Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983 Ný teóría ■ Spassky og Miles komu til Niksic, rakleiðis frá Gjövik, en þar var haldið öflugasta skákmót Noregs, í manna minnum. Nunn, Adorjan og Browne, 6, Miles 5 ’h Agdestein 5, Spassky og Ftacnik 4 'h, Lars Karls- son 3 V4, Helmers 2 xh Ögaard 1 lh. í eftirfarandi skák er tefld teoría allt fram til 23. leiks! Tískuafbrigði í Grundfeld vörn. Browne : Ftacnik. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Bc3 Da5 9. Dd2 Rc610. Hbl!? a6 11. Hcl (Kosti þessa leiks er erfitt að meta. f stað 10. Hcl veikir hvítur fyrst b6-reitinn, en hindrar um leið sína cigin möguleika til að leika Bb5. í nokkrum afbrigðum er mikilvægt að svarti riddarinn komist ekki farið b4-a6.) 11.. cxd412. cxd4 Dxd2t 13. Kxd2 fS!? (13. . 0-0 14. d5 er hvítum hagstætt. Kannske má reyna 13. . e6.) 14. Bd3 0-0 15. d5 Re516. Rxe5 Bxe5 17. f4! Bb2 (17. . Bg7 18. e5 gefur hvítum yfirburðastöðu. Einnig gefur 17. . fxe4 18. fxe5 exd3 19. e6! Hd8 20. Hc7! hvítum einnig góða stöðu. Þrátt fyrir fámenni á borði, er baráttan um frumkvæðið hörð.) 18. Hc7 fxe4 19. Bc4 Hd8 20. Hxe7 (20. d6t Kf8 er gott á svart, og 20. Bc5 e6 21. Be7 Hxd5! hreint yfirburðatafl.) 20.. Bf6 21. d6t Kh8 22. Bc5 (E.t.v. var22. Kcl betra.) 22.. Bf523. Be6 Hér á svartur jafnteflisleið með 23.. Ha-c8! 24. Bxc8 Bxe7 25. Bd4t Kg8 26. Bxb7 Bxd6 27. Ke3 Bxf4t.) 23.. h6?? 24. H17 Bxe6 25. Hxf6 Bxa2 26. Hxg6 Kh7 27. f5 Bf7 (Eða 27. . Hg8 28. Bb6!) 28. Hf6 Bd5 29. Be3 h5 30. Hcl Bc6 31. Hc5! Hd7 32. Hh6t Kg7 33. He5 Hf8 34. He7t Hf7 (Fallegt mát sér dagsins Ijós eftir 34. . Hxe7 35. dxe7 He8 36. f6t Kf7 37. Bd4 Bd5 38. Hh7t Kg8 39. f7t Bxf7 40. Hh8.) 35. Hg6t Kh7 36. Hh6t Kg8 37. He8t Kg7 38. Hg6t Kh7 39. Bd4 Hxf5 40. Hg3 Kh6(?) 41. Hh8t. Gefið. Það er vissulega ekki erfitt að sjá, en blindur blettur hlýtur að hafa þjakað' hvítan. Guillermo Garcia : Romanishin. Grunfelds vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 (Tískuafbrigðið, sem hefur gefið hvítum ríkulega uppskeru síðustu fimm árin. Núeruýmsirsérfræðingar þó farnir að kunna betur við sig í svörtu stöðunni.) 7. . c5 8. Be3 Da5 9. Dd2 0-0 10. Hbl (Hér er einnig leikið Hcl. Romanishin velur nú uppstillingu sem lítur nokkuð glæfra- lega út. Lendir svarta drottningin ekki í klípu?) 10.. Rd7!? 11. Bd3 b6 12. 0-0 Bb7 13. Hb5(?) (Hvítur teflir upp á peðsvinning með dxc5, en þetta peð á maður eiginlega aldrei að taka í stöðum sem þessari. Vilji maður vera heimspekilegur, er hægt að segja, að fyrst hafi hvítur teflt upp á sterkt peðamiðborð, og gefi það síðan frá sér fyrir aumt peð. En getur græðgi glímt við heimspeki?) 13. . Da4 14. dxcS Hf-d8! 15. Hdl (Hvað skal til ráða? 15. Dc2 Dxc2 16. Bxc2 Ba6 gagnar ekki heldur.) 15. . Bc6 16. Hb4 (Falleg afbrigði reka hvert annað. T.d. 16. Hb-bl Rxc5 17. Bxc5 bxc5 18. Dc2 Dxc2 19. Bxc2 Bxc3 nei annars, þetta var ekkert fallegt, leiðir einungis til unniðs endatafls á svart.) 16. . Bxc3! 17. Dxc3 (Það tapast lið í öllum afbrigðum.) 17. . Dxdlt 18. Bfl bxc5 19. Bh6 Rf6 20. Dxc5 Bxe4 21. Dxe7 Bxf3! 22. gxf3 (22. Df6 var svarað með Dxflt!) 22.. Dd6 23. Bf8 Dxe7 24. Bxe7 Rd5 25. Hb7 Rxe7 26. Hxe7 Endataflið er tapað. Hvítur gaf, án þess að bíða eftir næsta leik svarts. Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skak Þriggja vinninga forskot Meðal hinna mörgu skákmóta sem fram fara yfir sumartímann, er mótið í Jurmala. f þessari lettnesku skákborg þjáðust sumir keppenda vissulega af jafnteflisveikinni. Þetta átti þó ekki við um Romanishin sem fékk 11 af 13!! Næstur kom Chandler með 8, þá Gipslis Vh, J.Fernandes 7, Lerner, A.Petrosjan,Tal og Klovan, 6'h o.s.frv. Hverju leikur svartur í þessari stöðu? Þykir stórfrétt ef Kasparov bqiar skák ■ Áskorendaeinvígin virðast ætla að fá góðan endi eftir allt, því Englendingar hafa boðist til að halda bæði einvígin í London, síðar í þessum mánuði. Áhug- inn beinist aðallega að viðureign Kaspar- ovs : Kortsnojs, og nú á hinn tvítugi Sovétmaður möguleika á að verða yngsti heimsmeistari sögunnar. Tal var 23 ára þegar hann sigraði Botvinnik árið 1959, og haldi Kasparov áfram sigurgöngu sinni, gæti hann sigrað Karpov 21 árs. Gengi Kasparovs hefur verið með fá- dæmum. Hann lærði mannganginn 6 ára gamall, en um tíma varóvíst hvort hann legði fyrir sig hljómlistarnám eða skák. Skákin varð þó ofan á, og drengnum voru fengnir fremstu þjálfarar sem völ var á. Botvinnik tók pilt í skóla, og þar vakti Kasparov sérstaka athygli fyrir frábært minni. Tólf ára gamall stillti hann upp gegn Karpov í fyrsta sinn, þegar heimsmeistarinn tefldi fjöltefli gegn efnilegustu unglingunum. Kaspar- ov náði brátt yfirburðastöðu sem hann þó missti niður í tap um síðir. 15 ára gamall hafði Kasparov náð styrkleika stórmeistara, og síðan hefur hver sigur- inn rekið annan. Þrátt fyrir grimman skákstíl, tapar Kasparov sárasjaldan skák. Það þótti reyndar stórfrétt þegar Spassky lagði hann með svörtu í Niksic, en þar sigraði Kasparov með miklum yfirburðum. Trúlega rannsakar Kortsnoj þessa skák gaumgæfilega, í þeirri von að hún gefi vísbendingu um hvernig vinna skuli Kasparov. Spassky tefldi þarna djarft, gaf mann fyrir sóknarfæri og tókst að knýja andstæðinginn í vörn. Hvítur : Kasparov Svartur : Spassky Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 (Ein allra skarpasta leiðin gegn kóngs- indversku vörninni. Á sínum yngri árum tefldi Spassky þetta gjarnan á hvítt, og vann marga fallega sóknarskákina.) 5.. Rc6 6. Bc3 a6 7. Rg-e2 Hb8 8. Dd2 (Ef 8. Rcl e59. d5!? 10. Bxd4exd411. Dxd4 0-0, og þessa stöðu telur rúmenski stórmeistarinn Gheorghieu betri á svart.) 8. . 0-0 9. h4 (Hvítur fer ekkert dult með áætlun sína, bein kóngssókn skal það heita.) 9.. b510. h5 bxc411. g4. 11. . Bxg4!? (Mjög öflugur leikur, sál- fræðilega séð. Kasparov er vanastur því að tefla sóknina sjálfur, og láta andstæð- inginn um vörnina. Hér knýr Spassky hann f vörn.) 12. fxg4 Rxg4 13. 0-0-0 (Ekki gengur 13. Bgl vegna Bh6, og 13. Bg5 er svarað með 13. Rb414. Rg3 Bxd4 með yfirburðastöðu á svart) 13. . Rxe3 14. Dxe3 e6 15. hxg6 hxg6 16. Hd2 He8 Spassky. ■ Kasparov. 17. Rgl (Hvítur hyggst koma betra skipulagi á lið sitt, en Spassky gefur engan tíma til slíks, og bregður hart við.) 17. . d5! 18. Rf3 (Ef 18. exd5 exd5 19. Df4 Hel+ 20. Rdl Rb4 og svartur hefur vinnandi sókn.) 18. . a5 19. e5 Re7 20. Bh3 (Hvítur er í hörku vörn, og h-línan, helsta sóknarvonin, er ekki laus eins og stendur.) 20.. c5! 21. dxc5 Dc7 22. Df4 Rc6 23. Hel d4! 24. Hxd^ (Eða 24. Rxd4 Rxe5 með ýmsum hótunum, svo sem 25. . Rd3+.) 24. . Rxd4 25. Rxd4 Dxc5 (Svartur hefur jafnað liðsmuninn og rúmlega það, auk þess sem svarta sóknin þyngist jafnt og þétt.) 26. Rf3 He-d8 27. Rg5 De7 28. Dh4 Hd3 29. Dh7+ Kf8 30. Rxe6+ (Kasparov leggur allt í örvingl- aða sókn, enda hótar svartur Hxc3+ og Dxa3+ 30.. fxe6 31. Hfl+ Ke8 32. Dg8 + Bf8 33. Dxg6+ Kd8 og hvítur tapaði á tíma. Jóhann Örn Sigurjónsson Jóhann Örn Slguijónsson skrifar um skák Bíldudalur Starfsfólk óskast í fiskvinnu viö pökkun og snyrtingu. Upplýsingar í símum 94-2110, 94-2116 og 94- 2128. Fiskvinnslan hf. Bíldudal. Erlíngur ísleifsson Kvöldsími 76772 Móttaka verkbeiðna siGœj s mi 83499 ^FER5 HVERT ÁLAND SEM ER Bremsuborðar Fyrir sendibíla og vörubíla Mercedes, Scania, Volvo o.fl. Einnig bremsuskór og k/ossar fyrir f/esta fó/ksbi/a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.