Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 29
SUNNUnAfíllR 18. nFSFMRFR 1983
Átta bækur um
ævintýri Smára
komnar frá Vöku
Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út fyrstu átta
bækurnar í nýjum bókaflokki fyrir börn,
Smárabækurnar.
Bækurnar eru upprunnar í Bretlandi. sög-
urnar eftir Denis Bond og mvndirnar eftir
Ken Morton, en barnabókahöfundurinn vin-
sæli Guðni Kolbeinsson hefur þýtt bækumar
á íslensku og gefið söguhetjunum stór-
skemmtileg íslensk nöfn.
Smári er ekki nema einn sentimetri á hæð.
Hann er frá plánetu sem heitir Krílus. Dag
nokkúrn bilaði geimfarið hans og hann
hraktist til Jarðarinnar og lenti þar í stórum
garði, fullum af illgresi. Smári vingaðist brátt
við skordýrin, sem áttu heima f garðinum og
ákvað að dvelja hjá þeim um tíma. Panniger
Smári geimstrákur kynntur í Smárabókunum
nýju frá Vöku, en sögurnar eru síðan um
ævintýri hans hér á Jörðinni með vinum
sínum, flugum og öðrum skemmtilegum
smádýrum í garðinum, sem áður var nefndur.
Þær átta Smárabækur. sem nú eru komnar
út hjá Vöku heita: Lending á Jörðu, Blóma-
safi Borghildar. Gefumst ekki upp, Flogið
milli garða, Draugur í salatinu, Viltu verða
poppstjarna? Góðir grannar og Allt orðið í
rusli.
Smárabækurnar eru um 30 síður að stærð,
litmyndir á hverri síðu og bækurnar inn-
bundnar, en kosta ' aðeins 89 kronur í
bókabúðum. Setning og filmuvinnsla fór
fram hjá Prentrún hf. en bækurnar voru
prentaðar í Bretlandi.
Nú geta allir notiö þeinar ánœgju ad
horfa á stœrri mynd í sjónvarpinu.
Sérstakur skermur sem settur er íyrir íraman
sjónvarpiö og stœkkar myndina verulega.
Þetta gerir t.d, sjóndöpru íólki auöveldara
aö íylgjast meö mynd og texta,
Beamscope er til í þremur mismunandi
stœrðum. Komiö og kynnist þessari írá-
bœru nýjung írá Japan.
Útsölustadir um landid:
Póllina ísafirdi
Húsiö, Stykkishólmi
Hljómver, Akureyri
Húsprýði, Borgarnesi
Ennco, Neskaupstað
Studio, Keflavík
Versl. Sveins Guðmundssonar
Egilsstöðum
Studioval. Akranesi
Rafeind, Vestmannaeyjum
Raísjá, Sauðárkróki
Versl. Sigurðar Pálmasonar
Hvammstanga
Grímur og Árni, Húsavík
* SENDUMÍ
i PÓSTKRÖFU
HF
Laugavegi 170-172 Si'mi 21240
íslensk bókamenning er verómæti
Fyrri bindi þessa mikla ritverks
komu.út 1980 og 1982 og eru
stórvirki á sviöi íslenskra fræða.
Meginkaflar þessa nýja bindis eru:
SKINNKLÆÐI OG FATNAÐUR,
UPPSÁTUR, UPPSÁTURSGJÖLD,
J SKYLDUR OG KVAÐIR, VEÐUR-
FAR OG SJÓLAG, VEÐRÁTTA í
IVLENNINGARSJQDUR
SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVlK — StMI 13652
VERSTÖÐVUM, FISKIMIÐ, VIÐ-
BÚNAÐUR VERTÍÐA OG SJÓ-
FERÐA, RÓÐUR OG SIGLING,
FLYÐRA, HAPPADRÆTTIR OG
HLUTARBÓT, HÁKARL OG
ÞRENNS KONAR VEIÐARFÆRI.
í bókinni eru 361 mynd, þar af 30
prentaðar í litum
Föóurland vort hálft
erha/ið Lúóvík Kristjánsson:
ÍSLENSKIR SíMRHÆTTIR III
Andvari 1983
Andvari fyrir árið 1983, tímarit Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og þjóðvinafélags, er
komin út og aðalgrein hans að þessu sinni
ævisöguþáttur dr. Kristjáns Eldjárns fyrrum
forseta Islands (1916-82) eftir Bjarna Vil-
hjálmsson þjóðskjalavörð en annað efni
ritsins eftirtalið: Finnbogi Guðmundsson:
Um varðveislu hins forna menningararfs
(erindi flutt á vegum háskólans í Óðinsvéum
1981); séra BolliGústavsson: Siðbótarmaður
(kvæði í minningu Marteins Lúters); Herm-
ann Pálsson: Effir Njálsbrennu: Aðalgeir
Kristjánsson: „Áður manstu unni ég mey“
(úr brelum og dagbókarbrotum Gísia Brynj-
úlfssonar skálds um ástamál hans og Ástríðar
Helgadóttur biskups); Grímur Thomsen:
Þrjú bréf til Grims Jónssonar amtmanns
(Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar);
Jón L. Larsson: Áhrif kulda á þróun og
viðhald menningar; Jón Sigurðsson hagrann-
sóknarstjóri, flutti á aðalfúndi Vinnuveitenda
sambands íslands í vor er leið; Þórður
Kristleifsson: Prestsdóttirin frá Reykholti og
hagyrðingurinn frá Jörfa (um hjúskaparmál
Ragnheiðar Eggertsdóttur á Fitjum í
Skorradal og Sigurðar Hélgasonar frá Jörfa í
Hnappadalssýslu); séra Björn Halldórsson:
Tvö bréf (þessi bréf hins þjóðkunna skáld-
klerks í Laufási eru annað frá 1863 til Þorláks
Jónssonar á Stóru-Tjörnum í Ljósavatns-
skarði en hitt frá 1882 til Jóns Árnasonar
bókavarðar og þjóðsagnasafnara); séra
EirkurJ. Eiríksson: Nicolai Frcderik Severin
Grundfvig (erindi flutt á tveggja alda afmæli
hins merka danska skálds, menningarfrö-
muðar og stjórnmálamanns í haust).
Þetta er hundraðasti og áttundi árgangur
Ándvara. Ritstjóri hans er dr. Finnbogi
Guðmundsson landsbókavörður og forseti
Hins íslenska þjóðvinafélags. Ritið er 111
bls. að stærð, préntað í Alþýðuprentsmiðj-
unni.
Fjölbreytt úrval af skrifborðum fyrir ung-
linga og fullorðna.
Sérstaklega gott verð.
Husgogn og
Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar simi 86 900