Tíminn - 06.11.1983, Blaðsíða 26
26
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983
Allt þetta getur hann keypt fyrir 75
milljónir dollara og andstætt því sem
almúginn heldur stundum - talsverða
hamingju, sé maðurinn ekki því óvenju-
legri. Það cr aðeins eitt sem menn geta
ekki keypt fyrir þessa fjárhæð og það er
að ntenn séu teknir alvarlega. Þegar
auðurinn hefur náð stjarnfræðilegum
upphæðum, þá þykir okkur sem ekki
erum rík að auðmaðurinn sé hálf óraun-
verulegur. Að vísu kemur fyrir að við
öfundum hann af því frelsi sem auðurinn
veitir honum, því hann hefur engar
áhyggjur af peningum, meðan þeir ráða
yfir okkar lífi. Hver getur í raun réttri
sett sér það frelsi fyrir sjónir sem 75
milljónir dollara veita?
Við getum tekið sem dæmi álit okkar
á Ewingum og Denver-hirðinni. Þeir
forríku eru hlægilega óraunverulegir.
Við höfum ekki áhuga á þeim sem
manneskjum, heldur aðeins sem
skemmtiefni. HvortsemJ.R. giljarmág-
konu sína eða Claus von Búlow reynir
að fyrirkoma ciginkonu sinni, þá látum
við það okkur engu skipta. Við fylgjumst
bara með. Þetta cr allt skemmtiefni.
Það varð Claus von Búlow líka allt
dýrt spaug.
Sekur fundinn
Öll Ameríka gat fylgst með því er
þessi 56 ára gamli maður var sekur
fundinn þann 16. mars 1982. í gegn um
sjónvarpsmyndavélar í réttarsalnum í
Newport á Rhodc Island mátti sjá er
talsmaður kviödómsinms kvað tvívegis
upp úr uni það að hann væri sekur.
Myndavclin sýndi cinnig viðbrögð liins
ákærða. Von Búlow greip fastar um
armana á sfólnum og léttur roði hljóp
fram í andlitið á honum. Að öðru leyti
sást honum hvergi brugðið. Ahorfendur
voru vonsviknir. Þeir voru því vanir úr
sakamálamyndunum aö tárin flóðu og
hávær mótmæli væru hrópuð upp á
slíkum stundum. Frá því fyrsta var
Búlow máliö prýöis sakamálasaga og
heföi ekki einu sinni þurft til sjónvarps-
fréttirnar.
í rnáli mannsins sem reyndi að sögn
tvívegis að ntyrða konu sína rneð því að
gefa henni insulín, koma fram á sjónar-
sviðið persónur scm ckki heyra daglega
lífinu til, heldur heimi reyfarahöfunda
eins og Hitchcock, Agötu Christie cða
Wallace. Rík og fögur kona, ótrúr maki,
dygg stofustúlka og myndarleg og aðal-
borin börn. sem tortryggja stjúpföður
sinn. Þá kemur við söguna ástmær
stjúpföðurins og cinkaspæjari, sem að
aðalstarfi er útfararstjóri.
Þá vcrður ekki annað sagt en að
sviðsmyndin sé mcð ágætum: 14. her-
bergja íbúð við Fimmta-stræti á Man-
hattan og 20 herbergja lítil höll í
Newport, sem þau Grace Kelly og Bing
Crosby notuðu ícinniaf myndum sínum.
Enn kemur við sögu dularfullt fataher-
bergi, þar sem menn fundu svarta tösku
mcð lyfjaglösum og sprautum. Að end-
ingu má svo ekki glcynia öllum pening-
unum, - Þeim 75 milljónum, sem fórnar-
lambið átti.
Þann 21. desember 1980 féll Sunny
von Búlow í þungt dá, sem hún hefur
enn ekki vaknað upp úr. Stofustúlka
hennar fær grun um Claus von Búlow
hafi átt þarna hlut að máli með sprautu
í hendi. En það er ekki mcira en grunur.
Enginn . hefur orðið þess var að von
Búlow hafi dælt insúlíni í konu sína.
Engar nálarstungur eru finnanlegar á
líkama hennar. Enginn getur á endanum
fullyrt að hér hafi glæpur vcrið frantinn.
Fyrir hendi eru aðeins nokkur blóðsýni
úr Sunny von Búlow, sem prófuð hafa
verið fyrir insúlíni og mjög er deiit um
niðurstöður úr þeim.
Insúlínmorðinginn
Þetta hefði því ekki dugað til ákæru
hefðu ekki komið fram á sjónarsviðið
tveir lögrfræðingar, sem báðir kunnu að
nota sér fjölmiðla. þeir töldu báðir að
Búlow væri sekur, og þeir sáu ekki betur
en að hér væri hægt að hefja framleiðslu
á hryllingssmynd sem gæti borið vinn-
uheitið „Insúlínmorðinginn". Annar
þessara snillinga er lögfræðingur í New
York, Richard Kuhað nafniogvarhann
fenginn til af stjúpbörnum Búlow, þeim
Annie Laurie og Alexander von Auer-
sperg. Kuh er einn ríkasti lögfræðingur
Bandaríkjanna og stendur mönnum
mikill ótti af honum sem í klóm hans
lenda. Honum er þó hin mesta skapraun
að því að til þessa hefur nafn hans verið
tengt við hin illræmdu réttarhöld yfir
skopleikaranum Lenny Bruce. Einn
starfsbróðir Kuh hefur sagt að þau
réttarhöld hafi orðið til þess að eyðileg-
gja feril Bruce og loks að koma honum
í gröfina. Hinn snillingurinn er Stephan
Faminglietti, 34 ára, afar metnaðargjarn
lögfræðingur saksóknarans á Rhode
Island.
Með hjálp einkaspæjara safnar Kuh
nú gögnum og framburði gegn Búlow.
En þeir ná svo litlu saman að yfirbjóð-
endur Famigletti ráða frá ákæru. En
Famigletti tekst loks að vefja saman
ákæru af mikilli list og fær á endanum
grænt Ijós til þess að hefjast handa.
Handritið var sem sagt samþykkt og nú
mátti byrja kvikmyndatökuna.
Þótt líkingamál sé hér notað, þá er
ekki á nokkurn hátt verið að kasta rýrð
á amerískt réttarfar. Þar eru réttarhöld
í glæpamálum eins konar einvígi á milli
sækjanda og verjanda, ólíkt því sem er
víðast í Evrópu, en þar stjórnar dóm-
stóllinn sjálfur öllum gangi málanna,
málsrannsókn og vitnaleiðslum. I
Bandaríkjunum er dómarinn fyrst og
fremst nokkurs konar fundarstjóri, sem
sér um að allar reglur seu haldnar.
Ætlaði Buiow að fela
konu sína fyrir vinum
hennar?
Reglurnar hcimila sækjanda og verj-
anda að túlka sjónarmið sín fyrir kvið-
dóminum á svo áhrifaríkan hátt sem þeir
helst gcta og við vitnaleiðslurnar er þcim
heimilt að ráðast að vitnum hver annars
að vild. Þannig verða öll meiri háttar
réttarhöld vegna afbrotamála að heilm-
ikilli leiksýningu. Þótt svo eigi að heita
að hér sé vcrið að leita að hinu sanna í
málinu, þá er það sigurinn sem skiptir
bæði sækjandann og verjandann mestu.
Þeir bcita öllum brögðum og fyrir saks-
óknarann skiptir þaðsérlcga miklu máli,
því hann er kosinn til embættis síns og
hvcrt unnið mál þýðir flciri atkvæði.
Söguhctjan í morðmáli Famigliettis er
ameríski milljónaerfinginn Martha
Crawford, sem kölluð var Sunny. Hún
var talin bpra gælunafnið með réttu,
segja Famiglietti og vitni hans, því hún
var lífsglöð og andlega og líkamlega
heilbrigð kona. Sunny giftist ckta prinsi
árið 1957, hinum austurríska Alfie von
Auersperg. Bjuggu þau hjón og börn
þeirra tvö, Ala og Alexander í Kitzbú-
hel. Hún skildi þó við Alfie, þar sem
hann var hcnni ótrúr. Þá kom skálkurinn
upp á yfirborðið: Claus von Búlow.
Búlow hafði búið í Englandi frá 1942 og
var þekktur glaumgosi þar í landi. þar
var hann frægur fyrir stórfengleg sam-
kvæmi sín, þó sagt væri að hann hefði
ekki úr miklum peningum að moða.
Fráskilda prinsessan Auersperg féll fyrir
töfrum þessa fertuga manns með hin háu
kollvik. Þau giftust árið 1966 og eignuð-
ust eina dóttur, Cosimu. Þau keyptu sér
íbúð í New York og einbýlishús í
Newport. Urðu þau brátt vinsæl í sam-
kvæmum ríka fólksins, bæði sem gestir
og gestgjafar. En að nokkrum árum
liðnum dró Sunny sig í hlé, - eða var hún
látin draga sig í hlé? Claus von Búlow
losaði sig smátt og smátt við vinkonur
hennar, þegar þær hringdu.
Famiglietti leiðir nú fram eftirlætis-
vitni sitt, þýsku stofustúlkuna Mariu
Schrallhammer. Ekki hefur hún útlitið
með sér, ófríð, uppskrælnuð og alveg
kærulaus um eigin hagsmuni. í 23 ár
hefur hún verið í þjónustu „lafðinnar".
Það er meira virði fyrir kviðdóminn en
það að hún komi svo vel fyrir. Sá sem
sýnt hefur slíka tryggð lýgurekki. María
segir frá því með hárri og skerandi rödd,
sem mjög er með þýskum hreim, er hún
fann frúna í fyrsta sinn meðvitundar-
lausa í rúminu. Von Búlow lá þá hjá
henni. María skoraði á hann að kalla á
lækni, en hann taldi það óþarfa, því hún
mundi brátt sofa úr sér.
Svarta veskið
Loks nokkrum klukkustundum síðar
var kallað á lækni fyrir þrábeiðni Maríu.
Læknirinn kom á elleftu stundu, því
Sunny var þá í andaslitrunum og hjartað
að stöðvast. A sjúkrahúsinu tókst að
vekja hana úr dáinu og það sem að henni
amaði var greint sem meðfæddur heilsu-
galli. Þar var um að ræða of lágt
sykurmagn í blóðinu, eins konar önd-
verðu við sykursýki. Ef Sunny át of
mikinn sykur þá brugðust nýrnahetturn-
ar við með því að framleiða yfirmagn af
insúlíni, sem þegar olli miklu falli í
blóðsykrinum. Það kom aftur fram í
þreytu og meðvitundarleysi.
Eftir þetta atvik kvaðst Maria
Schrallhammer hafa orðið þess fullviss
að von Búlow hygðist vinna húsmóður
hennar mein. Dag nokkurn rakst hún á
veski í ferðatösku. Ekki var það hvítt,
ekki rautt, ekki grænt, - heldur svart.
Þvílíkur hvalreki fyrir Famiglietti, - litur
hins illa, litur dauðans. I veskinu fann
Maria glös með lyfjum. Hún sýndi þau
stjúpsyni Búlows, Alexander, sem lét
rannsaka þau. Hér var um að ræða
valíum og svefnlyf. Níu mánuðum síðar,
stuttu fyrir jólin 1980, rakst María svo á
lítið glas í sömu töskunni og bar það
áletrunina „insúlín”.
Þann 21. desember 1980, nær ná-
kvæmlega ári eftir fyrsta áfall Sunny,
missti hún meðvitund enn á ný í glæsi-
húsinu í Newport. Þessu sinni var Maria
Schrallhammer hvergi nærri, hún var í
New York. í þetta skiptið komst frúin
ekki til rænu á ný.
Famiglietti, saksóknari, leiðir nú fram
næsta vitni sitt, Alexander von Auer-
sperg. Þetta er ungur maður, 22ja ára,
og hið mesta augnayndi fyrir konurnar í
kviðdómnum. Munnsvipurinn ber ef til
vill vott um munúðarfullt líferni, en
þetta er nú einu sinni prins. Alexander
segir frá því alvarlcgur í bragði er hann
tekur til að leita að svarta veskinu ásamt
Eddie Lamberg leynilögreglumanni í
Newport, en í þessu veski hafði stofu -
stúlkan fundið insúlínið.Ekki hafa þeir
mikla von, enda er mánuður liðinn frá
því er sá glæpur sem þeir telja stjúp-
föðurinn hafa drýgt var framinn.
En þeir prinsinn og leynilögreglumað-
urinn hafa heppnina með sér: Svarta
veskið er enn í fataherberginu og insúlín-
ið er ekki í því. Hefur von Búlow notað
það?
Ástmærin stillti
honum upp við vegg
í veskinu finnast hins vegar þrjár nálar
og ein þeirra hefur augljóslega verið
notuð. Þessi nál er nú rannsökuð á
tilraunastofu og þar finnast leifar af
svefnlyfinu Amobarbitae og leifar af
valium og insúlíni. Þegar víðkunnir
læknar hafa staðfest þetta rétt, lætur
Famiglietti til skarar skríða. Þegar
Sunny von Búlow var lögð inn á sjúkra-
húsið í Newport, segir ákæruvaldið, var
blóðsykurinn svo láguroginsúlínmagnið
svo mikið í líkama hennar að ekki gat
verið nema um eina skýringu að ræða, -
að einhver hefði gefið henni inn insúlin.
Famiglietti þykist vita hver þessi „ein-
hver" er og vegna hvers þessi „einhver"
gerði þetta.
Nú gengur Alexandra Isles í vitnastúk-
una. Þegar réttarhöldin byrjuðu hafði
■ Stofustúlka Sunny, Maria Schrallhammer, fyrir réttinum
■ Biilow og Cosima dóttir hans. „Pabbi er ekki morðingi," segir hún.
Insúlín-
morð-
inginn
Brátt verður hið
umdeilda mál
Claus von Biilow
tekið upp
að nýju
■ Famiglietti sigurrerfur að réttarhöldunum loknum