Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 14
14 Uimm SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983 ■ Dylan Thomas er án efa eitt þekktasta Ijoðskald vorra tíma. Hann hlaut frægð sína bæði fyrir Ijóð sín en ekki síður fyrir líferni sitt. Hann varð að þjóðsögu en jafnframt sjáifur bándingi þjóðsögunnar. Á þeim tveimur áratugum, sem liðu frá því að Dylan tók lestina frá Swansea í Wales til höfuðborgarinnar London og þar til hann andaðist af afleiðingum ofdrykkju og morfíngjöf við subbalegar aðstæður í New York, var hann af mörgum kallaður goð og snillingur, en af öðrum sakaður um ódýra sýndarmennsku. Á miðvikudaginn þann níunda nóvember næst- komandi, eru liðin þrjátíu ár frá því að dauðinn sótti Dylan Thomas heim með svo ömurlegum hætti í bandarísku heimsborginni, fjarri ástkæru heima- byggðinni í Wales, sem var honuni uppspretta hins besta í skáldskap hans. í Laugharne á suðurströnd Wales er að finna gamalt hús, sem kallað er „Naustið" eða „Bátahúsið“. Það er byggt við klettavegg við sjávarströndina og útsýnið úr glugga þess og af veröndinni er vel við hæfi skálda. Þetta kalla heimamenn og aðrir aðdáendur skáldsins nú „Hús Dylan Thomas“; það er þó aðeins rétt að því leyti, að þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni síðustu ár ævinnar. En Dylan Thomas átti aldrei neitt hús. Vinafólk hans keypti húsið árið 1949 og fékk Dylan það til afnota. Dylan átti yfirleitt ekkert varanlegra veraldlegra verðmæta - aðeins fátækleg húsgögn, gamalt reiðhjól, föt til að klæða sig. Dylan ákvað með sjálfum sér þegar á barnsaldri, að hann ætlaði að verða skáld og jafnframt, að ekki væri hægt að ætlast til þess að skáld ynnu fyrir sér eða fjölskyldu sinni. Það varekki þeirra hlutverk. Hrafnarnir áttu að fæða skáldin - „mjúku, hvítu kjánalegu hrafn- arnir", og að hluta til varð það þannig, því Dylan gerði betl að sérfræði sinni. Fá bresk skáld samtím- ans munu hafa fengið jafn mikla peninga til ráðstöfunar, en samt tókst honum alltaf að vera peningalaus. Og það var ekki bara vegna þess að peningarnir færu jafn óðum í óhóflegt drykkjusvall og skemmtanir, þott það réði miklu. Þær borgara- legu lystisemdir, sem þau hjónin Dylan og Caitlin höfðu áhuga á, kostuðu einnig sitt. Þótt þau eignuðust aldrei hús, þá sendu þau son sinn, í dýran heimavistarskóla. Dylan var félagi í virtum herra- klúbbi í London. Og hann ferðaðist í leigubílum en ekki með strætisvögnum. Þjóðsagan og veruleikinn Þjóðsagan um Dylan Thomas er langlíf og mögnuð. Raunveruleiki og þjóðsaga fara sjaldan saman, en þjóðsagan um Dylan er sérstök: hún var og er veruleiki í sjálfu sér. Ljóðskáld eru yfirleitt ekki með frægustu mönnum á vorri tíð, en samtím- inn henti Dylan á lofti og bjó úr honum goð. Kannski var það vegna þess að Ijóð hans, og líferni, einkenndist af öfgum, sem heilluðu marga. Hann var einnig andsvar við eymdarveröld Eliots; orti Ijóð um frumástríður lífsins. Sumir orðuðu það svo, að hann fjallaði aftur og aftur um einungis þrjú grunnþemu lífsins: fæðingu, kynmök og dauða. í það minnsta var ekkert í Ijóðum hans sem minnti á vélrænu tuttugustu aldarinnar. En svo fór að þjóðsagan um Dylan Thomas gerði hann sjálfan að bandingja sínum, enda þótt hann hafi að vissu leyti búið hana til og viðhaldið henni sjálfur. Hann ákvað þegar á unglingsárum að hegða sér eins og hann taldi að skáld ættu að vera, jafnvel þótt það dræpi hann - eins og reyndar kom á daginn. En hann orti einnig djarflega, og það svo að þeir, sem heyrðu hann lesa Ijóð sín, héldu niðri í sér andanum þegar honum tókst best upp. Mikilvægi welska upprunans Dylan fæddist 22. október 1914 í Swansea, og Wales skipti gífurlegu máli fyrir hann sem skáld. Swansea og sveitin og þorpin þar í nánd var honum jafn mikilvæg uppspretta og Dublin var James Joyce eða Oxford í Mississippi var Villiam Faul- kner. Síðustu ár æfi sinnar sneri hann aftur til æskustöðvana „vegna þess að hjarta hans var þar og vegna þess að þemu Ijóða hans um líf og dauða og ást voru mótuð af viðhorfum fólks og umhverfi í Suður-Wales „eins og einn gagnrýnandinn hefur komist að orði. Hann var skýrður Dylan Marlais, en þau nöfn hafa bæði tilsvörun í sögu Wales. En fyrir heila kynslóð rithöfunda - og í huga nánast hvers einasta Walesbúa á þessum tíma - var hann einfaldlega „Dylan“. Faðir hans, D.J. Thomas, var kennari í ensku og enskum bókmenntum við framhaldsskóla í Swans- ea. Móðir hans, Florence, átti ættir að rekja til sveitafólks í Carmarthenshire, og þar dvaldi hann oft í æsku sinni á sumrin eins og svo sterklega kom fram í verkum hans síðar. Dylan var annað barn þeirra hjóna; þau áttu fyrir dótturina Nancy, og þegar hans var von fluttu þau í nýtt og stærra hús. sem varð heimili Dylans æsku- og unglingsárin. Húsið var við Cwmdonkin Drive, og síðar, þegar hann hafði öðlast nokkra frægð, kallaði hann sig gjarna „Rimbaud frá Cwmdonkin Drive“! Eftirlætisbarn Barnsæska Dylans var yfirleitt ánægjuleg, enda var hann eftirlætisbarn og að margra áliti alltof mikið eftir honum látið. Hann var ekki hvað síst eftirlæti föðurs síns, sem var bitur út í sjálfan sig og aðra fyrir að hafa ekki náð þeim frama, sem hann stefndi að sem rithöfundur. Hann lagði mikið upp úr því að syninum Dylan tækist þar sem honum hafði sjálfum mistekist. í verkum Dylans kemur gleði með æskuárin greinilega í Ijós, svo sem í Ijóðum eins og „Fern Hill“ sem nefnt er eftir nafni á sveitabæ þar sem hann dvaldi oft, og „Poem in October" (Októberljóð), og í ýmsum smásögum hans. Þar rekur hann ljúfleika æskuáranna í Cwmdonkin garðinum, í sveitinni í Carmarthens- hire á sumrin og í Swansea með vinum sínum. Dylan gerði miklar kröfur til ástar og umhyggju og á æskuheimilinu skorti ekki á það. Florence játaði síðar, að hún hefði vafalaust spillt honum af eftirlæti, og kvaðst myndi gera það aftur ef hún hefði tækifæri til. Dylan leitaði ákaft að móðurum- hyggju allt sitt líf; hann vildi láta sjá um sig. Margar ■ Dylan litli er hér fremstur á myndinni ásamt móður sinni og systur. Aftast er ónafngreindur fjöiskylduvinur. Dylan Thomas - ungur og ábúðarmikill. Þjóðsagan og veruleikinn um welska skáldið Dylan Thomas — samantekt um ljóðskáldið sem féll fyrir Bakkusi og morfíni þrjátíu og níu ára gamall fyrir 30 árum ■Dylan Thomas ásamt John Brinnin, sem hafði milligöngu um ferðir hans til Bandaríkjanna. Brinnin gaf nokkru eftir andlát Dylans út bók þar sem hans hlið malanna kom fram. Hún þykir ekki að öllu leyti rétt. Þessi bók hefur komið út á íslensku. sögur hafa verið sagðar af því, hversu ósjálfbjarga hann var, ekki síst varðandi allt sem snerti mat og drykk. Hann komst upp á lagið með að heimta allt af öðrum; af móður sinni, konu sinni, vinum sínum og „kjánalegu hröfnunum" með úttroðnu peninga- veskin. Þegar hann var orðinn sautján ára tók móðir hans enn skurnina af egginu hans á morgnana. Og mágkona hans, sem borðaði morgunverð með Dylan og Caítlin konu hans tíu árum síðar, varð undrandi er hún heyrði Dylan biðja. konu sína um það sama! Orti hundruð Ijóða sem táningur Hann lifði sem sagt góðu lífi, en hugur hans var allur við skáldskapinn. Hann skildi eftir sig nokkrar stílabækur, sem hafa að geyma um tvö hundruð ljóð, sem hann orti frá því hann varð 15 ára og fram undir tvítugt. Hann var mjög upptekinn af sjálfum sér og ákveðinn í að gera framtíðardrauma sína að veruleika. Þegar á unglingsárum fór hann að birta ljóð í blöðum - fyrst í skólablaðinu í framhaldsskólauum þegar hann var ellefu ára - en þar hóf hann nánv árið 1925 - og síðan í dagblöðum í Cardiff og tímaritum. Dylan var ekki sérlega mikill námsmaður, nema í ensku og enskum bókmenntum. Hann sagði sjálfur síðar, að hin raunverulega menntun hans hafi falist í því að fá að lesa það, sem honum sýndist, af bókunum í bókasafni föðurs síns. Hann fékk orð á sig í skóla fyrir að vera baldinn, hann notaði ruddalegt orðbragð, reykti og hagaði sér á yfirleitt á þann hátt, sem skapaði umtal og fordæmingu margra. En hann gat einnig hagað sér með öðrum hætti og unnið fólk á sitt band: hann gat verið mjög háttvís og prúður ef hann vildi, hann var myndar- legur, talaði oft svo sérkennilega og hnyttilega að athygli vakti og skemmtan þótt að. Hann eignaðist líka marga vini á þessum árum, sem sumir skiptu hann miklu máli allt lífið. Þó má alveg sérstaklega nefna tónskáldið Daniel Jones, en þeir voru á líkum aldri og höfðu báðir gífurlegan áhuga á skáldskap. Vinátta þeirra skipti miklu á mikilvægustu þroskaár- um Dylans, árunum þegar hann lauk skólanámi, starfaði á dagblaði um tíma, lærði að drekka, lenti í fyrstu ástarævintýrunum. orti nokkur hundruð Ijóð, sem enn eru til, og sennilega mörg hundruð fleiri, sem týnst hafa. Til London — fyrsta Ijóðabókin En síðar skildu leiðir þegar Dylan hélt til London á vit frægðarinnar og nýtt tímabil hófst í lífi hans. Það var í árslok 1934, skömmu áður en fyrsta ljóðabókin hans kom út. Einu og hálfu ári áður hafði blaðamennskuferli hans lokið, en því starfi hafði hann ekki beinlínis sinnt af skyldurækni. Eftir að birta þurfti leiðréttingar við vísvitandi röng skrif hans í blaðið skildu leiðir. Upp frá því má segja að Dylan hafi verið án fastrar atvinnu, þótt hann hafi unnið tímabundin störf, svo sem við að skrifa bókmenntagagnrýni (hann gagnrýndi þrillera) og unnið við þáttagerð hjá BBC og svo við kvikmynda- gerð á stríðsárunum. Eftir að hann hætti störfum á blaðinu vann hann að Ijóðunum, sem síðar áttu eftir að koma út í fyrstu Ijóðabókinni, „18 Poems“ (18 Ijóð), sem kom út í desember 1934. Flest þeirra voru ort á um einu ári áður en bókin kom út, en í næstu ljóðabók hans, „Twenty-Five Poems“ (Tutt- ugu og fimm Ijóð), sem kom út 1936, voru hins vegar mörg eldri Ijóða hans. Það má því segja að Dylan hafi að sumu leyti verið orðinn þroskaðra ljóðskáld í fyrstu Ijóðabók sinni en í þeirri sem næst kom á eftir. Dylan flutti til London í nóvember 1934 og bjó þar í nokkra mánuði. Þar með hófst í raun og veru tímabil flakks, sem segja má að hafi ekki tekið endi fyrr en hann flutti með fjölskyldunni í „Naustið“ í Laugharne árið 1949. í London reyndi hann enn frekar en á gömlu heimaslóðunum að ganga fram af fólki og hneyksla, en jafnframt lagði hann mikið á sig til þess að fanga athygli og áhuga fólks. Það var honum mikil nauðsyn að hafa sífellt nýja og nýja áheyrendur, sem féllu í stafi yfir orðgnótt hans og skemmtilegheitum. Þannig fór hann á milli pöbb- anna og endurtók sömu sögurnar, vísurnar og ' *................ ....."" uppátækin fyrir nýja og nýja áhorfendur, sem ýmist þótti mikið til welska skáldsins koma eða töldu hann drykkjuhrút og fífl. En á þessum tíma eignaðist hann einnig vini, sem hjálpuðu honum. Þennan fyrsta vetur í London vaknaði eiginlega fyrst sú kennd meðal þeirra, sem komust í kynni við hann og dáðu skáldskap hans, að það þyrfti að sjá um Dylan, bjarga honum frá brennivíni og konum, næturlöngu drykkjusvalli og heilsuspillandi líferni yfirleitt. Og þegar einn vina hans gafst upp þá tók annar við. Svall og gjálífi Fyrsta ljóðabókin var hvorki stór né gefin út í miklu upplagi. Það var erfitt að finna útgefanda, en loks slógu tveir aðilar saman 50 sterlingspundum, sem dugði til þess að gefa út þessa litlu bók í 250 eintökum. Gagnrýnendur voru frekar hægir að taka við sér. Brátt hafði hann þó fengið vinsamlega og í sumum tilvikum lofsamlega dóma í helstu bók- menntaritum. En Dylan sjálfur stundaði fremur drykkjuna en skáldskapinn eftir að til London kom, og í mars 1935 var hann aftur kominn heim til Swansea, þar sem hann reyndi að jafna sig. Það var skömmu síðar sem hann kynntist öðru skáldi, sem varð sennilega besti vinur hans upp frá því, Vernon Watkins. Á næstu árum dvaldi Dylan ýmist í heimahúsum í Swansea eða hjá vinum: um nokkurt skeið hjá sagnfræðingnum A.P.J. Taylor og Margaret konu hans - en þau áttu eftir að reynast honum vél og áttu m.a. húsið í Laugharne, þar sem Dylan bjó síðustu æviárin,í London og á írlandi, svo dæmi séu tekin. Hann var aldrei lengi á hverjum stað, og honum tókst yfirleitt ekki að yrkja ncitt af ráði nema þegar hann var í Wales. Hann vann að því á þessum tíma að fullgera ýmis Ijóðanna, sem birtust í annarri Ijóðabók hans - en þau voru að stofni til yfirleitt nokkurraáragömul. Sögurnarafheimsókn- urn hans til London eru flestar á sama veg; hann drakk og svallaði í kránum, svaf þar sem hann fékk að liggja hjá vinum og kunningjum, og eftir að hann var orðinn úttaugaður og illa farinn hélt hann heim til Wales til að jafna sig. „Ég hef dauðann í mér“ sagði hann oftsinnis meðan á mesta drykkjusvallinu stóð. Hann bjóst við því að deyja ungur - skáldin og„ þeir sem guðirnir elska“ áttu jú að deyja ungir. Árið 1936 - þegar Dylan var 21 árs - hafði hann gefið út tvær ljóðabækur og ort um það bil helming þeirra Ijóða, sem valin voru í endanlegt Ijóðasafn hans, auk þess sem hann hafði tilbúin drög að tíu t' ■ Skáldskapur og peningaáhyggjur; þetta blað, fannst í vinnuskúr hans að honum látnum. Þar má finna drög að Ijóðlínum inn á milli upplýsinga um skuldir. Ijóðum til viðbótar-en í Ijóðasafninueru alls níutíu Ijóð. En honum gekk ekki lengur eins auðveldlega að yrkja og áður - upp frá þessu komu löng tímabil, þar sem hann gat ekkert ort, ekki síst þegar hann var fjarri Wales og freistingarnar birtust úr öllum áttum. Arið 1937 orti hann til dæmis aðeins eitt nýtt ljóð. Þótt hann hefði gefið út tvær Ijóðabækur, og fengið mörg ljóðanna áður birt í blöðum og tímaritum, þá hafði hann ekki fé upp úr skáld- skapnum á þessum árum. Ljóðabækurnar seldust aðeins í nokkur hundruð eintökum, þótt hann hlyti frægð fyrir þær m.a. vegna jákvæðrar umfjöllunar í fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna, að á allri ævi sinni fékk hann 58 sterlingspund fyrir „Twenty Five Poems", sem var prentuð þrisvar sinnum í samtals 1500 eintökum. Það gerði að meðaltali fjögur pund á ári. Hjónaband og peningaleysi Þetta ár - 1937 - var að ýmsu leyti ár breytinga í lífi Dylans. Foreldrar hans fluttu frá Swansea; æskuheimili hans var því ekki lengur griðastaður til að heimsækja og jafna sig. Og hann kynntist stúlku, sem hann ákvað fljótlega að kvænast - Caitlin MacNamara, sem hafði einkunt unnið fyrir sér sem dansmey á skemmtistöðum. Þau gengu í hjónaband á miðju ári 1937, þegar vinur þeirra hafði gefið þeim peninga fyrir hjónavígslunni, og eyddu brúðkaups- dögunum hjá vinafólki í Cornwall. Þar var mikið drukkið og mikið talað en lítið ort. Það var í einu slíku samkvæmi þegar Dylan hafði látið móðinn mása lengi, einsog hans var vaninn, að hann lét falla þessa frægu setningu: „Einhver er mér til leiðinda. Ég held að það sé ég sjálfur". Þetta sama ár las Dylan í fyrsta sinn upp ljóð í breska útvarpinu, en nokkrum árum seinna varð hann þekktur útvarpsmaður í Bretlandi - bæði sem leikari og upplesari og sem höfundur að útvarpsþátt- um og útvarpsleikritum. Dylan og Caitlin lifðu sama flökkulífinu og Dylan fyrr, dvöldu skamma stund á hverjum stað, voru uppáviniogkunningjakomin. Árið 1938 kom aftur fjörkippur í skáldskap hans; hann bæði orti Ijóð og samdi margar sögur, sem síðar birtust í sögusafni „Portrait of the Artist as a Young Dog“ (Svipmynd af listamanninum sem ungum hundi), en þar rekur hann öðru fremur atburði, sem einkenndu æsku og unglingsár hans í Wales. Peningaleysið var jafn yfirþyrmandi og áður, og liann skrifaði bctlibréf í allar áttir. Jafnframt fór hann að leita fyrir sér með útgefendur í Bandaríkj- unum, en það bar nokkurn árangur næstu árin. Og inn á milli kallaði London, þar sem hann naut samneytis við aðra rithöfunda og skáld en sökk jafnan í drykkjuskapinn um leið. Caitlin varð fljótlega ófrísk og 30. janúar 1939 fæddist þeim sonur. Þau skírðu hann welsku nafni, Llcwelyn, og frönsku, Edouard. Seinna það sama ár birtist þriðja bókin hans, „The Map of Love" (Kort ástarinnar), en það var safn smásagna og Ijóða, og var því yfirleitt vel tekið af gagnrýnendum. Salan var hins vegar lítil; fjórum mánuðum eftir að bókin kom út höfðu aðeins 280 cintök selst. Og þegar bókin „Portrait of the Artist asa Young Dog" kom út 1940 var komið stríð og hún seldist því mun minna en mátt hefði vænta við eðlilegri aðstæður. Stríðsárin Dylan var talinn óhæfur til herþjónustu en seint árið 1941 fékk hann óvænt fast starf um tíma við að semja kvikmyndahandrit. Á árunum 1942 til 1945 vann hann við gerð a.m.k. 10 heimildarkvikmynda. Hann skrifaði handrit myndanna annað hvort einn eða í samvinnu viðaðra og í einum eða tveimur tilvikum annaðist hann leikstjórnina einnig. Pen- ingamálin voru af þessum sökum í skárra ástandi en áður, er hann átti í stöðugu betli til að reyna að greiða eitthvað af skuldum sínum. En ljóðlistin varð að sitja á hakanum. Á miðjum stríðsárunum bjó hann einkum í London og nágrenni og orti lítið sem ekkert. Það var ekki fyrr en 1944 að skáldgyðj- an heimsótti hann á ný? á einu ári - frá miðju ári 1944 til miðs árs 1945, orti hann af krafti. Það var reyndar síðasta mikia sköpunartímabilið í lífi hans, og ein meginástæðan var ef til vill sú, að þá bjó hann í Wales, m.a. í Carmarthenshire, þar sem hann hafði dvalið á sumrin hjá skyldfólki sfnu. Þar hafði Dylan ort Ijóð frá því hann var unglingur, og þegar hann kom þangað árið 1944 fór hann að yrkja á ný, þar á meðal „Poem in October" (Októberljóð), sem er eitt af hans bestu Ijóðum. Haustið 1944 færði Thomas-fjölskyldan sig enn um set og bjó um tíma við strönd Cardiganshire í Wales, og þar gekk honum einnig vel að yrkja. í heild tókst honum á þessu eina ári að Ijúka við ellefu af þeim níutíu ljóðum, sem síðar birtust í ljóðasafni hans. Síðast þeirra var „Fern Hill“, sem vakti mikla hrifningu nokkrum árum síðar, ekki síst í Bandaríkjunum. Það er magnað Ijóð um horfna barnæsku. Stormasamt hjónaband Hjónaband þeirra Dylan og Caitlin var storma- samt, ekki síst vegna þess, að þegar frá leið var Dylan ekki aðeins duglegur að drekka og hneyksla góðborgarana, heldur stundaði hann einnig kvenna- far af mikilli ákefð. En drykkjuskapurinn var þó verstur. Caitlin sagði í sjónvarpsviðtali árið 1975 um áfengisneyslu hans: „Hún eyðilagði hann. Hann væri dásamlegur gamall maður í dag ef einhver hefði tekið frá honum áfengið. Ég held að hann hafi ekki einu sinni verið sérlega hrifinn af áfengi. Það var bara félagsskapurinn, og fjörið og veikleikinn. Vínið át upp alla peninga okkar og allt líf okkar". Næstu ljóðabók hans kom út að stríðinu loknu, 1946 - „Death and Entrances" -, og hún festi hann í sessi sem ljóðskáld. Það voru einkum Ijóðin, sem hann orti 1944-1945, sem vöktu mikla hrifningu. Þrjú þúsund eintök voru prentuð, oginnan mánaðar kom annað jafn stórt upplag. Og lítið úrval ljóða hans var gefið út í Bandaríkjunum og vakti þar einnig athygli. Störf Dylans við kvikmyndagerð voru nú að mestu SJá næstu sfðu Elías Snæland Jónsson lók saman 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.