Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 6
6 * i SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983 ■ Þá hefur það gerst sem sumir héldu að aldrei mundi verða: í dag opnar Sædýrasafnið að nýju eftir að hafa verið lokað í tvö og hálft ár. Blaðamenn Helgar-Tímans fóru suðureftir til þess að líta á framkvæmdir, en sem kunnugt var það gert að skilyrðum fyrir áfram- haldandi starf sleyf i handa safninu að þar yrðu gerðar ýmsar breytingar. Er skemmst frá því að segja að í Sædýrasafninu er búið að vinna ótrúleg stórvirki við umbætur og liggur við að gamlir gestir átti sig ekki lengur á aðstæðum, þegar þeir koma þarna nú. En undraverðast verður það þó að teljast að þessar fram- kvæmdir hafa allar verið unnar án nokkurs teljandi stuðnings frá opinberum aðilum. Á fjárlögum hlaut safnið til framkvæmda 120 þúsund krónur og sveitar félög lögðu til alls um 70 þúsund krónur. Nei, það verður ekki sagt að safnið hafi verið mikill baggi á okkur skattborgurum! „Já ég vona líka að það kómi ekki til þess að við þurfum að sækja mikið í vasa liins opinbera," sagði Jón Gunnarsson, forstöðumaður safnsins, þegar við kom- um að ræða við hann. „Þó verður því ekki með orðum lýst hvílíkt átak þessar framkvæmdir eru fyrir okkur og ég get nefnt sem dæmi,að vinnulaun á mánuði frá því í sumar hafa verið um 300 þúsund krónur. Það má því segja að þetta sé að „drepa" okkur, en það hefur nú gerst svo oft að viö höfum veriö allt að því „drepnir" hérna að við kippum okkur varla upp við það lengur. Ætli hvalalaug- in sé ekki þyngsti bagginn á okkur núna, cn gryfja ísbjarnanna var heldur ckki neitt smáræðisátak á sínum tíma. Það lá við að hún „dræpi" okkur um tíma. En nú sem áður treystum við'á að fólk komi til okkar og sæki safnið vel. Þannig mun kleift að stuðla að enn frekari fjölbreytni sýningardýra og endurbótum. Já, við vonum að safnið geti vcrið áfram sjálfs- eignarstofnun og ekki upp á hið opinbera komin." Steypa í heila blokk Við förum í gönguför meö Jóni Gunn- arssyni unt safnið og leggjum leið okkar fyrst um sal á neðri hæðinni í hvala- lauginni, en þar mun þegar fram líða stundir verða kontið fyrir gluggum, sem hægt verður að sjá inn um og fylgjast mcð hvölunum. í þessum sal verða annars til sýnis ýmis minni dýr, svo sem kanínur, angórakanínur, hænuungar og fleiri skepnur, sem einkum má ætla að höfði til yngstu kynslóðarinnar. „Við höfum gert okkur grein grein fyrir því,” segir Jón" að þessi litlu dýr, sem stundum má fóðra eða strjúka, eru eitt alvinsælasta „sýningarefnið", ef svo má scgja. Við gerðum okkur þetta ef til vill ekki nógu Ijóst fyrst. Þess vegna munum við skilyrðislaust halda áfram að hafa hér kindur og geitur, auk;gæsa og fleiri algengra fugla. Þetta meta börnin ákaf- lega mikils, ekki síst þegar lömbin og kiðlingarnir koma að vorinu. Við höldum nú upp á loft og lítum yfir hvalalaugina. Hún getur geymt fimm metra djúpt vatn og það þarf að vanda til byggingarinnar, þegar hún á að bera slíkan þunga. Veggirnir eru líka 65 sentimetra þykkir og í þá þurfti steypu sem „nægt hefði í heila blokk", eins og Jón Gunnarsson orðar það. Laugin er 24 X 12 metrar aö stærð og er henni deilt í tvö hólf. Munu háhyrningarverðasýndir i öðrum endanum, en sæljón í hinum. Þegar okkur bar að garði var þó aðeins einn sæljónsbrimill í lauginni og sagðist Jón verða að hafa hann út af fyrir sig, þar sem karl er grimmur og áreitinn við félaga sína, scm einnig eru karlkyns. Við spyrjum um kostnað. „Það er ákaflega erfitt að fara með einhverjar tölur," segir Jón, „en í bókhaldinu hjá okkur er laugin komin í 7.7 milljónir. Já, þetta er mikið mann- virki og ekki bitið úr nálinni með að ráða ■ Já, og nú hafa aparnir fengið splúnkunýtt tré til þess að leika listir sínar í og það er rétt að virða þaö vel fyrir sér, áður cn æfingarnar hefjast! (Tímamynd Arni Sæberg) ■ Kengúrufjölskvldan hefur unað hag sínum vel í Sædýrasafninu. Þær eru nú orðnar sjö talsins. (Tímamynd Árni Sæberg) ■ Eftirvæntingin leynir sér ekki í svipnum á ísbjörnunum á þessari afbragðsmynd Ijósmyndarans okkar. Það er ekki að undra að Jón Gunnarsson fullyrði að þetta séu fallegustu ísbirnir í evrópskum dýragarði. (Tímamynd Ámi Sæberg) „Nei, þetta hefur ekki verið neinn leikur” — segir Jón Gunnarsson, forstöðu- maður Sædýrasafnsins, sem opnar í dag eftir stórfelldar endurbætur ■v3*h^.... - Í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.