Tíminn - 20.01.1984, Page 11

Tíminn - 20.01.1984, Page 11
 11 umsjón: Samúel Öm Erlingsson Danir og Sovétmenn leika til úrslita í Worid Cup ■ Danir og Sovétmenn leika til úrslita í World Cup keppninni í handknattleik sem nú er haldin í Svíþjóð. Leikið hefur verið daglega frá því á þriðjudag, en í dag verður hvílt, og úrslitaleikirnir verða um helgina. Svíar og Júgóslavar leika um þriðja sætið. Úrslit í gier urðu þessi: A-Þýskaland - Spánn...24-24 Danmörk - Júgóslavía .21-22 Sovétríkin - Svíþjóð..35-24 Pólland - V-Þýskaland.25-22 Fyrstnefndu fjögur liðin léku saman í riðli. Á þriðjudag urðu úrslit þessi: Svíþjóð-V-Þýskaland 23-19, Sovétríkin Pólland 26-23, Danmörk-Spánn 22-19 og Júgóslavía-A-Þýskaland 22-22. Á miðvikudag urðu úrslit þessi: Danmörk- A-Þýskaland 23-20, Júgóslavía-Spánn 19-19, Svíþjóð-Pólland 25-21 og Sovét- ríkin-V-Þýskaland 19-13. -SÖE ■' æfir með FH ■ Hinn hávaxni varnarmaður í knatt- spyrnu, Dýri Guðmundsson, setn hefur leikið með Val undanfarin ár, æfir nú af fullum krafti með2. deildar liði FH. Mun þess ekki vera langt að bíða að Dýri tilkynni félagaskipti í FH en þar lék hann sent kunnugt er hér á árum áður. Þá inunu þcir Sigurður Svcinbjörns- son úr Val og Björn Ingimarson frá Siglufirði einnig vcra á leiðinni í FH. - BL. Meistaramót íslands - í atrennulausum stökkum ■ Meistaramót íslands innanhúss í atrennulausum stökkum verður haldið sunnudaginn 29. janúar í ÍR-húsinu við Túngötu, og hefst klukkan 14.00. Keppt verður í langstökki, þrístökki og hástökki, í flokkum karla og kvenna. Þátttökugjald er krónur 50 fyrir grein. Skráningar ásamt þátttökugjaldi ber að senda til skrifstofu FRÍ Laugardal fyrir 25. janúar. Körfubolti í kvöld ■ 1 kvöld er cinn leikur í Bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins, Akranes og Grindavík keppa á Akrancsi klukkan 20.00. Einn leikur er í 1. deild karla, Skalla- grímur og ÍS keppa í Borgarnesi klukkan : 19.00. Strax á eftir, klukkan 20.30 keppa Snæfcll og Njarðvík í 1. deild kvcnna. - SÖE. Hængsmót fatlaðra ■ Þeir félagsmenn íþróttafélags fatl- aðra Reykjavík sem ætla að taka þátt í Hængsmótinu á Akureyri 10. mars næst- komandi láti skrá sig fyrir 31. janúar hjá þjálfurum. Keppnisgreinar eru bogfimi, borðtennis, lyftingar og boecia. Blak í kvöld ■ Einn leikur er í kvöld á íslandsmótinu í blaki. Völsungur leikur við Víking í 1. deild kvenna, og hefst leikur liðanna. klukkan 20.00 í Ýdölum. - SÖE. Þjálfari Öxabáck f Svfþjód: Ánægður ff med íslensku stúlkurnar” — Magnea og Brynja eru gódir leikmenn ■ Þær Brynja Guðjónsdóttir Víkingi og Magnea Magnúsdóttir úr Breiðabliki, landsliðskonur í knattspymu, fá mjög lofsamleg ummæli hjá þjálfara Öxabáck, sænska fyrstudeildarliðsins í knattspyrnu sem þær dveljast nú við æfingar hjá, og, ■ Magnea Magnúsdóttir - mjög skemmtilegur leikmaður segir Ulf Svensson. hyggjast leika með í sumar. Þær stöllur hafa nú verið hjá liðinu í tæpan hálfan mánuð, og stundað æfingar síðan þær komu. „Magnea er sérlega skemmtilegur leik- maður, ákaflega leikin með knöttinn og. mjög útsjónarsöm í samspili", segir Svensson. „Magnea kom mér mjög á óvart með leikni sinni, og Brynja er mjög sterk og fljót“. Svensson kveðst telja að Magnea sé mjög skemmtilegur miðvallar- leikmaður. en Brynja komi að öllum líkindum til með að leika aðra stöðu undir sinni stjórn en hún hefur hingað til gert. „Það sem ég marka af fyrstu æfingunum er að stúlkumar komi mjög til greina sem leikmenn Öxabáck í sumar, og ég hef hug á að láta Brynju reyna fyrir sér sem miðframherja eða bakvörð þegar hún verður komin í betri æfingu og hefur lést dálítið", segir Svensson. Stúlkurnar em mjög ánægðar með móttökur þær sem þær hafa fengið, og vel er að þeim búið í alla staði. Þær stunda nú sænskunám af kappi og æfa grimmt. Æfingar em fjómm sinnum í viku, tvo tíma í senn, og brá stúlkunum mjög við það hversu stífar æfingamar eru. Liðið mun fara í æfingabúðir innan skamms, og mun ætlunin að ná einu toppsæta sænsku 1. deildarinnar. Öxabáck var í þriðja sæti í sænsku meistarakeppninni á síðasta ári, og Svíþjóðarmeistri árið áður. Sænsk kvennaknattspyma er talin vera með þeim bestu í heimi. -SÖE. Niðurstöður úr rannsókn bandarísks háskóla: Pú-id hjálpar heimaliðinu að púa á andstæðinginn mikilvægara en að hvetja sína menn ■ Steve Mahre, heimsmeistarinn í stórsvigi varð aðeins ellefti í stórsviginuí Kirchberg í gær. Ámi Þór Árnason varð nr. 50 en 140 keppendur voru í stórsviginu. Fyrsta mót íslenska alpagreinahópsins erlendis í ár: ■ Því meira sem áhangendur heimaliðs púa á lið sem kemur að keppa á viðkomandi stað, því meiri líkur em á að heimaliðið vinni, samkvæmt könnun sem Háskólinn í Illinois í Bandaríkjun- um gerði. Frá þessu er skýrt í bandaríska dagblaðinu Star nýlega. Sálfræðingurinn Donald Greer við háskólann í Illinois fór á alla körfubolta- leiki milli Háskólans í Illinois við Háskól- ann í Kansas í tvö keppnistímabil. Hann varð í 50. sæti af 140 — Steve Mahre 11. ■ Árni Þór Árnason skíðamaður frá Reykjavík náði bestum árangri íslend- jinga í fyrsta alpagreinamótinu sem ís- ' lenski landsliðshópurinn á skíðum kepp- ir í erlendis á þessu ári. Ámi varð í 50. sæti á stóru alþjóðlegu móti í stórsvigi sem haldið var í Kirchberg í Austurríki í gær. Sigurvegari á mótinu varð Vestur- Þjóðverjinn Egon Hirt, annar varð Max Julen frá Sviss, þríðji Herbert Strolz Austurríki, en heimsmeistarinn í stór- svigi, Steve Mahre, varð í 11. sæti. Keppendur vom 140. Hirt fékk tímann 3:12,30 mínútur í 1. sæti, Julen 3:13,56 í 2. sæti, og Stolz 3:13,73 mín í 3. sæti. Steve Mahre fékk tímann 3:15,08, og Árni Þór varð númer 50 á 3:32,16. Árni Þór hafði rásnúmer | númer 91, þannig að árangur hans er vel viðunandi. Guðmundur Jóhannesson frá ísafirði varð númer 58 í stórsviginu, hlaut tímann 3:37,30 mínútur. Daniel Hilmarsson frá Njarðvík varð í 62. sæti á 3:39,38 mín. Sigurður Jónsson ísafirði keppti ekki í mótinu, hann á við meiðsli í baki að stríða. Snjóleysi háir nú Austurríkis- mönnum, og urðu íslensku skíða- mennirnir að breyta áætlun sinni varð- andi mót þau sem þeir ætluðu að taka þátt í. Næst keppir því hópurinn í Sinal í Sviss, og er það um næstu helgi. Nanna Leifsdóttir keppir einnig um næstu helgi. Alpagreinahópur íslands keppir nú um það innbyrðis, hverjir skulu komast, íslandsmótið í knattspyrnu innanhúsS: Keppt í kvennaflokki og 2. og 4. deild nú um helgina — síðan keppt í febrúar ■ íslandsmótið í knattspymu innanhúss hefst á laugardag. Leikið verður tvær helgar í LaugardalshöU, nú um helgina, og síðan 25.-26. febrúar. Nú um helgina verður keppt í kvennaflokki, og 2. og 4. deild karla. 25.-26. febrúar verður síðan leikið í 1. og 3. deild í karlaflokki, og til úrslita í kvennaflokki. ■ Frá íslandsmótinu í innanhússknattspymu í fyrra, leik Vals og ÍA í kvennaflokki. í A varð íslandsmeistari innanhúss í fyrra. Skipting liða í riðla er eftirfarandi: Kvennaflokkur: A-riðill: ÍBÍ, Stokkseyri, ÍA, KA og Hveragerði. B-riðill: Fylicir, Víðir, UBK, Fram, og Víkingur. C-riðill: Ármann, KR, Valur, og Efling. 2. deild: ' A-riðill Léttir, Víðir, Austri og Reynir S. B-riðill: Leiftur, Þór V, Ármann, og HSÞ,b. C-riðill: KA, Afturelding, Stjam- an og Grindavík. D-riðill: Þór Ak, Hauk- ar, Árroðinn, og Magni. 4. deild: A-riðill: Neisti, Vaskur, Hafnir og Stokkseyri. B-riðilI: Valur Rf, Umf Fram, Eyfellingur og Leiknir R. C-riðill: Tálknafjörður, Hvöt, Árvakur og Vorboðinn, D-riðill: Víkverji, Reynir Á, Þór Þ og Hveragerði. Úr því farið er að telja upp, er rétt að láta riðlaskiptingu í 1. og 3. deild fylgja með, þó ekki verði keppt fyrr en í lok febrúar: 1. deild: A-riðill: FH, Þróttur, SkallagrímurogKA. B-riðill: ÍA, Víking- ur R.Þróttur N og ÍBK. C-riðill: Týr, Fram, KR og ÍBÍ. D-riðill: Fylkir, Njarðvík, UBK og Valur. 3-deild: A- riðill: HSS, Einherji, Víkingur Ól, Bol- ungarvík. B-riðill: ÍR, Augnablik, Súlan og Efling. C-riðill: Snæfell,Grótta, ÍK og HV. D-riðiIl: Leiknir F, Selfoss, Stefnir og Tindastóll. - SÖE. TRIMMLANDSKEPPNI \T Á SKÍDUM 15. janúar - 30. apríl 1984 SKRÁNINGARSPJALD Allt sem gera þarf er: 1. Að fara 5 slnnum á skíði, 1 klst. i senn (Allar teg- undlr skiða gilda). 2. Að fylla ut skráningarspjaldlð. 3. Að senda spjaldið strax og skilyrðunum er full- nœgt til skíðafélagsins á staðnum eða tll Trimm- nefndar S.K.Í., pósthólf 546 602 Akureyri. Þetta merki geta allir, sem taka þátt i keppnlrmi, keypt. Sölu annast skiöatólögin. Verö kr. 60- NAFN HEIMILI HERAÐ SKIPTI Keppnin er á milli bæja og héraða á íslandi og verða úrslit miðuð við ibúafjölda. Allir geta verið með. Áriðandi er að skráningarspjöldunum sé skilað jafnskjótt og skilyrðunum hefur verið fullnægt (5 sinnum, 1 klst. i senn) svo hægt sé að fylgjast með þátttök- unryi. á Ólympíuleikana í Sarajevo í vetur. Ólympíunefnd fslands hefur gefið það út, að einn keppandi verði sendur í kvennaflokki, og tveir í karlaflokki. Nanna Leifsdóttir er ein eftir í hópnum ' af konum, og er því að því er virðist sjálfkjörin. Karlamir fjórir keppa um tvö sæti, en Tíminn hefur heyrt að Skíðasambandið muni mæla með Árna Þór en óvíst sé hver hinna þriggja fer. Úrslitin í gær undirstrika þetta. -SÖE I rannsakaði frammistöðu liðanna í fimm mínútna tímabil eftir hvert langt „pú“. Niðurstaða hans var meðal annars, að flestir leikmenn taka ekki eftir stuttum , hrópum, köllum, hvatningum eða öðrum hávaða í áhorfendum, en lang-i varandi pú, í að minnsta kosti 15 sekúnd- ur í hvert skipti.truflar flesta leikmenn. Eftir hvert skipti sem slíkt langt pú á sér stað í leik, en það kemur yfirleitt | fyrir einu sinni í leik eða svo þar vestra i lað jafnaði, komu fram breytingar íj | skori, villum og tapi á knetti. „Þessar rannsóknir leiddu í ljós að ’ eftir hvert skipti sem áhorfendur púuðu lengi, þá oftast til að mótmæla dómi eða einhverju slíku, lék heimaliðið betur, ' um leið og gestaliðið tapaði einbeiting- unni,“ segir dr. Greer. Niðurstöðurnar voru þær, að á fimm mínútna tímabili eftir púið lækkaði skor miðað við tíma hjá gestaliðinu, en skor heimaliðsins jókst. Á sama tíma jókst I fjöldi brota hjá gestaliðinu, en minnkaði ■ hjá heimaliðinu. Þá fækkaði þeim skiptum sem heimaliðið tapaði botanum I á þessum tíma, en fjölgaði aftur á móti hjágestunum. - SÖE. RÖSATIL ÍSAFJARÐAR ■ Rósa Valdimarsdóttir, fyrrum fyrírliði Breiðabliks og kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt félagaskipti úr Breiðabliki í íþróttabandalag ísafjarðar. Iþróttabandalag tsafjarðar vann sér þátttökurétt í 1. deild á síðasta sumri. Liðið leikur því í sumar í 1. deild í fyrsta sinn, og er ekki að efa að Rósa verður félaginu mikill styrkur. Rósa Valdimarsdóttir er miðvall- arspilari, og er mjög skotföst og sterk. Hún hefur leikið 6 landsleiki fyrir íslands, og á sumrinu 1982 fékk hún tilboð frá sænsku liði, Öxabáek, um að koma út og leika þar. Einnig var henni boðið til bandarísks háskóla, til náms og knattspyrnuiðkunar, en fór þó ekki. Rósa lenti í deilum við þjálf- ara Breiðabliks, Róbert Jónsson síðastliðið sumar, og endaði það með því Rósa hætti að leika með liðinu og hélt til Hornafjarðar. Hún virðist ekki ætla að koma til Breiðabliks aftur, amk. ekki í bili, sem sjá má af áðurnefndum félaga- skiptum. - SÖE. Krings líkleg- asf tur — 1 Lir >p- en< en efs tu r í keppninni um gullskó Adidas ■ Þetta er skráningarspjald í trimm-landskeppnina á skíðum, sem nú stendur yfir. Eins og sjá má á leiðbeiningunum á spjaldinu þarf ekkert fyrir þessu að hafa, einungis njóta útiverunnar, og fylla svo út spjaldið á eftir. ■ Lúxemborgarinn Krings, leikmaður með Beggen í Lúxemborg, er nú líkleg- astur til að vera ofarlega á blaði í keppninni um gullskó Adidas. Krings hefur skorað 15 mörk í 12 leikjum, og með sama áframhaldi gæti hann orðið ofarlega í keppninni. Þá er sóknarmað- urinn marksæli, Nyiliasi hjá Austria Wien í Austurríki iíklegur, hann hefur skorað 16 mörk í 16 leikjum. Hins vegar er Finninn Lipponen, sem leikur með Tps í Finnlandi enn efstur, hann hefur skorað 22 mörk í 29 leikjum, en keppn- inni er lokið þar, og reyndar ólíklegt að 22 mörk dugi Lipponen, keppni er víða það stutt á veg komin, svo sem í Portúgal, þar sem markakóngur Evrópu í fyrra, Gomes leikmaður hjá Porto, leikur meðal annarra. ai^HBsai sssa BBHB Nokkrir Danir eru næstir Lipponen í markaskoruninni, en ólíklegt verður að teljast að þeir verði ofarlega á blaði þegar upp verður staðið, þeir hafa skorað of lítið til þess. En lítum á stöðuna. Fyrri talán er fjöldi marka, sú seinni fjöldi leikja: Lipponen, Tps, Finnlandi . . . 22...29 Nielsen, Odense, Danmörku . 20...30 Volfort, Frem, Danmörku . . . 19...30 Hansen, Næstved, Danmörku . 19...30 Niyliasi, Austria, Austurr. ... 16...16 Rush, Liverpool, England . . . 16...23 Suhonen, Tps, Finnlandi .... 16...29 Ahlström. Elfsborg, Svíþjóð . 16...22 Thorensen, PSV, Hollandi . . 15...18 Krings, Beggen, Lux ......... 15...12 Giresse, Bordeaux. Frakkl. .. 15...24 Christensen, Aarhus, Danm. . 15...30, ■■■■■■ SEpsSgfiS HySaaii H Christensen, Lyngby, Danm. . 15...30 Ismail, Hkj, Finnlandi ..... 15...29 Uimonen, Ilves, Finnlandi . . . 15...29 Kousa, Kuusyisi, Finnlandi .. 15...29 Ven Basten, Ajax, Hollandi . 14...18 Kristensen, Ikast, Danmörku . 14...30 Gjelm, Haka, Finnlandi .... 14...29 Nysæter, Kingsvinger, Svíþj . . 14...22 GurinovichDynamoKiey Sov . 14...34 Genghini, Monaco, Frakkl. .. 14...24 Onnis, Toulon, Frakklandi .. 14...24 Norðmaðurinn Thorensen, sem leikur með PSV Eindhoven í Hollandi á góða möguleika, skori hann áfram sem hann hefur gert. Þá er Hollendingurinn Van Baseten líklegur, með 14 mörk í 18 leikjum. En langt er til vors... -SÖE * %*£I r ' - í' ■ Grete Waitz kemur fyrst í mark á HM í Helsinki í sumar. Hún var fyrsti íþróttamaðurinn til að vinna gull í Heimsmeistarakeppni i frjáls- um íþróttum, þar cð maraþonhlaup kvenna var fyrsla greinin á fyrsta Hcimsmeistaramótinu. Grete WaHz íþróttamaður Norðurlanda - baráttan milli hennar og Tiinu Lilliak ■ Grcte Waitz, hlaupadrottningin kunna frá Noregi, var í gæi kjörin íþróttamaður Norðurlanda 1983. Sam- tök íþróttafréttamanna á Norðurlöndum stóð fyrir kjörinu, og var það gjört á fundi formanna samtakanna í Gautaborg í gær. Gretc Waitz er vel að þcssum heiðri komin, hún varð heimsmeistari í mara- þonhlaupi kvenna á HM í Helsinki í sumar, og er heimsmethafi í greininni. Hún hefur verið ósigrandi á hlaupa- brautinni undanfarin 7 ár, og er sann- kölluð drottning maraþonhlaupsins. Þeir sem komu til greina í kjörinu voru íþróttamenn hvers lands á Norður- löndum, Einar Vilhjálmsson frá íslandi, hjólreiðamaðurinn Jakobsen frá Dan- mörku, tcnnisleikarinn Mats Wilander frá Svíþjóð, Grcte Waitz frá Noregi og heimsmeistarinn í spjótkasti kvenna, Tiin Lillia, frá Finnlandi. Valiö stóð aðallega milli þeirra Grete Waitz og. Tiinu Lilliak og er það í fyrsta sinn sem tvær konur berjast um þennan titil. Verðlaunin í þcssu vali eru hinn frægi Volvobikar, en hann gefa Volvoverk- smiðjurnar í Svíþjóð. Standa þær fjár- hagslega á bak við val þetta, bæði val íþróttamanns Norðurlanda, og val íþróttamanns ársins í hverju landi. -SÖE Oxford óheppið - gerði jafntefli við Everton í deildarbikamum ■ Þriðjudeildarlið Oxford, sem vann sér það til frægðar á dögununt að slá Manchester United út úr dcildabikar- keppninni, var óheppið í leik stnum gegn Everton í 8 liða úrslitum keppninn- ar í fyrradag. Oxford gerði jafntefli 1-1 við fyrstudeildarliðið, og voru Everton- menn heppnir þar. Bobby McDonals skoraði fyrst fyrir Oxford, en Adrian Heath jafnaði skömmu fyrir leikslok fyrir Oxford. Walsall, topplið þriðju deildar er kom- ið í undanúrslit mjólkurbikarsins (deild- abikarsins), sigraði Rothcrham 4-2 í fyrrakvöld. Verði Walsall heppið í drættinum í undanúrslit, gæti liðið allt cins leikið til úrslita í kcppninni. Swansea og Huddersfield skildu jöfn í j annarri deild í fyrrakvöld, úrslit urðu 2-2. -SÖE

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.