Tíminn - 20.01.1984, Side 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjórir Ragnar Snorrl Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, ;
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. !
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Nú þarf meira
en áróðursræður
um frið
■ Miklar vonir eru bundnar við öryggismálaráðstefnuna
í Stokkhólmi, sem hófst á þriðjudaginn. Á ráðstefnunni
eru fulltrúar allra ríkja í Evrópu, að Albaníu undanskil-
inni, og auk þess fulltrúar Bandaríkjanna og Kanada.
Verkefni ráðstefnunnar eru að vinna að bættri sambúð
þessara ríkja, en síðar verður rætt um afvopnunarmálin,
en grundvöllur þess að þar náist einhver árangur er minni
tortryggni og meiri sáttahugur.
Um þessar mundir er ástandið ískyggilegra í þessum
efnum en nokkru sinni. Vegna þess hafa risið upp öflugri
friðarhreyfingar í Vestur-Evrópu en áður eru dæmi
um. Þær hafa fyrst og fremst orðið til vegna þeirra
yfirlýsinga Reagans Bandaríkjaforseta, að Bandaríkin
myndu stefna að fullkomnum yfirburðum á sviði vígbún-
aðarins og hafa framlög til vígbúnaðar verið aukin í
samræmi við það.
Menn óttast eðlilega að nú eins og fyrr muni vígbúnað-
arkapphlaupið enda með styrjöld og það yrði ekki styrjöld
í gömlurn stíl, eins og heimsstyrjaldirnar fyrr á þessari öld,
heldur gereyðingarstyrjöld. f*ví veldur tilkoma kjarna
vopnanna.
Vonandi boðar ræða sú, sem Reagan hélt í byrjun
þessarar viku, að hann sé búinn að snúa við blaðinu og
vilji vinna að afvopnun og jafnvægi milli risaveldanna í
stað þess að stefna að algerum yfirburðum. Þó dró það úr
áhrifum ræðunnar, að daginn eftir var gengið frá áætlun
um rannsóknir á geimvopnum, sem gætu orðið örlagarík-
ari en nokkur önnur vopn sem enn hafa komið til sögu.
Til þess að bæta andrúmsloftið, þurfa leiðtogar risaveld-
anna að gera betur en að halda áróðursræður um frið. Þeir
þurfa einnig að gera betur en bjóðast til að setjast að
samningaborði og halda áfram þjarki á borð við það, sem
átt hefur sér stað á viðræðufundum í Genf og Vín.
Nú þurfa leiðtogarnir að gera meira en að vera með
áróðursbrögð. Nú þurfa þeir að bjóða fram raunhæfar
tillögur, sem gætu orðið fyrsta skrefið í raunverulegri
afvopnun.
Par gæti verið efst á blaði hugmynd, sem margir af
ágætustu stjórnmálamönnum Bandaríkjanna hafa borið
fram og beitt sér fyrir og hlotið hefur góðar undirtektir víða
um heim, m.a. á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þessi tillaga
er á þá leið, að þegar verði samið um stöðvun á framleiðslu
kjarnavopna og frekari tilrauna með kjarnavopn, ásamt
raunhæfu eftirliti með því að slíku banni verði framfylgt.
Þessi framleiðslustöðvun þarf ekki að stranda á þjarki
um það, hvort risaveldið hafi yfirhurði. Hið rétta er, að
hvort um sig kann að hafa yfirburði á vissu sviði
kjarnavopnavígbúnaðarins, en þegar á heildina er litið,
ríkir fullt ógnarjafnvægi á milli þeirra. Þau hafa hvort um
sig næga getu til að eyðileggja hitt svo að jafnt Bandaríkin
og Sovétríkin yrðu sviðin jörð, ef þau drægjust viljandi
eða óviljandi inn í kjarnavopnastyrjöld.
Annað mikilvægt byrjunarspor gæti verið það, að
fjarlægja öll meðaldræg kjarnavopn í Evrópu, en það ætti
ekki aðeins að ná til risaveldanna heldur einnig Breta og
Frakka. Það er ekkert vit í því, að kjarnavopn þessara
þjóða standi í vegi samkomulags um þessi mál. Það þjónar
engum öðrum tilgangi en að halda við þeim draumórum
Breta og Frakka, að þeir séu enn stórveldi.
Krafan nú er sú, að risaveldin stígi raunhæf spor í
afvopnunarátt og hætti tilgangslausu þjarki eins og á
fundunum í Genf og Vín. Þ.Þ.
Úrskornar,
viktaðarogpakk-
aðar hugsanir
■ Dagur í lífi Odd-
bjargar Jónsdóttur í fisk-
vinnslunni er stórgóð
lesning en hana er að
finna í Sjómannablaðinu
Víkingi. Oddbjörg vinn-
ur í frystihúsi á Akranesi
og lýsir hvernig dagurinn
líður við vinnuborðið og
hugrenningum sínum um
fisk, bónus og tilveruna.
Steinrunnir frasar okk-
ar sem skrifum um „lífs-
kjörin“ að staðaldri og
tyllidagaræður lands-
feðra um þá sem vinna
við undirstöðuatvinnu-
vegina, svo ekki sé talað
um grátkór verkalýðsfor-
ystunnar, er líklega farið
að fara fyrir ofan garð og
neðan h já þeim sem lifa
og hrærast í fiski. Prós-
entumælingar á kjörin
eru einatt höfuðum-
ræðuefnið og tilvísanir
fram og aftur í tímann til
að ná prósentuviðmiðun-
’um er aðaláhugamál
þeirra sem tekið hafa sér
einkarétt á að berjast
fyrir hag verkalýðsins og
tekur öll sú sókn og vörn
á sig hinar furðulegustu
myndir.
En hvað starfar og
hugsar verkakona við
úrskurðarborðið?
Því svarar enginn bet-
ur en hún sj álf. Hér verð-
ur gripið niður í frásögn
Oddbjargar þegar liðið
er á vinnudaginn og fyrir
liggur að það verður
eftirvinna:
„Ég er orðin hálf
þreytt. Ég finn það þegar
ég sest, en maður hressist
nú á kaffi og smá nær-
ingu. Ég er alveg bit
hvað þær gömlu eru'
hressar, þær eru varla
búnar að kyngja síðasta
kaffisopanum, þegar
byrjað er að gefa. Þá á að
vinna til klukkan sjö. Það
þýðir að við fáum annan
kaffitíma klukkan fimm.
Fiskurinner farinn að
versna og konurnar
vanda honum ekki lýs-
ingarorðin: kasúldinn,
eins og slepja og lyktin
eftir því. Vonandi batnar
hann, það koma svona
skammtar innan um. Pað
er mjög sjaldgæft að tal-
að sé um fiskinn, sem
prýðisgóðan, einstaklega
hvítan og þéttan. Það
heyrir til undantekninga.
Hana, þar hringir
bjallan. Best að standa
fyrstur upp í þetta sinn.
Það væri nú gaman að
slá met í dag og vera með
mestu afköstin. Við
erum ekki langt frá því.
Þá er að taka góða törn
núna í einn og hálfan
tíma. Það er líka leiðin-
legasti tíminn, eins gott
að gleyma sér við að'
skera úr - vigta - pakka.
Reyna að setja svolítinn
hraða í þetta. Það er
farið að draga aðeins úr
okkur og það má ekki
ske. Það væri gaman að
sjá hvað við erum komn-
ar með mörg merki, en
það mundi tefja okkur
allt of mikið að fara að
telja þau. Það kemur í
ljós á eftir.
Allt á aftur-
fotunum
Æ, þar skar ég mig.
Andskotans klaufa-
skapur og í gegnum
hanskann. Þetta er smá
sár, en það blæðir svo
mikið að ég verð að fá
plástur. Það tefur að
þurfa að fara fram og
þvo sér og ná í plástur,
en ég flýti mér.
Það gengur allt á aftur-
fótunum núna. Það
fannst ormur við síðustu
skoðun og meira að segja
eitt bein með. Það er
ekki nógu gott. Við verð-
um að taka upp fjóra
pakka og skoða þá.
Sennilega verðum við að
draga úr hraðanum. Við
erum of lúnar til að halda
svona miklum hraða. At-
hyglin er farin að
sljóvgast. Og nú þarf það
að bætast við að ég er
komin í spreng. Að ég
skyldi ekki muna eftir að
fara á klósettið í kaffinu
eða þegar ég skar mig.
Nú verð ég að halda í
mér til klukkan fimm,
það eru tuttugu mínútur.
Ég tími alls ekki að tefja
tímann einu sinni enn.
Vonandi líða þessar tutt-
ugu mínútur fljótt. Skera
úr í fimm til sjö mínútur
og síðan að vigta og
pakka í tíu mínútur. Jú
þetta stenst allt.
Ég fór fram áður en
hringt var. Þá er alltaf
horft á mann eins og
maður sé að svíkjast um
og reyna að krækja sér í
lengri kaffitíma. Svíkjast
um í vinnutíma, það er
ekki fallegt.
Lokatörnin
Það væri nú gott að
vera komin heim og vera
búin að þvo sér og skipta
um föt. Én það fást góðir
peningar fyrir eftirvinn-
una og bónusinn og þeg-
ar launaumslagið kemur
er gott að hafa unnið að
minnsta kosti fram að
kvöldmat í eina viku.
Svo er tíminn líka fljótur
að líða eftir klukkan
fimm. Fyrst er kaffi í
korter og þá er klukkan
langt gengin í sex þegar
maður byrjar aftur, svo
þetta verður ekki nema
rúmur klukkutími.
Þá er það lokatörnin.
Þó maður sé orðinn latur
lætur maður sig hafa það.
Um að gera að keppast
við svo maður gleymi
tímanum. Klukkan er
1 hálf sex og karfahrúgan
' stækkarogstækkar. Ósk-
andi að ekkert finnist við
skoðun. Þá erum við
búnar að standa okkur
vel í dag. Best að vigta
og pakka og taka svo
aðra atrennu. Hvað
skyldu merkin vera orðin
mörg?
Klukkan er orðin sex.
Nú förum við bráðum að
hætta að taka meiri fisk.
Best að taka einn bakka
enn. Ætli mér takist að
vinna upp úr öðrum
bakka í viðbót? Já ég
reyni, því meira, því
betra.
Oh, klukkan er langt
gengin í sjö og við eigum
eftir að pakka öllu. Við
verðum að hafa það af
fyrir hálf sjö. Mikið lif-
andis ósköp getur það
tafið mann þegar blöðin
loða svona hvert við ann-
að og við sem erum orðn-
ar svo seinar fyrir.
Guði sé lof að þetta er
búið.
Engin helvítis
hjalla til að
skipa manni
Þá er að setja á fullt og
þvo borðið og bakkana,
sem betur fer er allt
miklu hreinlegra þegar
karfinn er. Hann er svo
feitur að óhreinindin
festast ekki eins við allt,
eins og eftir þorskinn.
Þá er búið að telja
merkin, þau urðu 36. Éf
maður margfaldar 36
með 20 koma út 720. Þá
erum við búnar að vinna
úr og pakka í 5 punda
öskjur 720 kílóum af fiski
í dag. Ekki sem verst.
Að vísu fór smávegis í
blokk.
Gott að vera búin að
vinna þennan dag. Þvo
svuntuna og stígvélin, fá
sér sígarettu, stimpla sig
út og labba heim.
Nú er bara eftir að fara
í sturtu heima. Heita
sturtu. Muna eftir að
setja kartöflurnar yfir
áður.
Það er notalegt að vera
komin heim og vera búin
að elda og borða, fara í
bað og önnur föt.
Algert letilíf, engin
helvítis bjalla til að skipa
manni að vaska upp, fyrr
en maður sjálfur vill.
Bara eitt eftir, skafa fisk-
inn undan nöglunum ög
slappa svo af fram að
háttatíma."