Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 14
I .YGf A HÓJtM iA NUNKS Dóttir línudansaranna I Brasilíska barnasagan: Dóttir línudansaranna Hjá Máli og menningu er komin út brasilíska barnasagan Dóttir línudansaranna eftir Lygia Bojunga Nunes. Guðbergur Bergsson þýddi bókina úr frummálinu. Fyrir þessa sögu fékk höfundurinn H.C. Andersensverðlaunin, mestu viðurkenningu sem barnabókahöfundi hlotnast. Sagan segir frá Maríu, tíu ára, sem er dóttir línudansaraog æfir sjálf línudans. Hún verður að flytja úr fjölleikahúsinu þar sem hún er alin upp og fara til ömmu sinnar, vegna þess að í fjölleikahúsinu gerast hræði- legir atburðir sem umbylta lífi stúlkunnar. Sagan lýsir á afar sérkennilegan og spennandi hátt hvernig María nær jafnvægi eftir þetta rót í lífi sínu. Bókin er 144 bls. með myndum eftir Marie Gard. Setningu og prentun annaðist Prent- stofa G. Benediktssonar, Bókfell batt bók- ina. Bókatíðindi Iðunnar Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér ný Bókatíðindi sem hafa að geyma heildarskrá yfir allar fáanlegar bækur útgáfunnar í október. Alls eru rúmlega 700 titlar í skránni. Bókaskrá af þessu tagi er nýjung í starfi forlagsins því aldrei hefur verið gefin út svo vönduð og ítarleg heildarskrá yfir útgáfubækur lðunnar. Bókunum er raðað eftirefnisflokkum í skránni ogflestum þeirra fylgir stutt lýsing þar sem gerð er grein fyrir efni og cðli bókanna auk almennra bókfræði- legra upplýsniga. Bókatíðindin eru jafnframt ríkulega myndskreytt. Til að auðvelda þjón- ustu við viðskiptavini Iðunnar fylgir pönt- unarlisti Bókatíðindunum ásamt upplýsing- um um veð bókanna. Eins og áður koma nú í desember út ný Bókatíðindi með skrá og kynningu á öllum útgáfubókum ársins 1983. Þessi Bókatíðindi eru glæsilega úr garði gerð og þeim fylgir jafnframt sérstakur pöntunar- og verðlisti. Bókatíðindin geta viðskiptavinir Iðunnar fengið send sér að kostnaðarlausu með því að hringja eða skrifa til útgáfunnar. Landnám Ingólfs Nýtt safn til sögu þess Félagið Ingólfur var stofnað árið 1934 og er elsta héraðssögufélagið á íslandi. Það tekur til svæðisins sunnan Hvalfjarðar og vestan Ölfusár, - hins forna landnáms Ingólfs Arnarsonar. Frumkvöðlar félagsins voru þeir GeorgÓlafsson bankastjóri, SteindórGunn- arsson prentsmiðjueigandi, Pétur Halldórs- son bóksali og síðar borgarstjóri og Guðni Jónsson magister, síðar prófessor. Félagið gaf út á árunum 1935-1940 ritið Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess í atls 10 hcftum sem töldust þrjú bindi. Að auki gaf félagið út Þætti úr sögu Rcykjavíkur í tilefni af 150 ára afmæli kaupstaðarins árið 1936. Félagið Ingólfur hefur nú tekið til starfa á ný. Mun það sem fyrr gefa út ritið Landnám Ingólfs og er fyrsta ritið komið út. f því er að finna grein dr. Björns Þorsteinssonar fv. prófessors um landnám Ingólfs þar sem hann færir að því rök að svæðið hafi verið skynsam- legasti valkostur fyrsta landnámsmannsins. Guðlaugur R. Guðmundsson cand.mag. birt- ir-’ lýsingu Skildinganesjarðar í Reykjavík og gerir grein fyrir fjölmörgum örnefnum. Steingrímur Jónsson bókavörður skrifar um fyrstu vitana við Faxaflóa. Björn Pálsson kennari ritar um hagsögu Kálfatjarnarsóknar á Vatnsleysuströnd á 19. öld. Haraldur Hannesson hagfræðingur býr til prentunar erindi eftir Sighvat Bjarnason bankastjóra fslandsbanka um verslunarlífið í Reykjavík fyrir rúmri öld. Þórunn Valdimarsdóttirsagn- fræðingur ritar um Félagið Ingólf á árunum LANDNÁM INGÓLFS Nýtt safn til sögu þe.ss l t;éta(!ÍÖ IngtMfur gaf út 1934-1942. Tvær vísitasíur Sigurbjarnar Ein- arssonar biskups frá árinu 1971 koma hér fyrir almenningssjónir. Fjölmargar myndir eru í ritinu og hafa margar þeirra aldrei birst áður. Má þar einkum nefna gamlar Reykjavíkurmyndir frá því um og fyrir síðustu aldamót, og Ijósmynd sem tekin var í brúðkaupsveislunni á Hótel Reykjavík 1915, rétt áður en eldur varð laus t hótelinu og það brann til grunna ásamt ellefu öðrum húsum í miðbæ Reykja- víkur. Félagið lngólfur gefur ritið út en dreifingu annast Sögubúðin, Laufásvegi 2, sími 27144. Þeir sem óska að gerast félagsmenn vinsam- legast snúi sér þangað. DANS- IFIKI1R ÖDDUR BJORNSSON Oddur Björnsson: Dansleikur Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út sjónleikinn Dansleik eftir Odd Björnsson sem fyrsta rit í nýjum bókaflokki útgáfunnar: íslenskum leikritum. Er þetta fimmta bók Odds Björnssonar, en hann hefur einnig samið fjölmörg leikrit sem flutt hafa verið í útvarpi og sjónvarpi og á leiksviði enda í hópi alkastamestu leikritahöfunda okkar nú á dögum. Þjóðleikhúsið frumsýndi Dansleik 1974. Sönglögin sem flutt eru í leiknum samdi Atli Heimir Sveinsson, leikstjóri var Sveirin Ein- arsson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, leik- mynd og búninga ccrði (var 'Török og dansa sambandi Alan Carter. Lcikurinn gerist í páfa ♦ garði, inni og úti, og fjallar um Alexander Borgía og bórn hans þrjú, Sesar, Jóhann og Lúkrezíu, svo og aðila er koma við sögu þeirra. Þetta er þó ekki sögulegt leikrit heldur verk um þau sannindi sem búa í þjóðsögu. Ástríða er lykilorð leiksins enda birtir hann okkur heim taumlausra ástríðna. Dansleikur er 80 bls. að stærð með stuttum eftirmála höfundar. Bókarauki er nótur að sönglögum Atla Heimis Sveinssonar í sömu röð og þau koma fyrir í leiknum. Dansleikur er unninn í Prentsmiðju Hafn- arfjarðar. Káputeikningu gerði Sigurður Örn Brynjólfsson. útgáfunefnd bókaflokksins ís- lcnskra leikrita skipa: Gunnar Eyjólfsson leikari (fulltrúi Menntamálaráðs Islands), Stefán Baldursson léikhússtjóri (fulltrui Leiklistarráðs) og Þorvarður Helgason rit- höfundur (fulltrui Félags íslenskra leikrit- ahöfunda). wunr*»e.(m*ís»<>!( FRÓÐÁRUNDUR (EYRBYGGJU © «£VUAVÉK 1909 Kjartan G. Ottósson: Fróðárundur i Eyrbyggju Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Fróðárundur í Eyrbyggju eftir Kjartan G. Ottósson.og er það 42. bindi í ritröðinni Studia Islandica sem Bókmenntafræðistofn- un Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menning- arsjóðs gefa út. Fróðárundur í Eyrbyggju er endurskoðuð B.A.-ritgerð sem höfundur lagði fram til prófs vorið 1979 og samdi undir umsjón Óskars heitins Halldórssonardósents. Erhér fjallað um eitt forvitnilegasta rannsóknarefni íslenskra fornrita og það rakið og skilgreint ítarlega og á skemmtilegan hátt. Bókin skiptist í fimmtán kafla auk formála, athuga- semda og heimildarskrár, svo og efnisútdrátt- ar á ensku er Haukur Böðvarsson hefur þýtt. Fróðárundur í Eyrbyggju er 139 blaðsíður að stærð og bókin prentuð í Leiftri. Ritstjóri Studia Islandica er Sveinn Skorri Höskulds- son prófessor. SíHxt Ljóð Einars Braga í heildarútgáfu Iðunn hefur gefið út I.jóð Einars Braga. safn frumortra og þýddra Ijóða frá meir en þrjátíu ára skáldferli. Myndir í bókina gerði Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður. Þetta er fimmta bókin í flokki Ijóðasafna helstu samtíðarskálda sem Iðunn gefur út. Einar Bragi er eitt fremsta og kunnasta ljóðskáld sinnar kynslóðar og var á sínum tíma einn hinn skeleggasti málsvari nýs Ijóðstíls. Fyrri Ijóðasöfn í þessum bókaflokki Iðunn- ar eru: Kvæðasafn Hannesar Péturssonar, Ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, Ljóð Sig- fúsar Daðasonar og Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar. Allar eru bækurnar skreyttar myndum kunnra myndlistarmanna. - Ljóð Einars Braga er 185 blaðsíðna bók. Ragn- heiður Jónsdóttir gerði kápu. Bókin er prentuð hjá Prentsmiðjunni Ódda. V Tvö glæsileg bindi í gjafaöskju. 240 Ijósmyndir á 600 síöum. Bílgreinasambandiö. í þessu verki er í máli og myndum rakin saga bif- reiða á íslandi frá því fyrsti bfllinn kom hingað 1904 og fram um 1930. Sagt er frá frumkvöðlum í bflamálum, og landnámi bifreiöa í hinum ýmsu landshlutum. M.a. er frá því greint hvernig kappgjarnir menn og stórhuga öttu bifreiðum sínum á hvert torleiðið af öðru uns bfl- fært mátti kalla um allt landið. Kappgjarnir menn og stórhuga GUÐLAUGUR JÓNSSON: p,t REIÐIR Á ÍSLANDI 904-1930 II

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.