Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Jói Konn og söngvinir hans Kaflar úr nýútkominni bók Gísla Sigurgeirssonar um Jóhann Konráðsson, söngvara, og nánustn söngvini hans - Mér var vel tekið þegar ég byrjaði að syngja og það benti til þess að fólk vildi fá meira að heyra. Það var sú hvatning sem dugði mér, þannig að ég hélt áfram. Þakklæti fólksins var minn orkugjafi. Og enn er fólk að koma til mín til að þakka mér fyrir sönginn. Alltaf verð ég jafn undrandi, því mér fannst þetta ekki vera neitt, alla vegna átti ég ekki von á að söngur minn hefði skilið eitthvað eftir til seinni tíma hjá áheyrendum mínum, þannig að þeir sæju ástæðu til að koma til mín mörgum árum síðar til að þakka mér enn og aftur. En ef fólkið hefði ekki viljað hlusta á mig, þá hefði ég aldrei orðið söngvari. Ég hefði hætt strax þegar ég hefði orðið var við áhugaleysi. Þá dugir ekki klíku- skapur, hversu góðir sem vinirnir eru“. Af Smárakvartettinum Næsti kafli fjallar um söngvini Jóa og þar skulum við líta á stutt sýnishorn, sem fjallar um Smárakvartettinn. „Jón Þórarinsson, sem lengi var veg- hefilsstjóri hjá Akureyrarbæ og síðar áhaldavörður hjá sama bæjarfélagi, var eins konar „faðir“ Smárans. Við Jón tókum okkur til einn daginn og heimsótt- um Magnús Sigurjónsson. Síðan röbb- uðum við um eitt og annað varðandi Smárann eina dagstund. Fyrst gefum við Jóni orðið. Mig minnir að það hafi verið Sveinn Bjarman, sem stakk upp á því að við settum á fót kvartett, til að syngja á fyrirhugaðri afmælishátíð, þegar karla- kór Akureyrar varð fimm ára 1935. Það var gert og upphaflega voru í kvatettin- um Sverrir Magnússon, fyrsti tenor, Jón Guðjónsson, annar tenor, Gústav B. Jónasson, fyrsti bassi og Magnús Sigur- jónsson, annar bassi sem söng annan bassa. - En Smárinn varð meira heldur en afmælishátíðarkvartett. - Já, mig minnir það vera Jón, sem stakk upp á því að við héldum eitthvað áfram og það má segja að það sé allt Jóni Þórarinssyni að þakka, að Smárinn varð til og lifði svona lengi. Hann kenndi okkur raddirnar, þjálfaði okkur, útsetti mörg lög og svo söng hann stundum með okkur líka, sagði Magnús. - Er þetta rétt Jón? spurði ég. - Magnús gerir nú fullmikið úr þessu held ég, svaraði Jón af sinni alkunnu hlédrægni. - Jú, ég æfði kvartettinn og var með þeim á skemmtunum, til að gefa þeim tóninn, því enginn þeirra þóttist geta það. Svo söng ég með þeim í nokkrum lögum, einkum þegar gefinn var mjúkur undirtónn fyrir einsöng. Til að byrja með sungum við undirleikara- laust, en síðan kom Áskell Jónsson til skjalanna og lék hann til dæmis undir hjá okkur á fyrsta konsertinum, sem við héldum í Nýja bíói. Síðar tók Jakob Tryggvason við sem undirleikari og hann tók síðar við þjálfum kvartettsins, sagði Jón. - Sofnaði kvartettinn aldrei á þessum 30 árum, spurði ég næst. - Jú, það kom fyrir að hann blundaði, en oftast vöknuðum við til lífsins með vorkomunni, sagði Magnús. - Mér er næst að halda, að ekkert ár hafi fallið alveg úr. Upphaflegi kvartettirin hætti undir 1940, en síðan endurvöktum við hann 1941. Þá komu Jóhann Konráðsson og Jón Bergdal inn, sem fyrsti og annar tenor. Jón var með þar til hann lést, en þá tók Jósteinn Konráðsson við og var með okkur til loka. Aðrar mannabreyt- ingar urðu nú ekki í þessi 30 ár. Nú, okkur var vel tekið, fólk vildi hlusta á okkur, þess vegna varð kvartettinn svona langlífur. En það hefði aldrei orðið neitt úr okkur, ef Jóns hefði ekki notið við, sagði Magnús, og leit kankvís til Jóns. - O, ætli það nú, sagði Jón. - Munið þið ekki eftir einhverju skemmtilegu atviki frá sokkabandsárum kvartettsins? - Maggi, manstu ekki eftir því þegar þið misstuð niður lagið í Árskógi, sagði Jón. - Það var á meðan þið sunguð undirleikaralaust. Ég man ekki lengur hvaða lag það var, en af einhverjum ■ lflói Konn og söngvinir hans“ nefnist bók um söngvarann vinsæla, Johann Konrádsson, sem komin er út hjá Skjaldborg á Akureyri. Bókin hefur að geyma f rásagnir Jóhanns, sem Gísli Sigurgeirsson, blaðamaður, festi á blað á tíðum samverustundum þeirra félaga síð- asta árið sem Jóhann lifði. Auk þess eru í bókinni frásagnir Fanneyjar Oddgeirsdóttur, ekkju Jóhanns, og nánustu söngvina hans. Þeirra á maðal má nefna Sverri Pálsson, Áskei Jónsson, Jón Þórarinsson, Magnús Sigurjónsson, Jóstein Konráðsson, Kristin Þorsteinsson og Sigurð Demetz. Auk þessa fléttast inn í bókina ýmsir þættir úr sögu sönglífsins á Akureyri um miðja öidina. Hér fara á eftir nokkrir valdir kaflar úr bókinni. ■ Gísli Sigurgeirsson. ætt. En við skulum sjá hvernig Jói lýsir dvölinni á Grenivík. „Já, Grenivíkurárin eru Ijúf í endur- minningunni. Heimamenn tóku mér vel, en ég var þó ekki talinn fullgildur til að byrja með. Ég hef aldrei verið hár í loftinu og ef til vill hafa Grenivíkingar ekki talið mig til stórræðanna. Mér er minnisstæður smávægilegur atburður, sem átti sér stað stuttu eftir að ég kom til Grenivíkur. Þá fórum við að tuskast, ég og Kristján Vernharð, bróðir Adda, en hann er aldrei kallaður annað en Venni. Ég hafði betur í þeirri viður- eign. Ekki naut ég þó aflsmunar, en ég var léttári á mér og liðugri. Það gerði ■ Jói Konn. gæfumuninn. Stuttu síðar þreytti ég kappsund við besta sundmann heima- manna, Jóhann Stefánsson í Miðgörð- um. Við syntum í sjónum, enda ekki um aðra sundlaug að ræða. Ég hafði betur, enda hafði Ólafur Magnússon kennt mér réttu sundtökin og ég hafði mjög gaman af sundi. Eftir þessa atburði fannst mér viðhorfin til mín breytast meðal jafn- aldra minna á Grenivík. Ég var búinn að sanna þeim að ég var gjaldgengur í hópinn. Við syntum oft í sjónum strákarnir. Við vorum ungir og hraustir og létum kuldann ekki á okkur fá. Oftast stukkum við þaá f bryggjunum eða fórum beint úr fjörunni. En það kom líka fyrir að við stungum okkur til sunds úr bátnum þegar við vorum að koma að landi. Sættum við þá lagi og létum öldurnar ber-a okkur til lands. Þetta þótti glanna- legt og oft vorum við skammaðir fyrir tiltektina, því það er hætt við að lítið hefði orðið úr okkur köppunum, ef við hefðum ekki náð landi, en þess í stað lent í útsoginu. Það var mikið sungið á Grenivík á þessum árum. Það var gert við vinnuna og það var líka gert þegar frístundir gáfust. Þá var lítið annað til að glepja hugann. Og þeir voru dannaðir í söngn- um þar, því fólkið söng alltaf raddað við vinnuna. Þar kynntist ég fyrst rödduðum söng, en fyrst í stað fékk ég ekki að vera með. Strákarnir sögðu að ég væri lag- laus. Ástæðan var einfaldlega sú, að ég kunni ekki raddirnar. Þess vegna fór ég alltaf út af laginu þegar hinar raddirnar komu með. En þetta lærðist og ég var tekinn fullgildur í sönginn áður en langt um leið.“ Ekki eintómur klíkuskapur Á eftir Grenivíkurárunum er fjallað um söngvarann Jóa Konn. Við grípum niður í þann kafla, þar sem Jói fjallar um klíkuskap og viðtökur fólks. „Fólkið hefur verið mér elskulegt, sagði Jói eitt sinn þegar við ræddum söngferil hans og hann hefur orðið áfram. - Mér var stundum núið því um nasir, að ég væri „innundir", eins og það er kallað. Velgengni mín í söngnum væri sem sé eingöngu vegna klfkuskapar, sprottin af kunningsskap mínum við menn, sem þekktu aðra menn og svo framvegis. Ég áttaði mig aldrei á þeim hvötum, sem fólgnar voru á bak við þessar dylgjur. En svona var þetta nú samt. - Nú dettur mér ekki í hug, að gera lítið úr stuðningi vina minna, sem studdu mig með ráðum og dáð á söngbrautinni og gerðu mér mögulegt að gera það sem ég gerði. Það væri vanþakklæti. En það verður enginn vinsæll söngvari með klíkuskap, nema þá viðkomandi hafi upp á eitthvað að bjóða. Það er hægt að koma söngvara á framfæri með klíku- skap, ef menn hafa geð í sér til þess, en það er skammgóður vermir ef fólkið hefur ekki áhuga á að heyra í söngvaran- um aftur. Þá dugir enginn klíkuskapur. Mamma var okkur góð Fyrsta ber okkur niður í kaflanum, þar sem Jói segir sjálfur frá æskuárum sínum, þar á meðal fjallar hann af hlýleik um móður sína. Mamma var okkur góð í uppvextinum og uppeldið mæddi mest á henni. Hún ól okkur upp í Guðs trú og góðum siðum, sem ég hef alla tíð búið að. Hún er lítil, fíngerð kona, en með stórt hjarta. Hún er glaðlynd og tilfinningarík að eðlisfari og hún leyfði barninu að koma fram í okkur. Ég get sagt eina sögu til marks um það. Við bjuggum um tíma í Aðalstræti 34. Það var harður vetur og mikill snjór þegar þetta gerðist. Víða voru mann- hæðarháir skaflar, sem yndi okkar barn- anna var að stökkva í. En það var oft erfiðleikum bundið að komast nógu hátt upp, til að geta stokkið niður. En mamma leysti vandann. Hún leyfði okk- ur krökkunum að fara inn í íbúðina, inn í eldhús á efri hæðinni og þar upp á eldhúsbekkinn. Þar var gluggi og út um hann stukkum við niður í dúnmjúkan skaflinn. Þennan leik endurtókum við aftur og aftur; við risum jafnharðan upp úr skaflinum og gösluðum inn um íbúð foreldra minna alsnjóug. Ekki atyrti mamma okkur, en það má geta sér til um hvernig útlitið á íbúðinni hefur verið. Mamma kenndi okkur krökkunum bænirnar og las þær með okkur á kvöldin. Hún var og er trúuð kona og mína trúrækni hef ég frá henni. Guðs- trúin sem hún innrætti mér býr í mér enn. Það hefur ef til vill slaknað á henni stundum, en hún hefur alla tíð blundað í mér. Ég signi mig og hús mitt kvölds og morgna. Einu sinni var vinkona Fanneyjar konu minnar í heimsókn hjá okkur. Hún hafði orð á því að kvöldi, að eftir væri að læsa húsinu. Sonur minn einn horfði á blessaða konuna hneyksl- aður á svip, en síðan sagði hann; - Þess þarf ekki, pabbi er búinn að krossa dyrnar. Eflaust hefur mamma haft trúna frá móður sinni. Mér er minnisstæð saga sem Brynjólfur Jóhannesson sagði mér. Hún er um atburð er átti sér stað þegar foreldrar mínir bjuggu í Lækjargötu, sem er í svonefndu Búðagili og í daglegu tali var það ekki kallað annað en Gilið. Á þessum árum höfðu Tuliníus og Höpfnersverslun mikið umleikis. Þeir voru m.a. með saltfiskverkun og var breitt úr saltfisknum á svipuðum slóðum og verslunin Brynja er nú. Há og mikil flaggstöng stóð við stakkinn. Þegar hvít- ur fáni var dreginn að húni áttu konurnar að koma til að breiða fiskinn eða taka hann saman. Binni sagðist eitt sinn hafa séð mig geymdan á einkennilegum stað. Þá sat ég hin rólegasti á teppi, sem breitt hafði verið á þakið á Iágreistum skúr, sem var við heimili okkar. Gluggi var á stafni yfir skúrnum, en út um þennan glugga var ég víst stundum settur út á skúrþakið. í umrætt skipti voru mamma og amma að vinna í saltfiski hjá Höpfnersverslun. Binni sagðist hafa farið til þeirra og spurt; hvort ekki væri glannalegt að skilja við strákinn svona. Þá svarði Ingibjörg amma mín: - Það er í lagi, því Guð passar hann Jóa. f næsta kafla fjallar Jói um sjómannsár sín, en hann fór 16 ára að aldri til sjóróðra hjá Oddgeiri Jóhannssyni á Grenivík. Eiginkona hans var Aðalheið- ur Kristjánsdóttir, afasystir Jóa í föður- ■ Jói Konn með vin sinn Geysi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.