Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 26
fámmm SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 bókmenntir Sextán þjóðskörungar Þeir settu svip á öldina íslenskir stjórnmálamenn Ritstjóri Sigurður A. Magnússon Iðunn. ■ Þetta líkar mér að fá yfirlitsgreinar um 16 þjóðskörunga í einni bók sem ekki fer yfir 300 blaðsíður. og engar aths. geri ég við það hverjir valdir eru. Að vísu finnst mér að dr. Valtýr Guðmunds- son, Björn Jónsson, Haraldur Guð- mundsson, Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson hefðu getað komið til álita líkt og sumir þarna en þó naumast ástæða til að láta víkja fyrir þeim. Ritstjórinn segir í formála, að hann hafi lagt áherslu á að „reynt yrði að hafa umsagnirnar eins hlutlausar og lausar við boðun eða prédikun eins og kostur væri“. Ekki sýnist mér að þessu hafi verið fylgt, enda sé ég ekki neitt athuga- vert við það að þegar Svavar Gestsson skrifar um Magnús Kjartansson og Jó- hannes Nordal um Bjarna Benediktsson komi það fram að annar taldi það ganga landráðum næst, að ekki sé meira sagt, sem hinn taldi sjálfsagða öryggisráð- stöfun til verndar íslenskri þjóð og íslensku sjálfstæði. Auðvitað finnst okkur þessar ritgerðir misjafnar. Ég tél að Sigurður Líndal skrifi mjög vel um Jón Magnússon, sem sennilega hefur verið vanmetinn, enda ekkert glæsimenni á velli eða í ræðustól og enginn auglýsingamaður. „Hann kunni aldrei að setja neinn glans á verk sín“, sagði Jónas frá Hriflu um hann. Þá tel ég að Gils Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson hafi komist vel frá því að skrifa um Héðin Valdimarsson og Jónas Jónsson og Gunnar Thoroddsen gerir Jóni Þorlákssyni prýðileg skil. Það eru ekki nema tvær ritgerðanna sem mér finnst að verulegu lcyti misheppnaðar. Það er grein ritstjórans um Hannes Hafstcin og greinin um Hannibal Valdi- marsson. Hannes Hafstein var glæsimenni og það hygg ég sannmæli, að aldrei hafi glæsilegri maður setið á Alþingi. Hann var líka skáld gott. Þar fyrir sé ég ekki rök fyrir því að hann hafi sameinað hið besta úr Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Sigurðssyni. Það er ekki ofmælt að miklar framfarir og merk löggjöf einkenna ráðherraár Hannesar Hafsteins hin fyrstu. Sigurður segir að lagasmíð ráðherrans hafi verið með ólíkindum. Fyrir þingin 1905-1909 hafi hann lagt ríflega 100 stjórnarlrum- vörp. Víst voru þama gagnmerk frumvörp og ber fræðslulögin hæst af mörgu góðu. En hver var hlutur ráðherrans sjálfs í þessari lagasmíð? Ég veit ekki hvort hann átti mikinn þátt í henni. Guðmund- ur Finnbogason undirbjó fræðslulögin t.d.. Satt að segja man ég ekki eftir neinu nýmæli sem Hannes Hafstein beitti sér fyrir sérstaklega fyrstur manna. Það væri þá kjördæmaskipunin. Sigurð- ur segir að lagning járnbrautar austur yfir fjall hafi verið undirbúin í ráðherra- tíð hans. Satt er það en enginn var meiri áhugamaður um járnbrautina en foringi stjórnarandstöðunnar, Valtýr Guð- mundsson. Það hefði trúlega ekki breytt neinu verulega umframfarir og löggjöf 1905- 1909 þó að ráðherrann hefði heitið Valtýr Guðmundsson. Auðvitað vildi ráðherrann framfarir og hann mælti fyrir frumvörpunum og gerði það með glæsi- brag eins og annað. Sigurður segir að lagning stmans sé eitt merkilegasta tækniafrek í sögu íslands. Vel má það vera hvort sem átt er við sæstrenginn eða stauralínuna frá Seyðisfirði til Reýkjavíkur. Hins getur hann ekki að þegar Hannes Hafstein var fyrst á þingi mælti hann gegn því að síminn yrði tekinn á land á Seyðisfirði og Reykjavík ætti sambandið við úllönd undir ótryggri stauralínu kringum landið hálft. Símamálið var undirbúið áður en Hannes Hafstein varð ráðherra. Hitt er svo annað mál að áður en endanlega var samið um símann vildi Valtýr Guð- mundsson og hans lið treysta á loft- skeytasamband sem hefði verið miklu ódýrara en sjá' agt líka miklu ótryggara og stopulla fyr árin a.m.k. Vel get ég fallist á að H _s Hafstein hafi dugað vel í þeirri deilu um símasambandið út á við. Sigurður getur þess að Ölfusárbrúin hafi verið vígð 1905 en fellir undan að hún var byggð 1891. Fjarri sé mér að segja, að þar með vilji hann vísvitandi telja mönnum trú um að sú trú hafi verið eitt af verkum Hannesar Hafsteins en hætt er við að grunlaus lesandi álykti svo. Það má vel vera rétt að sambandsmál- ið hafi verið „til lykta leitt 1918 í fullu samræmi við stefnu og baráttu Hannesar Hafsteins". Þó var sá reginmunur á að í sambandslögunum 1918 var ákveðið, að fslendingar gætu sagt þeim upp og farið sínu fram að 25 árum liðnum og það er allt annað en „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis“ - „sem ekki verður af höndum látið“ og önnur slík ákvæði. Ég hef enga tilhneigingu til að minnka Hannes Hafstein. Ég veit að þrátt fyrir undirstrauma þjóðlífsins hafa mikilhæfir leiðtogar áhrif á það sem gerist. Sagan er ekki persónulaus. En ég held að ritgerð Sigurðar beri keim af þeirri tilhneigingu að mikla hlut hins glæsilega foringja. Greinin um Hannibal Valdimarsson er eins og hún sé skrifuð með allt annað í huga en manninn sjálfan, gerð hans og feril. Ekki get ég betur séð af þessu skrifi en höfundur telji að Hannibal hafi verið rekinn úr Alþýðuflokknum um leið og hann hætti formennsku þar 1954. Hann sat þó sem þingmaður flokksins fram að kosningum 1956 þegar hann bauð sig fram fyrir Alþýðubandalagið. Hann var þingmaður Alþýðuflokksins allt þar til að hann tók þá ákvörðun vorið 1956. Því er sagan um burtreksturinn villandi. Annað segi ég ekki um þá grein. Ég hygg að missagnir séu fáar í þessari bók en hitt er nokkuð áberandi að mörgu er sleppt. Svo verður að vera í stuttum ritgerðum um menn sem af er mikil saga. En stundum finnst mér að vanti í myndina þætti sem ærnu skipta íslenska sögu. Er þá einkum tvennt að nefna: Lotningarfulla afstöðu flokks þeirra Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirsson gagnvart Sovétríkjunum og hik og varfærni Sjálfstæðisflokksins í landhelgismálinu 1958. Ég tel að Jónasi Haralz hafi tekist vel að rekja stjórnmálasöguna í grein sinni um Ólaf Thors. Það er vandi að gera í örfáum orðum svo að ekki falli undan atriði sem máli skipta fyrir heildarsvip- inn. Þó má benda á að hann segir á bls. 163: „Lyktir málsins urðu þær, að fram- sóknarmenn studdu ekki aðförina að ■ Jón Þ. Þór skrifar um bxkur Kvöldúlfi þegar á reyndi". Þarna er því sleppt sem úrslitum réði að þeir feðgar í Kvöldúlfi settu persónulegar eignir sínar að veði fyrir skuldum Kvöldúlfs svo að þær þóttu sæmilega tryggar. Hins vegar kemur fram í grein Jónasar að Nýsköpunarstjórnin hafi gengið af Kvöldúlfi dauðum. Þar segir svo: „Þess hafði aftur á móti ekki verið freistað að ná samkomulagi um það, hvaða skilyrði þyrfti að búa atvinnurekstri. Afleiðingin af þessu varð meðal annars sú að reyndir atvinnurekendur, þeirra á meðal helstu togarafélögin, treystu sér ekki til að eignast hin nýju tæki og þau lentu að miklu leyti í höndum bæjarfélaga og annarra þeirra, er lítt voru í stakk búnir til að standa að slíkum rckstri". Að sönnu veit ég ekki hvort bæjarút- gerðir hafa gengið verr en aðrar en þarna er þá skýringin á því af hverju Kvöldúlfur varð að engu. Jónas segir um árin 1934-40: „Miklir erfiðleikar voru í efnahagsmálum landsins, sem stöfuðu af hvoru tveggja í senn, áhrifum heimskreppunnar og röngum viðbrögðum íslenskra stjórn- valda við þeim áhrifum". Vel má hann hafa sínar skoðanir um þetta. En hann segir um sjötta áratuginn: „Ytri ástæður voru erfiðar. Viðskipta- kjör versnuðu næstu árin, og gjaldeyris- staðan var of naum til þess að unnt væri að ganga langt í frjálsræðisátt". Hafi gjaldeyrisstaðan 1956 hindrað það að unnt væri að ‘ganga langt í 1SLENSKÍR S?JóSnmALAMENN ' ,, ÞEIR SETTU SVIPÁ OLEllNA frjálsræðisátt er hætt við að svo hafi líka verið 1935. Þess er rétt að geta að í bókarauka er birt niðjatal þeirra manna sem sagt er frá, er þar lengst mál um þá Skúla Thoroddsen og Hannes Hafstein, sem báðir eru kynsælir. Ekki er getið ungra barna en yfirleitt allra þeirra sem svo eru komnir til þroska að þeir hafa valið sér lífsstarf. Þessi niðjatöl eru eftir Guðjón Friðriksson. Þetta er orðið langt mál. Meðfram er það með vilja gert því að ég vil að það komi fram að þetta er bók sem er tilefni mikillar umræðu. Hjá því verður ekki komist að fram komi andstæð viðhorf. Þau eru staðreynd og rétt að líta á málin frá báðum hliðum. Þá er stundum svo að hvor bætir annan upp ef sagan er hálf- sögð þar sem einn segir frá. Með þeim fyrirvara sem nú er greindur mæli ég með þessari bók. Franz Kafka: Réttarhöldin Astráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu og rituðu eftirmála 293 blaðsíður Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983 Réttarhöldin hefjast á mjög svo áþekkan hátt og Hamskipti Franz Kafka sem fjallað var um hér í blaðinu fyrir fáeinum dögum. Nafn söguhetjunnar er meira að segja jafn skylt nafni Kafkas sjálfs og Samsa í Hamskiptunum, Jósef K. nefnist hinn ákærði. Hann vaknar af svefni, býst við að finna líf sitt í hinum gamalkunnu skorðum hversdagsins en meðan hann svaf hefur öllu verið um- turnað. „Einhver hlaut að hafa rægt Jósef K. því að morgun einn var hann Franz Kafka Réttarhöldin Sextán þættir úr mannkynssögu Hver talar? „Réttarhöldin’9 eftir Franz Kafka handtekinn án þess að hafa gert nokkuð af sér.“ Án þess að hafa gert nokkuð af sér - það er akkúrat það. Hver er sök Jósefs K.? Réttarhöldin yfir honum standa í heilt ár og hann fær aldrei að vita fyrir hvað hann er ákærður. Þetta er vitan- lega, í öllum sínum einfaldleika, firna sterk táknmynd og Kafka útbýr hana að venju sinni sem tilvísanir í allar áttir. Jósef K. fær að ganga frjáls ferða sinna og stunda vinnu sína í bankanum, en hann er yfirheyrður. reglulega og fær réttarhöldin á heilann, ef svo má að orði komast, Hann ræðir sekt sína og sak- leysi, leitast stöðugt við að skilja eðli yfirvaldanna og dómaranna sem hann á allt sitt undir, en í þeirri viðleitni rekst hann á endalausar mótsagnir sem honum gengur engu betur að átta sig á. Innan þessarar sögu er önnur, ekki síður fræg, nefnilega sagan sem prestur- inn segir Jósef K. í dómkirkjunni og kölluð er Frammi fyrir lögunum; minnir einna helst á söguna um Jesúm Krist í Karamazovbræðrum Dostoévskíj. Altént býður þessi „innri saga" einnig upp á fjöldamargar túlkanir og það er því líkast sem Kafka geri gys að ótal túlkendum Réttarhaldanna, og allra verka sinna, á síðustu áratugum með því að láta prestinn og Jósef K. ræða fram og til baka um merkingu þessarar sögu, uns Jósef K. veit ekki sitt rjúkandi ráð. ,',Lygin er gerð að heimsskipulagi," segir hann að vísu, en það eru aðeins Iokaorð hans, ekki lokadómur, því hann vill fyrir alla muni slíta sig frá þessari sögu. Að sönnu er ekki unnt að slíta sig frá Réttarhöldunum, þessi bók sest um kyrrt í huga lesanda. Feðgarnir Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson hafa þýtt bókina ágæta vel og hefur vart verið neitt áhlaupsverk. Þeir rita einnig prýðilega eftirmála. Réttarhöldin er bók sem allir unnend- ur bókmennta hljóta að lesa. Um hana má skrifa hartnær endalaust mál, ég læt nægja að hvetja lesendur eindregið til að kynna sér Réttarhöldin af eigin raun. Þeir munu ekki verða sviknir. Þýðendur bókarinnar, eða útgáfan, hefur fundið tilvitnun í Kurt nokkurn Tucholsky sem segir allt sem þarf, svohljóðandi: „Þegar ég að loknum lestri legg frá mér ægileg- ustu og kraftmestu bók síðustu ára, Réttarhöldin eftir Franz Kafka, get ég tæpast gert grein fyrir orsökum þeirrar hrellingar sem gagntekur mig. Hver talar? Hvað er þetta,“ Aldrei þessuvant má taka heils hugar undir áróður á kápusíðu. ■ lllugi Jökulsson skrifar um bækur Jón R. Hjálmarsson: Af spjöldum sögu- nnar. 16 þættir frá síðari öldum. Suðurlandsútgáfan Selfossi 1983 207 bls. Eins og fram kemur í titli þessarar bókar hefur hún að geyma sextán þætti um menn og atburði í sögu síðari alda. Flestir eru þættirnir fremur stuttir, þeir eru margvíslegir að efni og yfirleitt eru ekki bein tengsl á milli þeirra, þótt sumir þeirra taki við hver af öðrum í sögulegu samhengi. Bókin hefst á bráðskemmti- legum þætti um Vilhjálm Tell og sjálf- stæðisbaráttu Svisslendinga á miðöldum, þá kemur þáttur um Eirík konung af Pommern og því næst um upphaf prent- listarinnar. Þrír þættir eru um landa- fundina miklu og fjallar hinn fyrsti um Hinrik sæfara, annar um Vascó da Gama og sjóleiðina til Indlands og sá þriðji um Kristófer Kólumbus. Þáttur er um Leónardó da Vinci og endurreisnina, sem ég kann reyndar heldur illa við að sé kölluð endurreisnarhreyfing, og annar um Galileó Galilei. Þá er þáttur um Friðrik mikla og Hohenzollernættina á Þýskalandi og annar um franska Egypta- landsfræðinginn Jean - Francois Cham- pollion. Þá koma fimm þættir, sem kalla má tæknisögu: Iðnbyltingin í Englandi, Gufuafl og gufuskip, Upphaf eimlestar- fræða, Á morgni bílaaldar og 1 árdaga flugsins. Bóikinni lýkur svo með þætti úr sögu 20. aldar, þar sem fjallað er um þá kumpánana Hitler, Mússólini, Stalín og Chamberlain. Eins og áður sagði, eru þættirnir flestir fremur stuttir og liggur þá í augum uppi, að höfundur stiklar á stóru og greinir sjaldan frá öðru en því sem kalla mætti aðalatriði hvers máls. Ekki er svo að sjá sem hann reyni að greina frá því sem teljast verður til nýrri rannsókna á þessum sviðum, heimildir hans eru sýni- lega almenn yfirlitsrit og ekki öll ný af nálinni. Verður þá að hafa í huga, að þessi bók er ætluð skólafólki og öðrum þeim, sem af áhuga vilja auka nokkuð þekkingu sína, eða slá í fljótheitum upp á aðalatriðum. Þeim tilgangi ætti bókin vel að ná. Hún er aðgengileg og þægileg aflestrar og í henni er að finna býsna mikinn Jón R. Hjálmarsson fróðleik. Annar kostur hennar er að hún er skrifuð á ljósu máli og er skemmileg aflestrar. Helsti gallinn er að mínu mati sá, að höfundur fylgir ekki alltaf frásögn- inni nógu vel eftir, hættir stundum, þar sem aðeins litlu einu þurfti að bæta við til þess að koma enn meiri fróðleik til skila. Þá er það einnig nokkur Ijóður á bókinni - og mjög slæmur ef hún er ætluð skólafólki - að prófarkir eru hvergi nærri nógu vel lesnar. í sumum köflunum, einkum þó þeim um Eirík af Pommern, úir og grúir af prentvillum. Að öðru leyti er frágangur bókarinnar góður og mannanafnaskrá í bókarlok er til mikilla bóta. Enn meiri fengur hefði þó verið að því að bæta nokkru myndefni inn í frásögnina. Nokkrar myndir og sögukort eiga mjög vel heima í ritum sem þessu og auka notagildi þeirra mjög. Jón Þ. Þór. I Jón Þ. Þór skrifar um bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.