Tíminn - 04.12.1983, Page 26

Tíminn - 04.12.1983, Page 26
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 ■ BLM: „Þér hafið raargsinnis sagt að í skugga eldflauga geti aldrei orðið um góð nágrannatengsl að ræða á milli austurs og vesturs. í austri og vestri þykir nú ljóst að ltkurnar á því að Sovétríkin og Bandaríkin nái samkomu- lagi í viðræðunum í Genf um takmörkun fjölda eldflauga, sem nú hefur verið boðuð, muni hafa á samskipti Vestur og Austur-Þýskalands." Honecker: „Þér hafið alveg rétt fyrir yður, þegar þér segið að horfurnar á að gagnkvæmt samkomulag náist í Genf meta menn víðast svo sem að þær fari minnkandi. Það þarf þó ekki að tákna að allri skynsemi hafi verið vísað á bug fýrir fullt og allt. Hvað sem öðru líður þá munu einnig Bandaríkin verða að viður- kenna á endanum að allt frá árinu 1917 hefur verið við lýði önnur þjóðfélagsgerð en þau sjálf búa við. Það er ekki um neinn annan valkost að ræða fyrir þessa aðila en að stefna að friðsamlegri sambúð. Svo lengi sem ekki er búið að koma fyrir þessum nýja vopnabúnaði Bandaríkjanna í V-Evrópu, sýnist mér, sé á allt litið, að hægt sé að komast að samkomulagi. Við erum þeirrar skoðun- ar að það sé mannkyninu meir í hag að semja en vígbúast enn meir. í bréfi mínu til Kohl kanslara, þann 5. október sl. hvatti ég stjórn sambandslýðveldisins til þess að endurskoða afstöðu sína í þessu máli. Sé litið til sögu síðustu áratuga þá er það skylda að sporna við þeirri þróun, sem hlýtur að leiða til sjálfstortímingar fyrir þjóðirnar í Evrópu, já, og alls mannkynsins. Varla er að búast við því að er andstæðurnar skerpast enn í alþjóðamál- um, að tengslin á milli Austur og Vestur- Þýskalands, sem enn eru ekki með fullkomlega eðlilegum hætti, fari batn- andi. Uppsetning nýrra árásarvopna við dyrnar hjá okkur,- svo mikið er víst, - mundi gera samskipti okkar stirðari, því við lilytum að grípa til hernaðarlegra gangnaðgerða. Viðeigandi gangráðstaf- anir eru þegar í undirbúningi, svo sem þér getið sannfærst um með því að lesa tilkynningu varnarmálaráðs okkar frá 24. október. „Ekki er hætta á því að hið óhjákvæmilega hernaðarlega jafnvægi sem verður að ríkja muni þá breytast Nato í hag. Betra væri fyrir Vesturlönd að hætta við uppsetningu eldflauganna." Bhn: „Hvað gætu þýsku ríkin gert til þess að greina fyrir samkomulagi á milli risaveldanna tveggja?" Honecker: „Ég tel að Vestur-Þýska- land geti lagt hér mikið af mörkum, því Aðalritstjóri „Stem“, Peter Scholl- (J __ Latour á tali við Honecker. ■ Honecker í vinnuherbergi sínu í stöðvum miðstjórnar „Sósíalíska einingarf!okksins“ (SED). Þetta viðtal er hið fyrsta sem birtist við austur-þýska leiðtogann á Vesturlöndum í mörg óbífanleikinn í þessum málum er aug- Jjóslega aðeins frá Bandaríkjunum iltominn. Leggja «tti áherslu á viðræður á milli Austur og Vestur Þýskalands um að koma í veg fyrir uppsetningu vopn- anna, einmitt nú, þegar allt bendir til að þeim verði komið upp.“ Blm: „Hvað teljið þér um nýlegt viðtal við Juri Andropov í Pravda, þar sem hann setur fram nýjar afvopnunar- hugmyndir?" Honecker: „Þarna er í hnitmiðuðu formi dregin fram staða viðræðnanna milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um takmörkun kjarnavopna í Evrópu. Þarna koma fram nýir og mikilvægir þættir sem varða afstöðu Sovétríkjanna og sem miða að því a tryggja að málum sé snúið inn á uppbyggilega braut.' í fyrsta lagi: Ógöngurnar sem Genfar- viðræðurnar hafa ratað inn í eru til komnar vegna óraunsærrar og þvergirð- ingslegrar afstöðu Bandaríkjanna. Þeir eru alveg staðráðnir í því að koma upp þessum nýju eldflaugum sínum í Evrópu." í öðru lagi: Sovétríkin hafa ennfremur sýnt mikinn sveigjanleika. Þau hafa leitast við að ná samkomulagi á grund- velli ríkjandi valdajafnvægis í Evrópu, það er að segja eins og það nú er og án tilkomu nýrra bandarískra eldflauga. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í Genf til þess að ná samkomulagi. í þriðja lagi: Höfuðmáli skiptir sú yfirlýsing Juri Andropov að framhald Genfar-viðræðnanna sé ómögulegt, ef nýjar amerískar eldflaugar verða settar upp í Vestur-Evrópu. Hins vegar má halda viðræðunum áfram ef Bandaríkin skjóta framkvæmdinni á frest. Það er í samræmi við þá yfirlýstu skoðun okkar að betra sé að tala saman, áður en vígbúist er og að ekki skuli vígbúist fyrst og þá talað saman.“ Blm.: „Var þetta síðasta tilboð And- ropovs eða er að vænta frekari sátta- boða?“ Honecker: „Ég þykist þekkja nógu vel til mála til þess að geta sagt að vart sé að vænta nýrra tillagna frá Sovétríkj- unum af hálfu félaga Andropovs, þar sem Sovétríkin hafa teygt sig mjög langt til sátta. Ég tel að bæði stjórn Vestur- Þýskalands og Bandaríkjanna ættu nú að hugleiða alvarlega hvort rétt sé að setja þessar eldflaugar upp. Til þess ætti að minnsta kosti að þurfa til eitthvert samkomulag milli landanna." Blm.: „Er það ekki talsverð sálfræði- leg byrði fyrir Austur-Þýskaland ef nýj- um sovéskum eldflaugum verður komið fyrir innan landamæra þess? Mun þetta ekki valda óróleika meðal íbúanna?“ Honecker: „Ég hef þegar sagt það opinberlega að við yrðum ekki of hrifnir af að þurfa að setja upp nýjar eldflaugar í kjölfar nauðsyniegra gagnráðstafana. En hitt er líka alveg ljóst: Ef ekki er um annað að ræða, þá munum við gera það, til þess að halda við vopnajafnvæginu. Það verður ekkert jafnvægi óttans, held- ur jafnvægi sem byggist á minnstu hugs- anlegri aukningu á vígbúnaðinum." Blm.: „Á þessu ári hafið þér hitt Hans Jochen Vogel, Franz Josef Strauss, Egon Bahr og Helmut Schmidt. Fleiri vestur- þýska gesti hafið þér hitt að máli. Hvaða vonir bindur forysta Austur-Þýskalands við þessar óvenjulegu heimsóknir?" Honecker: „Auknar heimsóknir á milli stjórnmálamanna í Austur- og Vestur-Þýskalandi lít ég ekki á sem neitt furðulegt fyrirbæri. Þar að auki er á okkar dögum verið að fást við vandamál sem varða framtíð alls mannkynsins og þá ekki síst borgara í Austur- og Vestur- Þýskalandi. f þeim samtölum sem ég átti við þá menn sem þér nefnduð bar hæst tryggingu friðarinÁ og það hvað þýsku ríkin gætu gert til þess að stuðla að þeirri tryggingu. Ég segi yðurengar fréttir þótt ég segi að einkum vorum við að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að kjarnavopnavígbúnaðurinn færðist enn frekar í aukana. Það var full ástæða til þess að stjórn- málamenn austurs og vesturs ræddu þessa hluti, því fyrr en varði hafði nýr kippur í kjarnorkuvígbúnaðinum gert stöðuna í alþjóðamálum flóknari og aukið hættuna á þriðju heimsstyrjöld- inni. Ég er ekki í vafa um að þeir sem ég ræddi við hugsuðu einnig mikið um hvað gera mætti til þess að mæta hættunni. Með uppsetningu Pershing II og Cruise eldflauga í Vestur-Þýskalandi höfðu ný viðhorf skapast. Varnarbandalag okkar varð.að grípa til sinna ráða til þess að friður gæti haldist. Það er augljóst að í viðræðum sem þessum koma fram ólík sjónarmið. En miklu skiptir að báðir hafa áhyggjur af varðveislu friðarins og þeim byrðum sem bæði þýsku ríkin og Evrópa verða aó axla, ef vígbúnaðarkapphlaupið held- ur áfram. Menn verða því að leita einhverrar lausnar. Blm.: „Kohl kanslari hefur frá því er hann tók við völdum gert það öllum ljóst'

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.