Tíminn - 20.01.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.01.1984, Blaðsíða 18
18 mmm minning Magnús Jónsson bankastjóri og fyrrverandi ráðherra Pau tíðindi bárust starfsfólki Búnaðar- banka íslands, er það var að hefja störf að morgni þann 13. janúar síðastliðinn, að Magnús Jónsson bankastjóri hefði látist í svefni þá um nóttina. Þessi andlátsfregn var starfsfólki bankans mik- il harmafregn, því að Magnús banka- stjóri var afar vinsæll og mikils metinn af því. Magnús Jónsson var fæddur að Torf- mýri í Akrahreppi 7. sept. 1919. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Eyþór Jónsson og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir, er þá bjuggu að Torfmýri og síðar að Mel. Við þann stað var Magnús jafnan kenndur. Stúdentsprófi lauk Magnús frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1940 og kand- idatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1946. Magnús var afkastamaður um öll þau störf er hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði einnig mikinn áhuga á stjórnmál- um. Hann varflokksmaður í Sjálfstæðis- flokknum alla ævi og vann þeim flokki mikið, eins og nú mun að vikið, enda naut hann í flokknum mikils trausts og álits. Að loknu lögfræðiprófi árið 1946gerð- ist hann ritstjóri íslendings, blaðs Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri og gegndi því starfi í tvö ár. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var hann árin 1953 til 1960. Hann var varaþingmaður Eyfirð- inga með setu á Alþingi árin 1951-1953 og kjörinn þingmaður Eyfirðinga 1953- 1959 og Norðurlandskjördæmis eystra 1959-1974. Magnús Jónsson varð fljótlega eftir að Itann tók sæti á Alþingi áhrifamikill þingmaður í flokki sínum og einnig á Alþingi almennt. Magnús varð einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í fjárveit- inganefnd og lét þar að sér kveða sem annars staðar. Eftir myndun ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks haustið 1959 varð Magnús kjörinn for- maður fjárveitinganefndar Alþingis. Því starfi gagndi hann þar til hann var kjörinn bankastjóri Búnaðarbanka Is- lands 1961. Hinn 8. maí 1965 varð Magnús fjár- málaráðherra í ráðuneyti Bjarna Ben- ediktssonar og síðar Jóhanns Hafsteins, eftir fráfall Bjarna. Magnús gegndi starfi fjármálaráðherra þar til ríkisstjórn Jó- hanns Hafsteins fór frá völdum 14. júlí 1971. Magnús hvarf þá aftur til starfa sem bankastjóri í Búnaðarbankanum hinn 1. ágúst 1971. Því starfi gegndi hann til dánardægurs. Enda þótt ég hafi í grein þessari nefnt mörg störf sem Magnús gegndi að tilhlut- an samherja sinna, og sum þeirra með ábyrgðarmestu störfum þjóðfélagsins, eru þó mörg störf ótalin, svo sem Ijóst er af frásögn Morgunblaðsins, er það sagði frá andláti hans. Magnús var mikill hæfileikamaður, ekki síst á sviði fjármála. Hann var fljótur að átta sig á lausn þeirra atriða sem leysa þurfti og ákveðinn um að halda sig við þá lausn, er hann hafði valið. Auk þess hafði Magnús þá hæfi- leika til að bera, er gerðu hann jafn áhrifaríkan í lífinu, sem raun bar vitni. Hann var geysilegur afkastamaður í öllum störfum og dró hvergi af sér. Hann var mikils metinn og virtur af sínu samstarfsfólki. Farsæll var hann í vali á því samstarfsfólki, er féll í hans hlut að velja. Um áramótin 1973-74 uróu þáttaskil í lífi Magnúsar Jónssonar. Hann verður fyrir alvarlegu veikindaáfalli. Eftir þetta áfall hætti hann opinberum afskiptum af stjórnmálum, fór ekki í framboð til Alþingis og sagði af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Starfi sínu sem bankastjóri Búnaðarbanka Islands hélt hann áfram. Bati hans til starfa kom enda fljótt. Þar mun kapp hans og meðfædd og þroskuð starfsorka hafa komið honum, sem fyrr og síðar, að miklu gagni. Magnús var kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur, dóttur hjónanna Magn- úsar bónda í Miklaholti og konu hans Ásdísar Sigurðardóttur. Ingibjörg hefur reynst Magnúsi bónda sínum eins og best verður á kosið og var þeirra hjóna- band með miklum ágætum. - Börn Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 3,25% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið 16. janúar 1984. Hjúkrunarfræðingur Óskum að ráða nú þegar hjúkrunarfræðing til starfa við Heilsugæslustöðina í Grundarfirði, gott húsnæði og barnagæsla til reiðu. Allar frekari upplýsingar veita Hildur Sæmunds- dóttir í síma 93-8711 og Ingibjörg Magnúsdóttir deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu í síma 28455. Heilsugæslustöðin Grundarfirði. þeirra Magnúsar og Ingibjargar eru Kristín prestsfrú á Þingeyri og Jón, skrifstofustjóri í Reykjavík. Atvikin höguðu því þannig til, að leiðir okkar Magnúsar Jónssonar frá Mel lágu saman árið 1956 og hafa að verulegu leyti gert það síðan, þó með breytilegum hætti hafi verið. Það var þátttaka okkar beggja í stjórnmálum er leiddi til kynna okkar. Það var þó fjarri því að lífsskoðanir okkar lægju saman. Stjórnmálabarátta í landi þingræðis- og lýðræðisstjórnskipulags er hörð, því pólitískir andstæðingar verða að sækja og verjast svo sem þeir hafa hæfileika til, annars duga þeir ekki þeim málstað, sem þeir eru talsmenn fyrir. Mestu máli skiptir að úr þeim átökum fari þeir ósárir og meti persónulega hæfileika andstæðinga rétt. - Ég hefi alltaf metið hæfileika og drengskap Magnúsar Jónssonar mikils. Ég minnist stjórnmálaátaka okkar og annarra þátta, sem við höfum átt saman í lífinu, með' söknuði og hlýju. Núeru landamerki lífs og dauða að skilja okkur að sinni. Konu Magnúsar, frú Ingibjörgu, og börnum þeirra, færum við Margrét inni- legar samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson. t Magnús Jónsson Það var á árunumþegar heimsmyndin náði frá Eyjafirði vestur í Skagafjörð. Áhyggjulaust líf og mótunarskeið á eftirstríðsárunum, þarsem tekiðvarmið af tveimur miðpunktum veraldarinnar, æskuheimilinu á Brekkunni á Akureyri og litla bænum, Mel í Skagafirði. Þá var frændsemin grundvöllur tilveru og sam- skipta og stofnað var til tengsla, sem aldrei hafa rofnað. Vináttan, sem fyrr fólst í góðsemi og umhyggju fyrir fá- kunnandi bæjarpilti um líf óg störf til sveita, breyttist smám saman í gagn- kvæma vináttu fulltíða fólks, sem átti þá gæfu saman að eiga ljúfar minningar frá skagfirzku sveitalífi þess tíma og ekki síður sameiginlegan uppruna, þar sem lífið breyttist frá örbirgð til velsældar á einum mestu umbyltingarárum í ís- lenzku þjóðfélagi. Síðar dvöldu bræð-' urnir frá Mel í foreldrahúsum á æsku- heimilinu á Brekkunni, tíðar heimsóknir voru á milli miðpunktanna tveggja og heimsmyndin stækkaði óðum. Örlaganornirnar hafa spunnið sinn þráð um heimilisfólkið frá Mel. Við kröpp kjör stækkaði heimsbyggð bræðr- anna þriggja ört og á skömmum tíma urðu þeir þjóðkunnir menn, hver á sína vísu, Magnús, Baldur og Halldór, en foreldrarnir þau Ingibjörg og Jón á Mel, yrktu jörð sína þar til yfir lauk og kraftar þeirra þrutu. En örlögin spyrja ekki alltaf um hæfileika og þá köllun, sem hver og einn kann að þroska með sjálfum sér. Skyldmennin frá Mel hafa nú á skömmum tíma horfið yfir tnóðuna miklu, þar sem hvorki eru landamæri né heimsmynd, stór né smá. Þau Ingibjörg og Jón hvíla nú í þeirri skagfizku mold, sem þau helguðu lífsstarf sitt. Baldur, rektor Kennaraháskólans, féll frá á bezta aldri fyrir fáum mánuðum og nú hefur Magnús farið sína hinztu för í þessu jarðlífi - óvænt og snögglega - þrátt fyrir hinn alvarlega heilsubrest, sem kom eins og reiðarslag fyrir áratug og breytti í einu vetfangi ferli eins virtasta stjórnmálamanns þjóðarinnar og hafði þar með afdrifarík áhrif bæði í stjórnmálaþróun þess tíma og allrar framtíðar. Af Melsfjölskyldunni er því einn eftirlifandi, Halldór bæjarfógeti á Sauðárkróki, en eiginkonur, börn, skyldmenni og vinir harma þá, sem gengnir eru. Við andlát Magnúsar Jónssonar er margs að minnast, en fyrir þann er þetta ritar er það flest persónulegs eðlis og verður ekki skráð. Aðrir munu rekja margbrotinn stjórnmálaferil hans og störf hans sem bankastjóra og forystu- manns á mörgum sviðum í þjóðfélagi okkar - einkum á þeim tíma, er hann hafði fulla heilsu og ekkert blasti annað við en þjóðarforysta með þeirri ábyrgð og blæbrigðamun, sem henni fylgir, og vindar stjórnmálanna breyta um stund einsoggerist í þjóðfélögum lýðræðisins. Frá fyrstu kynnum til hinna síðustu var Magnús einkanlega hlýr maður, gæddur einstakri greind og góðvilja í garð samferðamanna og gilti þar einu um svokölluð flokksbönd. Þessir eigin- leikar hans og skarpleiki, sem ekki sízt fólust í því að greina kjarnann frá hisminu, voru samofnir léttri kímni og frásagnarhæfileika. Magnús var alla tíð og að allra dómi ætíð sjálfum sér sam- kvæmur, maður reglu, heiðarleika og drenglyndis, sem ætíð var reiðubúinn til að rétta öðrum hjálparhönd. Tryggð hans og frændsemiskennd var einstök og ógleymanlegir eru margir þeir góðra vina fundir, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og hafði alltaf tíma til góðra ráða og samfunda, þrátt fyrir erilsöm störf og hina mestu ábyrgð. Nú er harmað, að þær samverustundir skyidu ekki hafa orðið fleiri. Þessi óvanalega skaphöfn, sem fyrst mótaðist í litla bænum á Mel, en öðlaðist skjótan þroska við nám og störf, leiddi óhjákvæmilega til þess, að fljótlega fól þjóðfélagið honum þau mikilvægu störf, sem alþjóð erukunn. Á þessari stundu er saknað dreng- skaparmanns, sem alltaf var reiðubúinn til að gefa holl ráð, saknað er frænda, sem ræktaði frændsemisbönd öðrum fremur, saknað er leiftrandi kímni þess manns, sem við hin mestu ábyrgðarstörf kunni alltaf að sameina gaman og alvöru og saknað er vinar, sem ætíð sýndi vináttu í verki frá því að kynni hófust á grundunum við Mel, á skólaárum hans á Akureyri til hinzta dags - við hin ýmsu störf og síðar samstarf, er átti sér ýmsa farvegi. Stjórnmálaframi hans var ætíð mótað- ur af þeirri hógværð, sem stækkar hvern mann og alkunna er, að Magnús Jónsson naut trausts langt út fyrir raðir eigin stjórnmálaflokks. Samhliða hinni léttu kímni bjó djúp alvara hugsjónamannsins, sem fyrst og fremst vildi þjóð sinni vel og var virkur þátttakandi í sköpun og mótun hennar á örlagatímum. Ljúft er að þakka tryggð hans við foreldra mína og önnur ættmenni. Hjá þeim Ingibjörgu var alltaf opið hús velvildar og gestrisni og var vel veitt af brunnum reynslu, vitsmuna og hlýju, sem honum var svo eiginleg. Magnús var yfirburðamaður í hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur. Haft er eftir Beethoven:. „Hið eina tákn um yfirburði, sem ég viðurkenni, er gæzkan". Ég þekki fáa menn, sem þessi ummæli eiga betur við en Magnús Jónsson. I einkalífi sínu var Magnús gæfumaður. Þau Ingibjörg voru samhent, hlý og góðviljuð og þeir, sem báru gæfu til að njóta gestrisni þeirrá og vinsemdar eiga niargs að minnast. Við leiðarlok er Magnús frá Mel kvadd- ur með söknuði og eftirsjá. Megi sú hlýja, er ætíð geislaði frá gömlu baðstof- unni á Mel fylgja honum á nýjum leiðum. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar fjölskyldu hans og ástvinum frá mér og mínu fólki. Við þessi ferðalok er þökkuð vinátta hans og tryggð, sem aldrei hefur haggazt frá fyrstu kynnum í faðmi skagfirzkrar sveitar. Blessuð sé minning hans. Heimir Hannesson FÖSTBDAGUR 20. JANÚAR 1984 Kvikmyndir Sími 78900 SALUR 1 Frumsýnir stórmyndina Daginn eftir (The Day Atter) Periiaps The Most important Film Evcr Made. XHE DAY AFTER Heimsfræg og margumtöluð stór- mynd sem sett hefur allt á annan endann þar sem hún hefur veriö sýnd. Fáar myndir hafa fengið eins mikla umfjöllun í pmiðlum, og vakið eins mikla athygli eins og THE DAY AFTER. Myndin er tekin i. Kansas City þar sem aðalstöðvar Bandarikjanna eru. Þeir senda kjarnorkuflaug til Sovétrikjanna sem svara i sömu mynt. Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo- beth Williams, John Cullum, John Lithgow. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýndkl. 5.30,9 og 11.25 Hækkað verð. SALUR2 Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei Hinn raunverulegi James Bond er mættur aftur til leiks i hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin f Dolby Sterio. Sýnd kl. 5.30,9 og 11.25 SALUR3 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Éinhver*sú alfrægasta grínmynd sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega líf Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 5 og 7 í leit að frægðinni (The King of Comedy) Aöalhlutverk: Robert DeNiro, Jerry Lewis Leikstjóri: Martin Scorsese Sýnd kl. 9 og 11.10 SALUR4 Zorroog hýra sverðið Sýnd kl. 5,9 og 11 La Traviata Sýnd kl. 7 Ath: Fullt verð i sal 1 og 2 Afsláttarsýningar i sal 3 og 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.