Tíminn - 04.12.1983, Side 18
18
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
■ Á Sprengisandi.
■ Tjaldað í Jökuldal í Tungnafells jökli.
FYRSfTUR
Fyrir skömmu kom út bókin „Áfram skröltir hann þó“, sem
f jallar um líf sævintýri Páls Arasonar, f jallabílstjóra í byggð og
óbyggð. Það er bókaútgáfan Örn og Örlygur, sem gefur
bókina út, en Þorsteinn Matthíasson skráði.
Páll Arason var meðal f rumher janna í fjalla og öræfaf erðum
og var ferða og athafnaþráin honum í blóð borin, svo og orka
og kjarkur til að takast á við hið óþekkta. Hann gerðist
snemma bifreiðarstjóri og áður en langt um leið var hann
kominn til f jalla og farinn að fara þar áður ókunnar slóðir á
bifreiðum. Má nefna að hann ók t.d. fyrstur manna yfir
Sprengisand, en frá þeirri för segir einmitt í þeim kafla sem
hér birtist:
■ Ég fór fyrstur manna suður um
Sprengisand á bíl sumarið 1948. Þá var
þessi sami ferðahópur með mér. Á því
sumri varð ég fyrir því óhappi að merja á
mér tá þegar ég var að skipta um dekk á
leið yfir Holtavörðuheiði. Þetta var fjandi
sárt en ég harkaði þó af mér og grét ekki.
Þetta ár var tekin upp bensínskömmtun
og áttu engir að fá umtalsvert bensín aðrir
en leigubílasjtórar og þeir sem óku vörubíl-
um í sambandi við atvinnurekstur. Ég
hafði ekki stöðvarleyfi og var því neitað
um bensín umfram það sem einkabílar
fengu. Ég var búinn að fara til lögreglu-
stjóra og upp í ráðuneyti en fékk alls staðar
nei. Þá frétti ég að Pálmi Hannesson hefði
með höndum úthlutun á bensínleyfum
handa þeim sem óku jarðfræðingunum. Ég
hafði þá. ferðast mikið með Sigurð Þórar-
insson og þó sérstaklega Guðmund Kjart-
ansson sem var með mér í flestum Heklu-
ferðum. Ég fer því til Pálma og geri honum
grein fyrir máli mínu. Hjá honum fæ ég
ávísun á bensínskömmtunarseðla eftir
þörfum, þurfti ég aðeins að sýna hana og
fékk þá skömmtunarseðla hjá lögreglu-
stjóra eða sýslumanni hvar á landinu sem
ég var staddur.
í Sprengisandsfeðinni sem ég hef áður
minnst á var þátttakandi frú Ragnheiður
Brynjólfsdóttir kona Helga Tómassonar
yfirlæknis á Kleppsspítalanum. Þau hjón
voru áhugasöm um trjárækt og land-
græðslu. Frúin hafði því meðferðis nokkur
grenitré sem hún gróðursetti suður í
Tómasarhaga. Éandið þar liggur hátt yfir
sjó (800 m) og þessi tré döfnuðu ekki. Úr
Tómarsarhaga fórum við inn í Jökuldal og
höfðum þar viðdvöl hálfan annan dag.
Þaðan var ekið að Eyvindarkofaveri. Það
er á Sprengisandi hér um bil í hásuður frá
Arnarfelli hinu mikla. Við áttum í erfið-
leikum að komast yfir Þúfuverskvíslina
vegna sandbleytu.
Ég hafði frétt að Ferðafélag Akureyrar
væri að undirbúa ferð suður um Sprengi-
sand. Þessi leið hafði ekki verið farin í
fimmtán ár og ég hafði því hug á að vera
fyrr á ferð og tjalda ekki en halda áfram
suður um nóttina. Veðrið var hálf hryss-
ingslegt, norðan kuldastrekkingur. Þegar
við komum suður undir Kjalvötn, sem eru
innan við Búðarháls er þar smákvísl varla
meira en í ökkla að því er séð verður. Ég
ek út í en festi þá bílinn í sandbleytu.
Halldór Ólafsson, bílstjórinn minn sem ég
hef áður nefnt, kallar til mín og segir:
„Palli, þú ert alltaf að festa þig, ég held þú
kunnir ekki að keyra. Ætli ég verði ekki að
draga þig upp.“ Hann fer svo út í rétt fyrir
ofan mig en festir þá sinn bíl líka. Það tók
okkur eina tvo tíma að ná upp bílunum.
Eftir það héldum við áfram og ók ég á
undan. Á Búðarhálsi verður einhverjum
farþeganna litið aftur og segist hvergi sjá
til Halldórs sem átti þó að vera skammt á
eftir. Ég fer út úr bílnum og svipast um en
sé hvergi bóla á honum. Ég sný þá við og
ek til baka. Lengra norður á hálsinum
hefur Halldór stansað og allt fólkið er
komið út úr bílnum. Annar hjólbarðinn að
framan er sprunginn en eitthvað fleira
sýnist mér muni vera að, því einn farþeginn
liggur nær meðvitundarlaus á þúfu skammt
þar frá bílnum.
Þegar Halldór festi bílinn í kvíslinni
hafði púströrið bognað upp, og vegna þess
að vindurinn var meiri en hraðinn og þar
að auki á eftir, kom útblásturinn frávélinni
inn í bílinn og fólkið fékk snert af gaseitr-
un. Halldór dottaði við stýrið en svo
heppilega vildi til að bíllinn lenti á gríðar-
stórum steini og hjólbarðinn rifnaði, við
áreksturinn vaknaði fólkið. Ari Kárason,
ljósmyndari, einn af farþegunum, var
nokkurn tíma að jafna sig. Eftir skamma
stund höfðum við skipt um hjólbarðann og
gátum haldið áfram og vorum komnir
suður að Tungnaá snemma um morguninn.
A BÍL SUB
Bíllinn sem koma átti að sunnan var ennþá
ekki í sjónmáli, enda við nokkuð á undan
áætlun. Veður var hið fegursta og allir í
besta skapi. Þarna var tekinn tappi úr
flösku og menn gáfu sig gleðinni á vald um
stund.
Klukkan fjögur um daginn kom svo
bíllinn og þá var fólkið ferjað yfir Tungrraá
og ég fékk tvöhundruð lítra af bensíni. í
fjallaferðum um vegleysur og brattlendi
eru bílarnir þurftarfrekir.
Meðan verið var að ferja mitt fólk yfir
ána kom ferðafélagshópurinn frá Akur-
eyri, varð þar fagnaðarfundur með
mönnum. Þegar við settum stærri ferjubát-
inn á flot reyndist hann rifinn niður í kjöl
og hriplekur. Litli báturinn sem geymdur
var sunnan við ána var því notaður en í
honum var aðeins hægt að flytja tvo til þrjá
farþega í einu og eitthvað dálítið af
farangri, en við höfðum mikið meðferðis
bæði matvæli og viðlegubúnað.
Ég hef sagt frá því að bílinn sem ég ók
sjálfur kallaði ég Pálínu. Sú nafngift var
þannig til komin, að einu sinni sem oftar
var ég með Farfugla í ferð inni á Kaldadal.
Með í þeirri ferð voru tvær systur. Þær hétu
Pálína og Ólína. Pálína var í bílnum sem
ég ók en Ólína í hinum. Okkur kom saman
um að skíra bílana í höfuð systranna og
þau nöfn héldust þótt þær yfirgæfu farar-
tækin.
Það er rétt ég láti þess getið hvernig mér
tókst að eignast þessa bíla. Á stríðsárunum
vann ég mikið og komst þá yfir vörubíl og
fólksbíl, því allan afrakstur vinnunnar,
annan en þann sem fór í brýnustu lífsþarfir,
notaði ég til að eignast ökutæki. Þegar
stríðinu Iauk var ég það fjáður, að ég gat
keypt Pálínu og greitt kaupverðið út í
hönd. Hún kostaði fimmtán þúsund krónur
og fylgdu nokkrir varahlutir. Ólínu eignað-
ist ég svo þannig, að við Magnús á Grund,
hann varð síðar lögregluvarðstjóri, ætluð-
um að vera saman um ferðalög. Hann átti
nóga peninga og keypti bílinn af Júlíusi
Sigurðssyni, sem lengi ók hjá Dala-Brandi.
Bíllinn kostaði þrjátíu þúsund krónur.
Við fórum svo reynsluferðalag austur í
Næfurholt um jólin 1947. Þá er mjög hart
frost 24° C þar austur frá, svo Magnúsi leist
ekki á að taka þátt í ferðalögum af þessu
tagi.
Hann var þá svo vingjarnlegur að selja
mér bílinn með ágætum greiðslu-
skilmálum. Ég borgaði sexþúsund krónur
út og eftirstöðvarnar eftir því hvernig
fjárhagurinn stóð á hverjum tíma. Stund-
um þúsund krónur á mánuði, stundum
ekki nema fimmhundruð ef tómahljóð var
1 pyngjunni. Þessi liðlegheit Magnúsar
gerðu mér fært að ráðast í kaupin. Eg var
oft í peningahraki, einkum á vorin þegar
greiða átti tryggingargjöldin og búa bílana
undir sumaraksturinn.
Faðir minn var ekki alltof hrifinn af að
skrifa upp á víxla fyrir mig, og fyrst hann
var svo tregur var ekki eðlilegt að aðrir
væru til þess fúsari. Þó sagði hann
stundum: „Palli, það er kannski hægt að fá
Kaf li úr nýúl-
kominni bók
um lífsævin-
týri Páls
Arasonar,
fjallabflstjóra
í byggð
og óbyggð
víxil í Útvegsbankanum hjá honum Ás-
geiri, við erum gamlir skólabræður.“
Þetta peningaleysi olli því að bílarnir litu
ekki ætíð vel út. Voru kannski ekki
ósvipaðir illa framgengnum búpeningi þeg-
ar þeir lögðu upp í fjallaferðirnar á sumrin.
Veturinn 1950, er ég beðinn að fara með
fólk vestur í Dalasýslu. Þar á að jarða
húsfreyjuna frá Skörðum í Miðdölum,
Hugborgu Magnúsdóttur, en hún andaðist
að Sauðhúsum hjá dóttur sinni Herdísi
Guðmundsdóttur. Börn hinnar látnu, þau
sem búsett voru í Reykjavík, ætluðu ásamt
fleiri vinum og venslafólki að vera við
jarðarförina og þess vegna var ég fenginn
til að fara.
Ég fór héðan frá Reykjavík árla dags og
hafði góða ferð vestur. Vegna þess hve
margt aðkomufólk var að Sauðhúsum var
mér búinn náttstaður á Saurum, sem er
næsti bær utar í Laxárdalnúm. Daginn eftir
er jarðað á Kvennabrekku, en þá skellur á
blindhríð. Ég fann til með syrgjendunum
sem stóðu yfir gröfinni í þvílíku foraðs
veðri. Að lokinni athöfn í kirkjugarði var
boðið til myndarlegrar erfisdrykkju á
prestssetrinu að Kvennabrekku. Þangað
höfðu aðstandendur hinnar látnu flutt
veisluföng. Hríðinni slotaði ekki og ég var
lengi kvölds að flytja fólkið heim. Um
nóttina svaf ég í bílnum á veginum niður-
undan Sauðafelli en þangað fór ég með
síðustu gestina. Næsta dag var bjartara yfir
en færð hafði spillst og var Brattabrekka
talin lítt fær. Júlíus Sigurðsson sem ók
áætlunarbílnum fyrir Guðbrand Jörunds-
son, var þennan dag fyrir vestan á suðurle-
ið. Það talaðist svo til milli okkar að við
hefðum samflot suður og var fenginn tíu
hjóla trukkur til að troða fyrir okkur
brautina. Við lögðum upp frá Breiðabólsst-
að í Sökkólfsdal klukkan ellefu um morg-
uninn og vorum sex tíma að komast yfir
fjallið að Dalsmynni. Eftir að þangað kom
gekk ferðin vel til Reykjavíkur.
Þannig hafði verið samið um ferðina að
ég skyldi hafa kr. 200 á dag og auk þess
tvær krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. J