Tíminn - 04.12.1983, Qupperneq 4
4
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
■ „Wagnerfólkið er hláturmilt;
Wagnerítar hlæja hins vegar aldrei."
Þetta sagði Friedelind Wagner síðastlið-
ið sumar þar sem hún ar stödd á Richard
Wagner hátíðinni í Bayreuth - í síðasta
sinn að því er hún sagði, ekki í fyrsta
sinn. Og það er alveg rétt hjá henni að
Wagnerítar hlæja ekki. f tónlistarhofinu
sem afi ungfrú Wagner reisti sjálfum sér
til heiðurs safnast saman hörðustu aðdá-
endurnir og þeim þykir jafn mikil óhæfa
að hlæja að Die Meistersinger von
Núrnberg, bara af því að verkið er
gamanleikur, og það að klappa þegar
Parsifal er lokið, í stað þess að móttaka
óperuna í trúrænni þögn. Þær fáu mann-
eskjur sem ekki áttuðu sig á þessu á
hátíðinni í sumar voru myrtar með
augnaráði hneykslaðra Wagneríta.
Ekki svo að skilja að Wagnerítar
skemmti sér ekki. Þar sem þeir stóðu í
Festspielhaus síðari hluta dags, allir
klæddir samkvæmisklæðum þrátt fyrir
steikjandi hita, þá skein af þeim djúp, en
að vísu nokkuð þungbúin, fullnægja.
Hugmyndir þeirra um skemmtun eru
einfaldlega öðruvísi en annarra dauð-
legra manna og ef maður vill komast á
glaðlega óperuhátíð í sumarfríinu, þá er
Bayreuth alls ekki rétti staðurinn. Á
öðrum hátíðum, eins og þeirri í Pam-
plona, eru óperurnar sýndar á kvöldin
en milli sýninga og svefns stunda hátíð-
argestir kaffihúsin, krárnar og skemmta
sér dável. Wagnerítarnar í Bayreuth
vilja ekki sjá fólk sem hefur gaman af
svoleiðis löguðu. Þeir sjálfir helga sig
óperunni af lífiogsál ísjödgasamfleytt,
sýningar standa í rúmlega sex tíma á dag
og fyrirlestrar eru haldnir á morgnana. í
smáþorpi þessu í Bæjaralandi, þar sem
ekkert er til að draga athyglina frá
Meistaranum ogguðdómleik hans, liggja
jafnvel Wagnerítar sem sýna of opinskáa
ást á Lohcngrin undir þeim grun að vera
léttúðugir.
Þolkeppni
Bayreuth-hátíð er eins konar þolkepp-
ni Wagneraðdáenda þar sem þurigavigt-
armennirnir í flokknum sýna stoltir lík-
amsstyrk sinn, þolinmæði, ónæmi fyrir
líkamlegu og andlegu harðræði, og al-
gera einbeitingarhæfni. Þeir sýna, í
stuttu ináli, að þeir séu þess verðugir að
teljast aðdáendur Richard Wagners. í
einkastúku Wagnerstúkunnar hér áður
fyrr ríkti jafnan glaumur og gleði, á
mælikvarða Bayreuth, og Friedelind
Wagner heldur því fram að vegna þess
hafi Wagnerafkomendur í fjórða lið
ekki fallið í kramið hjá blindum aðdá-
endum ættföðurins - en fjórða kynslóðin
í Bayreuth, þar sem
ekkert er til að draga
athyglina frá Meistar-
anum og guðdómleik
hans, liggja jafnvel
þeir Wagnerítar sem
sýna of opinskáa ást
á Lohengrin undir
þeim grun að vera
léttúðugir...
frá Wagner hefur í sínum röðum marga
atvinnumenn í tónlist og leiklist. Nú er
svo komið að afkomendur Richard og
Cosimu hafa misst öll forréttindi sín og
verða að sækja um miða eins og hverjir
aðrir gestir. Þá er undanskilinn bróðir
Friedelind, Wolfgang Wagner, sem
stjórnar hátíðinni ásamt síðari konu
sinni, Gudrunu. Kumpánleiki hefur ald-
rei verið aðall Wagnerhátíðarinnar,
fremur en þægilegheitin.
Miðar eru seldir og afturkallaðir að
geðþótta seljendanna. Leikhúsið, sem
tekur 1.925 manns í sæti, er hvorki
loftræst né upphitað og stólarnir í
salnum eru algerlega óbólstraðir og satt
að segja afar óþægilegir. Stjórnendur og
áhorfendur eru sammála um að það
myndi ganga af hljómburðinum dauðum
ef stólarnir væru bólstraðir. í nokkrum
efstu stúkunum eru örþunnar sessur á
stólunum, en eins og til að bæta það upp
er fullkmlega loftlaust í þeim sömu
stúkum. Þó svo að veðurfarið í Bayreuth
sé líkt og sniðið fyrir kvef- miklir hitar
en inn á milli ofsafengnir, svalir regn-
skúrir - þá er bannað að hósta eða
hnerra í salnum. Allt sem gefur til kynna
mannlegan breyskleika er einfaldlega
bannað. í öllum öðrum óperuhúsum í
veröldinni er löng biðröð á salernin eftir
fjörutíu mínútna þætti, en í Festspiel-
■ Hér geta menn séð hvernig þeir ættu að búast uppá, ef þeir hyggja til ferðar á Bayreuth-hátíðina.
haus þar sem þætti upp á áttatíuogfimm
mínútur þykja ekkert tiltökumál og
boðið er upp á bjór og kampavín í
tveimur klukkutíma hléum - þar sjást
aldrei fleiri en þrír í einu bíða þess að
komast á klóið. Hitinn inn í húsinu hefur
oft og tíðum komst í milli 30 og 40
gráður en enginn stendur upp og fer. í
Festspielhaus láta menn það ekki einu
sinni eftir sér að líða út af. Að vísu er
haft fyrir satt að nokkrir aumir karlar
hafi farið úr jökkum sínum þegar búið
var að slökkva öll Ijós og jafnvel brett
buxnaskálmar sínar upp að hnjám, en
þeir gættu þess þó jafnan að snyrta sig
fyrir hlé. Hljómsveitin ein þarf ekki að
fylgja klæðareglum vegna þess að hún
sést jú ekki, og sagt er að á fyrstu
óperunni síðastliðið sumar hafi Sir Ge-
orge Solti stjórnað hljómsveitinni ber-
fættur.
Fagnaðarlæti í klukku-
stund
Á hátíðinni nú í sumar var sett upp
splúnkuný sýning á Der Ring des Nibe-
lungcn, í tilefni af því að hundrað ár eru
frá dauða Wagners. Fleira var unnt að
gera í tilefni þessarar ártíðar- þegar allt
kemur til alls standa sýningar aðeins frá
fjögur eftir hádegi til ellefu um kvöldið
og gjarnan lengur, vegna þess að upp-
klapp og fagnaðarlæti áhorfenda taka
oft meira en klukkustund, og á meðan
halda allir kyrru fyrir í sætum sínum.
(„Auðvitað," segir vinur Wagnerfjöl-
skyldunnar. „Þeir læsa dyrunum.")
Heimsóknir í grafreiti og á sögustaði
voru mjög vinsælar í sumar og í
nágrannabænum Pegnitz mátt.i sjá sýn-
inguna „Richard Wagner und der Charn-
pagner“, þar sem sýndir voru ógreiddir
sýna sig en hina ströngu Wagner-hátíð,
og í öðru lagi er klæðaburðurinn í
Bayreuth fremur látlaus ef miðað er við
margar aðrar samkomur af svipuðu tagi.
Allir skulu að vísu vera afar virðulega
klæddir, og undir það gangast jafnvel
síðhærðir mótorhjólatöffarar frá Múnc-
hen þegar þeir eru svo heppnir að næla
í miða, en sa sem reynir að vera of
áberandi er litinn hornauga.
Tölvuval
Opinberlega er því haldið fram að
síðasta áratuginn hafi tölva valið hina
heppnu úr hópi umsækjenda um miða.
Tölvan á nú að vera orðin býsna vel að
Óperuhátíðin í Bayreuth er sem fyrr mikið sjónarspil
Til dýrðar
öldurhúsareikningar Meistarans. Mesta
sigur unnu áhorfendurnir í ár þegar þeir
tóku nýju sýningunni á Hringnum með
stóískri ró, enda þótt í Ijós kæmi að hún
væri byggð upp af póstmódernískum
klisjum nostalgíu og abstraksjónar -
breyting sem ekki var byggð á neinni
nýrri meiningu heldur aðeins þeirri sann-
færingu að nú þyrfti að breyta. Á fyrsta
hlutanum af þremur á sýningu Hringsins
notfærðu margir sér réttinn til að baula
á leikstjórann, Sir Peter Hall, en á
öðrum hlutanum var allt kyrrt og hljótt
þar til undir lokin þegar kviknaktar
Rínarmeyjarnar brugðu sér í sloppa til
að taka á móti klappinu. Þá var Sir Peter
Hall líka horfinn á braut. Wagnerítarnir
hugguðu sig við að það tæki alltaf
nokkurn tíma fyrir nýjar sýningar á
Hringnum að festa sig í sessi og minnti
hver annan á að útgáfan á undan,
marxísk uppfærsla Chéreau frá 1976,
hafði hlotið eintómt last í byrjun en eftir
því sem styttist í að hún hyrfi af sviðinu
fór mönnum að þykja vænna um hana.
Eitthvað urðu menn að hugga sig við
eftir alla fyrirhöfnina við að komast á
hátíðina. 5.775 fengu miða á hina nýju
sýningu Hringsins en umsækjendur voru
270.000 frá 73 löndum! Það er sem sé
enginn leikur að fá miða. Öruggasta
aðferðin mun vera sú að útvega sér fyrst
ráðherrastól í vestur-þýslju ríkisstjórn-
inni, eða gerast forstjóri í fjölþjóðafyrir-
tæki sem er rausnarlegt í garð Wagner-
hátíðarinnar. En jafnvel þetta tryggir
þó ekki miða. Þeir sem örlátastir eru í
garð Wagnerhátíðarinnar mynda félag-
skapinn Vinir Bayreuth og þeir fá ekki
miða nema fyrir helminginn af 2300
meðlimum sínum. Þrátt fyrir alla þessa
erfiðleika var að vanda mikið af frægu
fólki í Bayreuth í sumar: ekkja Aga
Kahns en hún hafði ekki látið sjá sig öll
þau ár sem Chéreau-sýningin var á
dagskrá, þama var einnig prinsinn af
Liechtenstein, Hertoginn af Kent,
Edward Heath fyrrum forsætisráðherra
Breta o.fl.
Þessi nærvera frægs og ríks fólks í
Bayreuth leiðir alltaf til þess að einhverj-
ir taka að muldra um að áhorfendaskar-
inn skiptist í tvennt - hina „fínu“ sem
dauðleiðist en mæta til þess að sýna nýju
fötin sín, og hina fátæku en raunverulegu
músíkaðdáendur. Svona raddir heyrast
í öllum óperuhúsum í heimi, en í
Bayreuth þykir þetta frábær brandari -
þó viðurkennast verði að brandarar eru
heldur af skornum skammti þá viku sem
hátíðin stendur. í fyrsta lagi ætti að
svipta alla þá sjálfræði sem geta ekki
látið sér detta í hug auðveldari leið til að
Uppklapp og fagn-
aðarlæti áhorfenda
taka oft meira en
klukkustund og á
meðan halda allir
kyrru fyrir í sætum
sínum. „Auðvitað,“
segir vinur Wagner-
fjölskyldunnar. „Þeir
læsa dyrunum...“