Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 22
22 ■V® Garða- lunds- listinn nútíminnl Plötur: ■ Björk Guðmundsdóttir. TAPPINN HÆTTIR ■ Ný lp plata hljómsveitarinnar Tappa tíkarass er væntanieg í búðir á allra næstu dögum en hinsvegar er ljóst að hljómsveitin mun ekki starfa í núverandi mynd nema út þennan mánuð því söngkona þeirra Björk Gumundsdóttir er að yfirgefa sveitina. Jakob bassaleikari sagði í samtali við Nútímann að hann ásamt gítar og trommaranum myndu vinna áfram sam- an að tónlistarsköpun og reyndu þeir væntanlega á næstunni að útvega sér annan söngvara. Uppskiptin á sveitinni eru tikomin vegna mikilla anna annarsvegar og þreytu hinsvegar, en Björk er viðloðandi tvær eða fleiri hljómsveitir. Tappinn hefur á undanförnum árum verið í fremsta flokki nýbylgjurokk- sveita okkar og því mikill sjónarsviptir að þeim. -FRI MIKE HEIM, ÁSGEIR ÚT ■ Eins og kunnugt er af fréttum var Mike Pollock vísað frá Bretlandi án sýnilegrar ástæðu er hann ætlaði þangað með nýju LP plötu Frakkanna í vinnslu. Nokkur óvissa ríkti um útkomudag plötunnar vegna þessa en ákveðið var að senda Ásgeip Bragason til London með upptök- urnar og fór hann utan um helgina. Platan verður því væntanlega tilbúin um miðjan þennan mánuð. - FRI ■ Nokkrar breytingar hafa orðið á vinsældalista Garðalundar frá því við birtum hann fyrst fyrir 2 vikum síðan, þær helstar að Bowie dettur úr fyrsta sæti og í sjöunda en gömlu brýnin Paul McCartney og Michael Jackson skjótast á toppinn með lag sitt Say, say, say og Grand Master Flash fara úr fimmta sæti og í annað, gott hjá þeim. Af nýjum lögum á listanum má nefna Boy George og Cultur Club liðið með lag sitt Karma Chameleon og Genesis lagið Mama en auk efsta lagsins er svo aðeins eitt lag í viðbót nýtt og það er Howard Jones með New Song, titill við hæfi. ■ Hún kom mér skemmti- lega á óvart, nýja platan með vísnavinunum Hálft í hvoru sem ber nafnið ÁFRAM. Hjálpast þar að snyrtilegar og vandaðar útsetningar, góður flutningur, góðir textar og mörg ágæt lög. í plötuna er greinilega lögð mikil vinna. Ekki dugir minna en alvöru strengjasveit í stað „synthesiz- era“ sem aliir nota nú til dags (svo til allir) Hálft í hvoru í Sundamenntó Listinn: 1. MCCARTNEY/JACKSON/SAY SAY SAY 2. GRAND MADTER FLASH/THE MES- SAGE 3. HOWARD JONES/NEW SONG 4. PAUL YOUNG/WHEREVER 1... 5. CULTURE CLUB/KARMA CHAME- LEON 6. GENESIS/MAMA 7. DAVID BOWIE/MODERN LOVE 8. RYAN PARIS/DOLCE VITA 9. UB40/RED VINE 10. WHAM/WHAM RAP Yfir heiidina er ÁFRAM frekar róleg plata. Ballöðurnar verða þó aldrei „væmmelige" eins og Baunar myndu scgja. Astæðan er sú að textarnir eru vandaðir. Ekki bara: „Vertu heima í kvöld, þá verður önnur öld", eða „Pú veist ég kem þó þig ég ci lem" eða „Práðirðu mig því ég þrái þig“ eða eins og Sonusarnir sögðu einu sinni: „Gráir dvergar þorfðu á?" Kvöld/völd formúlan kcmur hvergi fyrir, sem betur fer: „í kvöld vcrður gleðin við völd". Við fyrstu hlustun var ég hrifnari af hlið B. Hún er fjörugri, textarnir auðskildari og lögin léttari. En hlið A hefur unnið hægt og sígandi á og brátt spila ég plötuna upp á rönd til að gera ekki upp á milli hliðanna. Eins og málin standa nú eru það nokkur lög scm ég cr hvað hrifnastur af. Besta lagið finnst mér vera „Sitthvað er bogið" sem í sumar kom út í instrumental útgáfu á lítilli plötu. Nú er Aðalsteinn búinn að bæta rödd sinni ofan á og þetta lag er virkilega skemmtiiegt. Frumlegur hljóma- gangur og blokkfláutusóló Gísla Helgasonar mjögáheyrilegt. LagÖr- vars við texta Arnar Arnar „Þá var ég ungur" er ákaflega skemmtilegt og sungið af mikiili einlægni. „Hálft í hvoru" og „Vinátta okkar" eru mjög falleg lög og Eyjólfur er með afar fallcgarödd. Aðsjálfsögðu fylgir vísnakver plötunni og er það vel. Textarnir eru jú aðalsmerki þessara pilta. Hljóðfæraleikurinn er pottþétlur á alia ^anta, sándið gott. Það cina sem mér finnst ekkert spes, er forsfða plötunnar. Baksíðan cr að því er virðist einhvers konar „Abbey Road" tilvísun. Til hamingju strákar með góða plötu... -Jól ■ Það var gaman að hlýða á Hálft í hvoru flokkinn, fimmtudaginn 27. októ- ber, í vistlegum salarkynnum í Mennta- skóla nokkrum við Sundin blá. Hálft í hvoru léku lög af nýju plötunni sinni, Áfram, af eldri plötum og sitthvað fleira. Ekki voru margir áhorfendur á þessum 2 1/2 tíma tónleikum frekar en flestum öðrum tónleikum í bænum undanfarna mánuði. Þegar flest var í MS hafa u.þ.b. 35 manns hlýtt á hinn hressa söngflokk. Hálft í hvoru skipa Gísli Helgason, Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson Ingi Gunnar Jóhannesson, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson (ekki sonur Aðal- steins Ásbergs). Mixer maður úti í sal var Guðmundur Árnason. Hljóðfæra- skipan þeirra félaga á hljómleikum eru tveir gítarar (yfirleitt Ovation), bassi, flautur og ásláttur. Allir syngja þeir piltar og radda. Strákarnir byrjuðu auðvitað á Upp- hafinu af Áfram og tóku síðan eldri og nýrri lög. Þarna mátti heyra lög eins og Stund milli Stríða (ofsaflott lag) en þar eru skemmtilegar áherslur og fallegar raddir. Instrumental útgáfan af Sitthvað er bogið var leikin. Flutt var ljóðasvíta. Áframhald var leikið og svo kom hlé. Eitthvað voru þeir félagar ekki hressir með sándið hjá sér uppi á sviði og það er auðvitað leiðinlegt að spila og syngja ef maður heyrir ekki hvað maður er að gera,. En strákar mínir: Sándið í salnum var fjandi gott, ekki hafa áhyggjur af því. Guðmundur stóð sig með sóma og sann. Eftir hlé komu síðan lög eins og Joe Hill, Vinátta okkar. A day after the night before, íslendingabragur, Vest- mannaeyjar Arnþórs, Here comes the sun Gogga Harrisons og síðast en ekki sízt Saga úr sveitinni, hið frábæra lag Megasar. Aðalsteinn söng það vel og hún kom mér skemmtilega á óvart tónhækkuninn. Hálft í hvoru var klappaður tvisvar upp tók flokkurinn þá lögin Pallj Hall og lokalag nýju plötunnar er heitir Hálft í hvoru. Takk fyrir skemmtilega tónleika. Ég held að ég halli ekki áneinn þó ég útnefni Gísla Helgason mann kvöldsins. Maður- inn er hreint út sagt ótrúlegur á blokk- flauturnar... -Jól. Tónleikar Fílharmóníusveitarinnar og Svartlistar í Safari: Moll, moll, mollogaft- ur moll! ■ Undirritaður trúði ekki eigin eyr- um er hann fór í Safari fimmtudags- kvöldið 27. október til að hlýða á Fílharmóníusveitina og hljómsveitna Svartlist. Ég hlýddi á allt prógramm Fílharmóníusveitarinnar og 3 lög þeirrar síðarnefndu. Er skemmst frá því að segja að öll lögin voru í moll. Þ.e.a.s. lögin voru ótrúlega keimlík, þó hljómsveitirnar hafi kannski ekki verið og séu ekki á sömu línu. Það er nú einu sinni með lög sem samin eru í moll að þau hljóma mun dapurlegar og svart- sýnni en dúr-lög. Ég hvet lagasmiði Fílharmóníusveitarinnar og Svartlistar að hækka annað slagið hjá sér hina lækkuðu þríund og auk fjölbreytnina. Vel má vera að fáir skilji hvað undirritaður sé að fara fyrir ofan en það verður bara að hafa það. Þegar ég kom í Safari upp úr 23.00 var tómt hússvo að segja. (Seginsaga). Þeir 4-5 sem á svæðinu voru stóðu sig þó vel við að halda undirrituðum vakandi því þeir frömdu hina skemm- tilegustu dansa af ýmsum tegundum og gerðum. Fílharmóníusveitin hóf leik sinn ná- kvæmlega kl. 23.45. Þetta er tríó með trommum, bassa og gítar. Einar gítar- leikari var með sterkan chorus allan tímann á og skapaði það flott „sánd“ a la Andy Summers. Bassaleikarinn var allt í lagi og ég segi það honum til hróss að hann lét alveg eiga sig að leika með nögl heldur notaði hann puttana. Góð tilbreyting. Trommarinn er víst barn- ungur en þrælefnilegur og stóð fyrir sínu. Hefði þó að ósekju mátt heyrast meira í settinu. Söngurinn var allt of lágur en það er engum að kenna beint. Það var enginn hljóðmaður úti í sal. Sum laganna voru sungin en önnur bara leikinn. Að mörgu leyti ágætis lög en sem fyrr sagði full einhæf. Leiðin- legustu lögin voru þau sem voru ein- göngu rythmi. Þ.e. með engri laglínu. Einar er góður gítarleikari og gaman að hinum hraða rythmagítarleik hans og sólóin voru ágæt, en of lág. E.t.v. er það hugarburður í mér en mér fannst bassinn vera falskur á efstu strengjunum, þ.e. G og D strengjun- um. Ég held að Fílharmóníusveitin sé enn töluvert frá því að teljast í hópi hinna bestu. Annar gítarleikari til eða hljómborðsleikari, jafnvel söngvari myndu auka fjölbreytnina strákar. Tók nú við hljómsveitin Svartlist sem ég hafi aldrei heyrt nefnda áður. Hana skipaði Sigurbjörn „Sæli“ Þor- bergsson, bassa, en hann hefur áður t.d. leikið með 4 piltum af Grundar- stíg, Oddur Sigurbjörnsson lamdi húðir, en hann var eitt sinn í Tappan- um, söngvarinn heitir Sævar Lúðvíks- son og gítaristinn Örn Sigmundsson (einhverntímann viðriðinn Þrumu- vagninn???) Sándið var aðeins betra hjá Svartlist en ekki mikið. Meira heyrðist í söng- varanum og trommaranum sem er augsýnilega kraftmeiri en sá í Fílhar- móníusveitinni en Oddur var ekki nógu taktfastur fyrir því. Hann hægði stundum eilítið á lögum eða flýtti. Laglínurnar voru hræðilega einhæfar. Lögin voru kannski þetta 4-5 mínútur alltaf eins, sama stefið út í gegn. Söngvarinn þótti mér nokkuð góður. Með háa og skemmtilega rödd. Er ég þurfti að yfirgefa partýið var Svartlist að leika eitthvað lag sem var í stíl Baraflokksins og fórst það bara vel úr hendi. Svartlist gæti orðið ágæt með meiri húmor og hressari lögum. Það er nefnilega það... - Jól Þræl- goll...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.