Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 7
Fagmennirnir leggja hér síðustu hönd á frágang framan við Ijonaburið. Það stækkar nu um meira en helming. (Tímamynd Arni Sæberg) aðeins sjö mánaða. „Þá gat maður haldið á þeim í fanginu," segir Jón Gunnarsson og veifar til ísbjarnarkarls- ins, sem rís upp á afturfætumar og þekkir augljóslega kunningja sinn. Það er aug- ljóst að hvorki Jón né annar mun halda á honum í fanginu núna, - og því síður vilja reyna að taka hann fangbrögðum! Fjölskylda frá Ástralíu í „einbýlishúsi" í suðurkantinum inn- an girðingar Sædýrasafnsins býr fjöl- skylda frá Ástralíu, sem unir vel hag sínum og sækist meira að segja eftir að viðra sig úti í snjónum, sem hún er varla vön við heiman að. „Já, menn hafa mikið talað um það hve dýrunum hafi liðið illa hér," segir Jón, þegar við komum að heilsa upp á kengúrurnar." En samt er það nú svo að þessi dýr sem upprunalega voru aðeins þrjú eru orðin sjö. Ég held fyrir mitt leyti að þegar náttúran er í lagi, þá hljóti flest annað að vera í lagi." Kengúrurnar eru greinilega ekki hræddar við gestina og yngsti meðlimur- inn í fjölskyldunni stekkur á móti okkur til þess að kanna nánar hverjir séu á ferð. Einkanlega vill hann finna af okkur lyktina, enda' minnir Jón okkur á að dýrin finna meiri lykt af okkur mönn- unum en við nokkru sinni af þeim. Kengúrufjölskyldan er fallegur hópur og hún mun áreiðanlega eignast marga vini meðal væntanlegra gesta safnsins. Að tveimur og hálfu ári liðnu Eins og við sögðum í upphafi eru nú liðin tvö og hálft ár frá því Sædýrasafnið var síðast opið. Það er afrek að hafa haldið því saman þennan erfiða tíma, ekki síst þegar til þess er litið að á því og Þegar flestir gestir komu í safnið voru þeir á einu ári yfir 100 þúsund, sem er meiri gestafjöldi en leikhúsin státa af. En þeir hafa líka farið niður í 30 þúsund, enda byggist aðsókn nokkuð á veðri og því hvað hægt er að bjóða upp á af nýjungum hverjusinni. „Égvonaaðfólk forstöðumanni þess hafa stundum staðið "íuni ^rö;> dug'egt að hcimsækja okkur öll spjót og uppörvunarorðin verið færri hérna," seg.r Jon Gunnarsson að okum en hin. „Nei, þetta hefur heldur ekki verið neinn leikur," segir Jón Gunnarsson. „Auðvitað hefur það bjargað að við höfum getað stundað háhyrningaveið- arnar, höfum alltaf verið við þennan veiðiskap. En kostnaðurinn hefur líka verið geysilegur og farið fram úr öllum upphaflegum áætlunum... Þessar allra nýjustu umbætur ætluðum við að mundu kosta 2.5 milljónir, en nú er kosfnaður- inn orðinn yfir 5 milljónir. Þó er ýmislegt eftir. Til dæmis þyrftum við að fá síukerfi í dælubúnaðinn í hvalalaugina, en sjórinn er ekki alltaf nógu hreinn þegar brimasamt er. Það er eitt af því sem stendur fyrir dyrum ásamt öðru." Ekki hetur verið minnst á að búið er að tyrfa mikið svæði og segir Jón að það munivera um 1800fermetrar. Þáerbúið að setja upp nýjar girðingar og mála og skreyta húsakost margvíslega. Það er því orðin önnur aðkoma að safninu en fyrr var þótt áfram muni haldið að glíma við þann vanda sem slík starfsemi byggist á, - að útvega nægt vinnuafl og peninga. og geti sem áður var sótt hingað til okkar bæði fræðslu og ánægju." - AM ■ Jón Gunnarsson, forstjóri Sæ - dýrasafnsins. Nýtt hús og rýmra Þegar við komum í byggingu þá sem hýsir ljónin Leó og Elsu, auk apanna, er þar fyrir Bóas Kristjánsson, skreytinga- meistari, að koma fyrir blómakerjum . Þau verða til mikillar prýði í þessu nýja húsi, sem á allan hátt er stórum betra en hið gamla var og skiptir þar auðvitað mestu hve nú er rýmra hjá dýrunum og bjartara. Til dæmis eykst plássið hjá Ijónunum um meira en helming. Ljónin eru nú orðin 6 ára gömul, en þau voru þriggja mánaða hvolpar er þau komu í safnið fyrst. Þáð voru Lionsfélagar sem gáfu Ijónin, en apana fékk það frá Samvinnutryggingum. Þessiv dýr hafa auðvitað verið eitt helsta eftirlæti gesta frá því fyrsta. .Geta má um þá nýbreytni að engin grind verður fyrir búri apanna framvegis, heldur verður vatnsker fyrir framan það, sem ætlunin er að hafa í fiska, bleikjur og fleira. „Ég vona að þeir muni ekki stökkva ofan í vatnið," segir Jón, þegar við spyrjum hvort þetta verði næg hind- run fyrir apahjónin. „Vanalega þarf því miður að hafa meiri áhyggjur af mann- fólkinu." • -♦ 'J frwmm ■ Sæljónin eru þrjú, þótt aðeins tvö sjáist hér á myndinni. Það þriðja verður að hafa útaf fyrir sig, því samkomulag þess við hin er ekki upp á það besta. (Tímamynd Árni Sæberg) ’A 's'uNNUbXtTUR d. NÖVÉMBER'1983 Það er yngsti fjölskyldumeðlimurinn sem blaðamaðurinn heldur á hér á myndinni. Hann reyndist vera spakur sem lamb. (Tímamynd Ámi Sæberg) fram úr útgjöldum. Á þessari stundu munum við ekki tilbúnir að ráðast í slíka framkvæmd, væri laugin ekki til nú“. Það var dýragarður í Niagara Falls í Bandaríkjunum sem gaf sæljónin til Sædýrasafnsins, en þessi garður hefur keypt háhyrninga af safninu nokkrum sinnum. „Það er með þá eins og aðra dýragarða sem við höfum leitað til um aðstoð og þekkingu, að alls staðar höfum við mætt einstakri velvild og skilningi," segir Jón Gunnarsson. ísbirnirnir komnir yfir fermingaraldur ísbirnirnir eyu jafngamlir Sædýrasafn- inu, eða 14 ára, því þeir komu hingað 1969. Þá var annar þeirra aðeins 3ja mánaða gamall og kom hann frá Vestur- Grænlandi, en hinn fékk safnið að gjöf frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.