Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
31
VFtRSYN
Gæðin ofar öllu
Mezzoforte/Yfirsýn/
Steinar
■ Einn af fremstu tóntistarviðburð-
um ársins í ár verður að telja jólatón-
leika hljómsveitarinnr Mezzoforte í
Háskótabíói vegna þeirrar stöðu sem
hljómsveitin hefur skipað sér ytra en
nýlega gáfu þeir út þessa sjöundu plötu
sína sem sýnir glögglega hvað er að
gerast, og hvað hefur verið að gerast
síðan þeir náðu fótfestu á aiþjóða-
markaði.
Upptökur þessarar plötu tóku tölu-
verðan tíma, vegna anna híjómsveitar-
innar í sumar en þeir fengu tvö af
fullkomnustu hljóðverum Bretlands
Power Plant og Mason Rouge til
afnota við plötugerðina og leynir það
sér ekki á hljóðrituninni og tæknilegri
hlið plötunnar, þetta verður varla
betra.
Platan iniheldur 9 frumsamin lög og
eru 5 þeirra eftir Friðrik, 3 eftir Eyþör
og 1 eftir Kristin. Engar meiriháttar
breytingar eru á þessari plötu frá
síðustu plötum Mezzoforte, þeir halda
áfram að fikra sig áfram með notkun
bakradda en mjög varlega þó. Fyrsta
lagið Miðnætursól er með bakröddum
en þær eru þó mest áberandi í laginu
Ferðafönk sem er eitt af bestu lögum
plötunnar en þar sem eitt af aðals-
merkjum Mezzo hingað til hefur verið
hve vel þeim tekst að láta hljómborð/
synthesizer og saxafón fylla í þá eyðu
sem röddin er á maður ekki von á að
breyting verði á því í bráð.
Öll lögin á plötunni eru í hraðari
kantinum, drífandi djskófönk keyrsla
og raunar er í fjarska eina verulega
rólega lagið, falleg tregafull saxafón
melódía en á hinum endanum eru svo
lög eins og eina kunnuga lagið á
plötunni Rockall.
Upptökugæðin eru mikil eins og að
framan greinir og gerir það manni
kleift að hlusta á hvern einstakan í
meðlim hljómsveitarinnar án verulegr-
ar truflunar, þannig er hreint magnað
að heyra hljómborðsleik Eyþórs á
„Létt lag af hljómplötu" eða Friðrik á
„Ferðafönk“ og svona mætti lengi
telja, en upptökustjórn var í höndum
Geoff Calver. - FRI
EINN
...eða tveir
Jóhann Helgason/
Einn/Steinar
■ Jöhann Helgason verður stöðugt
betri með árunum og er hann nú
tvímælalaust toppurinn í dægurlaga-
bransanum hérlendis, auk þess sem
hann hefur nýlega getið sér gott orð
erlendis eins og f söngvakeppninni á
írlandi fyrr í ár, en þessi síðasta
sólóplata hans er það besta sem undir-
ritaður hefur heyrt frá honum, hvergi
feilnótu að finna á henni ef undan er
skilið síðasta lagið „Game of love“
sem virkar mjög út úr fókus miðað við
hin lög plötunnar.
Fyrsta lag seinni hliðarinnar Take
your time hefur átt nokkrum vinsæld-
um að fagna á öldurhúsum/ og
vinsældalistum borgarinnar enda
fjörugt diskólag með hröðum og kröft-
ugum hrynjanda en mörg lög af Einn
eru vel í meðállagi danshæf eins og
sagt er.
Hljómsveitin á bak við Jóhann á
þessari plötu er skipuð þeim Ray
Russel, gítar, Andy Brown, bassi,
Peter Van Hook, trommur, og Richard
Cottel á hljómborð en auk þeirra þá
leikur Louis Jardin á öll hljóðfæri í
fyrsta laginu, Taik of the Town, eitt af
betri lögum plötunnar og David Katz
hefur yfirumsjón með málmblásurum
að því er sagt cr á albúmi. Geoff
Calver,(hver annar?) stjórnaði svo
upptökum.
Allur hljóðfæraleikur mjög vandað-
ur og ekkert tii spárað til að það sem
lagt er í þessa plötu skili sér sem best.
Eftir að hafa hcyrt lög af þessari plötu
eins og Shout in the Night, gott
diskófönk-lag, þá værí gaman að heyra
hvernig kokteillinn Jóhann/Mezzo-
forte hljómaði en þar er Jóhann inn á
svipuðum línum og Mezzoforte hefur
verið á þótt þær hugleiðingar séu að
sjálfsögðu öðrum þræði út í bláinn.
Á heildina litið plata eins og aðdá-
éndur kappans vilja hafa hana, éngin
meiriháttar breyting frá.fyrri verkum
en þær sem gerðar eru virka mjögt til
bóta. _ FRj
Plötur
Kökur hverrar kynslóðar á fætur
annarrar eru bestu meðmælin með
KitchenAid
Amma og mamma notuðu hana og
svo áfram um ókomin ár
n.(ann
aniBÚíi
0SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903
og kaupfélögin
KitchenAid
hrærivél
Orginal hitalakið
Norsk hitalök
í sérflokki
Sérstaklega gerð fyrir þá sem þjást af gigt,
vöðvabólgu og fótkulda. Norsk sjúkrahús
mæla með notkun hitalakanna. Halda hitanum
jöfnum á veturna án rafmagns og eru svöl á
sumrin.
Þolir þvott við allt að 95 gr. hita.
Höfum einnig sængur og kodda með undra
efninu HOLLOFIL
Vefnaðarvörubúðin
Laugavegi 26 - Reykjavík - Sími 14974
(Áður Grundarstíg 2)
Sendum
póstkröfu
Góð gjöf
AIVt/fLISDAGABOK
Fæstíbókabúðum
PRENTSMIDJAN
Þakjárn
Notað þakjárn til sölu
Selst mjög ódýrt
Upplýsingar í síma 99-4455