Tíminn - 31.01.1984, Síða 1
sina til lóðatíka
■ Fjárhundur frá Reykjakoti í
Ölfusi á dauðadóm yfir höfði sér
geti hann ekki hamið náttúru
sína til lóðatíka í Hveragerði
eftirleiðis.
Að sögn Hrefnu Kjartansdótt-
ur, bónda í Reykjakoti, stóðst
hundurinn hennar ekki freisting-
arnar s.l. föstudag og var þá
gómaður og settur inn af lögregl-
unni í Hveragerði. Samkvæmt
gildandi reglum í Hveragerði
verður fólk að greiða 800 króna
lausnargjald fyrir hunda sem eru
handsamaðir þar. Hrefna var
hins vegar ekki sátt við að greiða
þetta lausnargjald og var
hundurinn því i gæsluvarð-
haldi meðan málin voru rædd
hjá lögreglu á Selfossi. Lyktir
málsins urðu þær, að Hrefna fékk
hund sinn leystan úr haldi á
mánudagsmorgun, án greiðslu
lausnargjalds, en með því að
undirskrifa skjal um það, að ef
hundurinn yrði á ný gómaður í
Hveragerði væri hann réttdræp-
ur.
„Já hér eftir verð ég því að
gæta hans mjög vel. cllegar að
láta hann í burtu og reyna að fá
mér annan sem kannski tollir
betur hérna heimavið", sagði
Hrefna í Reykjakoti, sem óttast
að erfitt verði að halda hundi
sínum frá lóðaríinu í Hvera-
gerði.
-HEI
Siðumúla 15—PósthoK370Reykjavik-Ritstjórn86300-Auglýsingar 18300- Afgreidsla og askríft 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306
Hvað gerist ef starfsmönnum ÍSAL tekst að sprengja launaramma ríkisstjórnarinnar?
„RHSSTJÓRMN Á ÞEGAR í
STAÐ AÐ SEGIA AF SÉR"
— segir Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra
■ „Ef sá rammi sem rfldsstjóm-
in hefur sett í efnahagsmálum
verður sprengdur og slíkt tilræði
nær fram að ganga, þá er það
mín skoðun að ríkisstjórnin eigi
þegar í stað að segja af sér. Þá
hefur henni mistekist ætlunar-
verk sitt“, sagði Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra, í
utandagskrárumræðu á þingi í
gær er hann svaraði fyrirspumum
sem fram komu vegna umrnæla
Hveragerði:
Fjárhundur
á dauðadóm
yfir höfði
—geti hannekki
hamið náttúru
hans og annarra ráðherra um
kjaradeiluna í Straumsvík.
Var Sverrir þungorður vegna
kröfugerðar starfsmannanna og
sagði að starfsmenn hjá ÍSAL
ættu heimtingu á að vita afstöðu
sína í þessum efnum. „Ég mun
standa gegn því með öllum
ráðum að þeir brjótist þannig í
gegn að það yrði fyrirmynd fyrir
alla aðra“, sagði Sverrir. Benti
hann á að starfsmenn ÍSAL
hefðu að jafnaði 32-40 þúsund
krónur í laun á mánuði, sem væri
meira en helmingur þess sem
Guðmundur J. Guðmundsson
væri fær um að ná fram fyrir sitt
fátæka fólk. Forkálfar ASÍ beittu
þessum hálaunamönnum fyrir
vagninn og Þjóðviljinn skýrði
svo frá að þeir ættu að brjóta
ísinn og takmarkið væri að koma
ríkisstjórninni frá.
Steingri'mur Hermannsson,
forsætisráðherra, sagði við sama
tilefni að ef fyritæki sem hefðu
bolmagn til að greiða ha“rri laun
færu út fyrir þann ramma scm
settur hefði verið. vrði crfitt að
standa gegn því að þeir sem hafa
langtum lægri laun fái svipaðar
hækkanir. „Það verðui eriiit að
neita þeim lægst launuðu um
hækkun ef þeir í Straumsvík fá
20-40% hækkanir, en þeir sem
þar starfa eru með tckjuhæstu
mönnum í þjóðfélaginu", sagði
Steingrímur.
Stcingrímur sagði cnnfremur:
„Ef launaramminn verður
sprcngdur skulum við ekki tala
um 10% verðbólgu í lok ársins,
heldur 20-40% eða jafnvel miklu
meira.“
Sjá nánar bls. 5.
Lögreglan í
Kópavogi:
Greip inn-
brotsþjofinn
glóðvolgan
■ Lögreglan í Kópavogi
greip glöðvolgan innbrotsþjóf
aðfaranótt laugardags þar sem
hann var að athaína sig í
versluninni Vörðufelli viö
Þverbrekku i Kópavogi. Mað-
urinn setti af stað þjófavarnar-
kerfi án þess að vcröa þess vtir
og lögreglan var það snör í
snúningum að hún náði mann-
inum á innbrotsstaðnum.
Þjólurinn hafði á einhvern
hátt komist yfir lykil að versl-
uninni en láðist að kynna sér
þjóíavarnarkcrfiö. Innándyra
gekk hann inn í geisla senr setti
af stað sjálfvirkan simsvara og
hringdi símsvarinn á iögregl-
una og tilkynnti að verið væri
að brjótast inn í búðina!
-GSH
■ Snjorinn setur sitt mark á samgöngur i hofuðborginni ökumönnum til mismikillar ánægju. Margir eru þeir
þo sem vei kunna að meta snjöinn og bregða skiði undir betri fótinn. Skíðafelag Reykjavíkur efndi til kennslu
á gönguskiðum á Miklatúni i gærkveldi, fýrir þá sem telja sig þurfa aðstoð til að ná fullnumun i greininni, og
var þessi mynd tekin við það tækifæri. Tímamynd: Arni Sæberg.
Allt um Iþróttlr helgarinnar — Sjá bls. 11-15
FJOLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Þriðjudagur 31. janúar. 1984
26. tölublað - 68. árgangur
VISA-ISLAND:
DRÁTTARVEXTIR EKKIFYRR EN EFTIR HELGINA
■ „Það er í flestum tilfeilum
búið að póstleggja útskriftir á
reikningum fyrir fyrsta tímabilið
og eindagi verður núna 2. febrú-
ar eins og til stóð. Við munum
hins vegar ekki byrja að reikna
dráttarvexti fyrr en eftir helgi,
það er að segja á mánudaginn
sjötta, vegna þess að útskriftirn-
ar eru örlítið seinna á ferðinni en
æskilegt væri. Það stafar bara af
því að við höfum verið að hanna
nýtt tölvukerfi fyrir okkar
þarfir,“ sagði Einar S. Einars-
son, frainkvæmdastjóri VISA-
ISLAND, í samtali við Tímann.
Einar sagði, að það hefði ekki
farið eins og margir spáðu að
fólk myndi ekki kunna sér hóf
við notkun greiðslukorta. Að-
eins örfáar útskriftir hefðu gefið
til kynna að korthafar gætu ekki
staðið í skilum. „Það er greini-
legt að menn hafa farið mjög
skynsamlega í sakirnar - verið
jafnvel gætnari en menn þorðu
að vona,“ sagði Einar.
-Sjú. ,