Tíminn - 20.01.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.01.1984, Blaðsíða 9
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri: Landbúnadurinn 1983 Árferði Árið 1983 var landbúnaðinum mjög erfitt. Veturinn var langur og vorharð- indi mikil. Óþurrkar voru lengi sumars um mikinn hluta landsins og kuldar miklir. svo að illa spratt bæði tún. grænfóður og grænmeti. Verst urðu þó kartöfluræktendur úti þar sern heita mátti að alger uppskerubrestur yrði unt sunnanvert landið. Árið var með köldustu árum aldarinn- ar í Reykjavík, jafnkalt og 1981. Aðeins árið 1979 var kaldara. Meðalhitinn varð nú 3,4°C (sami og 1981) en 1979 var hann aðeins 2,9°C. Petta ár var hitinn 1,6° undir meðallagi áranna 1931 -‘60 og 1,1° undir meðallagi áranna 1961-1980. Á Akureyri varð árshitinn 2,8° sem er 1,1° kaldara en meðaltalið 1931-'60 og 0,4° kaldara en meðaltalið 1961-1980. bar hefur oft orðið kaldara á öldinni bæði fyrir 1920 og eftir 1965. Þó árið í heild væri þannig mjög kalt munar þó enn meiru á sumarhitanum hér unt sunnanvert landið. Meðalhiti sumarmánaðanna júní, júlí og ágúst var aðeins 8,2° í Reykjavík og hefur hann ekki orðið svo lágur síðan 1886 og sólskinsstundir þessa mánuði urðu að- eins 278 og er það 50 stundum minna sólskin sumarmánuðina en nokkru sinni hefur mælst og aðeins helmingur þess sem er í meðalári. Árið var í heild úrkomusamt þó ekki svo mjög umfram meðaltal á sunnan- verðu landinu eða aðeins 7% í Reykja- vík en 37% á Akureyri. Enn má lýsa árinu með því að hiti var undir meðallagi alla mánuði ársins nema febrúar á öllum veðurathugunarstöðvum á landinu. Áriö byrjaði með illviðrum, frosti og snjókomu svo að mikla ófærð gerði víða um landið. Asahláku gerði um 20. janúar og féllu þá mikil snjóflóð á Vestfjörðum. Febrúar var svo hlýr um landið allt eins og fyrr segir, með meðalhita 1,6° á Akureyri, sem er 3,2° yfir meðallag svo dæmi sé tekið. Mars- mánuður var bæði kaldur og úrkomu- samur. Aprfl var þó enn verri, kaldur og úrkomusamur svo af bar og aðeins einu sinni á öldinni hefur apríl orðið kaldari í Reykjavík. Mjög snjóþungt var einkum um norðaustanvert landið. Maí var í heild kaldur einkum var mjög kalt um norðanvert landið. Þrálát norðanátt var aðra og þriðju vikuna og snjóaði þá víða á norðan- og vestanverðu landinu og allt suður um Dali og Snæfellsnes. Snjóalög voru þá víða mikil á Norðurlandi og á Ströndum þar sem snjóar voru enn miklir frá’vetrinum. Sauðburður gekk þó yfirleitt vel því. ekki gerði hörð áhiaúp. Hitinn var allsstaðar undir meðallagi 0,7° í Reykjavík en enn meira eða 2,9° á Akureyri. Úrkoma var ekki mikil um sunnanvert Iandið en þeim mun meiri fyrir norðan eða tvöföld meðalúrkoma á Akureyri. Júní var mjög kaldur og úrkomusamur um allt land. Tvöföld meðalúrkoma vár í Reykjavík og sömuleiðis á Akurcyri. Um norðanvcrt landið batnaði ekki fyrr en um ntiðjan mánuð og var fénaður víða á gjöf fram eftir mánuðinum og var þetta með allra hörðustu vorum því ekki fór aðgróaað ráði fyrren upp úr miðjum mánuðinum. Hörkuáhlaup gerði fyrir norðan dagana 11. og 12. júní og urðu þá nokkrir fjárskaðar þar sem búið var að sleppa lambfé þá urðu einnig skaðar á kartöflugörðum. Jörð var víða svo bl.aut að illfært var um ræktunarlönd og dænti voru þess að menn gátu ekki sáð grænfóðri þessa vormánuði. Vorharðindi þessi ollu gífurlegu tjóni. Áætlað er að aukakostnaður bænda á svæðinu frá Skarðsheiði. vestur. norður og austur um að Lónsheiði hafi numið um 70 milljónum króna. Auk þess cr Ijóst að hann varð víða mikill í öðrum landshlutum. Iiili var. sent fyrr segir, kaldui einkum fyrir sunnan en i'yrir norðan var oft hlýtt og fór Ititi í ylir 20° nokkra daga þó að meðalhitinn væri aðeinsundir meðallagi. Byrjað var að slá á nokkrum stöðum fyrir sunnan í fyrstu viku mánaðarins en almennt dróst sláttarbyrjun fram eftir mánuðinum, bæði vegna seinnar sprettu og jturrkleysis. Ágúst einkenndist af stöðugum suð- vestan- og sunnanvindum eins og.júlí. Oft náði úrkoman, sem henni fylgdi, einnig til Norðurlandsins. í Reykjavík varð mánuðurinn kaldari en verið hefur síðan 1886. Á Akureyri náði hann tæplega meðallagi. Heyskapur gekk mjög illa um allt sunnanvert landið en var fyrirhafnarsamur víða í öðrum lands- hlutum. Best gekk hann á Austurlandi. Mcð september batnaði heyskapartíð eftir hina langvinnu óþurrka um sunnan- og vestanvert landið. Björt veður og stillt einkenndu mánuðinn. Úrkoma var nú minni en í meðallagi, én mánuðurinn var allsstaðar kaldari en í meðallagi. Oktúber var fremur kaldur og úr- komusamur. Töluverðan snjó setti niður um norðaustanvert landið um miðjan mánuðinn, cn tók upp aftur að mestu. Nóvember var fremur kaldur og um- hleypingasamur, all mikinn snjó setti niður á norðausturlandi, sem að veru- legu lcyti hefur þó tekið upp. í desember var góð vetrarveðrátta lengst af róleg þó svalara væri en í meðalári. Síðari hluti ársins var þannig verulega hagstæðari en árið var fram að haustmánuðunum. Víkjum þá að landbúnaðinum á ný- liðnu ári. Áburdarnotkun varð í heild'töluvert minni en síðasta ár og jafnframt minni en fjögur ár þar á undan. Nú seldi Áburðarverksmiðjan 70.320 lestir áburðar alls á móti 72.170 lestum árið áður. Þar af námu kaup bænda 62.316 lestum (64.211) sem er 1895 lestum minna en árið áður. Til garðræktar fóru 3.329 lestir (3.329). Til landgræðslu fóru nú 1.535 lestir (2.148) eða 613 lestum minna en árið áður. Grænfóðurverk- smiðjur notuðu 2.430 lestir (2.120) aukn- ing um 310 lestir. Aðrir aðilar notuðu rúmar 700 lestir (362) nokkru meira en árið áður. (Tölur í svigum eru fyrir árið 1982). Notkun einstakra áburðarefna síðustu árin hefur verið sem hér segir: 1983 1982 Köfnunarefni 14.660 15.263 Fosfúr(P202) 8.130 8.557 Kalí (K20) 6.237 6.578 stöðum. I Austur-Landeyjum voru 55 ha með korni á 13 bæjum, Austur-Eyjafjöll 1 bær með 8 ha. Álftaver 4 ha á 3 bæjum. í Kirkjubæjarhreppi var sáð í 16,5 ha á 6 bæjum en 10 ha skornir sem korn). Hálmur nýtist þó kornið sé vanþroskað og fæst gott verð fvrir það serri selt er til svepparæktar. Frærækt Grasfrærækt var stunduð af Tilraunastöðinni á Sámsstöðum og eru akrar sem fyrr þar og í Gunnarsholti. Fræ var nú skorið af á ntilli 20-30 og fékkst þroskað fræ af vallarsveifgrasi, túnvingli, snarrótarpunti og berings- punti. Um magn er ekki enn að fullu vitað. Hraöþurrkað fúður. Frantleiddarvoru 11.386 lestir af graskögglum í sex verk- smiðjum á móti 12.152 lestum í 5 verk- smiðjum 1982. Fjallafóður framleiddi 150 lestir af graskökum. Þá voru fram- leiddar 600 lestir af heykögglum í Eyja- firði og 250 lestir í Húnavatnssýslum. Framleiðsla skiptist þannig á verksmiðjur: 1980 1981 1982 1983 Fúður og fræ, Gunnarsholti 3.200 2.516 3.185 2.660 lestir Stúrúlfsvallubúiö 3.762 2.750 3.254 2.880 lestir Graskögglaverksmiðjan, Flatey 3.256 2.607 3.413 2.740 lestir Fúöuriöjan, Óiafsdal 1.400 1.108 1.150 1.003 lestir Brautarholtsbúið, Kjalarnesi 1.240 1.005 1.150 803 lestir Vallhúlmur, Skagafiröi 1.300 lestir 12.850 9.986 12.152 11.386 lestir Fjallafúöur, graskökur 250 200 120 150 jestir Heykögglar í Eyjafirði og Húnavatnssvslum 300 1.100 lestir Búfjáreign í ársbyrjun 1983 var búfjárcign landsmanna scnt hér segir: 64.435 naut- gripir, þaraf 32.845 mjólkurkýr. 747.701 sauðkind, 1923 svín, 292.621 alifugl, 6520 minkalæður og 3948 refalæður. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti úr forðagæsluskýrslum Itefur nautgripum aðeins fjölgað, mjólkurkúm þó ekki, cn kálfum, kvígum og geldneytum um 10- 14%. Sauðfé virðist enn hafa fækkað nokkuð eða e.t.v. um 6-8% og má því ætla að sauðfé á fóðrum sé komið niður undir 700 þúsund, cn flest varð það tæp 900 þúsund. Búfjárframleiðsla Það sem hér fer á eftir um framlciðslu Fyrri hluti Þang og þaramjölsframleiðsla Framleiddar voru 3400 (3000) lcstir af þangmjöli og 200 lcstir af þaramjöli í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. 1981 1980 1979 14.900 15.753 15.778 8.127 8.489 8.517 6.184 6.268 6.395 búfjárafurða er samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Sauðfjárslátrun. Slátrað var í slátur- húsum 880.742 (941.749) sauðkindum. 792.084 dilkum (837.551) og 88.658 kindum fullorðnum (104.198). Er þetta 45.467 dilkurn (eða 5,4%) og 15.540 (eða 14.9%) fullorðnum kindum færra cn árið áður. Meðalfallþungi dilka reyndist nú 13,93 kg. og er það 0,16 kg meira en árið áður. Kindakjötsframleiðslan varð nú 12.974.9 lest og cr það 787.120 lestum eða 5.7% minna en árið áður. (Dilka- kjötið varð 11.045,8 lestir og er það 479,0 lestum eða 4.2% minna en haustið 1982. Kjöt af fullorðnu nam 1929,1 lestum sem er .308,1 lestum eða 13,8% rninna en 1982). Nautgripaslátrun viröist hafa orðið nokkru nteiri en árjð áður. Nú er talið að slátrað hafi verið um 23.000 nautgrip- um á móti 22.027 árið áöur. Innlangt nautakjöt nam um 2.463 lestum á nióti 2.130 lcstum 1982. llrossaslátrun. Áætlað er að slátrað hafi verið unt 8.360 hrossum eða aðcins færra en árið áður (8.574) og hcfur hrossakjöt numið rúml. 960 lestum. Hrossaútflutningur. Útflutningur líf- hrossa var nokkru meiri á árinu en undanfarandi ár. Flutt voru út 299 Itross á móti 170 árið 1982. Svínaslátrun. Talið er að slátrað hafi veriö um 18.600 svínum eða tæplega 2000 tfeira en árið áður og er svínakjötiö nú áætlað um 1.100 lestir. Tölur liggja ckki fyrir hjá Framleiðslu- ráði unt alifuglaslátrun. Innvegin mjólk og mjólkurneysla Innvegin mjólk í mjólkursamlögin fyrstu 11 mánuði ársins nam 98.747.674 lítrum á móti 97.061.258 á sama tíma árið áður. Aukning varð því á mjólkur- framleiöslunni unt 1.686.416 lítra eða 1.7%. Mjólkursala (nýmjólk. léttmjólk og súrmjólk) varö á sama tíma aðeins ntciri en árið áður (42.467.038 á móti 42.130.449) eða sem svarar 0,8%. Sala á ’rjóma dróst aöcins saman cða um 2,2% en skyrsala jókst um 4,9%. Smjörsalan minnkaði um 2.3% en sala smjörva jókst um 14,2%, samanlögð Áburðarverksmiðjan framleiddi í heild 55.200 lestir (39.834) rúmlega þriðjungi meira en árið áður. Verð á áburði hækkaði um 70% á árinu. Heyfengur Árið 1982 varð heildarheyfengur 3.220.170m' af þurrhevi og 192.732m’ af votheyi. Eftir þeim hluta af forðagæsl- uskýrslum að dæma sem þegar hafa borist hcfur þurrheyið orðið 9% minnti 1983 en 1982 og votheyið mun 16% meira. Mælt í fóðureiningum má ætla að heildarheyfengur nú hafi orðiö um 159 milljónir fóðureininga (á móti 182 f.e. 1982) eða unt 6,7% minni en 1982. Þetta segir þó ekki alla söguna þar sem heyfengurinn nú er mjög misjafn eftir landshlutum bæði aö magni og gæðum. Víða náðust bæði sæmilega mikil og sæmilega góð hcy á óþurrka- svæðunum þegar batnaði með septem- ber. Annars staðar t.d. á Vesturlandi einkum á Mýrum og Snæfellsnesi eru heyin bæði mjög lítil og mjög slæm. Fóðurefnagreiningar sýna fyrst og frcm;it að heyin eru mjög misjöfn. þau munu góð á austanvcrðu Noröurlandi og held- ur góð á Austurlandi. Kornrækt Þrjátíu og þrír bændur f Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssvslu reyndu korn- rækt s.l. sumar þremur fleiri en árið áður. AIIs var skorið korn af 65 hektur- um. Uppskcra var að vonum lítil ogekki nema 5 tunnur af ha þar sem best lét. í Þykkvabæ slógu 8 bændur korn af 36 ha.,í Fljótshlíð voru skornir 8 ha á 2 Aflað var um 14.800 lesta af þangi og þara. Fyrir þaö fcngu bændur um 4,4 millj. króna fyrir þangskurð og í þang- skurðargjöld. Hér er um aukningu að ræða enda gckk sala afurða vel og er aukin framleiðsla fyrirhuguð. Launa- greiðslur til fólks í verksmiðju námu um 8 millj. og munar mikið um þessa starfsemi fyrir fámennt byggðarlag. Kartöfluuppskeran brást sem fyrr seg- ir hrapallega. í allt nam hún aöeins 41.000 tunnum á móti 140.000 tunnum 1982. Af þessu eru þó aðeins talið að um 25.900 tunnur séu söluhæf vara. Til samanburðar má geta þcss að útsæðið sem notað var sl. vor nam um 20.000 tunnum. Gulrúfnauppskeran brást einnig að verulegu leytúþó ekki liggi fyrir nákvæm- ar tölur þykir ljóst að uppskera nú hafi ekki orðið meiri en fjórðungur þess sem fékkst árið áður.það voru 64(K) tunnur. Grænmeti. Samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna varð upp- skera helstu útiræktaðra matjurta mjög mikið minni en mörg undanfarin ár. Hinsvegar var um meiri framleiðslu að ræöa af tómötum og gúrkum. í heild varð grænmetisframlciðslan á vegum Sölufélags garðyrkjumanna 1034 lcstir á móti 1350 lestum 1982, Heildarframleiðslan er talin þannig talið í lestum. Túmatar 613 610 520 500 sala a smjori og smjorva minnkaði 14%. Gúrkur 476 402 395 370 Framleiðsla á ostum varð nokf Hvítkál 133 310 344 300 ntinni en árið áður, salan innanlan Blúmkái 50 100 125 120 jókst enn cða um 6,5-20% eftir tegum Gulrætur 85 111 116 140 um. Útflutningur á ostum varð nokkt; Paprika 40 55 22 20 en þó verulega ntinni cn árið áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.