um að hann hafi ekki ráðið Sunny af dögum". í sýningarlok hefur Famiglietti sak- sóknari svo sem engar sannanir fyrir því að glæpur hafi verið framinn. Hins vegar hefur hann með snilldarlegum vitnaleið- slunt sínum dregið upp ntynd af Claus von Búlow, sem í sjónvarpi og slaður- dálkum um líf ríka fólksins, sýnir hann sem mann sem hlýtur að vera morðingi. í sóknarræðu sinni kom Famiglietti óviljandi upp um það hve purkunarlaust hann hefur notað sér sálfræðibrellur Hollywoodmeistaranna í von Búlow- hann .féll í eina af þeim gildrum sem Famiglietti hafði búið honum. í miðjum yfirheyrslunum kemur til sögunnar leik- fimikennari nokkur, Joy O'Neill að nafni. Hún kveðst hafa kennt Sunny von Búlow leikfimi vikulega í mörg ár. Eitt sinn segir hún Sunny hafa trúað sér fyrir því að hún hafi sjálf sprautað sig með insúlíni. Sagði hún það vera gott fyrir línurnar. Joy O'NeilI gaf sig fyrst fram við sækjandann, sem sendi hana þegar til Fahringers, þar sem hann taldi framburð hennar gagna vörninni fyrst og fremst. Drengilega gert og lögum samkvæmt. Hann lætur hana bera vitni. Þá tekur Famiglietti til við að spyrja hana út úr. Hann veit betur en Fahringer. Hann hefur skoðað bækur Ieikfimiskólans og komist að því að Joy O'neill hefur ekki verið kennari Sunny ncnia í fimm kennslutímum. Víst var munur á fimnt kennslustundum eða ntörg hundruö kennslustundum, eins og O'Neill hélt fram. Talið er að með þessu atviki hafi Fahringer tapað málinu. Að ráði verjandans þarf Claus von Búlow ekki að segja nema fjórtán orð fyrir réttinum: Nafn sitt. heimlisfang og „Ég er saklaus". ■ Sunny von Bulow sem enn liggur í dauðadai. Var það vegna morðtilraun- ar eiginmanns hennar eða vegna lyf ja og áfengisfíknar hennar sjálfrar? málinu. Hann sagði að hin fagra ástkona og eiginkonan, sem vís var til að láta eftir sig milljónir dollara, mynduðu „dæmigert sambland." í sömu átt hníga orð sem Alexander prins kveðst hafa eftir móður sinni. Segir hann að hún hafi sagst ætla að skilja við Claus af ástæðum sem væru svo hræðilegar að hún gæti ekki á þær minnst. Þar með má láta ímyndunaraflið fara í gang. Fyrir þá kviðdómendur sem ekki sætta sig við insúlín sem drápsmeðal hefur Famiglietti einnig nokkuð í handraðan- um. Hann segir að Búlow muni marg- sinnis hafa reynt að eitra fyrir konu sinni með svefnlyfjum í vatni og með því að blanda valíum saman við smjör. Þá sé líklegt að hann hafi hrært einhverju út í kjúklingasúpuna hennar. Loks leggur ákærandinn mikla áherslu á hve granda- laus konan var: „Mönnum stafar meiri hætta af fólki sem maður elskar og treystir en nokkru sinni af morðingjan- um úti á götunni." Verjandinn Við þessi orð rennur kviðdómendun- um kalt vatn á milli skinns og hörunds. En er þá enginn verjandi við þessi réttarhöld? Jú, en meira að segja lög- fræðingur á borð við Herald Price Fa- hringer á úr vöndu að ráða í slíkri skothríð af alþekktum tuggum upp úr glæpareyfurum. Fahringer á til dæmis í nógum erfiðleikum með sig sjálfan. Honum gengur illa að laga sig að and- rúmsloftinu sem ríkir við réttinn í Newport. Kviðdómnum, sem skipaður er húsmæðrum, verkfræðingum og for- ingjum úr sjóliðinu, sem komnir eru á eftirlaun, dylst ekki að þarna er um heimsvanan lögmann frá New York að ræða: silfurgrátt hárið, klæðskera- saumuð fötin, hvítur vasaklútur í brjóst- vasanum. Þegar hann er að skýra frá einhverju, hvort sem um er að ræða lögfræðileg eða læknisfræðileg atriði, þá talar hann gjarnan í föðurlegum tón. Famiglietti er hins vegar á heimavígvelli. slengir frant orðunum og lætur flest flakka. I samanburði við hann er Fahrin- ger virðuleikinn uppmálaður. Rctt- nefndur Perry Mason. Beiskast var það fyrir Fahringer þegar Allir sem Búlow þekkja, jafnt vinir hans sem féndur, segja að í samræðum virðist hann virðulegur og kuldalegur, bæði á svipinn og í öllu fasi. Samt verður hann nú að sitja þögull tvo mánuði í réttarsalnum fyrir augunum á kviðdóm- endum og blaðamönnum með saman- bitnar varir, stífur og ógnvænlegur. „Eins og Prússi“, svo notuð séu orð von Búlow sjálfs. Honum hefði komið bctur að líta út eins og Ameríkani. Þegar dómur féll sögðu blaðamenn að loks hefði það mistekist hjá ríkum manni að borga sigundan réttvísinni. En kviðdómendurnir litu raunar ekki á von Búlow sem innvígðan í reglu þeirra „ríku" sem Scott Fitzgerald sagði að væru „öðru vísi en þú og ég“. Þeir litu á hann sem aðskotadýr í þessum sérstaka hópi og þar að auki var hann útlending- ur. Búlow er nefnilega danskur og hann hefur aldrei gefið frá sér danskan ríkis- borgararétt sinn. Búlow er fundinn sekur. Dómarinn dæmir hann til þrjátíu ára fangelsis. Honum er þó sleppt lausum uns áfrýjun- ardómur hefur fallið, gegn tryggingu einni milljón dollara. Stemmningin í Newport eftir að dóm- urinn féll: Kviðdómendur leyfa Ijós- myndurunuim að mynda sig í bak og fyrir og segja að það hafi ekki verið neinn leikur að komast að niðurstöðu. Famiglietti Ijómar af ánægju og segist vera „í sjöunda himni“. Hann veit að hann hefði alveg eins getað tapað mál- inu. Ári síðar viðurkennir hann að mest hefði hjálpað sér slæleg frammistaða verjandans, sú ákvörðun Búlows, að þegja fyrir réttinum og loks blátt áfram, -heppni! Richard Kuh, lögmaðurstjúp- barna Búlows virðist ánægður og flcstir blaðamennirnir og almenningur líka. Búlow hafði lítil not af stelpuskara á stuttemrabolum sem mynd hans hafði verið prentuð á, en þær þyrptust að dómsalnum og kölluðu: „Fátið Búlow lausan". Von Búlow veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið. Einn kunningja hans segir að hann hafi ekki látið á sér sjá nein geðbrigði við réttarhöldin, þar sem hann hefði talið víst að þetta mundi allt líða hjá eins og draugagangur á nóttu. Von Búlow átti aldrei von á því að hann yrði 27 sakfelldur, - ekki fyrr en eftir vandræðin « með leikfimikennarann. Þess vegna undirbjó hann líka vörn sína illa, þótt honum hefði átt að vera Ijóst hve hættulegt bandarískt réttarkerfi getur verið, en hann er sjálfur lögfræðingur frá Cambridge. Hvers vegna tók hann ekki umboðið af verjanda sínum? „Það er vegna þess að hann er svo fjandi kurteis", segir einn kunningja hans. Að réttarhöldunum loknum settist Búlow um kyrrt í íbúð sinni vð 5. stræti. Dóttir hans Cosima, sem er 16 ára, segir: „Pabbi er enginn morðingi". Hún sleit sambandi við stjúpbörnin og féll henni það þungt, því henni hafði líkað vel við þau, einkum Alexander. Þá var það ekki til bóta að Búlow og stjúpbörnin búa í sömu íbúðablokkinni. Til þess að þau þurl'i ekki að fara upp til sín saman í lyftunni, hafa þau til þessa farið hvert um sínar dyrnar. „Búlow var niðurbrotinn maður eftir dómsúrskurðinn", segir einn vina hans. Margir gamalla vina hans hættu alveg að láta sjá sig. Aðrir gerðu honum cngan greiða, er þeir vildu láta þá skoðun sína í ljós að hann væri örugglega saklaus og * sögöu að svo vel gefinn maður mundi örugglega hafa fjarlægt insúlínið og sprautuna að morðtilrauninni lokinni. Gagnlegastir fyrir Búlow urðu þeir vinir hans scm vissu af gamalli reynslu að hann war á ýmsan hátt heldur kæru- laus og átti það bæði við það hvernig hann hnýtti skóreimarnar sínar og það cr hann valdi sér verjanda. Þeir útveg- uðu honum nú frægan prófessor í réttar- fræðum við Harvard-háskóla sem verj- anda, Alan Dershowitz. Dershowitz lítur út cins og Woody Allen. Hann er maður spaugsamur, þótt andstæðingar hans skynji gjarnan alvöruna að baki gamanseminni of seint. Hann hefur ekki of háar hugntyndir um ameríska réttar- kerfið: „Þar eru mcnn sckir, þar til þeir hafa annað sakleysi sitt“, segir hann. Dershowitz og launaðir og ólaunaðir hjálparmenn hans söfnuðu nú saman brotunum úr vörn Búlows. Þeir leituðu að meinbugunt á réttarhöldunum í Ncw- port og fundu ýmsa. Þeir lcituöu uppi ýmis ný vitni scm ekki hafði verið hirt um að leiða fram áður og fundu mörg. Flest þessara vitna höfðu áður þagað, þar sem þcirn datt ekki í hug að Búlow yrði sakfelldur. Mörg þeirra vissu líka að Itefðu þau borið vitni fyrir Búlow, þá hefði það þýtt vinslit við hina grcin fjölskyldunnar, Auerspcrg-fólkið og þá einkum hina forríku tengdamóður Búlows. Annie Laurie Aitken. Aitken- fólkið nýtur mikils álits meðal þeirra ríku í Newport. Nýlega hefur Alan Dershowitz því lagt fram fyrir Hæstarétt Rhode Island ný málsgögn í Búlow-málinu og er það 90 síðna skýrsla með fjölda af fylgi- gögnum. Þar á meðal eru eiðfestar yfirlýsingar insúlín-sérfræðinga, hefðar- kvenna og meira að segja prests nokkurs. Einn framburðurinn er með undirskrift rithöfundarins Truman Cap- otc. Allt gefur þetta mynd af málinu, sem hvergi svipar til málatilbúnings Famigliettis. Segir í málsskjölunum að kviðdómendur hafi ekki fengið að heyra „allan sannleikann". Hér eru talin upp mikilvægustu atriðin: Að áliti sérfræðinga hafði sprautunál- inni aldrei verið stungið í mannshold. Insúlín-greining í blóði Sunny var vísindalega ófullnægjandi. Tilraunastofan sem framkvæmdi greininguna hefur gert mistök. Nýlega greindi hún insúlín í sprautunálum sem sannað var að aldrei höfðu nærri insúlíni komið. Alexander von Auersperg mun oft- sinnis hafa keypt lyf hjá einni stærstu lyfjabúðinni í Newport. Sunny von Bulow átti við áfengis- vandamálaðstríðaogsðttistmjögílyf. , Viðurkenndur sérfræðingur álítur að dásvefn Sunny stafi af því að hún hafi neytt lyfja ofan í vín. Meðan Sunny lifir, þótt í dásvefni sé, fá þau Alexander og Ala systir hans ekki grænan eyri af eigum hennar og verða að semja við stjúpföður sinn um hverja krónu sem þau þurfa til einkanota. Eitt vitni sver að það hafi heyrt Ala segja fyrir réttarhöldin við bróður sinn: „Hvers vegna látum við hann ekki fá eina milljón og segjum honunt að hypja sig“. Það sem komið cr nýtt fram í málinu mun nægja til þess að í uppsiglingu eru ný réttarhöld, þar setn m:C > mun ekki snúast um prinsessuna « morðingja hennar, heldur um stríð á illi tveggja fjölskyldna. (Þýtt-AM) y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.