Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 ■ Mikill f jöldi Vesturíslendinga kom til landsins til að vera viðstaddur Alþingishatiðina. Hérer hlutiþeirra að fara frá Reykjavík S. juli. Til vinstri er togarinn Sindri GK450. ífjarska sést Sambandshusið lengst til vinstri og Arnarhváll. Nordalsishús sést einnig vinstra megin, en fyrir miðri mynd er skúralengja: Fisksöluplanið eða Planið svokallaða, róðaf smábúðum fiski- karia. Sérstætt safn heimildaljósmynda Ljósmyndir Skafta Guðjónssonar 1924-1945 ■ „Á tímum friðar og ófriðar 1924-1945“, heitir bók sem á margan hátt sker sig úr öðrum á jólamarkaðinum í ár, því hér er um að ræða safn Ijósmynda eftir þann einstæða myndasmið Skafta Guðjónsson. Skafti var ekki lærður Ijósmyndari, en sú þekking sem áhugamanni er kleift að afla sér ásamt ósviknum hæfileika hins sanna fréttaljósmyndara bættu það ríflega upp. Skafti var jafnan þar á ferðinni áratugum saman sem eitthvað athyglisvert var á seyði ogoft þegar fæstum öðrum datt í hug að draga upp myndavél. En ekki áðeins svonefndir . fréttnæmir atburðir urðu Skafta að viðfangsefni. Hann myndaði einnig fólkið og bæjarbraginn í Reykjavík og tókst þannig að varðveita tíðarandann á ofangreindu árabili öðrum betur. Þessum heimildaljósmyndum er skipt í nokkra kafla og eru þeir þessir: Alþingishátíðin, Bæjarbragur í Reykjavík, Flugvélarog loftför hins nýja tíma, Viðburðir í bæjarlífinu, Stjórnmál og stéttaátök. Ófriður nálgast, Hernámið, íslendingar og stríðið og Stofnun lýðveldis. Það er óhætt að segja að við athugun á þessum merkilegu myndum sannast að engin rituð orð geta komið í stað réttu Ijósmyndarinnar, — svo máttugt er mál hennar. Það er Guðjón Friðriksson, blaðamaður, sem ritaði texta bókarinnar, en bókaútgáfan Hagall gefur út. ■ Til minningar um þúsund ára afmæli Alþingis færði bandaríska þingið íslensku þjóðinni að gjöf standmynd af Leifi heppna er fyrstur fann meginland Ameríku. Það var þó ekki fyrr en tveimur árum seinna eða 1932 að styttan var af hent. Hér er búið að reisa stali undir hana en verið er að rífa Skólavörðuna sem lengi hafði sett svip sinn á bæinn. Búið er að rífa efsta hluta vörðunnar sem var úr timbri. Á báðum hæðum vörðunnar mótar fyrir gluggum sem múrað hafði verið upp í fyrir löngu. Röð símastaura sést við Skólavörðustíg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.