Tíminn - 20.01.1984, Page 12

Tíminn - 20.01.1984, Page 12
FÖSTUDAGUR 2«. JANÚAR 19K4 heimilistíminn ■ Jón B. Stefánsson, semsegir okkur nú frá degi i lífí sínu, hefur gegnt stöðu starfsmunnustjóra hjú Eimskipafélagi íslands í tæpt ár, en er búsettur á Selfossi, sem er fxöingarbær hans, og þarf því að fara milli Reykjavíkur og Selfoss daglega. Jón á fjölbreyttan feril að baki, þó að ungur sé, aöeins ríflega þrítugur. Hann fór 16 ára sem skiptinemi til Bundaríkjanna og dvaldi þar eitt ár. Síöan stundaði liann nám og lauk pról'um frá Kennaraskóla Islands og Iþróttakennaraskóla Islands. Hann liefur starfað við kennslu á Eskiflröi og Selfossi, var æskulýðs- og íþróttal'ull- trúi Selfösshrepps um 5 ára skeið og félagsmálastjóri Selfossbæjar í önnurS ár. Samhliöa síðastnefnda starfanum sá Jón uin íþróttaþætti í sjónvarpi um skeiö. Við starfi starfsmannastjóra hjá Eimskip tók liann svo í febrúar 1983. Áhugamál Jóns eru félagsmál og íþrótlir og nefnir hann þar ekki síst skíðaiðkun og knattspyrnu. Kona Jóns er Þórunn llalla Guð- miindsdóttir, hússtjórnarkennari, og eiga þau tvær dætur, Unni Evu II ára og Andreu Osk 2ja ára. Þakka fyrir a5 þurfa ekki að vopnast rakvéiinni Klukkuna vantar tvær mínútur í sex. Ég lirökk upp við hávært ýlfur í ralmagnsklukkunni. sem cr komið þannig fyrir aö óhjákvæmilcgl cr að rísa úr rckkju til að slökkva á hcnni. Það cr eins gott að vera snöggur áður en allt hverfið vaknar. ég tala nú ckki um fjölskykluna. Lciknin er orðin nokkuð mikil, ca. 10 sek. frá því að fyrsta ýllrið hcyrist þar til ófrcskjan .hcfur fallið, samt er cg ckki raunvcru- lega vaknaður fyrr en nokkru eftir að klukkan hefur þangaö. Ekki má gleyma að slökkva á litlu klukkunni scm gcngur fyrir rafhlöðum ■ Jón B. Stefánsson við vinnu sína. Eftir 7 ára skeggsöfnun ætlaði hann að breyta til og rakaði af sér skeggið sl. haust. F.n hann komst fljótlega að raun um það, að það kostaöi hann 10 mínútna puð á morgnana að halda skegglausu útlitinu snyrtilegu, svo að liann gafst fljótlega upp og kom sér aftur upp gamalkunna skegginu! Þar græðast 10 mínútur, og hver mínúta á morgnana er dýrinæt. (Tímamynd GE) þannig að fáir eru mættir í vinnu fyrir kl. 08.00. Þegar ég er búinn að hengja upp frakkann held ég beint upp á 5. hæð þar sem DÚDDA í eldhúsinu er búin að hita vatn í tc. Eldhúsið er viðkomustaður flestra áður en gengið er til vinnu. Rjúkandi tcbollann tek ég með niður á fyrstu hæð,. þar sem skrifstofa mín er, og sötra heitt teið á meðan ég velti fyrir mér viðfangsefn- um dagsins. Tíminn til kl. 09.00 er að mörgu leyti besti tími dagsins, rólegt yfir öllu, síminn ekki byrjaður og auðvelt að einbeita sér að vinnunni. Á dagskránni eru 3 fundir auk viðtala við umsækjendur og hefðbund- inna verka s.l. viðtala við starfsfólk um ýmis málefni auk símasvörunar o.fl. Unnið hefur verið að því að undan- förnu að gefa út starfsmannahandbók og er það mál á lokastigi, og eitt af verkefnum dagsins er að fylgja því eftir. Starf starfsmannastjóra hjá stóru fyrirtæki eins og EIMSKIP er mjög fjölþætt og býður upp á vmsa mögu- leika. Æskilegt er að þekkja sem flesta starfsmenn og vera vcl inni í hlutverki hvers og eins. en slíkt er að sjálfsögðu erfiðleikum bundið. I starfsmannahaldi eru starfandi 6 starfsmenn, þar af einn í hálfu starfi, og cr þetta allt úrvals fólk og hefur reynst mér ómetanlegt á þessu fyrsta ári í stöðu starfsmannastjóra. Eins og gefur að skilja er starfsskipting nokkur innan deildarinnar og hefur tekið tíma að komast inn í sunt sérsviðin. Morgunninn líður mjög hratt og áður cn varir er komið hádegi. Ég gleymdi að kaupa matarmiða þannig að fljótaskrift var á hádegisverði og ég lét nægja að heimsækja „bæjarins bestu". Eftir hádegi fór ég á fund í Sunda- höfn með Guðna Sigþórssyni vöruaf- greiðslustjóra og Magnúsi Ólafssyni trúnaóarlækni, þar scm farið var yfir ýmis mál tengd starfi Magnúsar. Selfoss—Reykjavík — Selfoss — á hverjum degi, en ferðirnar nýttar vel og cr stillt 5 mín. síðar. Sú litla á að auka öryggið. því aldrci er að vita nema rafmagnið verði fyrireinhverjum truflunum og smá straumrof ruglar flestar nútíma rafmagnsklukkur. Hefðbundin morgunstund hefst kl. 06.00. fyrsti viðkomustaður er baðhcr- bergið þar sem ég horfist í augu viö sjálfan mig í speglinum. munda tann- burstann og þakka fyrir að þurfa ekki að vopnast rakvélinni. Ég hef haft alskcgg í um 7 ár en gerði tilraun til þess að hreyta til og rakaði allt skeggið af í lok nóvember á síðasta ári. I bartsýni minni hafði ég gert ráð fyrir að það tæki einungis augnablik að skafa kjammana en reyndin var önnur, klukkuna varð að stilhi 10 mín. fyrr en áður og raksturinn heilmikið mál. Ég gafst upp í lok dcsembcr og er ákvcð- inn í að reyna ekki aftur við skeggleysi næstu árin. Baðherbergið hefur ákvéðið að- dráttarafl svona sncmma morguns, þar sem ég lagði hitalögn í gólfið sem kemur að hluta til í staðinn fyrir ofn. þannig að gólfið er ávallt ylvolgt og vill því dvölin þar oft verða lengri en nauðsyn krefur. Heilög skylda - og unnir inn punktar Á leiðinni fram í eldhús lít ég inn til yngri dóttur minnar, sem er á þriðja ári, hún sparkar alltaf af sér sænginni á nóttunni og lít ég á það sem heilaga skyldu mína að breiða yfir hana aftur. í ekihúsinu er verkskipulagið í fösturn skorðum. bollinn meö vatni settur í örbylgjuofninn og stillt á 1,55 mín. þannig aö vatnið verði akkurat rétt fyrir tepokann, brauðið smurt og dag- blaðið frá deginum áður breitt á borðið. Þessi liður morgunverkanna tekur ávallt um 10-15 mt'n. Ég sötra teiö í rólcgheitum, flctti blöðunum og lcs allt scm ckki var áöur lesið. m.a, fasteignaauglýsingarnar. Þcssi morg- unstund er ómctanlcg. dauðaþögn bæði innanhúss og utan. Að þessu sinni var setiö skemur við en oft áður, því þar sem ég ætlaði ekki á bílnum í bæinn, en sá er ég leit út um gluggann að snjór hafði fallið, ákvað ég að vinna inn nokkra punkta hjá Höllu, klæddi mig upp, fór út og hrcinsaði mesta snjóinn frá bíl- skúrnum. þannig að ckki yrði erfiö- leikum bundið að koma bílnum út þcgar Halla héldi í vinnuna. Áöur en ég hélt af stað vakti ég Höllu því hún þarf að vcra komin í vinnuna kl. 08.00 og hennar bíður það hlutverk að vckja stclpurnar og koma þeint á skrið. Eftir því sem bílarnir eru nýrri virðast sætin óþægilegri Með skjalatösku í hendinni gekk ég rösklega niöur Tryggvagötu. Veður var stillt, nýfallinn snjór á götunni og engin spor sjáanleg, fyrr en nær dró miöbænum. Þá bættust viö slóöir út úr íbúðargötum sem liggja að Tryggva- götunni. Gönguferðin að stoppistöð- inni eroftótrúlega skemmtilegsérstak- lega þegar stillt cr veður. Oftast gcng ég einn þessa leið, en er stundum samferða félaga mínum scm býr í sömu götu og stundar vinnu í Reykja- vík. Við gerðum nokkrar tilraunir til þess á síðastliðnu hausti að fá forráða- menn Sérleyfisbíla Selfoss til aö breyta áætlun fyrsta bíls að morgni þannig að sá bíll hæfi akstur í Engjahverli. sem er nýjasta hverfið á Selfossi. og æki síðan inn í þá lcið. sem þeir aka daglega um Selfossbæ, og stytti okkur sem þar búum þannig sporin. Á biðstööinni cru ávallt nokkrir sem bíða og er maður hefur boðið góðan daginn svona almennt yfir hópinn og fengið margvíslegar undirtektir. tekur maöur gjarnan kunningjana tali þær fáu mínútur sem líða þar til bíllinn kcmur. Að þessu sinni er farkosturinn cinn nýjasti bíllinn hjá SBS, sjálf- skiptur og búinn fullkomnustu þæg- indum, að undanskildu því að eftir því scm bílarnir eru nýrri virðast sætin óþægilegri. Mér hefur oft dottið í hug að sennilega sé ég heldur lægri en stöðluð hæð þeirra sem rútusætin eru framleidd fyrir. Ég mundi gjarna vilja skipta á sætum úr eldri bílunum í nýju bílana. Við, sem förum oft á milli, værum sjálfsagt vel til þess fallin að gefa góð ráð um hönnun langferðabif- reiða.a.nt.k. hvaðinnréttingarvarðar. Bílstjórinn í dag er einn af betri bílstjórum flotans. bílstjórarnir eru misjafnir eins og aðrir. allir að sjálf- sögðu góðir strákar en ökulagiö mjög misjafnt. Athyglisverð sætaskipan í morgunferðum Rútan ekur hring um bæinn. tínir upp missyfjaða farþega hér og þar og stansar síöan við Tryggvatorg sent cr síðasti viðkomustaðurinn áður en lagt er á fjallið. Sætaskipan í morgunferðum cr nokkuð athyglisverö. Farþegar dreif- ast um rútuna þannig, að hvergi sitja tveir saman fyrr en nauðsýn krefur. Menn virðast ekki mjög viðræðuglaðir svona fyrst á morgnana heldur kjósa næðið. Þegar lagt er af stað um kl. 06.50 er ávallt nokkur hópur í bílnum bæði fólk sem stundar vinnu í Reykjavík, skóla- fólk og alltaf nokkrir sem þurfa að sinna erindum þar þann daginn. Ein- Itverra hluta vegna scst ég ávallt hægra ntegin í bílinn og set skjalatöskuna í sætið við hliðina til að tryggja ákveðna helgi og rýf þá helgi ekki fyrr en í fulla hnefana. Sálin í Tryggvaskála hélt fólki við vinnuna Þegar ckið er frá torginu og yfir Ölfusárbrú er mér oft litið á gamla góða Tryggvaskálann, en þar hafði ég aðsetur í u.þ.b. 10 ár á meðan ég gengdi starfi hjá Selfossbæ. „Skálinn" cr um margt merkilegt hús, elsta húsið á Selfossi og hefur hýst margs konar starfsemi utan veitinga- ■ rckstur í áranna rás. Húsið er allt rammskakkt og skælt en engu að síður fullt af lífi. Gólfið á skrifstofu minni hallaðist t.d. þannig að þegar ég gerði tilraun til þess að ýta skólunum frá skrifborðinu og ætlaði að láta mig dreyma, rann stólinn ávallt til baka í vinnustellingar, sálin í húsinu hélt fólki við vinnuna. Það tók mig nokkurn tíma að venjast rútunni. en eftir að réttu stellingarnar hafa verið fundnar, á ég mjög gott nteð að slappa af í bílnum og er yfirleitt búinn að tapa skynjun á umhverfinu um það bil sem bíllinn yfirgefur Selfoss. Annað hvort fell ég í svefn eða leiði hugann að einhverju sem býr ofarlega hverju sinni eftir því hversu snemma ég fór að sofa kvöldið áður. Ég skynja það þegar bíllinn beygir inn í Hveragcrði og bætir við sig farþegum, og er athvglin að einhverju leyti bundin því, en samt er furðu auðvelt að loka þá skynjun úti. Að þessu sinni er ekiö um Hellisheiði en dagana á undan hafði heiðin verið lokuð og ekið um Þrengslin. Þegar komið er til Reykjavíkur er ferðum hagað þannig að sem flestir komist beint í vinnu cða skóla. Borgin er aðvakna til lífsinsog umferðarþung- inn fer vaxandi. Um kl. 07.50 fer ég úr bílnum í Lækjartorgi og geng þann stutta spöl sem eftir er að „hvíta húsinu" i Pósthússtræti 2. Stundum hefur komið fyrir að ég hef sofið óvenju fast og veriö vakinn í Lækjar- götunni og er sú tilfinning heldur óþægileg. Eldhúsið viðkomustaður flestra áður en gengið er til vinnu. Vinnutími hjá okkur hefst kl. 08.30 Um kl. 16.30 fór ég síðan aftur inn í Sundahöfn að þessu sinni í samfloti með tveimur úr skemmtinefnd en ég hafði lofað því að aðstoða við árshátíð félagsins er haldin verður á Hótel Sögu föstudaginn 20. jan. Að loknum fundi lá leiðin síðan á BSÍ þar sem rútan beið tilbúin til hcimferðar. Heimfcrðina notaði ég að þessu sinni til að lesa bókina „How to improve performance through apprais- al and coaching", sem útleggst á íslensku eitthvað á þcssa leið „Hvernig liægt er að bæta frammistöðu með viðurkenningu og þjálfun". Við lestur bókarinnar kom „litli Ijósálfurinn", sem auglýstur var í sífellu unt jólin. mér til ómetanlegrar aðstoðar, klemmdist beint á kjöl bókarinnar og gaf næga lestrarbirtu alla leiðina án þess að valda öðrunt óþægindum. Það má sem sagt nota ferðirnar bæði til hvíldar og afþreying- ar. Elífðarvandamál? Ég var kominn hcim til mín rúmlega 19.00 og snæddi þá kvöldverð með fjölskyldunni en kvöldverðurinn er aðalmáltíð dagsins, eftir að ég fór að vinna í Reykjavík. Margt var spjallað yfir kvöldverði samhliða því sem reynt var að fá börnin til þess að borða, sem virðist eilífðarvandamál, nema kannski að maður geri of mikið úr því. Flestum kvöldum eyði ég síðan heima en að þessu sinni lá fyrir að hitta nokkra félaga sem eru að undirbúa stofnun fyrirtækis og hef ég eytt nokkr- um tíma í að aðstoða þá. Kl. 22.30 var síðan vikuleg fótboltaæfing hjá „old boys". Þar mæta góðir félagar og eyða cinni stund í skemmtilegum leik. Þessar æfingar eru mér mjög mikilvæg- ar, ef einhverra hluta vegna fellur niður æfing er ég hálf ómögulegur alla vikuna. Eftir góða sturtu að aflokinni æfingu var haldið heim og ég skreið örþreyttur í rúmið um miðnætti eftir að hafa athugað hvort vekjaraklukk- urnar væru ekki örugglega stilltar á kl. 05.58 næsta morgun. Dagur í lífi Jóns B. Stefánssonar, starfsmannastjóra Eimskips

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.