Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 5 ,*K — segir víðförlasli maður á íslandi, Kjartan Ólafsson, sem nú hefur gefið út þriðju ferðabók sína háskólann í Lahore var kennd franska og spænska. En þarna var aðeins einn kennari í frönsku og einn í spönsku. Ég tók að mér að segja til auðugum tossum í báðum þessum málum í aukatímum." Við nám mitt í urdu í Lahore reyndist mér mikill hemill hve stafrófið var tyrfið. Annars var málið ekki svo erfitt og ég komst talsvert niður í því, sem varð mér að miklu gagni. Eins og ég minntist á hafði ég líka grautað í persnesku í Afgahnistan og þess vegna gat ég bjargað mér nokkuð í íran." Þú lagðir síðar stund á fleiri sjaldgæf mál, t.d...africaans“ „Já, ég fór síðar til Suður-Afríku og innritaðist í háskólann í Jóhannesar- borg. Þar gutlaði ég nieðal annars í africaans,- sem nú er orðið sérstakt mál. Það er komið af hollensku og hefur smátt og smátt gerst einfaldara og orðið meira tæki. Það er næstum jafn einfalt að beygingu og enska. Það er mjög merkilegt að Hollendingar sem ekki hafa verið í Suður-Afríku nema í rúm 300 ár skuli, ef svo mætti segja, hafa týnt tungu sinni og nýtt mál þróast í þess stað. Því undarlegra þar sem Búar eru mjög íhaldsamir." Þú hefur líka lært rússnesku og þýtt úr því máli? „Ég hef aðeins lært rússnesku til að lesa hana, en tala hana varla. Ef þú ert læs á rússneku, þá getur þú með lítilli fyrirhöfn lesið bulgörsku og serbnesku. Hins vegar er pólska og tékkneska ekki jafn aðgengileg, þótt löndin séu nálæg- ari. Þá hafa Pólverjar og Tékkar tekið upp latneskt letur, sem torveldar skiln- ing frá rússnesku. En sem dæmi þess hve ' rússneska og búlgarska eru skyld mál get ég nefnt það að eitt sinn kom hérna búlgarskur blaðamaður sem ég heimsótti og sá hjá honum í fyrsta sinn bók á búlgörsku. En svo þýddi ég fyrir hann villulaust einar tíu línur og það þótti honum svo merkilegt að hann skrifaði um það í blað heima hjá sér. En þetta var reyndar tóm tilviljun." Eins er það með rómönsk mál. Mér veittist til dæmis auðvelt að ræða við Portúglai í Mosambique og Brasi- líumenn í Brasilíu. Ég stóð að vísu dálítið betur að vígi en venjulegir.Spán- verjar þar sem ég hafði lært ítölsku og frönsku, og þegar ég var á Spáni hafði ég stundað nám í Barcelona. Þar tala þeir katalónsku, sem sagt er að sé mitt á milli spönsku og frönsku. Fyrir nokkrum árum kom ég tl Rúm- eníu og mér veittist létt að komast fram úr rúmensku, en hún er þó orðin miklu fjarskyldari. En þeir eru með mörg tökuorð úr rússnesku og það hjálpaði mér. Já, hafi menn lært mál úr einum málaflokki, þá er það eins og lykill að hinum. Ég hef lært eitthvað í öllum málaflokkum Evrópu nema írsku. Að undanförnu hefur mikiö verið rætt um Evu Peron og Peronismann. Þú sást Evu Peron á ferðum þínum um Suður- Amer íku? „Ég sá Evu Peron tvisvar og fyrst í Uruguai, þegar hún var á leið heim úr Evrópuför sinni. Þetta var í Montevideo. Þá var þar mikil umferðartruflun og allt stopp, þar til Eva hafði farið fram hjá. Fagnaðarlætin voru gífurleg. En aðrir brugðu grönum, enda töldu sumir að Peron væri haldinn stórveldisdraumum og mundi jafnvel ásælast Uruguay. Eva Peron var ákaflega glæsileg og ekki síðri álitum en í kvikmyndinni. Ég sá hana aftur í Argentínu, þegar ég kom þangað. Þá var allt í miklu gengi hjá Peron. Hann hafði bætt kjör verka- manna ákaflega mikið. Ég fór einu sinni til Iguazu-fossa við landamæri Brasilíu og Argentínu og kynntist þar banka- manni sem sagði mér að hann og félagar hans hefðu orðið að vinna mjög langan vinnutíma og auk þess hvbnær sem var mikla yfirvinnu án þess að fá nokkra greiðslu fyrir það. Þessu hafði Peron strax kippt í lag. Hann var mjög vinsæll þarna þá. Áður höfðu Bretar haft þar mikil efnahagsleg ítök, áttu símakerfið og járnbrautirnar í landinu og Peron gekkst fyrir því að þetta var allt keypt upp." Nú hefur þú gefið út nýja ferðabók, „Undraheimur Indíalanda". Þar keniur fram að þú hefur mikið kynnt þér Gandhi. Hvernig leist þér á kvikmynd- ina? „Þetta er stórfengleg mynd, en hún hefur sína galla. Til dæmis er það Mira Ben, scm þarna kemur fram, henni eru gerð allt of lítil skil því hún lék mikið hlutverk í lífi Gandhi. Eins og kemur fram í minni bók þá skrifaði hann henni 650 bréf og í þeim eru miklar hcimildir . um Gandhi, einkalíf hans til dæmis. Hann hafði svo ntikið dálæti á henni að hann tók hana með sér til London árið 1931 og sendi hana iðulcga á fund landstjóra Breta í Dehli og til ýmissa breskra ráðamanna svo sem Churchill. Eitt sinti er Gandhi var hnepptur í fangelsi fengu allir að tala við hann nerha þessi eina kona, því Bretar töldu hana einn hinn skæðasta af öllum fylgis- mönnum hans. Þá fannst mér það galli að verða að draga þessa amcrisku Ijósmyndakonu inn í myndina, því hún átti þangað ekkert erindi og skipti engu máli í lífi Gandhis." Þú hittir Miru Ben? „Já, ég hafði meðmæli til hennar frá konu í Teheran og dvaldi hjá henni nokkurn tíma uppi í Himalaya. Konan sem gaf mér meðmæli var hámenntuð, hafði starfað með Gandhi á sínum tíma og lært bæði forngrísku og sanskrít. Hún var spákona og spáði fyrir mér ýmsu sem síðar átti eftir að koma fram, m.a. um ferðina í Indlandi. Hún sagði Itka fyrir að ég mundi skrifa bók um ferðir mínar þarna, sem ég hafði þá ekki í hyggju. Taldi hún sig skynja að nokkru hverja gagnrýni þessi bók mundi hljóta og þóttist greina þar vissa karaktéra.“ Hvað þykir þér um þá gagnrýni, sem þessi nýja bók hefur hlutið? Gagnrýn- andi Mbl. (24.11.) ræðir um fyrri bækur þínar og segir að gagnrýnendur hafi hælt þeim sérstaklega fyrir stfl á sínum tírna. Hann segir hins vegar að stíll Kjartans veki ekki hrifningu hjá sér? „Ef til vill hefur hann, þótt ungur sé, meira næmi á mái og stíl en eldri meistarar scm fjölluðu um bækur mínar, svo sem þeir Ólafur Hansson, próíessor og Skúli Þórðarson, magister. Mun mörgum þykja gott til þess að hyggja að nú skuli jafn blómlegur laukur vera í uppgræðslu á akri íslenskra bókmennta, - enda þá síður líklegt að þar visni kvistir fyrst um sinn.“ Ritdómari í Þjóðviljanum lætur nægja að minnast á að fyrri bókunum hafl verið vel tekið, en getur ekki um að þær voru metsölubækur sem hlutu einróma lof gagnrýnenda? „Má vera áð honum hafi þótt gagnrýn- endur fara offari (svo sem lögspekingar segja) í lofsamlegum dómum um bækur mínar, - talið eins og aðrir góðgjarnir menn að hér skyldi í hóf stillt." Bókin ber vott um að Gandhi hefur þú kynnt þér mikið og hafa menn borið lof á þann kafla. - Hins vegar segir áðurnefndur ritdómari að ekki náir þú góðum tökum á þeim kynjamanni? „Ég veit ekki. Ef til vill kafar hann hér dýpra en aðrir menn, skynjar þessa hluti með einhverjum áður óræðum hætti, næmur líka, eins og þaninn strengur gamallar fiðlu, strokinn snillings hendi. Auk slíks atgervis virðist hann knúinn áskapaðri góðgirni hins grandvara manns er vill jafnan hafa það er sannara reynist, - líkt og Ari fróði forðum, muni ég rétt. Biðst annars forláts, skyldi mér skjöplast.“ ■ „Mér leiddist að sitja við skrifborð og hreyfa aðeins aðra hönd,u segir hóf heimsreisur sínar. Kjartan um ástæður þess að hann í Nepal var ég einnig viðstadur kon- ungskrýningu og það var í eina sinnið sem ég hef séð mann falla að fótum annars manns og kyssa þá af fjálgleik. Þá var skemmtilegt að sjá skrúðgöngur fíla um göturnar á hverjum degi með kóng og drottningu á bakinu í broddi fylkingar. En annars eru engir fílar í Nepal,-þeir eru fluttir inn frá Indlandi. Mér gafst færi á að reyna þennan fararskjóta ásamt útvarpsstjóra Nepals og tveimur öðrum. Ég man að skepnan tók miklar dýfur þegar hún gekk. Þegar þetta gerðist munu flestir hafa talið í borginni að þessum skrúðgöngum væri lokið og því henti það að á ferð okkar sáum við inn um glugga á annarri hæð hvar ýmsir menn voru að iðju sem þeir áttu ekki von á að verða truflaðir við, t.d áttu sumir í áköfum hvílubrögðum. Þeir hrukku upp með írafári.“ Hvernig leist þér á þig í Kúrdistan? Þangað var merkilegt að koma og þar var fólk myndarlegt og harðgert. Til dæmis sá ég þar stúlku sem var nákvæm eftirmynd stúlkna hér á íslandi. Þar var maður einn að slætti og brýndi ljá sinn með steini. Hann spurði hvað ég væri að flækjast og var hissa á að sjá mann kominn svo langt að. Já, það hefur verið farið illa með Kúrda. Það hefur verið erfitt að útvega sér gjaldeyri til ferðalaga á þessum árum? „Já, það var ekki auðsótt. En mér tókst það, þár sem ég var innritaður í háskóla. Ég lagði mig alltaf eftir að lifa sem ódýrast og borðaði á mörkuðum, en því þorðu margir Evrópumenn ekki. Mér varð hins vegar aldrei meint af því. Svo vann ég dálítið á tímabili, því við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.