Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 28
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER1983
bridge
umsjón: Guðmundur Sv. Hermannsson
Lokið við sterku
laufopnunina
■ I síðasta þætti var farið yfir laufopn-
unina að hluta, þ.e. svar á 1 tígli og 1
hjarta og spaða og 2 laufum og tíglum.
Hér verður farið yfir önnur svör og sagn-
þróun eftir þau.
Svar á 1 grandi
1 grand svarhandar við 1 laufi sýnir 8-
13 punkta og jafna skiptingu. Svarhend-
in neitar einspili og 5-lit, með einni
undantekningu: hún getur átt fimm
hunda í laufi eða tígli. Með t.d. drottn-
inguna fimmtu í tígli verður svarhendi að
segja 2 tígla.
Opnari hefur í raun um þrjár leiðir að
velja. Sú fyrsta er að segja 2 lauf, sem er
einskonar stayman og spyr um skiptingu
svarhandar og styrk; hann getur sagt lit
sem lofar þá 5-lit og sagnir halda eðlilega
áfram; eða hann getur sagt 2 eða 3 grönd.
Stayman
Svör við stayman í þessari stöðu eru
nokkuð flókin við fyrstu sýn en samt er
tiltölulega auðvelt að læra þau þegar
menn hafa séð kerfið: Þetta eru helstu
svörin og þýðingar þeirra eftir sagnirnar
1 L71 Gr;2L:
2 tíglar: þessi sögn sýnir 4-lit i hjartaog
8-10 hápunkta. Hugmyndir með þessari
yfirfærslu er að koma hugsanlegum
hjartasamning í sterku hendina.
Svarhendi getur verið með annan 4-lit
og opnari spyr að því með því að segja 2
grönd. Svarhendi segir þá frá hliðarlitn-
um sínum, annars segir hún 3 hjörtu með
mjög góðan hjartalit eða 3 grönd.
2 hjörtu: 4-litur í spaða og 8-10 punkt-
ar og neitar um leið 4-lit í hjarta. Opnari
getur samþykkt spaðann með því að
segja 2 spaða, og getur einnig spurt svar-
hendi um 4-lit í láglit með því að segja 2
grönd.
2 spaðar: 8-10 punktar og neitar 4-lit í
hálit. Opnari getur spurt um 4-liti í láglit
með því að segja 2 grönd.
2 grönd: 11-13 punktar og sýnir ná-
kvæmlega 3334 skiptingu. Opnari getur
spurt um hvar 4-liturinn er með 3 laufum
og svarhcndi segir 3 tígla með 4-lit í tígli,
3 hjörtu með 4-lit í hjarta, 3 spaða með 4-
lit í spaða og 3 grönd með 4-lit í laufi.
3 lauf: 11-13 punktar, lofar 4-lit í laufi
og öðrum 4-lit. Opnari getur spurt um
hinn 4-litinn með 3 tíglum og svarhendi
segir 3 hjörtu með 4-lit í hjarta, 3 spaða
með 4-lit í spaða og 3 grönd með 4-lit í
tígli-
3 tíglar: 11-13 punktar og sýnir ná-
kvæmlega 4-lit í tígli og 4-lit í hjarta.
3 hjörtu: 11-13 punktar og sýnir ná-
kvæmlcga 4-lit í hjarta og4-lit í spaða.
3 spaðar: 11-13 punktar og sýnir ná-
kvæmlega 4-lit í spaða og4-lit í tígli.
3 grönd: 11-13 punktar og sýnir léleg-
an 5-lit í laufi eða tígli. Opnari getur
spurt um litinn með 4 laufum, og svar-
hendi segir þá 4 tígla með 5-lit í tígli og 4
hjöru með 4-lit í laufi,
Svar á 2 gröndum
Þetta lofar jafnri skiptingu og a.m.k.
14 punktum. Opnari getur sagt 3 lauf
sem er spurning um 4-liti hjá svarhendi.
Svarhendi segir lægsta 4-lit sinn og næsti
litur opnara er þá einnig 4-litur. Sagnir
gætu gengið eitthvað á þessa vegu: 1L-
2Gr; 3L-3T (4-litur) 3H(4-litur)-3S(4-
litur); 4S: samþykkt á spaða. f þessari
stöðu eru 4 spaðar krafa um að minnsta
kosti einn sagnhring þar sem öruggt er að
spilararnir hafa a.m.k. 30 punkta saman.
Svarhendi getur sagt 4 grönd með lág-
mark (14-15 punkta) en að öðrum kosti
segir hann frá fyrirstöðu.
Opnari getur einnig sagt eðlilega eftir
2 grönd en það gildir sama regla að ekki
má hætta sögnum fyrr en í fyrsta lagi í 4
gröndum. Þetta hefur þann kost að báðir
aðilar geta notað 3 grönd sem biðsögn ef
svo ber undir.
Svör á 2H/S og 3L/T
Ef það svarkerfi sem rakið hefur verið
hér á undan er athugað, kemur í Ijós að
ein tegund handa fellur ekki inn í það.
Það eru hendur með skiptingunni 4-4-4-
1. í fyrstu útgáfum kerfisins voru þær af-
greiddar með því að segja fyrst 1 tígul,
afmeldingu, en segja síðan á eftir sagnir
sem sýndu þessar hendur. Síðan hefur
kerfið þróast og algengasta útgáfan nú er
að stökkva í 2 hjörtu/spaða eða 3 lauf/
tígla, með þessar hendur eftir opnun á 1
laufi.
Þetta eru þýðingar þessara stökkva og
frekari sagnþróun:
2 hjörtu:8+ punktar og 1-4-4-4
skipting, með einspili í spaða. Opnari
getur spurt um háspilapunkta (sbr. 1L-
1H; IGr.) með því að segja 2 spaða,
einspil svarhandar. Svarhendi svarar
háspilunum eins og eftir spurninguna á
1 grandi. Athugið að stakur kóngur et
ekki talinn háspil.
Opnari getur sleppt því að spyrja um
háspil með því að segja einhvern annan
lit eða grand og ganga sagnir þá eðlilega..
2spaðar: 8+ punktarogeinspil ílaufi.
Opnari spyr um háspil með 3 laufum.
3 lauf: + punktar og einspil í tígli.
Opnari spyr um háspil með 3 tíglum.
3 tíglar: 8+ punktar og einspil í hjarta.
Opnari spyr um háspil með 3 hjörtum.
Svör á 3 hjörtum og 3
spöðum
■ Þessi stökk eru eiginlega hjálfjákvæð
og sýna hendur sem hefði verið opnaðar
á 3 hjörtum og 3 spöðum. Þessi svör sýna
þannig 7-lit og undir 8 punktum, t.d.:
A KD108643
G4
0 765
* 4
Ef andstæðingar segja
Hér hefur þá verið farið yfir opnun á 1
laufi og svör við henni í hnotskurn, og
um leið yfir Precisionkerfi í heild. Eftir
er að ræða stöður sem koma upp þegar
andstæðingar koma inn á sagnir. All-
margar útgáfur eru til af því hvernig svar-
hendi getur brugðist við ef andstæðingar
trufla sterku laufaopnunina, enda hafa
margir spreytt sig á að finna upp sérstök
hindrunarkerfi til að skemma sem mest.
Hérer ekki pláss til að ræða allar stöður
sem hugsanlega geta komið upp eftir inn-
ákomu andstæðinga yfir 1 laufi og því
verður látið nægja að ræða möguleika ef
andstæðingar segja eðlilega á fyrsta og
öðru sagnstigi.
Fyrsta reglan er sú að ef svarhendi á 8
punkta segir hún eins eðlilega og henni
er unnt þó andstæðingarnir hafi komið
innár. Ef félagi opna á 1 laufi og ands-
tæðingur segir 1. hjarta, hefur spaðasögn
svarhandar nákvæmlega sömu þýðingu
og þó andstæðingurinn hefði ekki sagt.
Opnari getur eftir sem áður spurt um
háspil eða litinn ef hann vill. Aftur á móti
á það ekki við er andstæðingur segir t.d.
1 spaða og svarhendi verður að segja 2
■ í spilaþraut 8 spilar suður 3 grönd og vestur spilar út spaðasexu. Austur lætur kónginn og fær að halda slagnum, og
hann spilar spaðafjarka til baka. Það virðast vera nógir slagir í spilinu en það er ekki alltaf allt sem sýnist. Hvernig á suðui
að tryggja vinningí 3 gröndum?
hjörtu: þá verður framhaldsagnaað vera
eðlilegt.
Með grandhendur getur svarhendi
sagt eðlilega ef hún á stöðvara í lit ands-
tæðingsins. Opnari getur eftir sem áður
notað stayman og svarhendi svarar eðli-
lega. Ef svarhendi á hinsvegar grand-
hendi en ekki stöðvara í lit andstæðings-
ins getur hún sagt litinn á öðru sagnstigi
(1L-1H-2H) ogsýnt þannig 8-11 punkta,
jafna skiptingu en neitar stöðvara í
litnum.
Ef svarhendi á ekki 8 punkta hefur hún
um nokkrar sagnir að velja. Með 5-7
punkta getur hún doblað sögn andstæð-
ingsins og gefur með því aðeins til kynna
punktafjöldann, hún getur enn á 5-lit eða
6-lit í einhverjum lit. Eftir dobiið verður
að halda sögnum opnum þar til a.m.k. 2
gröndum er náð.
Með 0-4 punkta passar svarhendi ef
andstæðingur kemur inná laufopnun.
Ef andstæðingur doblar laufopnun
getur svarhendi passað með 0-4 punkta
og sagt 1 tígul með 5-7 punkta. Redobl
gefur til kynna að svarhendi hafi ekkert
á móti því að 1 lauf sé spilað.
Ef andstæðingur kemur inn á öðru
sagnstigi hækkar punktasvið doblsins
upp í 6-8 punkta og passið sýnir þá 0-5
punktá. Þetta dobl er ekki til sektar.
Ef andstæðingur kemur inn á 3 sagns-
tigi lofar doblið a.m.k. 8 punktum og er
til úttektar. Opnari segir þá sinn besta lit
nema hann passi til sektar.
í næsta þætti, sem verður hinn síðasti
að sinni, verður farið yfir innákomur á
aðrar opnanir og viðbrögð svarhandar
við þeim.
Svar við spilaþraut
númer 7
A
<?
O
4
Norður
A S. AD5
V H. G3
T.A95
* L.A10862
Vestur Austur
S. 962 A S. K873
854 V H.7
T. K10864 O T. Dg732
L. KG 4 LD74
Suður
A S.G104
V H. AKD10962
O T. -
* L. 953
Suður spilar 6 hjörtu og fær tígulsexið
út. Hver er besta leiðin til vinnings?
Eðlilegasta leiðin er að stinga upp
tígulás og henda laufi heima, og taka
síðan laufaás og spila laufi. Ef austur fær
þann slag, og laufið liggur 3-2, er spilið
öruggt því austur getur ekki spilað
spaða. Sagnhafi tekur þá næsta slag,
spilar hjarta á gosann og trompar lauf
hátt. Síðan tekur hann trompið, spilar
spaða á ásinn í borði og tekur laufaslag-
ina og hendir spöðum heima.
Þessi leið gengur hinsvegar ekki ef
spilin liggja eins og sést hér að ofan. Það
er vestur sem tekur annan laufslaginn og
spilar spaða og sagnhafi hefur engan
annan kost en svína spaðadrottningu.
Ef laufið liggur 3-2 getur suður unnið
spilið, hvernig sem það liggur að öðru
leyti, með því að láta tígulníuna í fyrsta
slag og henda Iaufi í tíguldrottningu
austurs. Ef austur spilar hjarta til baka
tekur suður á ás heima og spilar laufi á
ásinn í borði. Síðan hendir hann síðasta
laufinu heima í tígulás, trompar lauf
heim, spilar hjarta á gosann í borði og
trompar lauf heim. Ef laufið liggur 3-2
er spilið unnið en ef það liggur 4-1 er
spaðasvíningin enn í bakhöndinni.