Tíminn - 20.01.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1984, Blaðsíða 2
 Nyttvor! Nytíska! sumar! ' M! Játakk! Vinsamlega sendiö mér nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. Nafn: Heimili: Staður: Sendist til: FREEMANS of London c/o BALCO hf. Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði, sími 5 39 00 Vegna útfarar Magnúsar Jónssonar bankastjóra verða allir af- greiöslustaöir Búnaöarbanka íslands lokaðir föstudaginn 20. janúar til kl. 13:00. Búnaðarbanki íslands Rafsuðu- tæki borvélar Rafkapals- tromlur Málningar- sprautur Verkfæra- kassar Þráðlaus borvélmeð hleðslutæki Smerglar Hleðslutæki Emhell vandaöar vönir Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Dómarafélag Reykjavikur: VILL AÐSKILNAÐ DÓMS- OG STJÓRNSÝSLUSTARFA ■ Meðal ályktana sem samþykktar voru á aðalfundi Dómarafélags Reykjá- víkur í nóvember s.l. var að hraða bæri heildarendurskoðun dómstólaskipunar- innar sem fæli m.a. í sér lögtöku frum- varps um millidómsstig, Lögreftu og að stjórnsýslustörf og dómsstörf yrðu að- skilin í sem ríkustum mæli. í frétt frá Dómarafélagi Reykjavíkur kemur ofangreint fram og einnig að þessi mál hafi lengi verið meðal lielstu baráttumála félagsins. Stjórn Dómara- félags Reýkjavíkur fagnar því nýlegum ályktunum stjórnar Lögmannafélags Reykjavíkur um þessi efni og væntir þess að tekið verði tillit til eindreginna óska dómara og lögmanna um þessi mikilvægu framfaramál sem varða allan almenning í landinu. Dómarafélag Reykjavíkur er, þrátt fyrir nafnið, félag allra embættisdómara landsins annarra en sýslumanna og bæjarfógeta. Ennfremur eru í félaginu hæstaréttarritari og saksóknarar. Á aðal fundinum var stjórn félagsins endurkjör- in en hana skipa: Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari, formaður; Friðgeir Björnsson borgardómari vara- formaður; Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari, ritari; Jónas Gústavsson borgarfógeti, gjaldkeri; Haraldur Henrýsson sakadómari, meðstjórnandi; Már Pétursson héraðsdómari og Hrafn Bragason borgardómari, varastjórnar- menn. -GSH Nonni (Bubbi Morthens) og Þorlákur (Þorlákur Kristinsson) þjarma að rithöfundinum (Bessa Bjarnasyni). Skilaboð til Söndru sýnd í Regnboganum ■ Nýjasta íslenska kvikmyndin Skila- Myndinergerðeftirsamnefndriskáld- rés Sigurvinsson, Elías Mar og boð til Söndru sem undanfarnar vikur sögu Jökuls Jakobssonar og með aðal- Þorlákur Kristinsson. hefur verið sýnd í Háskólabíói í Rcykja- hlutverkið, Jónas rithöfund, fer Bessi Tónlist myndarinnar er eftir Gunnar vík hefur verið tekin til sýninga í Bjarnason. Söndru leikur Ásdís Thor- Reyni Sveinsson og Bubba Morthens. Regnboganum á öllum sýningum kl. 3, oddsen en í öðrum hlutverkum eru m.a. Auk sýninga í Regnboganum er 5, 7, 9 og 11. Bryndís Schram, Bubbi Morthens, Ben- áformað að sýna myndina víða um land edikt Árnason, Jón Laxdal, And- á næstunni. Ný bridgebók: Hringsvíhingar og Hræringsþvinganir ■ Út er komin ný íslensk bridge bók eftir Guðmund Sv. Hermannsson sem um árabil hefur annast bridge skrif fyrir Tímann og ber hún heitið „Hringsvín- ingar ogHræringsþvinganir. Bridge erein algengasta dægrastytting íslendinga en þrátt fyrir það hefur lítið verið skirfað um spilið af íslenskum höfundum, nær öll ritverk um spilið sem birst hafa á íslensku hafa verið þýdd úr erlendum tungumálum og bætir þessi bók því úr brýnni þörf á þessu sviði. í formála bókarinnar segir Guðmund- ur m.a.: „Þessi bók er ekki hugsuð sem kennslubók, þó ég voni auðvitað að einhvprjir hafi gagn af henni. Ég hef valið þá leið að rabba vítt og breitt um spilið og flétta inn í spilum sem öll hafa komið fyrir í íslenskum keppnisbridges eða verið spiluð af íslenskum spilurum á erlendum móturn..." -FRl Sveitarfélög á Austurlandi: Mótmæla námsvistar gjöldum í Reykjavlk ■ Stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi mótmælir harð- lega innheimtu námsvistargjalda vegna þeirra nemenda utan af landsbyggðinni, sem stunda nám i Rcykjavík. Stjórnin telur gjöld þessi ekki eiga rétt á sér og þar að auki styðjist þau við ótraustan lagalegan grundvöll. Mótmæli þessi voru samþykkt á stjórnarfundi SSA nýlega. Jafnframt er tekið fram að námsvistar- gjöld séu ekki innheimt vegna nemenda úr höfuðborginni sem stundi framhalds- nám í skólum úti á landi. Bent er á að öll íslenska þjóðin h'afi í meira en 100 ár lagst á eitt um að byggja upp og efla stönduga og myndarlega höfuðborg. Vegna stöðu sinnar njóti hún ýmissa sérréttinda svo sem í skóla- málurn. Landsmenn hafi allir staöið að öflugri uppbyggingu skóla og annarra menntastofnana í höfuðborg sinni, sem ekki hafi síst átt þátt í vexti hennar og viðgangi. Nemendurutanaflandsbyggð- inni hafi því eðlilega sótt þangað skóla á vetrum. Stór hluti þeirra setjist þar síðan að og gerist fullgildir skattþegnar höfuð- borgarinnar. „Það er því augljóst að Reykjavíkurborg hefur margvtslegan hag af þeim utanbæjarnemendum sem þar stunda framhaldsnám", segir í sam- þykkt SSA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.