Tíminn - 04.12.1983, Síða 9
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
9
menn og málefni
Framkvæmdastofnunin hefur
stutt að miklmw framförum
Unnið fyrir
opnum tjöldum
■ Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra hefur í samræmi við
ákvæði stjórnarsáttmálans skipað
nefnd, sem falið er að endurskoða lög
og skipulag Framkvæmdastofnunar
ríkisins. Formaður nefndarinnar er
Tómas Arnason fyrrv. viðskiptaráð-
herra, en hann er manna kunnugastur
málum stofnunarinnar frá upphafi.
Fullt samkomulag er um það milli
stjómmálaflokkanna, að slík endur-
skoðun sé eðlileg. Framkvæmdastofn-
un er tiltölulega ung stofnun og byggð-
ist því ekki á fenginni reynslu. Nú er
veruleg reynsla fengin af störfum
hennar. Niðurstaðan er sú, að margt
hefur gefizt vel í starfsemi hennar, en
annað miður, m.a. það, að sum störf
hennar eru einnig unnin hjá öðrum
stofnunum og verður þar því eins og
víðar í ríkiskerfinu um tvíverknað að
ræða. Hér þarf gleggri verkaskipting
að koma til sögu.
Sennilega hafa fáar stofnanir orðið
fyrir eins miklum andblæstri og villandi
áróðri og Framkvæmdastofnunin,
a.m.k. ekki á síðari árum. M.a. hefur
verið markvisst reynt að halda því
fram, að mikil pólitísk spilling hafi
þróazt í skjóli hennar í sambandi við
lánveitingar. Nær allt þetta hefur verið
byggt á fullyrðingum og sleggjudóm-
um, án þess að ákveðin dæmi hafi
verið tilgreind.
Staðreyndin er sú, að engin lána-
stofnun í landinu hefur starfað eins
fullkomlega fyrir opnum tjöldum í
þessum efnum og Framkvæmdastofn-
un ríkisins. Ársskýrslu Framkvæmda-
stofnunarinnar fylgir jafnan yfirlit um
allar lánveitingar hennar. Þau fyrirtæki
sem hafa fengið lán hjá stofnuninni,
eru tilgreind ásamt upphæð lánsins,
sem hvert og eitt þeirra hefur fengið.
Þannig er næsta auðvelt að dæma um,
hvernig lánum stofnunarinnar hefur
verið varið.
Þrátt fyrir þessar aðgengilegu upp-
lýsingar, hafa sjáldan eða jafnvel aldrei
verið nefnd dæmi um misnotkun í
þessu sambandi.
Fara verður bil beggja
Þeim áróðri hefur verið haldið fram,
að Framkvæmdastofnunin hafi í lán-
veitingum sínum ekki tekið nægilegt
tillit til svonefndra arðsemissjónar-
miða.
Um þetta sjónarmið hljóta jafnan
að vera skiptar skoðanir. Sum fyrirtæki
eru vænleg til að skila skjótum arði,
önnur þurfa til þess lengri tíma, en
geta reynzt traustari með tíð og tíma.
Hér getur verið vandasamt að vega og
meta.
Mjög margir virðast byggja arðsem-
issjónarmið sín á því, að fyrirtækin
skili skjótum arði. Reynslan sýnir hins
vegar, að þetta sjónarmið hefur oft
orðið mest að falli. Tiltekin atvinnu-
grein hefur virzt mjög arðvænleg í
svipinn og þá hafa menn keppzt við að
komast í hana. Eftir stutta stund var
mælirinn fullur og offramleiðsla og
verðhrun komið til sögunnar. Þetta
hefur ekki sízt einkennt stóriðjuna ,og
er stálframleiðsla næsta gott dæmi um
það.
Stofnun eins og Framkvæmdastofn-
un verður hér að reyna að fara bil
beggja. Hún þarf að styðja þau fyrir-
tæki, sem líkleg eru til að ná skjótum
gróða, en fallvöltum, innan hæfilegra
marka. Hún verður ekki síður að taka
tillit til þess atvinnurekstrar, sem glím-
ir við byrjunarörðugleika, en getur
reynzt traustari til frambúðar.
Þegar á heildina er litið, verður að
viðurkenna, að Frartrkvæmdastofnun-
inni hefur í stórum dráttum tekizt vel
í þessum efnum, þótt vafalaust megi
benda á undantekningar, eins og hjá
öllum lánastofnunum.
Framkvæmdastofnunin hefur í
fjölda tilfella styrkt fyrirtæki félaga og
einstaklinga til að koma upp blóm-
legum atvinnurekstri, sem hefur orðið
lyftistöng viðkomandi byggðarlags.
Hún hefur á undanförnum árum stutt
að miklum framförum beint og óbeint
um allt land. Athafnalífið hefði orðið
minna og framfarimar minni, ef henn-
ar hefði ekki notið við.
Hvað veldur
offjárfestingu?
Mikið er nú rætt um, að íslendingar
hafi fjárfest um of í ýmsum atvinnu-
greinum. Þetta heyrist ekki sízt nefnt í
sambandi við sjávarútveginn eftir að
aflaleysi kom til sögunnar.
Því er auðvelt að svara , hvað valdi
því, að fiskiskipastóllinn hefur vaxið
um of að margra dómi. Ástæðan ersú,
að hið svokallaða arðsemissjónarmið
hefur ráðið. Undir öllum eðlilegum
kringumstæðum er sjávarútvegurinn
sá atvinnuvegur, sem ætti að vera
arðvænlegastur á íslandi enda stendur
eða fellur þjóðarbúið með honum.
Menn hafa því talið, að þar ætti að
vera álitlegt að fjárfesta.
Oft hefur sjávarútvegurinn líka gef-
ið mikinn og skjótfenginn gróða. Það
hafa margir hagnazt vel á sjávarútvegi.
En áhættan er líka mikil. En djarfir og
ötulir athafnamenn láta ekki áhættuna
stöðva sig, þegar mikill hagnaður getur
einnig verið í aðra hönd.
Af þessum ástæðum hefur oftast
verið mikil ásókn í útgerðina og færri
komizt að en viljað hafa. Þetta er
meira að segja fyrir hendi enn. Áfram
er sótt fast á um fyrirgreiðslu hjá
bönkum og öðrum lánastofnunum um
að auka útgerð og fiskvinnslu.
Þetta heldur áfram, þrátt fyrir svörtu
skýrsluna. Áræðnir menn hugsa á þá
leið, að þeir geti grætt, þótt aðrir tapi.
En það er víðar en hjá sjávarútveg-
inum, sem arðsemissjónarmiðið hefur
valdið offjárfestingu. T.d. er augljóst,
að offjárfesting er enn meiri hjá
verzluninni en sjávarútveginum, en
samt heldur áfram fjárfesting þar af
fullu kappi. Verzlun er bersýnilega
talin arðvænleg atvinnugrein.
Hvað er líka að segja um margar
iðngreinar, þar sem fyrir er vélakostur,
sem myndi nægja til að fullnægja
þörfum tíu eða tuttugu sinnum stærri
þjóðar?
Offjárfestingin er alltaf fyrir hendi,
þegar arðsemissjónarmiðið er látið
ráða. Þó er enginn aflvaki betri til að
efla framtak og áræði.
Fiskiskipa-
stóllinn
Andstæðingar formanns Framsókn-
arflokksins, Steingríms Hermannsson-
ar forsætisráðherra, halda áfram að
flagga þeim áróðri, að það sé sök hans,
að fiskiskipastóllinn sé of stór.
Það er eins og fyrirrennarar hans í
sæti sjávarútvegsráðherra hafi hér
hvergi nærri komið. Það er þó stað-
reynd, að í tíð þeirra hefur aukning
fiskiskipaflotans orðið fyrst og fremst.
Margt af þeim skipum, sem nú eru
færð á reikning Steingríms, voru leyfð
og ákveðin í tíð þeirra.
Þegar Steingrímur Hermannsson
tók við starfi sjávarútvegsráðherra af
Kjartani Jóhannssyni, stóðu mál
þannig, að innflutningur var frjáls á
fiskiskipum, en lán úr Fiskveiðasjóði
til kaupa á þeim höfðu verið stöðvuð í
stuttan tíma. Allir þeir, sem gátu
útvegað sér lán utan við Fiskveiðasjóð,
gátu flutt inn skip hömlulaust og
notfærðu sér það.
■ Framkvæmdastofnunin
Engar hömlur um lán úr Fiskveiða-
sjóði voru lögð á skip, sem smíðuð
voru innanlands. Þess vegna fóru
margir inn á þá braut, þótt það væri
óhagstætt.
Það var fyrst í tíð Steingríms Her-
mannssonar, sem frekari hömlur voru
settar á aukningu skipastólsins, m.a.
með því að fella niður frjálsan innflutn-
ing á skipum.
Hið rétta í þessum málum er, að það
verður ekki nema að litlu leyti kennt
ráðherrum eða opinberum aðilum
hversu ört fiskiskpastóllinn hefur
vaxið. Fyrst og fremst hefur arðsemis-
sjónarmiðið valdið því, að keppzt
hefur verið um að auka fiskiskipastól-
inn.
Fjölgun
atvinnutækifæra
Það er víða fyrirsjáanlegt vandamál,
að atvinnutækifærum fjölgar ekki í
sama hlutfalli og fólkinu fjölgar. Fólki,
sem vinnur við hefðbundna atvinnu-
vegi, eins og sjávarútveg og landbún-
að, fækkar, þótt framleiðslan aukist.
Margir hafa því treyst á iðnaðinn til
að taka við fólksfjölguninni, en þær
vonir eru ekki byggðar á sterkum
grunni. Tæknibyltingin á mestan þátt í
því. T.d. á tæknin höfuðþátt í því, að
flest stóriðjufyrirtækin eru stöðugt að
fækka starfsfóki sínu.
Þetta hefur einnig gerzt hjá hinum
eldri svokölluðum minni iðnaðarfyrir-
tækjum. Hér á landi er t.d. að finna
fleiri dæmi þess, að starfsmönnum hjá
tilteknum fyrirtækjum hafi fækkað
verulega eða staðið í stað, þótt fram-
leiðslan hafi margfaldazt. Vélar hafa
leyst mannshöndina af hólmi. Vafa-
laust mun þetta gerast í enn ríkari mæli
í náinni framtíð.
Það er því ákaflega hæpið að treysta
því, að iðnaðurinn eða nánar tiltekið
framleiðsluiðnaðurinn geti að verulegu
magni tekið við því vinnuafli, sem
bætist hér við á næstu áratugum. Nýr
framleiðsluiðnaður mun að vísu bætast
við, en vafasamt er, að hann geri betur
en að bæta í skörðin vegná
starfsmannafækkunar, sem verður hjá
hinum eldri fyrirtækjum af völdum
tæknivæðingarinnar.
Ferðaþjónustan
Þetta leiðir hugann að því, að mun
betur þarf að sinna öðrum atvinnu-
greinum en þeim þremur, sem nú er
lögð á mest áherzla, þ.e. landbúnað,
sjávarútveg og framleiðsluiðnað, þótt
áfram verði að treysta rekstrarskilyrði
þeirra eftir megni. Vafasamt er þó, að
þeir skapi miklu fleiri atvinnutækifæri.
Sennilega bíða möguleikarnir fyrir
ný atvinnutækifæri mest á sviði hins
svonefnda þjónustuiðnaðar, eins og
samgangna, ferðamannaþjónustu, list-
sköpunar, veitingastarfsemi o.s.frv.
Vaxandi þörf verður fyrir allt þetta,
m.a. vegna þess, að vinnutíminn mun
styttast og tryggja verður fólki aðstöðu
til að notfæra sér tómstundirnar á sem
fjölbreyttastan hátt.
Samgöngurnar geta sennilega átt
mun ríkari þátt í því að fjölga atvinnu-
fyrirtækjum íslendinga en þegar er
orðið. Það er t.d. ánægjulegt til þess
að vita, að íslenzk skipafélög annast
siglingar í vaxandi mæli á erlendum
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri skrifar
vettvangi, jafnhliða því sem þau full-
nægja enn betur þörfum íslendinga
sjálfra. Það er líka mikilvægt, að
íslenzk flugfélög annast fólksflutninga
milli heimsálfa og vöruflutninga erl-
endis.
Möguleikar íslendinga til að fjölga
atvinnufyrirtækjum eru vafalaust veru-
legir á sviði ferðaþjónustunnar, bæði
með því að fjölga hingað komum
erlendra ferðamanna og auka ferðalög
íslendinga innanlands, sem verða enn
auðveldari með fjölgun gistihúsa í
dreifbýlinu.
Um þessi málefni þarf að hugsa
meira og undirbúa aðgerðir á víðari
grundvelli en nú er gert. Annars getur
mistekizt að finna hinni uppvaxandi
kynslóð næg verkefni.
Framtíðarhorfur
í ferðamálum
í ræðu, sem Heimir Hannesson,
formaður Ferðamálaráðs, flutti á
ferðamálaráðstefnu í Borgarnesi 11.
f.m., brá hann upp mynd af því, sem
framundan væri í alþjóðlegum ferða-
málum. Hann sagði:
„Við þekkjum þá þróun, er hinir
færustu erlendu sérfræðingar telja sig
sjá fyrir í hinum alþjóðlegu ferðamál-
um - og er það eitt efni í heila
ráðstefnu og verður ekki tíundað hér.
Það er þó athyglisvert og ekki á allra
vitorði, að heldur eru líkur á því, að
ferðamál að meðtöldum samgöngum,
sem eru næst stærsta atvinnugreinin í
heiminum í dag - næst olíuvinnslu og
sölu, sé miðað við verðmæti - muni
heldur síga á - þó að þyngdarpunktur-
inn kunni að breytast í landfræðilegum
skilningi. Vestur-Evrópa verður eftir
sem áður stærsti áfangastaður ferða-
langa heimsins - en þegar er sú þróun
hafin, að alþjóðaflugið teygir sig í ört
vaxandi mæli til Austurlanda og Kyrra-
hafslandanna, bæði nær og fjær, með
vaxandi kaupgetu og auknu ferða-
framboði í ríkjum, þar sem ferðamál
voru óþekkt fyrir fáum árum.
Ef litið er á Vestur-Evrópu í heild,
hlýtur þessi þróun að þýða verulega
aukna samkeppni í ferðamálum V-
Evrópulanda. Til að gefa hugmynd um
þá stærð, sem hér um ræðir, er því
spáð, að á árunum 1990-1992 verði til
í heiminum um 8-10 þúsund farþega-
þotur (Sovétríkin ekki meðtalin), en í
ár er talið að fjöldi þeirra sé um 6000
- aukningin um a.m.k. 400 þús. sæti -
næstu 7 árin.
Ljóst er að þróunin í hótelmálum
stefnir í þá átt að fjölga gistihúsum af
ódýrari flokki og af einfaldari gerð
samtímis því sem svokölluðum lúxus-
hótelum fækkar hlutfallslega. Leigu-
flug mun aukast - sérstaklega á hinum
lengri flugleiðum og fargjaldamismun-
urinn aukast. Mat sérfræðinga á vegum
ETC er, að líkleg meðaltalsfjölgun
aðildarríkja Ferðamálaráðs Evrópu
(ETC) til ársins 1990 verði um 5,1% á
ári - eða frá næstu áramótum tæplega
36%.
Ef við heimfærum þetta til íslenzkra
aðstæðna, þýddi þetta að á árinu 1990
kæmu hingað 106 þús. erlendir ferða-
menn - vill svo til að þetta er nákvæm-
lega sama talan, sem „Bláa skýrslan“
gerir ráð fyrir að sæki okkur heim árið
1992, en þar er gert ráð fyrir minni
aukningu að hundraðshluta á ári. Hvað
sem þessu líður er fyrirsjáanlegt, að
miðað við bærilegt ástand á heims-
byggðinni er aukning framundan -
bæði frá erlendum mörkuðum og á
heimamarkaði - koma þar m.a. til enn
lengri leyfi en fyrr og stórvaxandi
áhugi alls almennings á ferðalögum."
Þetta mark varðandi auknar komur
ferðamanna hingað, næst þó því að-
eins, að þessum málum verði sýndur
aukinn áhugi af opinberri hálfu.