Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 20
20 rj\t M ít V’;V># v’ 'r'»* Ti' SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 BANNÁRIN ■ Kátt á hjalla, enda er myndin tekin þann 5. desember 1933, þegar vínbanninu hafði verið aflétt. málakerfisins. Þessar umbætur komu þó of seint til þess að geta vakið tiltrú almennings á fyrirtækinu, sem þá var mjðg tekin að dvína. Verst voru þau mistök sem gerð voru þegar í upphafi, er val og stjórn eftirlits- mannanna var fengið hinni almennu lögreglu í hendur, þar sem þar reyndist misjafn sauður í mörgu fé og víða ríkti mikil spilling í borgarmálum. Snemma bar á tilraunum til þess að fara á bak við bannlögin í stórum stíl og varð það til þess að samningur var gerður við ýmis erlend ríki sem heimilaði klukkustundar leit eftirlitsmanna í skipum sem til Bandaríkjanna sigldu, strax og skipin áttu 12 mílur ófarnar að ströndinni. Kanada, Kúba, Panama og Mexico, auk Stóra-Bretlands og helstu Evrópuríkja voru aðilar að samning- num. Eftir sem áður komst þó feikna magn í gegn og frá Kanada barst vín- flaumurinn í stíðum straumum. Þjóðnefndarálitið Árið 1929 skipaði Hoover forseti nefnd skipaða 11 valinkunnum borgur- um og skyldi hún rannsaka nákvæmlega hvar framkvæmd bannlaganna væri helst ábótavant og hvers vegna. Enn skyldi nefndin gera rannsókn á afstöðu þjóðar- innar til málsins. Nefndin vann undir miklu álagi og tíminn sem henni var ætlaður til þess verks var naumur. f áliti sínu benti hún þó á hvernig framkvæmdin hefði farið í handaskolum fyrstu sjö áfin og hún gerði þeim aðgerðum sem áttu að verða til úrbóta ekki hátt undir höfði. Hún benti á að ætíð hefði skort samræmt kerfi og samvinnu helstu eftirlitsaðil- anna, svo sem tollgæslunnar, strandgæsl- unnar og eftirlitsmannanna og áhrif ýmissa pólitískra hópa, bæði þeirra sem andvígir voru banninu og hinna sem studdu það, taldi hún hafa skaðað fram- kvæmdina. Hefði þessi skýrsla komið fram fimm árum fyrr, er ekki ótrúlegt að hún hefði getað aflað banninu fylgis almenningsálitsins í landinu, en þegar hér var komið sögu var það um seinan. Samt mafti segja að fimm af níu megin - niðurstöðum skýrslunnar mæltu gegn því að aflétta vínbanninu. Ófullnægjandi upplýsingar Eins og fram hefur komið ríkti mikill ágreiningur manna á meðal í Bandaríkj- unum um vínbannið þau 14 ár sem það varði, og eftir því sem á leið fækkaði fylgjendum þess, vegna þess hve öll framkvæmdin fór í handaskolum. Um- ræður manna á meðal voru líka meir á grundvelli tilfinninga en röksemda, þar sem upplýsingar á vísindalegum grund- velli skorti. Engar tölur voru til um hve margir hefðu verið handteknir vegna ölvunar, um lögbrot sem rekja mátti til áfengisneyslu o.s.frv. Enginn vissi held- ur um fjölda sjúklinga sem spillt höfðu heilsu sinni með áfengi eða látist af völdum þess. Þegar horft er um öxl þykir nú ljóst að fræðslu um þessi mál var og afar ábótavant í Bandaríkjunum á bann- árum. Það voru líka félagsfræðilegar og efnahagslegar orsakir sem urðu banninu að falli um síðir, fremur en siðrænar- og lagalegar röksemdir, sem það upphaf- lega var byggt á. Andróðurinn gegn banninu var samt ekki í sviðsljósinu á hinum pólitíska vettvangi svo nokkru næmi fyrr en við forsetakosningarnar 1932, en þá varð bannið að kosningamáli. Dr. Nicholas Murray Butler, sem var eindreginn and- stæðingur bannsins, sagði eitt sinn á kappræðufundi: „18. viðaukann" verður að nema burt úr stjórnarskránni, vegna þess að hann á þar ekki heima. Hann skrumskælir hana og er í ósamræmi við hana. Hann hrópar gegn öllum meginákvæðum stjórnarskrárinnar og öll þau vandræði og ótíðindi sem okkur berast daglega úr öllum hornum landsins eru óumflyjanleg afleiðing þessa.... Það er rætt um lög, - en það er ekki hægt að framkvæma lög sem eru sjálfum sér ósamkvæm.“ Þessi voru m.a. rök þeirra sem vildu afnám bannsins. En það var þó hægfara breyting almenningsálitsins sem mestu skipti. Árið 1927 voru bæði Demokrata- flokkurinn og Republikanar meðmæltir vínbanninu, en árið 1930 var komið annað hljóð í strokkinn. Þá mæltu flokksþing beggja flokka í mörgum fylkj- um með afnámi laganna og 1932 var yfirgnæfandi meirihluti orðinn fyrir hendi. Þann 5. desember 1933 staðfesti Bandaríkjaforseti svo ný lög, sem af- námu vínbannið, en eftir sem áður vildu þó nokkur fylki halda sér við bannið áfram og voru í lögunum ýmis ákvæði þessum fylkjum til vemdar. Fjórir nuddpúöar fylgja. Clairol nuddtækiö er heilsuræktartæki, sem allir þurfa aó hafa vió höndina. Nuddiö mýkir vöðvana og endurnærir, þannig aö þreytuverkir hverfa fyrir vellíöan. Jólatilboö kr. 1.200,- .____ Skipholti 19 sími 29800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.