Tíminn - 20.01.1984, Page 5
FÖSTUDAGUR 2«. JANÚAR 1984
5
fréttir
Óvenjumikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum hjá SVFR:
UM 170 FÉUGAR ERU A
BIÐSKRA f ELUDAANUM
— veiðileyfin hafa hækkað um 60% að meðaltali frá síðasta ári
■ Óvenjumikil eflirspurn hefur verið
eflir laxveiðileyfum í ár hjá Stangveiði-
félagi Reykjavíkur það sem af er þessu
ári þannig að nú, í fyrsta skipti, hefur
félagið ekki getað úthlutað öllum félags-
mönnum sínum leyfum í Elliðaánum og
■ Leikhús í ráðstefnusal Loftleiða!
Einhverjum þykir hugmyndin kannske
fráhrindandi, sjá fvrir sér þunglamaleg-
an ráðstefnubrag yfir öllu sem gert er í
slíku húsnæði. Slíkt ætti að vera ástæðu-
laust. Alþýðuleikhúsið hefur ákveðið að
færa upp leiksýningu í téðum ráðstefnu-
sal og þegar sviðið hefúr verið stækkað
og Ijósum komið fyrir kemur í Ijós að
salurinn er eins og sniðinn fyrir leikhús,
þar sem færð eru upp leikrit með litlum
sviðsbúnaði.
í salnum er rými fyrir um 100 áhorf-
endur í þægilegum sætum á hallandi
gólfi. í stuttu máli, frábær aðstaða sem
býður upp á skemmtilega nálægð flytj-
enda og leikhúsgesta. Þarna frumsýnir
hópur leikara úr Alþýðuleikhúsinu í
kvöld sýningu sem kallast einu nafni
„Andardráttur", þ.e. tvö stutt leikrit
eftir Bandaríkjamanninn David Mamet,
Kynóra og Tilbrigði við önd. Fyrra
verkið þýddi Árni Ibsen en það síðara
leikstjórinn, Svanhildur Jóhannesdóttir
og leikhópurinn.
■ Samstarfsnefnd um hagræðingu í
opinberum rekstri hefur ákveðið að efna
til hugmyndasamkeppni um snjallar hag-
ræðingartillögur. Tillögunum er ætlað
að snerta rekstur eða þjónustu ríkisins
eða sveitarfélaga við almenning eða
aðra hagsmunaaðila. Þær geta varðað
veigamikla útgjaldaþætti jafnt og atriði
sem eru léttvæg hvað varðar kostnað en
horfa til bóta.
Á blaðamannafundi sem samstarfs-
nefnd hélt í gær, kom fram að á þeim
vikum sem hún hefur starfað, hefur
henni borist nokkuð af tillögum um
hagræðingu. í því sambandi má nefna
breytingar á fyrirkomulagi varðandi or-
lofsgreiðslur, endurskoðun á umboðs-
mannakerfi skattheimtu. tillögur um
eru þannig 170 félagar á biðskrá eftir
þeim.
Veiðileyfi félagsins hafa hækkað um
60% að meðaltali frá síðasta ári og
upp á í hléum.
„Það var Árni Ibsen dramatúrg hjá
Þjóðleikhúsinu, sem ég kalla stundum
dramatúrg þjóðarinnar,sem benti okkur
á þennan höfund," sagði Svanhildur
leikstjóri í samtali við blaðið. Þetta er
skemmtilegur vaxandi höfundur, sem
gaman er að fást við svo að ég tali frá
eigin brjósti sem leikstjóri,og þessi tvö
leikrit krefjast ekki stórs sviðs eða
stórrar leikmyndar. Sem sagt skemmti-
legur höfundur sem hentar okkar að-
stæðum vel. Þess vegna völdum við
hann.“
Um hvað snúast þessi leikrit?
Þau snúast á sinn hátt bæði um
náttúruna, fyrra leikritið, Kynórar, um
náttúruna í manninum, hugmyndir
fjögurra unglinga um samskiptin við hitt
kynið, kynlífið og tilveruna og það
hvernig þeim gengur að láta þessar
hugmyndir ganga upp í lífinu. Hitt
leikritið, Tilbrigði við önd, fjallar um
náttúruna kringum manninn og umgangi
hans við hana.
Hvað er annars af Alþýðuleikhúsinu
að frétta?
betri nýtingu á ýmsu húsnæði hins opin-
bera, svo sem matsölum sem standa oft
auðar á kvöldin og um helgar. Þá hafa
komið fram hugmyndir um að draga úr
kostar dagurinn í Norðurá í ár þannig
frá 2200 kr. og upp í 9900 kr.
Að sögn Friðriks D. Stefánssonar
framkvæmdastjóra SVFR hefur áhugi
fyrir íþróttinni stöðugt aukist og er
félagið nú orðið stórt og öflugt og eru
„Þegar þessi sýning verður komin upp
verða þrjár sýningar í gangi á vegum
þess. Kaffitár og frelsi eftir Fassbinder
sem er sýnt á Kjarvalsstöðum, og Þá
eldurinn yfir fellur, sem var frumsýnd
austur á Klaustri um jólin en er núna
sýnd víðsvegar í skólurn borgarinnar.
Sjáið þið fram á að eignast fast
húsnæði?
Nei, hins vegar höfum við augastað á
ýmsu, það eru til hús í eigu ríkisins sem
myndu henta starfsemi okkar ágætlega.
Og það myndi koma okkur miklu betur
ef við fengjum fasta aðstöðu í slíku
húsnæði heldur en að fá einhverjar
sporslur frá því opinbera,sem fara síðan
í rándýra húsaleigu hjá einkaaðilum,
eigandi það á hættu að vera sagt upp
leigunni á hverri stundu.
Hefurðu eitthvert sérstakt hús í huga?
„Gamla Sigtún t.d. og ýmislegt fleira
kemur til greina.“
Þetta er -fyrsta leikstjórnarverkefni
Svanhildar hjá Alþýðuleikhúsinu, en
hún hefur áður leikstýrt hjá Leikfélagi
Akureyrar þar sem hún starfaði í nokkur
bréfaflæði milli einstakra stofnana hins
opinbera, um aukna þjónustu banka í
stað útibúabygginga o.fl. o.fl.
Samkeppnin um hugmyndirnar hefst
umsóknir um veiðileyfin nú fleiri en
nokkru sinni fyrr.
Hvað Elliðaárnar varðaði sagði hann
að þeir sem ekki fengju leyfi nú myndu
njóta forgangs á næsta ári.
ár sem leikkona. Einnig hefur hún sett
upp sýningar hjá áhugaleikfélögum. Sex
manns mynda leikhópinn sem leika í
Andardrætti, Helgi Björnsson og Viðar
Eggertsson í Tilbrigðum við önd og
Ellert A. Ingimundarson, Kjartan Berg-
mundsson, Sólveig Halldórsdóttir og
Sólveig Pálsdóttir í Kynórum.
Með þessari sýningu hefst samstarf
Alþýðuleikhússins og Hótels Loftleiða,
sem auk þessa að leggja til aðstöðu fyrir
sýningarnar býður upp á veitingar í hléi,
rauðvm og ostarétti með meiru, og þeir
sem vilja sameina það að fara út að
borða og fara í leikhús býður hótelið upp
á sérstaka leikhússteik fyrir sýninguna.
Loks má geta þess að sérstakar ferðir
verða frá Hlemmi út á Hótel Loftleiðir
sýningarkvöldin, á vegum Kynnisferða.
Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 20.00
og farið til baka eftir sýningu. Einnig er
leikhúsgestum bent á Vífilsstaðavagninn
sem leggur af stað úr Lækjargötu 5
mínútum fyrir heila tímann og kemur
við á Hótel Loftleiðum.
formlega 1. febrúar næst komandi og
stendur til 31. maí. Hún er öllunt opin
bæði opinberum starfsmönnum og
öðrum. Þátttakendurgeta veriðeinstakl-
ingar, vinnuhópar í fyrirtækjum og
stofnunum, eða félagasamtök. Veitt
verða þrenn verðlaun: 10 þúsund króna,
7.500 króna og 5 þúsund króna.
Dómnefnd um tillögurnar er skipuð
fulltrúum ríkisins, Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Stjórnunarfélags
íslands. Tillögum skal skila skriflega eigi
síðaren 1. júní 1984tilSamstarfsnefndar
um hagræðingu í opinberum rekstri,
pósthólf 10015, 130 Reykjavík, eða
Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Arnar-
hvoli, 101 Reykjavík.
-Sjó
Dr. Jakob
Jónsson
áttræður
■ Dr. theol Jakob Jónsson er átt-
ræður í dag. Hann fæddist að Hofi í
Álftafirði 20. janúar 1904, sonur
hjónanna Sigríðar Hansdóttur Bcck
og sr. Jóns Finnssonar. Hann lauk
guðfræðinámi frá Háskóla lslands
árið 1928 og réðst sama ár aöstoðar-
prestur föður síns á Djúpavogi. og
geröist síðan sóknarprestur á Norö-
firði. Honum var veitt lausn írþ því
starfi árið 1935 og gerðist prestur í
íslcndingabyggðum í Kanada. 1941
var honum veitt Hallgrímsprestakall
í Reykjavík og þjónaði því brauði
þar til hann lét af prestskap.
Samhliða erilsömu preststarfi hcf-
ur dr. Jakob unnið að umfangsmikl-
unt ritstörfum og fræðiiðkununt. Eft-
ir hann liggja allmörg lcikrit, þ.á.m.
Tyrkja-Gudda sem var jólalcikrit
Þjóðleikhússins á þessu lcikári og
gengur nú við ágæta aðsókn. 1961
varði hann doktorsritgerð sína í
guðfræði um efnið „Humor and Ir-
ony in The Nez Tcstamcnt.“
Eiginkona dr. Jakobs cr Þóra Ein-
arsdóttir ntúrara í Reykjavík ólafs-
soiíar. -JGK.
Nám-
skeið í
skyndi-
h jálp
■ Reykjavíkurdeild RKI beitir sér
nú, sem oft áður, fyrir því að halda
námskeið í skyndihjálp. Nú gefur
deildin kost á námskeiði í almennri
skyndiphálp sem hcfst 24. janúar.
í frétt frá deildinni scgir að á
námskciðinu verði farið í skyndihjálp
við ýmiskonar slys og óhöpp. Auk þcssa
. vcrður blástursaðferðin kennd og
• farið í ntarkvissa skyndihjálp á
slýsstað. Námskeiðið miðast að því
að vcita undirstöðumenntum i
skyndihjálp og gefa fólki einnig kost
á að rifja upp fyrri þekkingu í þeim
fræöum. Námskeiðinu lýkur mcð
verkefni sem hægt er að fá metið í
fjölbrautarskólum og iðnskólunt og
fá allir þátttakendur skjal til staðfcst-
ingar á þátttöku í námskeiðinu.
Námsleiðið verður haldið í hús-
næði RKÍ aö Nóatúni 21. Þeir scnt
vilja taka þátt geta látið skrá sig að
Öldugötu 4, í síma 28222. Þeir sern
hafa látið skrá sig í önnur námskeið
en ekki niætt eru beðnir um að skrá
sig áður. ' - GSH,
-FRI
■ Á nýja leiksviðinu á Hótel Loftleiðum f.v. Svanhildur Jóhannesdóttir leikstjóri, Sólveig Halldórsdóttir, Halldór
Bjömsson, Sólveig Pálsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Ellert A. Ingimundarson, Jón Rafn Högnason kokkur á Hótel
Loftleiðum og Emil Guðmundsson hótelstjóri. Einnig getur að líta sýnishorn af því sem Hótel Loftleiðir bjóða leikhúsgestum
Tímamynd Róbert
-JGK
H ugmy ndasamkeppni
um hagrædingartillögur
Samstarfsnefndin á blaðamannafundinum í gxr.
Tímamynd: Róbert.