Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 33

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 33
Hóað í þokunni eftir Snjáku frá Kríuskeri Höfundur hefur ort frá barnsaldri og gefur hér Ut nokkur ljóð sín og vísur, alveg frá 12 ára aldri. Á titilblaði segir - Bók þessi fæst aðeins hjá höfundi og útgefanda í símum 31746 og 16902. Ennfremur segir þar „Bók þessa tileinka ég móður minni, sem ung brenndi allar sínar vísur vegna stríðni strák- anna er komust í handskrifuðu ljóðabókina hennar. Á bakhlið bókarkápu segir, að Snjáka frá Kríuskeri sé eftirstríðsbarn, fædd vestur á fjörðum, en fluttist á barnsaldri til höf- uðborgarinnar. Nefnt er að hún eigi ættir að rekja til góðskálda og hagyrðinga, og eru til nefndar Olína og Herdís Andrésdætur. Þetta er fyrsta bók höfundar. Setning og umbrot er gert af „Næturvaktinni“, en Leynfprent S.F. sá um prentun. Kápu og myndskreytingar gerði listakonan Ævarr. Bókin er um 50 bls. með ljóðum og teikningum. Alþýðuskólinn á Eiðum Alþýðuskólinn á Eiðum hefur verið starf- ræktur óslitið frá haustinu 1919. Bókin er gerð af því tilefni að á þessu ári er öld liðin síðan skólahald hófst á Eiðum með stofnun búnaðarskólans þar árið 1883. f bókinni eru raktir ýmsir starfsþættir alþýðuskólans frá upphafi og sagt er frá atburðum sem gcrst hafa á ferli hans, einkum síðustu 25 árin sem liðin eru síðan Eiðasaga Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi kom út. Bókinni er skipt í kafla eftir margvíslegu efni, svo sem Félög og félagslíf, skipulag náms og kennslu o.fl. Nemendatal 1919-1982 fylgir einnig. Ragnheiður Helga Þórarins- dóttir skrifaði kafla um afmælistilhaldið síð- astliðið vor og bókarauki er um Eiðaskóg að fórnu og nýju eftir Þórarin Þórarinsson fv. skólastjóra. f bókinni eru teiknaðar myndir af húsum á Eiðum eftir Ólöfu Birnu Blöndal og upp- drættir eftir Svein Þórarinsson, ennfremur um 120 Ijósmyndir, gamlar og nýjar. - - — ÚTBKOT UMBROTA HÖF.JL 4 ÆVARK A| » ii Útbrot — umbrota höfundur Ævarr Höfundur bókarinnar segist kjósa að nota skírnar- og ættarnafn sitt. Ævarr sem höfun- darnafn. Hún er Skógverji. fædd undir Fjöllunum, að Eystri-Skógum í Rangárvalla- sýslu og ólst upp að Litla-Hvammi í Mýrdal frá 5 ára aldri. Á bakhlið bókarkápu segir af höfundur sé af húsmæðrum, bændum, smið- um og sjómönnum kominn, Langalangamma hennar var Þórunn „grasa" Gísladóttir, einn fyrsti kvenformaður á árabát og gerði út klædd vaðmálsbrókum. Ævarr segist vera menntuð í ströngum skóla lífsins og hafi dvalist megnið af fullorð- insævi sinni erlendis, þar af 9 ár í Sydney í Ástralíu. Flest Ijóðanna sem birtast í bók þessari eru ort á aldrinum 16-20 ára. „Þetta er fyrsta bók andlegra umbrota Ævarrs", segir að lokum á bókarkápu. Höfundur tileinkar bókina örnmu sinni, Onnu Guðjóns- dóttur í Eystri-Skógum. Nýjar smábarnabækur eftir Helen Oxenbury Iðunn hefur gefið út þrjár nýjar bækur handa litlum börnum eftir Helen Oxenburv. Heita þær: Eg fer í læknisskoðun, Ég fcr út að aka og Ég er í leikskóla. Helen Oxenbury er kunnur höfundur bóka handa yngstu lesendunum. í fvrra gaf Iðunn út sex litlar bækur sem kölluðusl einu nafni Bækur litla barnsins og voru lextaluuar. I þessum bókum er hins vegar texti, en hvort tveggja, texta og myndir hefur Helen Oxen- bury gert. Eins og nöfn bókanna benda til er hér sagt frá eftirminnilegum atvikum í lífi barnsins. Textann má lesa upphátt fyrir börnin, „lifandi svipmyndir úr heimi barnsins", segir á kápubaki: „Börn og for- eldrar í sameiningu munu hafa mikla ánægju af að skoða þessar bækur og njóta þeirra í myndum sínum og máli aftur og aftur." - Bækurnar komu fyrst út hjá Walker Books í Lundúnum, en textinn var settur hjá Ásetn- ingu. Hlutskipti manns eftir André Malraux Bókaforlagið Svart á hvítu hefur gefið út Hlutskipti manns eftir André Malraux. Skáldsaga þessi hlaut Goncourt-verðlaunin frönsku árið 1933, sama ár og hún kom út á frummálinu. Sagan er spennandi frásögn af atburðum sem áttu sér stað í Sjanghæ í Kína árið 1927, en þá gerðu komúnistaruppreisn í borginni og náðu henni á sitt vald. Um það Icyti voru þeir í bandalagi við þjóðernissinna HÚIIKÍPÍI Tsjang-kæ-sjeks, en áður en lauk breyttist sú samvinna í blóðug átök uppreisnarherjanna innbyrðis. Inn í þessa sögu fléttar höfundur- inn atburðum úr lífi höfuöpersónanna og hugleiðingum m.a. um ástina og hlutskipti mannsins. sem auka gildi sögunnar untfram flestar algengar stríðslýsingar. Höfundurinn André Malraux tók þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni við hlið lýðveldissinna og vann sér frægðarorð í franska hernum og svo and spyrnuhreyfingunni í Frakklandi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, og hann varð menningarmálaráðherra Frakka í stjórnartíð De Gaulles forseta. Hlutskipti manns, sem er eitt helsta verk höfundarins, er þýdd af Thor Vilhjálmssyni. Kápumyndin er eftir Halldór B. Runólfsson, en bókin er 280 blaðsíður að stærð og unnin hjá Prentsmiðj- unni Odda. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun I Bókband PRENTSMIÐJAN éddda hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Nú getur þú notað eitt oq sama YISA kortlð eima og erlendis. íinog hérni Breyttar reglur um VISA greiðslukort veita þér nú heimild til að nota kortið í verslunum og þjónustustöðum hér heima. VISA kortið gildir einnig víðast hvar annarsstaðar í heiminum. VISA kort eru afgreidd á 40 afgreiðslustöðum Landsbankans víðsvegar um landið. LANDSBANKINN Banki allra landsmaima

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.