Tíminn - 04.12.1983, Page 2

Tíminn - 04.12.1983, Page 2
, , SUNNUDAGUR 4, DESEMBE« 1983 dagskrá allan jólamánuðilmi^ A faralds- . fæti ■ Sxlkerum til upplýsingar, þá leit matseðill jólapakkakvöldsins svona út í fynra. ■ Þeir eru eflaust einhverjir sem fyrir þessi jól, sem og önnur bregða sér í verslunarleiðangur til Lundúna, Glas- gow eða Amsterdam, allt eftir áhuga, efnum og ástæðuni. Eitthvað verða þeir scnnilega færri sem fara í slíkar innkauf.a reisur þctta árið, enda ekki svo lítið talað um skert kjör. Að jafnaöi þurfa margir dreifbýlisbúar að leita til þéttbýl isins fyrír hátíðarnar, til þess að birgja sig upp af varningi ýmis konar, jafnt jólagjöfum sem rekstrarvörum hcimii- anna. Þeir verða því á innlendum faralds fæti, og í tilefni þess að jól in nálgast nú, þessir ferðalangar fara að streyma til borgarínnar, aðrír sem í borginni búa vilja gera sér dagamun í svartasta skammdcginu, ræddi ég stuttlega við Emil Guðmundsson hótelstjóra á Hótef Loftleiðum um það hclsta sem verður á döflnni hjá Hótel Loftleiðum í jólamán- uðinum: „Við verðum með sérstaka dagskrá allan desembermánuð, og hefst hún með því að aðventukvöld verður haldið nú á Jólapakkalwðld ■ Öll kvöldin sem dagskrá verður, vcrður jafnframt tískusýning, og verður Víkingaskipið skreytt vörum frá hinum ýmsu verslunum í borginni, en að jafnaði er Víkingaskipið drekkhlaðið gómsætum réttum, eins ogsvo fjölmörgum er kunnugt um. Emil Guðmundsson, hótel stjóri á Hótel Loftleiðum Ummjón Agnet Bragadóttlr „Erum með sunnudagskvöldið, þar sem barnakór syngur, tískusýning verður, Einar Örn Einarsson tenórsöngvari syngur, auk þess sem Ijúffengur kvöldverður verður framreiddur. Það er að vísu ekki rétt hjá mér að dagskráin hefjist með þessu, því nú 1. desember byrjuðum við með Julebord, sem er framreitt í hverju hádegi, en það er kalda borðið okkar, að viðbættum dönskum jólaréttum, og Jul- ebord verður á boðstólum hjá okkur fram á Þoríáksmessu. Með jólaborðinu danska verður einnig hægt að fá jóla - glögg.scm einnig er danskur siður, og Blómasalurínn verður skreyttur á dansk- an hátt þennan tíma, með kringlum og hjörtum. 9. og 10. desember verðum við með Norska daga, þar sem kynntir verða norskir réttir, og hinn þekkti vísnasöngv- ari Finn Kalvik skemmtir. Lúsíukvölder svo á dagskrá hjá okkur 11. desember, og Lúsíurnar koma til okkar frá Söng- skólanum í Reykjavík, ásamt St. Lúsíu. Víkingaskipið verður skreytt af gjafa verslunum úr Reykjavík öll kvöldin, og á Lúsíukvöldinu er það verslunin Kúníg- únd sem sér um skreytingu skipsins. Þá verða einnig happdrættisvinningar öll kvöldin. Loks vil ég nefna jólapakkakvöld sem verða hjá okkur 17. og lS.desember, en þau hefjast með því að barnakór Kárs- nesskóla syngur og siðan verður tísku sýning á vegum Módelsamtakanna. Þessi kvöld hafa verið einstaklega vinsæl hjá okkur undanfarin þrjú ár, enda skapast alveg sérstök jólastemmning á þeim, þegar aðeins logar á kertum og sungnir eru jólasálmarnir." - Sem sagt, heilmikið um að vera hjá ykkur í jólamánuðinum Emil, en hvað segir þú mér - má einhver vera að því að koma og skemmta sér svona rétt fyrir jólin? ■ Lúsíunum fylgir jafnan hátíðarbragur. ■ Lítil stúlka tendrar Ijósin á kertum aðventukransins á aðventukvöldi. „Já, það er einmitt mikið um það að starfsfélagar, og jafnvel heilu fyrirtækin fari saman út eitt kvöld fyrir jólin og við höfum tekið upp þann háttinn gagnvart þeim, að bjóða 10 manna hópum eða þaðan af stærri upp á 10% afslátt þennan mánuð. Nú, svo er hótelið talsvert mikið nýtt af fólki utan af landi, sern kemur í verslunarieiðangur fyrir jólin. Við vilj- um koma til móts við þetta fólk, og höfum reynt að stilla gistivcrði í hóf. Við bjóðum upp á sérstakt gistiverð í des- ember, sem er 550 krónur fyrir herberg- ið, burtséð frá því hversu margir eru í herberginu, þ.e. þeir geta verið einn, tveir eða þrír, en gistiverðið er það sarna." Emil segir mér að reynsla hans undan- farin þrjú ár sé sú að þessi jóladagskrá hótelsins hafi mælst mjög vel fyrir. Fólk hafi sérstaklega talað um jólapakka- kvöldin sem hátíðleg kvöld fyrir aila fjölskylduna og sömu sögu væri að segja um aðventukvöldið og Lúsíukvöldið - þessi kvöld væru búin að vinna sér fastan sess í starfi hótclsins, og því væru þau á dagskrá hjá hótelinu ár eftir ár. Emil sagði mér einnig að matseðlarnir á öllum þessum kvöldum myndu gilda sem happdrættismiðar einnig, þannig að allir gestirnir ættu möguleika á vinningi það kvöld sem þeir væru gestir hótelsins, cn þeir væru jafnframt þátttakendur í stóra vinningnum sem dreginn væri út síðasta kvöldið, en það væri flugfar fyrir tvo til Kaupmannahafnar og aftur til baka. Það er því ljóst, að þeir sem á annað borð hafa til þess tíma og ráð að gera sér hátíðlegan dagamun í þessum svarta skammdegismánuði, hafa til þess næg tækifæri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.