Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 18
18
■ Izzy (t.v.) og Moe taka niður stórvirk eimingartæki.
IZZY OG MOE
Engir sköpuðu slíka skelfingu meðal leynivínsalanna
á bannárunum og þessir snjöllu eftirlitsmenn
■ í leiguíbúð við Ridge Street í
neðri hluta East Side í New York
bjó á sinni tíð maður að nafni Isadore
Einstein og greiddi hann 14 dollara
mánaðarlega fyrir grenið. Allir köll-
uðu hann Izzy. Hann hafði verið
sölumaður en var nú lágt settur
skrifstofumaður á póststofunni.
Hann var að líta í kringum sig eftir
betra starfi og taldi sig hafa rekist á
það rétta, þegar hann las í blöðunum
um þær fyrirætianir stjórnarinnar
að greiða eftirlitsmönnum með
framkvæmd bannlaganna allt að
2.500 dollurum á mánuði.
Varla gat nokkur maður verið ólíkari
leynilögreglumanni en Izzy Einstein.
Hann var fertugur að aldri, næstum
sköllóttur, vart 1.70 á hæð og vóg 110
kíló... En Izzy hafi góðaumgengnishæfi-
leika og óbilandi sjálfstraust. Enginn
sem leit framan í þetta kringlótta glað-
lega andlit og sá blikið í svörtum augun-
um, hefði látið sér til hugar koma að
þetta væri útsendari stjórnvalda. t’arna
niðri í East Side var hann hrókur alls
fagnaðar. í hvert sinn sem hann rakst inn
í vindlabúðina eða inn á kaffihúsin brást
varla að um hann safnaðist múgur og
margmenni til þess að heyra hann reyta
af sér brandarana. ,
Fyrsta verkefnið sem Izzy fékk var það
að hreinsa til á stað í Brooklyn þar sem
yfirvöldin töldu að vínsala væri
starfrækt, - svonefnd „speakeasy“, eins
og slíkir staðir voru kallaðir, Drukknir
menn höfðu sést slaga út af þessum stað
og lykt af bjór og visky lagði langan veg.
Fjöldi eftirlitsmanna hafði verið að
snuðra þarna í kring, en engum þeirra
hafði tekist að komast inn. Izzy vissi
ekkert um viðurkenndar aðferðir leyni-
lögreglumanna. Hann gekk bara að
dyrunum og barði. Lokið var upp lúgu
og rám rödd spurði hver þarna væri á
ferð.
„Izzy Einstein," sagði Izzy. „Mig lang-
ar í einn.“
„Nú, - hver sendi þig hingað,
drengur? Hvað gerir þú?“
„Húsbóndinn sendi mig“, útskýrði
Izzy. „Ég er eftirlitsmaður. Þeir eru
nýbúnir að ráða mig.“
Dyrnar voru rifnar upp og maðurinn
sló kumpánlega á bakið á Izzy.
„Ha, ha!“ sagði hann og skellihló.
„Komdu strax inn, drengur. Þetta er nú
það besta sem ég hef heyrt til þessa.“
Izzy kom nú inn í herbergi, þar sem
sex menn sátu og drukku við lítjnn bar.
„Heyrið þið strákar!“, hrópaði dyra-
vörðurinn. „Hér er kominn eftirlitsmað-
ur og vill fá einn gráan. Ertu ekki með
lögreglumerkið, drengur?"
„Vitanlega,“ sagði Izzy og dró það
fram.
„Ja hérna..“ sagði sá sem stóð á bak
við barinn. „Fetta lítur út eins og það sé
ekta.“
Hann hellti viskysopa í glas og Izzy
skellti því í sig. En þar gerði hann
mistök, því þegar að því kom að fram-
kvæma handtöku hafði Izzy ekkert
sönnunargagn. Hann reyndi að hrifsa
flöskuna, en afgreiðslumaðurinn hljóp
út um bakdyrnar með hana.
„Þarna lærði ég það,“ sagði Izzy
síðar, „að einn tvöfaldur fer Ijómandi
vel í maga á eftirlitsmanninum, en
sönnunargagn er hann ekki lengur, sjúss-
inn sá.“
Izzy notaði það frumlega ráð að segja
alltaf rétt til nafns, - með dálitlum
frávikum þó, - meira en tuttugu sinnum
næstu fimm árin. Það hafði góð áhrif
eftir sem áður, þótt hann væri um það
leyti orðinn svo vel þekktur og slíkur
skelfir leynivínsalanna, að mynd af hon-
um var látin hanga á barnum á mörgum
leynivínstofum. Stundum óð Izzy rak-
leitt inn í bruggverksmiðju með eftirlits-
mannsmerkið í barminum og sagði glað-
lega: „Hvernig væri að gefa uppgefnum
eftirlitsmanni einn gráan?“ Þegar menn
sáu þennan litla og digra mann leggja
svo mjög á sig til þess að vera fyndinn,
voru allar hendur á lofti við að útvega
honum eitthvað hjartastyrkjandi, - og
Izzy handtók þá á staðnum.
Þegar Izzy hafði gegnt þessum starfa í
nokkrar vikur, fór hann að sakna félags-
skapar hins gamla vinar síns, Moe
Smith... Líkt og Izzy var Moe leikari af
guðs náð og hann var feitlaginn eins og
hann. Hann vóg 118 kíló, en var aftur á
móti örlítið hærri en Izzy og því ekki jafn
kúluvambalegur. Moe átti litla verslun
og nú taldi Izzy hann á að fá einum
ættingja sinna umsjón með henni og
sækja um eftirlitsmannsstarfið.
Það sem blöðin gerðu sér mestan mat
úr var kænska þeirra Izzy og Moe. Eitt
sinn sátu þeir um vínstofu þar sem fjöldi
manna hafði án árangurs reynt að fá
keypt Vín, því afgreiðslumaðurinn seldi
aldrei neinum neitt sem hann ekki
þekkti. En svo var það á hrollköldu
haustkvöldi að Izzy tók sér stöðu fyrir
framan vínstofuna á stuttermabol og
frakkalaus. Þarna stóð hann uns hann
var orðinn helblár af kulda og'tennurnar
í honum glömruðu. Moe næstum því bar
hann á öxlunum inn í stofuna og hrópaði:
„Gefið manninum einn. Hanner næst-
um því dauðfrosinn!“
Afgreiðslumaðurinn sem komst við
vegna útlits Izzy og var að auki ringlaður
vegna hrópanna í Moe, kom strax á
vettvang með viskyflöskuna. Moe greip
hana undir eins og lýsti yfir handtöku.
Ein snjallasta hugmynd Izzy var sú að
hafa jafnan eitthvað í hendinni á njósna-
ferðum sínum. Þegar hann kom á staði
sem tónlistarmenn sóttu öðrum fremur,
þá hafði hann jafnan með sér f iðlu eða
básúnu. Kæmi það fyrir, sem stundum
gerðist, að menn báðu hann að leika á
hljóðfærið, þá gat hann gert það. Vana-
lega lék hann: „How Dry I Am...“
Þegar Izzy var á ferð á ströndinni í
grennd við New York, hafði hann j afnan
meðferðis fiskistöng eða baðföt... Dyra-
vörðurinn á „The Assembly," stað í
Brooklyn sem lögfræðingar og dómarar
sóttu mjög, hleyptu honum orðalaust
inn, af því að hann var í lafafrakka og
bar doðrant bundinn innn í
lambsskinn... Þegar þeir Izzy og Moe
heimsóttu Reiscnweber, frægan og rán-
dýran stað á Broadway, voru þeir í fylgd
tveggja ijóshærðra yngismeyja, klæddir
í smoking, með marga gullhringi og
ilmandi hársmyrsl, en stórar perlubind-
isnælur blikuðu á skyrtubrjóstinu.
í meira en fimm ár hló öll þjóðin að
uppátækjum þeirra Izzy og Moe að
hörðustu fylgjendum bannsins þó
undanskildum, sem blátt áfram tilbáðu
þá. Smyglarar og eigendur vínstofa voru
aftur á móti lafhræddir við þá og héldu
að þeir væru snargeggjaðir. Ótti.þeirra
var á,rökum reistur, því á skömmum
ferli sínum gerðu þeir Izzy og Moe
upptækar fimm milljón flöskur af víni að
andvirði fimmtán milljónir dollara. Eru
þá ótaldar tunnur og keröld í hundr-
uðum brugghúsa og eimingarstöðva. Þá
tókst þeim að láta eyðileggja mikið
magn af allslags afgreiðslubúnaði fyrir
vínföng og þeir tóku 4.392 menn fasta.
Voru um 95% þessa fjölda dæmdir.
Engir aðrir eftirlitsmenn komust með
tærnar þar sem þeir höfðu hælana.
Aldrei hittu þeir Izzy og Moe þá A1
Capone, Johnny, Totio eða aðra kon-
unga undirheimanna, sem mest högnuð-
ust á vínbanninu. En hefðu þeir-
rekist á þá er enginn vafi á að Izzy og
Moe hefðu reynt að klekkja á þeim, því
hugrekkið skorti þá ekki.
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
HELSTU ORSAKIR ÞESS AÐ VÍNBANNIÐ í BANDARÍKJUNUM RANN ÚT í SANDINN, VORU
MISTÖK VIÐ FRAMKVÆMD ÞESS SEM EYÐILÖGÐU TILTRÚ ALMENNINGS Á FYRIRTÆKINU
knúin fram. Lögin segja að vínanda til
drykkjar megi ekki framleiða og við
munum sjá til þess að hann verði ekki
framleiddur. Þar með verður hann held-
ur ekki seldur eða af hendi látinn né
settur í eitt eða annað á yfirborði jarðar
eða neðan yfirborðs jarðar, og hvorki í
lofti né á legi.“ Svo fórust fyrsta yfireft-
irlitsmanninum með framkvæmd bann-
laganna orð.
Til þess að annast eftirlit með fram-
kvæmd laganna voru ráðnir 1500 eftir-
litsmenn og eftir því sem reynslan óx
komu til sögunnar ýmsar.viðbótarreglur,
til dæmis um leyfi lækna til þess að ávísa
vínanda með lyfseðlum og reglur um
meðferð á messuvíni. Var svo mælt fyrir
um að undir engum kringumstæðum
mætti ávísa á vínanda sterkari en 24%
og ekki mátti fá neinum einstaklingi í
hendur meira en pela í einu á tíu daga
tímabili. Þá skyldi engum lækni heimilt
að skrifa fleiri en 100 lyfseðla á hverjum
90 dögum, nema í neyðartilfellum, sem
borin voru undir löggæslumenn. í byrjun
var misræmi í því hvernig hin ýmsu fylki
vildu meðhöndla vínbirgðir sem geymst
höfðu frá því áður en bannið kom til
sögunnar, en t.d. Georgía lagði blátt
bann við því að menn ættu áfengi
yfirleitt, hvernig sem það var til komið.
Erfiðleikar
á framkvæmd
Lögð var í upphafi áhersla á sem
nánasta samvinnu alríkisstjórnarinnar
og fylkjanna til þess að tryggja framgang
og áhrif bannsins og yfirstjórnin með
framkvæmdinni var fengin þeim stjórn-
ardeildum sem ýmissa hluta vegna þóttu
hafa nauðsynlega þekkingu og aðstöðu
til að annast hana best. Þó fór það svo
að þessi skipting olli ýmsum ruglingi og
árekstrum t.d. milli fjármálaráðuneytis-
ins og dómsmálastjórnarinnar, uns eftir-
litið var að mestu sett undir hatt dóms-
Sjá næstu síðu
■ í desember árið 1933 voru bannlögin í
Bandaríkjunum numin formlega úr gildi. Vín-
bannið í Bandaríkjunum varði í 14 ár og er
talið að ekki hafi ríkt hatrammari skoðana-
ágreiningur um annað mál þar í landi meðan
það bannið stóð, nema ef vera skyldi þræla-
haldið á sínum tíma. Þótt bannið hefði sannar-
lega ýmsa kosti í för með sér þá risu líka af
því margháttuð vandamál, svo sem alkunna
er, og mun flestum þá fyrst detta í hug sú
glæpaöld sem hófst með lögleiðingu þess. Við
gerum fimmtíu ára afmæli afnáms bannlag-
anna að tilefni til þess að rifja upp hitt og þetta
frá þessum árum.
kváðu átta fylki að gera það, þótt Rhode
Island skipti um skoðun að þrem árum
liðnum. Síðar bættust 18 fylki á „þurra
listann“ og var það loks árið 1917 að
þingið tók málið fyrir og var allsherjar
bann samþykkt tveimur árum síðar.
Þann 16. janúar 1920 kom það svo til
framkvæmda. Sérstaka breytingu þurfti
að gera á stjórnarskránni til þess að
koma þeim í framkvæmd og var hún
jafnan nefnd „18. breytingartillagan
(viðaukinn)“ samkvæmt því. Um fram-
kvæmd laganna var svo saminn enn
sérstakur bálkur, - „Volstead lögin."
Þar sagði m.a. á þá leið að drykkir sem
hefðu inni að halda meira en 0.5-1%
vínanda skyldu teljast áfengir.
í lofti láði og á legi
„Þessum lögum ber að hlýða í stærri
borgum og smærri, og í þorpum og hvar
sem þeim ekki er hlýtt munu þau verða
Vínbannshugmyndin var ekki ný af
nálinni árið 1919, þegar bannlögin tóku
gildi. Upphaf hennar má rekja allt aftur
til ársins 1733, en þá voru lög sett í
Georgíu, sem bönnuðu sterk vín. Árið
1777 kom svo sú hugmynd fram á þingi
að fylkin tækju sig saman um að ær
banna eimingu og framleiðslu á vínanda,
en ekki var meira að hafst. Fyrst ríkið
sem kom á vínbanni var New York árið
1845, en banninu var aflétt tveimur
árum síðar. Fyrsta langtíma vínbannið
var sett á í Maine árið 1851. Á næstu
fimm árum fylgdu fimm ríki dæmi Maine
en þau höfðu öll numið bannið úr gildi
að nýju árið 1875, - nema Maine.
1 september árið 1869 var stofnaður í
Chicago sérstakur flokkur til þess að
berjast fyrir vínbanni. Hann bauð fram
við hverja kosningar og lét ekkert tæki-
færi ónotað til þess að afla hugmyndinni
fylgis. Á árunum eftir 1880 var víða farin
sú leið að lögleiða vínbann á takmörk-
uðum svæðum, en þetta hafði lítil áhrif
á framleiðslu vínanda. Á þessum áratug
var kosið um það 19 sinnum í 18 fylkjum
hvort vínbann skyldi upp tekið og á-
■ Dulbúnir eftirlitsmenn á bannárunum, „Those 14 years", eins og þau
voru síðar nefnd.
■ „Leynivfnsalar" - („Bootleggers"), nefnist þessi mynd sem Bem Sahn málaði um 1935.
Johnny Torrlo
Ásamt A1 Capone var hann fremsti bófahöfðinginn
í Bandaríkjum bannáranna
■ Þegar liða tók á fóru ýmsir
menn að mata krókinn á kringum-
stæðunum með því að útvega vín-
föng handa vakandi fjölda ólöglegra
vínstofa. Hér segir lítillega frá
helsta foringja undirheimanna,
Johnny Torrio.
Sem undirheimaforingi á Johnny
Torrio varla sinn líka í bandarískri
afbrotasögu og er þá langt til jafnað.
Hann hefur komist næst því að margra
áliti að skapa hið fullkomna aðferðakerfi
í kring um lögbrot sín. Hann rak alla
starfsemi sína eftir sömu leiðum og um
hálöglegan rekstur væri að ræða. Á
morgnana kyssti hann konuna sína og
hélt beint niður á skrifstofuna sína, sem
var á annarri hæð skrifstofubyggingar-
innar Four Deuces. Þar keypti hann og
seldi kvenfólk og ráðgaðist við forstöðu-
menn vændishúsa sinna og spilavíta. Þar
gaf hann og smyglaraflokkum sínum
fyrirmælin og sá um að spillingin væri
sem mest meðal lögreglunnar og borgar-
ayfirvaldanna. Stundum sendi hann
skotmenn sína út af örkinni til þess að
myrða þá giæpamenn sem kepptu við
hann um völdin eða rugluðu áætlanir
hans. En aldrei var hann í för með þeim
í slíkum leiðöngrum. Eitt sinn gumaði
hann af því að hann hefði aldrei hleypt
af byssu á æfi sinni.
Johnny var þegar orðinn einn valda-
mesti maður landsins, með hundrað
þúsund dala tekjur á ári af vændi, þegar
hann tók að sjá um vínflutningana til
Chicago. Það var síðsumars árið 1920.
Hann átti fundi með foringjum helstu
glæpaflokkanna og fékk þá til að leggja
bankarán, innbrot og rán á hilluna að
sinni, en snúa sér þess í stað að smyglinu.
Hann hét þeim meiri tekjum en þá
nokkru sinni hefði getað dreymt umog
hann stóð vel við þau loforð...
Tekjur hans náðu hámarki vorið 1924,
þegar hann rak tuttugu og fimm vændis-
hús í Cook County og um það bil
helmingi fleiri spilavíti og illræmda næt-
urklúbba í Chicago og úthverfum
hennar. Þá rak hann ekki færri en sextíu
og fimm brugghús og átti margar eiming-
arstöðvar. Óhemjumagn var flutt á hans
vegum til Chicago frá Canada og höfnum
við Atlantshaf og voru vörubílar og
sendibílar notaðir við flutninginn. Þeir
voru þannig útbúnir að leynigeymslur
voru undir þaki og gólfi. Var hann um
þetta leyti í félagi við A1 Capone.
Bílafloti hans var á ferðinni um Chi-
cago og Cook County með bjór og visky
allan sólarhringinn og sátu í bíiunum
vopnaðir verðir. Talið er að Torrio og
félagar hans hafi séð um þremur fjórðu
þeirra tuttugu þúsund vínstofa sem upp
spruttu eftir að bannlögin gengu í gildi,
fyrir nauðsynjum.
Flutningavagnar Torrio voru sjaldnast
ónáðaðir. Þvert á móti var það venjan
þegar dýra skipsfarma bar að landi að
einkennisklæddir lögreglumenn veittu
liðsinni sitt við uppskipun. Eftir því sem
tekjurnar jukust færði Torrio út veldi
sitt. Hann gaf ríkulega í kosningasjóðina
og keypti lögreglumenn og eftirlitsmenn,
dómara og stjórnmálamenn. Einnig
ýmsa stjórnendur borgarinnar, eftir því
sem þörf var á. Hundruð manna sóttu
mútur sínar í viku hverri á skrifstofu sem
hann lét koma upp miðsvæðis í borginni.
Þar sem lögreglan var nú alveg mátt-
vana og löggæslan nær því að hruni
komin, fóru ýmsir skuggabaldrar undir-
heimanna nú að koma fram úr fylgsnum
sínum. Bankar í borginni voru rændir
um hábjartan daginn. Varðstjórar og
lögreglumenn höfðu ekki undan að
semja skýrslur um vopnuð rán, því
tilkynningar bárust um eitt til tvö hundr-
uð á nóttu, Vasaþjófar voru sem mý á
mykjuskán. Vikulega var launa-
greiðslum fyrirtækja stolið eins og þær
lögðu sig og ekki var um annað að ræða
en nota brynvarða bíla og vopnaða
verði, þegar flytja skyldi peninga milli
staða. Bílþjófnaðir skiptu þúsundum.
Ökumönnum var skipað að aka upp að
gangstéttarbrúninni á fjölförnum stræt-
um og þar voru þeir vægðarlaust rændir.
Chicago virtist troðfull af glæpalýð,
sem stöðugt átti í innbyrðis erjum og
morðin gengu á víxl. Tvö hundruð og
fimmtán slíkir féllu á fjórum árum. Á
sama tíma féllu hundrað og sextíu glæpa-
menn fyrir hendi lögreglunnar. Þessir
bófar höfðu það að skemmtan sinni að
skjóta samkomusali í rúst og kasta
sprengjum sem nefndar voru „pine-
apples.“ Þá æfðu þeir. fimi sína í
meðferð vélbyssa í fáförnum bæjarhlut-
um og óku stórum vörubílum á ofsa-
hraða um miðborgina í trássi við öll
umferðarlög. Þeir reigsuðu- um á al-
mannafæri og hirtu varla um að fela
skammbyssuna. Lögreglumenn, dómar-
ar og aðrir sem halda áttu uppi lögum og
reglu tóku við skipunum frá þeim. Þeim
var óhætt að reiða sig á vini sína í
dómsölunum og réttarhúsunum. Þá
mátti líta á dýrustu veitingahúsunum og
í óperunni, þar sem þeir leiddu konur
sínar eða ástmeyjar, sem klæddar voru í
dýrindis pelsa. Þeir héldu líka veglegar
veislur, þar sem gestirnir gerðu sér það
til gamans að skvetta kampavíni hverjir
yfir aðra, þótt flaskan kostaði tuttugu
dollara. Oft flugu þúsund tappar upp úr
stútnum á einni nóttu. Bófarnir, vopnað-
ir skammbyssum, rifflum og vélbyssum
fylgdu flutningavögnum þeirra Torrios
og A1 Capone út og suður og voru alls
staðar fyrir augum manna, - nema í
fangelsunum.