Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR-6. NÓVEMBER 1983
Þjoðsagan og
veruleikinn
um welska
skáldið Dylan
Thomas
úr sögunnijhann skrifaði nokkur handrit sem aldrei
voru kvikmynduð, en hann hélt áfram að vinna efni
fyrir breska útvarpið. Fyrstu eftirstríðsárin voru
honum hins vegar rýr skáldskaparlega séð, og hann
var enn kominn upp á náð vina og kunningja með
húsaskjól og framfærslu. Á þremur fyrstu eftir-
stríðsárunum orti hann aðeins eitt ljóð, og það var
þegar hann og Caitlin fóru með börnin - sem nú
voru orðin tvö - til Ítalíu. Þar dvöldu þau í nokkra
mánuði, en snéru síðan aftur heim og settust að í
húsnæði sem Margaret Taylor átti í South Leigh.
Hann hafði nú að vísu verulegar tekjur sjálfur, en
þeir peningar hurfu jafn skjótt og þeirra var aflað.
Og nýjar áhyggjur komu til sögunnar; endalausar
deilur við skattayfirvöldin.
En eins og áður gat Dylan ekki ort neitt að ráði
nema í Wales, og þangað vildi hann komast á ný.
Snemma árs 1949 keypti MargaretTaylorfyrirhann
hús í Laugharne. Fjölskyldan flutti inn þá um vorið.
„Þú hefur gcfið mér líf“ skrifaði Dylan til frú Taylor
„og nú ætla ég að lifa því“. Hann átti þá aðeins eftir
fjögur og hálft ár ólifað. Á þeim árum orti hann
aðeins sex fullbúin Ijóð. Hann vann í litlum skúr,
sem var fyrir aftan íbúðahúsið og hærra upp b
klettunum. Þessi skúr hafði áður verið notaður sem
hjólageymsla. Út um gluggann sá hann yfir hafið og:
ströndina. Þar samdi hann einnig á þessum árum
mestan hluta útvarpsleikritsins „Under Milk
Wood“, reyndar knúinn áfram af stöðugum þrýst-
ingi frá aðilum í Bandaríkjunum, sem vildu setja
verkið þar á svið. Fyrir Dylan var þetta tími
óhamingju og leiða. Hann varð að vísu sjaldnar
ofurölvi í Laugharneen í London, en lífið varorðið
honum kvöl. Tíminn var að renna eins og sandur á,
milli fingra hans; hann virtist aldrei ná tökum á
neinu. Hann hlýtur að hafa eytt mörgum, löngum
stundum í vinnuskúrum án þess að gera neitt, oft
eitthvað ölvaður, á milli þess sem hann setti saman
fáeinar Ijóðlínur.
Ameríka heillar
En inn á'milli kom svo Ameríka - sem kallaði
hann til sín fjórum sinnum en þangað fór hann sína
hinstu för.
Það var árið 1949 að Dylan fékk tilboð, sem hann
hafði leitað eftir í mörg ár; boð um að koma til
Bandaríkjanna og lesa þar upp Ijóð frá aðila, sem
var reiðubúinn að borga honum fyrir vikið. Það var
John Brinnin, sem þá var framkvæmdastjóri Ijóða-
félags æskulýðssamtaka Gyðinga í New York, sem
kom með þetta boð. Hann var sjálfur þekktur
vestra sem Ijóðskáld og kcnnari. Hann var hrifinn
af Ijóðum Dylans og bauð honum að lesa upp fyrir
fimm hundruð dali og greiðslu ferðakostnaðar.
Hann bauðst jafnframt til að skipulcggja fyrir hann
upplestrarferð víða um Bandaríkin. Dylan tók
þessu boði fegins hendi og kvaðst hafa áhuga á að
dvelja í Bandaríkjunu t þrjá mánuði sumarið eftir.
Áhugi hans byggðist m.a. á þeirri trú, að hann
gæti með þessum hætti unnið sér inn næga peninga
til þess að vera laus við peningaáhyggjur og geta
einbeitt sér að skáldskapnum. En jafnframt var
þetta flótti, því ástandið var eymdarlegt, þótt hann
hefði nú örugglega þak yfir höfuðið. Það fjölgaði í
fjölskyldunni í júlí 1949 og skömmu síðar, þcgar
Dylan kom heim eftir eina ferðina til London, þurfti
hann enn á ný að skrifa betlibréf af því tagi, sem
hann hafði ekki sent frá sér í 1-2 ár. í cinu þeirra
sagði hann m.a.: „Ég kom heim, frekar illa farinn,
og hér er fjárhagsstaðan langtum verri en ég hefði
getað ímyndað mcr. Þeir eru hættir að senda kol,
og munu á næstu dögum hætta að senda mjólk, sem
eru lífsnauðsynlegir hlutir í barnmörgu, köldu húsi.
Rukkanimar dynja á mér. Við fáum ekki meira kjöt.
Ég get auðvitað ekki skrifað ávísun, svo að við erum
núna - í fyrsta sinn í mörg ár - hreinlcga án eins
einasta shillings. Fjórar ávísanir hafa verið endur-
sendar... faðir minn er alvarlega veikur af lungna-
bólgu og ég hef fengið einhvers konar taugaáfall.
Jesús Kristur! Þannig að ef þú hittir einhvern... sem
getur séð af fimm punda seðli, þá myndi það breyta
miklu. Eða bent mér á einhvern til að skrifa tii... ég
neyðist til að fara til Ameríku... ef þú hittir
einhvern sem hefði áhuga á að hjálpa... hvaða
upphæð sem er. Ég borga aftur eftir Ameríku...".
Uppákomur í Ameríkuför
Ameríka átti þannig öllu að bjarga. Og 20.
febrúar 1950 hélt hann loks til Bandaríkjanna, og
dvaldi þar í hundrað daga. í þessari ferð bjó hann
þó öðru fremur í sínum sérstæða eigin heimi. Það
■ Elizabeth eða Liz Reitell, sem varð föru-
nautur og ástmey Dylans í tveimur síðustu
Ameríkuferðum hans.
skipti litlu máli i hvaða landi hann var. Hapn
heimsótti háskóla vítt og breitt um Bandaríkin og
las úr kvæðum sínum og annarra, en hann hafði \
lítinn áhuga á háskólunum, nemendunum, prófess-
orunum, eða Ameríku yfirleitt. Sumir þeir, sem
tóku á móti honum og kynntust honum í nokkra
daga, sögðu eftir á, að hann hefði alveg eins getað
verið á tunglinu. Stundum hafði hann ekki einu
sinni hugmynd um hvar í Bandaríkjunum hann var.
Hann lenti þegar í New York í vandræðum vegna
drykkjuskapar; var beðinn að yfirgefa hótelið, sem
hann gisti á. Og ferðin varð samfelld röð uppátækja,
sem af spunnust sögur um drykkjuskap og kvennafar
skáldsins frá Wales. Honum var sérstaklega uppsig-
að við prófessora í bókmenntum og aðra slíka
sérfræðinga; það var eins og hann gerði sitt ítrasta
til að hneyksla þá.
En þótt Dylan væri oft mikið drukkinn þegar
■ Caitlin með fyrsta barn þeirra hjóna, son-
inn Llewelyn, sem fæddist i janúar 1939.
hann kom á nýjan stað til að lesa upp - riðaði jafnvel
þegar hann gekk að ræðustólnum - þá ber öllum
saman um, að hann hafi gjörbreyst þegar hann fór
að lesa ljóðin. Hann sagði ljóð með þeim hætti, að
áheyrendurnir fengu nýjan skilning á þeinvsumir
létu svo um mælt, að þeir hcfðu fyrst skilið ljóð til
fulls við að hlusta á Dylari lesa þau. Prófessor við
háskólann í Mt. Holyoke sagði t.d.; „Ég hef aldrei
heyrt neitt þessu líkt fyrr né síðar, og þó hef ég
hlustað á öll meiriháttar Ijóðskáld þessarar aldar
lesa upp nema Yeats. Við höfum fengið fjöldann
allan af breskum og bandarískum skáldum hingað
gegnum árin, en það hefur enginn jafnast á við
hann“. Vegna Ijóða sinna og þessarar gáfu fyrirgafst
honum margt. Og sögurnar, sem spunnust um hann
eftir því sem á ferðina leið, voru auðvitað aðeins
viðbót við þjóðsöguna, sem hafði náð tökum á
honum sjálfum. En þjóðsagan hafði einnig sínar
dökku hliðar, og frásagnirnar af drykkjuskap hans
urðu til þess, að hann fékk aldrei þau tilboð um störf
við háskóla í Kaliforníu, sem til umræðu komu á
þessum tíma. Ráðamenn þar töldu hann bæði
óáreiðanlegan og hættulegt fordæmi fyrir nemend-
ur.
Þótt Dylan væri yfirleitt í margmenni í Banda-
ríkjaferðinni þá var hann einmana og þreyttur á
þessu Iíferni. Einn kennari við háskólann í Vassar
hefur lýst því, hvernig Dylan hellti ofurölvi úr
skálum eymdar sinnar, er þeir sátu tveir saman á
herbergi hans. Hann lýsti óhamingju lífs síns -
■ sagði að lífið væri sér martröð. Eini Ijósi punkturinn
í því væri ást hans á Caitlin, sem nú var fjarri.
Kennarinn, sem sjálfur fékkst við ljóðagerð, kvaðst
sér hafa liðið afskaplega illa undir þessum lestri og
á eftir hefði hann velt því fyrir sér, hvort það gæti
nokkru sinni verið þess virði að vera gott Ijóðskáld
ef því fylgdi slíkar sálarkvalir.
Erfið sambúð
Þótt sambúð Dylan og Caitlin hafi oft verið erfið,
þá virðist augljóst að þau elskuðu hvort annað og
þörfnuðust hvors annars. Engu að síður var Dylan
konu sinni ótrúr margsinnis, en ekki nema einu
sinni með þeim hætti, að hann velti því fyrir sér í
alvöru hvort hann þyrfti kannski að velja á milli
tveggja kvenna. Það var blaðakona, sem hann hitti
í New York. Nafn hennar hefur ekki verið birt
opinberlega - í ævisögum er hún nefnd „Sara“ en
það var ekki hennar rétta nafn. Hún heimsótti
Dylan skömmu seinna til Bretlands, en þá komst
Caitlin að sambandi þeirra, og svo fór að Dylan rauf
tengsl sín við „Söru“.
Þegar Dylan kom heim til Bretlands á miðju
sumri 1950 var Ijóst að Ameríkuferðin hafði ekki
skilað því, sem hann hafði þó farið til að afla -
peningum í banka. Að vísu hafði hann gífurlegar
tekjur á þessum 100 dögum, en hann hafði eytt þeim
svo til öllum þegar heim kom. Þar blasti því við
sama fátæktin og peningaleysið og fyrr. - og í
ofanálag að sjálfsögðu bitur vonbrigði Caitlin, sem
hafði beðið heima með börnin í von um betri tíð.
Sambúð þeirra varð mjög erfið eftir þetta. Þaui
rifust mikið, og þegar þau drukku saman þá endaði
það oft með ósköpum. Þá börðust þau með klóm
og kjafti. Caitlin hefur lýst því í bók sinni um samlíf
þeirra, að eftir slík heljarátök hefðu þau „liðið útaf
í rúminu og vaknað seinna í örmum hvort annars.
.Þannig var það venjulega. Við vorum mjög nærgæt-
in hvort við annað á eftir". Það stórsá oft á þeim
eftir þessi slagsmál. „Mér þykir það ótrúlegt nú, að
við skyldum ekki drepa hvort annað“, segir hún í
bók sinni.
Trúnaðurinn, sem áður var á milli þeirra, hafði
brostið og þau reyndu að særa hvort annað sem
mest þegar þau urðu drukkin.
Á ný á flótta
Förin til Bandaríkjanna hafði í reynd verið eins
konar flótti frá baslinu heima fyrir, og vorið 1951
,var hann þegar farinn að undirbúa nýja flótta frá
peningaleysinu og betiinu. Bandarískir vinir hans
voru reiðubúnir að skipuleggja ferð hans með
svipuðum hætti og áður, en nú var Dylan ákveðinn
í að hafa Caitlin með sér.Þau héldu til Bandaríkj-
anna í janúar 1952 og dvöldu þar fram í miðjan
maímánuð. Hann var ákveðinn í að gera ferðina
ánægjulega fyrir hana, en það fór á annan veg. Þau
drukku bæði mikið og rifust oft heiftarlega á
opinberum vettvangi. Og peningamir hurfu jafnóð-
, um og þeirra var aflað ekki síður en í fyrri ferðinni.
Þegar Dylan og Caitlin komu hcim aftur töldu
útgcfendur hans tíma til kominn að staðfesta enn
frekar stöðu hans sem ljóðskálds. Þá voru liðin sex
ár frá því síðasta ljóðabók hans hafði komið út, og
útgefendurnir vildu gefa út Ijóðasafn - úrval bestu
ljóða hans. í nóvember 1952 kom Ijóðasafnið svo
út - „Collected Poems 1934-1952“, sem hann
tileinkaði Caitlin. í safninu voru öll ljóð fyrri
Ijóðabóka nema eitt og svo sex ný Ijóð, sem hann
hafði ort síðan 1946 - samtals níutíu ljóð. Dylan
hafði á þéssum tíma margvíslegar áætlanir um verk
á prjónunum, en það varð ekkert af þeim. Heilsu-
leysið var orðið alvarlegra en fyrr; hann varð jafnvel
uppgefinn af stuttum gönguferðum. Og líkaminn
þoldi sífellt verr áfengið, sem hann hellti í sig.
Engu að síður vildi Dylan halda til Ameríku
þriðja sinni. Caitlin var mikið á móti því, en eftir
háværar deilur hélt hann með skipi vestur. Hann var
þá með í farangrinum hluta af útvarpsleikritinu,
sem síðar hlaut nafnið „Under Milk Wood“ - hann
lauk ekki við það fyrr en skömmu áður en hann dó.
Hann las úr nýja verkinu í Bandaríkjunum og það
hlaut góðar viðtökur áheyrenda. í þessari ferð var
Liz Reitell, sem starfaði á skrifstofu Brinnin þess,
sem skipulagði ferðir Dylans, fastur förunautur
hans um landið og þau Dylan urðu elskendur. Liz
lýsti síðar samskiptum þeirra, og sagðist þá hafa
haft miklar áhyggjur af drykkjuskap Dylans; „Það
var engin skáldagyðja sem kom Dylan til að drekka.
Hann drakk af því að hann var áfengissjúklingur".
Hann þjáðist einnig af fylgikvillum áfengissýkinnar;
hafði m.a. bæði liðagigt og magabólgur, og svo
braut hann handlegg er hann féll drukkinn niður
stiga. Liz fór með hann til læknis síns, Milton
Feltenstein að nafni. Hann setti handlegginn í gips
og gaf honum einhver lyf við gigtinni og magaveik-
inni. Hann hvatti hann líka til þess að drekka minna
og hafa samband við lækni þegar heim kæmi. Dylan
féll vel við Feltenstein, sem virðist hafa verið
örlátur á alls konar sprautur. í stðustu Ameríku-
ferðinni átti það eftir að verða örlagaríkt. Útlit
Dylans vakti ugg meðal þeirra, sem höfðu kynnst
honum í fyrri ferðum; hann var ekki aðeins með
brotinn handlegg, þrútið andlit og skurð fyrir ofan
augað. heldur var útgangurinn að öðru leyti oft
ótrúlega subbulegur.
Dauði í Ameríku
Þegar heim kom reyndi Dylan að vinna í
kofanum sínum; hann varð að Ijúka við „Under
Milk Wood“. Það gekk erfiðlega og honum fannst
hann enn á ný hjálparvana. Hugur hans leitaði enn
til Ameríku. Og áður en hann fór - fjórum dögum
áður - afhenti hann loks handritið að „Under Milk
Wood“, síðasta skáldverki ævi sinnar. Svo hélt
hann í sína hinstu för.
Mikið hefur verið deild um síðustu daga Dylan
Thomas og það, hvernig dauða hans bar að
höndum. Hafa margir látið þung orð falla í garð
þeirra, semönnuðust hann þessadaga. Margt af því
virðist réttmætt. En að vissu leyti voru þó atburðim-
ir í New York aðeins lokapunktur atburðarrásar,
sem hafði staðið árum saman. Það hefði vafalaust
verið hægt að koma í veg fyrir að Dylan andaðist í
New York 9. nóvember 1953 - en hann hefði samt
sem áður ekki lifað lengi að óbreyttu líferni. Og
þegar hér var komið virtist honum sjálfum standa
gjörsamlega á sama.
Hann kom til New York 19. október, og Liz
Reitell tók á móti honum og var sem fyrr fastur
förunautur hans dag og nótt. Fyrstu tvo til þrjá
dagana drakk hann ekki og Liz sagði það „dásam-
legustu dagana, sem ég var með honum. Hann vildi
fara í gönguferðir. Hann vildi borða. En hann var
líka hræddur“. En svo fór hann að drekka og varð
strax veikur; mætti á æfingu á „Under Milk Wood“
ölvaður og ælandi. Og svo var hann orðinn of
útkeyrður til að geta sofnað. „Ég hef séð hlið
helvítis í nótt“, hafði Herb Hannum, vinur Liz, eftir
honum. Hann kveðst hafa spurt, hvort hann vildi
ekki lifa lengur: „Ég veit það ekki... ég vil halda
áfram... en ég veit ekki hvort égget það. Mérfinnst
ég ekki geta neitt lengur. Án heilsunnar er ég
hræddur. Ég get ekki útskýrt það“.
Eftir þetta fór Liz með hann til Feltensteins
læknis, sem gaf honum sprautur. Vinum hans bar
saman um að útlit hans hafi verið hræðilegt næstu
daga. Dylan hélt samt áfram að drekka ýmist á
börum, í samkvæmum eða á herbergi sínu, þar sem
hann sofnaði á milli. Að morgni 4. nóvember, eftir
langvarandi drykkju, vaknaði hann og sagðist vera
að kafna. Liz gekk með honum út og á nálægan bar,
þar sem hann drakk tvo bjóra, en fór svo aftur með
hann upp á herbergið og sendi eftir Feltenstein.
Hann gaf Dylan einhver lyf, svo að hann gat sofið
fram eftir degi, órólega að vísu. Þegar hann vaknaði
leið honurn illa og kastaði upp. Aftur var kallað á
Feltenstein sem gaf honum nýjar sprautur. Dylan
svaf í nokkra tíma en vaknaði svo, kastaði upp, og
sagði Liz, að hann sæi sýnir. Feltenstein kom í
þriðja sinn á hótelherbergið. Hvar þar gerðist hefur
síðan verið mjög umdeilt. Það fór þó ekki á milli
mála að Feltenstein gaf Dylan morfínsprautu/þótt
hann hafi ávallt neitað að viðurkenna að hann hafi
gefið sjúklingi í því ástandi, sem Dylan var í, slíka
sprautu, þar sem allir viðurkenndir læknar myndu
ekki taka siíkt í mál. En Feltenstein gaf Dylan ekki
aðeins morfín, heldur líka óvenjustóran skammt,
eða þrefalt stærri en venjulega er gefinn til að milda
óbærilegan sársauka. Það magn var ekki banvænt
miðað við heilbrigðan líkama, en í þessu tilviki
bendir allt til þess, að það hafi leitt til dauða Dylans.
Eftir að Dylan fékk morfínið var Liz aftur ein
með honum á herberginu, en hún fékk fljótlega
kunninga sinn til þess að vera með sér þar. Dylan
sofnaði stutt í einu. Þess á milli talað hann um sýnir,
sem hann sæi, og bað unt vín, sem honum var neitað
um. Á borðinu við hliðina á rúminu voru blöð og
pappírar Dylans. Þar voru nokkrar línur ófullgerðra
Ijóða. Að sögn sjónarvotta voru síðustu orð Dylans;
„Eftir þrjátíu og níu ár er þetta allt sem ég hef gert“.
Liz segir svo frá að skömmu síðar hafi hún haldið
hann sofnaðan en hún hafi síðan heyrt hann gefa frá
sér „hræðileg hljóð“ þegar hann andaði. Hann var
þá meðvitundarlaus. Feltenstein kom á ný á
vettvang og lét senda eftir sjúkrabíl. Dylan var
fluttur á sjúkrahús og lá þar meðvitundarlaus í fjóra
og hálfan sólarhring. Læknar gátu ekkert gert til
þess að bjarga honum. Caitlin kom frá Bretlandi að
sjúkrabeði hans skömmu áður en hann lést; hún
varð óð af bræði út í Brinnin og samstarfsmenn
hans, sem hún sakaði um að bera ábyrgð á því
hvernig komið var fyrir Dylan, og það svo að leggja
varð hana inn. Að morgni mánudagsins 9. nóvem-
ber andaðist Dylan á sjúkrahúsinu.
Opinberlega var Dylan talinn hafa dáið af
ofdrykkju, en sögusagnir og ásakanir gengu á víxl.
Vinur Dylans frá æskuárunum, Vernon Watkins,
sem áður var nefndur, ritaði eftirmæli í The Times,
þar sem hann sagði m.a.: „Sakleysi er alltaf
þversögn, og Dylan Thomas er, eftir á að hyggja,
mesta þversögn okkar tíma“.
-ESJ tók saman, einkum byggt á „Dylan
Thomas“ eftir T.H. Jones og „Dylan Thomas“ eftir
Paul Ferris.)