Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 . SÉT ■ Skíðalöndin eru höfuðstoH ■ Maður verður seint of gamalltilþessaðbregðaáleikeinsogþessimynd ■ Whoops! Skyldu þeir detta? Týról, en þessi mynd er frá St. ber glöggt með sér. Jakob in der Brunnalm. ■ Frá Fieberbrunn, einu týrólsku fjallaþorpanna. A faralds- . fæti Umsjðn Agnet Bragadóttir Ferðamálaráð Týról kynnir dásemdir lands síns í þá geta menn gælt við þá tilhugsun að þetta verð verði nálægt því sama, svo sem næsta sumar. Wallner upplýsti jafnframt að Týról hefur yfir 375 þúsund gistirúmum fyrir ferðamenn að ráða, en þar af eru 140 þúsund gistirúm á einkaheimilum. Hann sagði að menn beinlínis gerðu ráð fyrir því í húsbyggingum sínum, að vilja geta tekið á móti ferðamönnum og selt þeim gistingu og morgunverð. Því væri þannig varið, þegar menn sæktu um leyfi til þess að byggja hús, að þeir óskuðu eftir svo og svo mörgum aukaherbergjum, til þess að geta tekið á móti ferðamönnum, og slíkt leyfi væri svo til undantekninga- laust veitt, þar sem stjórnvöld í héraðinu væru þess mjög fýsandi að auka enn ferðamannastrauminn til landsins. Að loknu fræðsluerindi um Týról sýndu ferðamálafrömuðirnir austurrísku blaðamönnum kvikmynd frá Tyról, sem var hreint ægifalleg. Er ekki að efa að ferðir sem þær sem Samvinnuferðir/ Landsýn, Flugleiðir og Úrval eiga eftir að bjóða upp á til Tyról eiga eftir að verða vinsælar, og það hjá fleirum en skíðaiðkendum, því náttúrufegurð týr- ólsku Alpanna og vingjarnleiki fólksins á sjálfsagt jafnríkan þátt í vinsældum þessa fallega svæðis Austurríkis og stór- kostleg skíðalönd, eða sú var að minnsta kosti tilfinning mín, þegar ég var á þessum slóðum fyrir nokkrum árum, eða nánar tiltekið sumarið 1980. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, en læt myndirnar tala sínu máli. Harma bara að þær eru ekki í lit, eins og kvikmyndin var. ■ Þessir komu með og léku listir sínar. Þeir gátu joðiad hreint ótrú- lega flott. þeirri von að ■ Þeir kunnu svo sannarlega að velja tímann frá Ferðamálaráði Týról, sem voru hér nýverið á ferð, til þess að kynna íslendingum lítillega hvaða lystisemdir Týról í Austurríki hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Fulltrúar Ferðamála- ráðsins kölluðu saman blaðamenn og kynntu þeim helstu ferðamannastaði sína og svöruðu spumingum þeirra. Hingaðkoma þeirra var meðal annars í tilefni þess að Flugleiðir, Samvinnuferð- ir/Landsýn og Úrval hyggjast í samvinnu vera með ein 5 leiguflug til Innsbruck, nxsta sumar, þar sem meiningin er að gera átak um að auka ferðir Islendinga til Austurríkis að sumri til. í máli ferðamálastjóra Týról, Peters Wallner, kom fram að Týról er það hérað í Austurríki sem fær til sín flesta ferðamenn á ári hverju en samt sem áður segir hann að Týrólbúar geti tekið á móti miklu fleiri ferðamönnum en þeir gera nú á ári hverju. Hann sagði að í Týról byggju um 600 þúsund manns og að meðaltekjur á hvern íbúa væru hæstar þar í öllu Austurríki. Þar er verðbólga ekki nema um 3.5% á ári, verkföll eru eitthvað sem Týrólbúar lesa helst um í blöðunum að sögn Peters Wallner og hann lýsti dásemdum þessa fjallahéraðs á þann veg, að skíðabakterían fór að ókyrrast í brjóstum blaðamanna. Wallner veitti blaðamönnum tölulegar upplýsingar varðandi ferðabransann í heimalandi sínu, og þar kom m.a. fram að á sl. ári voru 42 milljónir gistinátta seldar ferðamönnum, og voru þeir sam- tals 6 milljónir, þannig að hver ferða- maður dvaldi að meðaltali í eina viku í landinu. Hann sagði að Týról hefði um 280 fjallaþorp upp á að bjóða, þar sem aðstaða til iðkunar á vetraríþróttum væri frábær, svo og aðstaða til fjall- gangna, tennisiðkana og hvað eina sem hugurinn girnist, allt eftir því á hvaða árstíma ferðamaðurinn væri í landinu. Wallner sagði að það sem Tyrol hefði, t.d. umfram önnur héruð í Austurríki og nágrannalöndunum, væri mikil fallhæð, sem væri að sjálfsögðu það sem skíða- menn leituðu einkum eftir, þegar þeir ákvæðu hvar þeir ætluðu að eyða vetrar- fríi sínu. Nefndi hann sem dæmi að skíðalyftur flyttu mann upp hlíðamar í kringum Innsbruck og hann gæti síðan skíðað niður hlíðar, þannig að fallhæðin væri 1500 metrar. Þá sagði Wallner að afkastageta skíðalyftna þeirra Týrólbúa væri slík að biðraðir við lyftur væru fremur sjaldgæft fyrirbæri, og ef þær á annað borð væru, þá væru þær ekki langar. Auk þess benti Wallner á að skíða- svæðin væru yfirleitt staðsett svo nálægt þeim hótelum sem ferðamennirnir laða nú landann til sín í auknum mæli byggju á að það tæki ekki nema á bilinu 2 til 5 mínútur að komast á þau að meðaltali. Wallner nefndi nokkur dæmi um verð- lag í heimalandi sínu, til þess að íslend- ingar ættu betra með að átta sig á því hvað Týról hefur upp á að bjóða, og á hvaða verðlagi. Ætla ég að nefna nokkur dæmi lesendum til fróðleiks og freisting- ar. Hálfur líter af bjór á veitingastað, eins og í elskulegu fjallahóteli, segir Wallner að kosti 20 til 25 krónur, íslenskar, matarmikil súpa, eins og frönsk lauksúpa, kosti um 30 til 40 krónur, góð máltíð frá 100 krónum og gistingu ásamt góðum morgunverði get- ur þú fengið frá 240 krónum. Það er ljóst af þessum dæmum sem hér eru nefnd, að ekki er kostnaður af uppihaldi mikill á þessum slóðum, og þegar litið er til þeirrar staðreyndar að verðbólga í Týról er ékki nema um 3.5 af hundraði á ári, ■ Peter Wallner, ferðamálastjóri Týról. Tímamyndir - Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.