Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 35

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 35 Hörmungar styrjaldarinnar sem geisað hefur milli sveita Palestínumanna eru ólýsanlegar Báða tvo? „já, auðvitað," segir Kahled Hassan. „Þeir eru að eyðileggja framtíð barna okkar.“ Synir Kahleds Hassans, sem eru á menntaskólaaldri, tóku fyrr um daginn þátt í kröfugöngu inni í borginni. Þeir báru mynd Arafats og máluðu vígorð PLO á húsveggi. ■ Arafat: Hann strengir þess heit að Sýriendingum muni ekki auðnast að horfa upp á ósigur sinn. ísraelsku hermennirnir, sem vanir eru að koma á vattvang með táragas og barefli undir slíkum kringumstæðum, höfðust ekki að... „Þeir gleðjast yfir sjálfstortímingaræði okkar,“ segir Ka- hled Hassan og gnístir tönnum. Það sem ísraelsmenn ætluðu sér, þegar þeir réð- ust inn í Líbanon, þ.e. að eyðileggja PLO, - það verk annast nú Palestínu- mennirnir sjálfir. Hryggð og reiði ríkir alls staðar á vestur-bakkanum. Kahled Hassan er ekki einn um þá skoðun að ekki sé nokkur munur á þessu manndrápsæði og þeim fjöldamorðum sem framin voru í -flóttamannabúðunum Sabra og Schatila með þegjandi samþykki fsraelsmanna af falangistum í september. Þá voru hund- ruð Palestínumanna myrtir. Foringjar samsærisins, sem nær allir eru fæddir á vestur-bakkanum, hafa fyrirgert rétt- inum til þess að kalla sig Palestínumenn, ■ Eftir sem áður líta Palestínu- menn á Arafat sem sameiningar- tákn sitt, yfirunninn af sýrlenskum vopnum og lýbiskum mútum. Konur og ungmenni bera mynd leiðtogans um götur i Tripoli. að mati blaðsins „A1 Sha’ab“, þar sem þeir hafa lyft hendi gegn eigin fólki. Mennimir á skrifstofu arkitektsins telja sig svikna. Ekki þó vegna þess að PLO hafi orðið þeim stuðningur á þeim tíma sem ísraelska hernámið hefur staðið. Þvert á móti: Skæruliðar PLO hafa æ ofan í æ gefið ísraelsmönnum tilefni til þess að þrengja kost íbúanna á vestur-bakkanum og á Gaza-svæðinu. Margir vina Kahled Hassan hefðu líka viljað að PLO tæki upp breytta stefnu og sýndi meiri sveigjanleika í viðskiptunum við ísrael í stað sífelldra ögra: „Það er hlálegt að viðurkenna ekki tilveru ríkis sem er miklu áþreifanlegra og grónara en við,“ segir einn þeirra. Þegar tilkynning kemur í útvarpinu um að afloknum fjölda verkfalla og mótmælafunda, um að borgarstjórar, prestar og menntamenn hafi samþykkt stuðningsyfirlýsingu við Arafat, og þar sem Sýrlendingar eru fordæmdir, kinka allir kolli. „Þetta snýst ekki fyrst og fremst um Arafat," segir bróðir Kahled Hassan, Issam, sem er eðlisfræðikennari við háskólann í Birzeit, en samt telur hann Arafat heiðarlega sál og tákn fyrir pale- stinskan mótstöðukraft og fórnarvilja. Allt frá því er PLO var sett á laggirnar fyrir 19 árum hafa Palestínumenn verið stoltir af því að innan samtakanna hefur ríkt lýðræði og vilja meirihlutans hefur jafnan verið fylgt. Þeir hafa að því leytinu talið sig einsdæmi í Arabaheim- inum. ísraelsmönnum var PLO auðvitað þyrnir í augum og ýmis arabaríki reyndu ýmist að eyðileggja samtökin eða þá að virkja þau í eigin þágu. Fyrir 13 árum rak Hussein konungur Palestínumenn út úr Jórdaníu, þar sem þeir höfðu myndað ríki í ríkinu og ógnuðu konungsríkinu. Þá bjó Arafat um sig í Líbanon. Paíestínumaðurinn Khaled Hassan segir: „Það var okkar meginregla og kenning að PLO væru einu samtökin sem rétt hefðu á að kallast fulltrúar þjóðar okkar. Samtökin voru tákn um þjóðarheiður okkar, heiður sem menn vildu ekki láta okkur eftir, en sem við ekki gátum lifað án.“ Víst viðurkenna menn á vestur-bakk- anum að hræðileg hermdarverk hafi verið framin í nafni PLO og þó einkum í hinni stríðshrjáðu borg, Beirut. „í Austurlöndum nær er ekkert heilagt." En nú er tvær hetjur Palestínumanna eiga í blóðugum átökum (Abu Mussa var foringi hersveita PLO í Beirút á síðasta sumri, meðan ísraelsmenn her- sátu borgina) er hætt við að endi sé bundinn á trú manna á Palestínu- mönnum. Kahled Hassan og ættmennum hans þykir það mikið áfall að Abu Mussa skuli hafa látið „kaupa sig“ af Sýrlend- ingum. Sýrlendingar hafa um árabil reynt að stjóma stefnu PLO, þar sem Palestína heyrði áður til Stór-Sýrlandi, ásamt Jórdaníu og Líbanon. Því er því haldið fram að Damaskus eigi einkarétt á því að vera fulltrúi Palestínumanna, sem í raun réttri séu sýrlenskir. Árið 1976 mátti litlu muna að Abu Hassan félli fyrir sýrlenskri sveit morð- inga og særðist hann þá mikið. Ætluðu Sýrlendingarnir að hefna sín á honum fyrir það að hann hafði látið PLO menn sína fella syrlenska herdeild í líbönsku borginni Sidon. „Ég vildi vita hve mikið Assad Sýrlandsforseti hefur greitt þess- um manni,“ segir Issam Hassan. Þeir telja það mikil mistök af hálfu Arafats að hann skyldi ekki fara að venju Palestínumanna og jafna ágrein- inginn með samningum áður en til átaka kom. „Við erum eina arabiska þjóðin, sem hefði getað greitt úr þessurn vanda á lýðræðislegan hátt. Arafat valdi hins vegar þessa leið af ótta við það að hann yrði settur af.“ Issan Kahled kreppir hnefann: „Ef við fréttum af dauða Arafats í dag, þá getum við bókað endalok PLO.“ (Þýtt-AM) ■ Þegar Arafat hafði leitað skjóls i Trípoli, skutu PLO menn stöðugt á stöðvar hans með stuðningi sýr- lenskra bandamanna. Þessar óhugnanlegu myndir sýna tvo litla brsður sem urðu fyrir sprengju- brotum. Annar þeirra lést á sjúkra- börunum vegna holundarsára. A i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.